Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍR í annað sætið eftir sigur á Fram / B2 Kolbrún tvíbætti Íslandsmetið í flugsundi / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgun- blaðinu í dag fylgir kynning- arefni frá Smáralind sem dreift er um allt land. STERKIR söngtónar bárust blaða- manni og ljósmyndara þegar þeir nálguðust heimili Sigurðar Demetz Franzsonar söngkennara í Reykja- vík síðdegis í gær. Þegar inn var komið reyndust þar vera á ferðinni gamall nemandi Sigurðar, Kristján Jóhannsson tenórsöngvari, og Carlo Maria Cantoni, ítalskur barí- tonsöngvari, en þeir voru að æfa sig fyrir tónleikana, sem Kristján stend- ur fyrir, í Háskólabíói í kvöld. Auk þeirra Kristjáns og Cantoni mun ítalski píanóleikarinn Marino Nicol- ini leika á tónleikunum. Tónleikarn- ir hefjast kl. 19.30 og eru enn nokkr- ir miðar lausir að sögn Kristjáns. Meðal þess sem verður á efnis- skránni eru óperudúettar úr Il Trovatore, Óþelló og Don Carlos en auk þess verða nokkrir konsertar „sem eru kirkjulegs eðlis“, segir Kristján, „en þeir eiga að koma Ís- lendingum í jólaskapið,“ bætir hann hressilega við. Auk þess mun Cant- oni taka nokkrar aríur. Kristján, Cantoni og Nicolini komu til landsins í fyrradag en munu standa stutt við því þeir halda af landi brott á morgun. Kristján kemur aftur að viku liðinni til þess að halda jól á Íslandi með fjölskyldu sinni. Cantoni og Nicolini segjast þakklátir fyrir að fá tækifæri til að syngja og leika fyrir Íslendinga. Þeir hafa ekki áður komið hingað til lands. „Það er nú heitara hér en ég bjóst við,“ segir Cantoni og kveðst aðspurður örugglega koma aftur til landsins. Nicolini tekur undir það. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á heimili Sigurðar Demetz Franzsonar söngkennara. Með honum eru Kristján, Carlo Maria Cantoni barítonsöngvari og Marino Nicolini píanóleikari. Kristján Jóhannsson heldur tónleika í kvöld RÍKISSAKSÓKNARI tók ekki af- stöðu til þess hvort Jakob Ásmunds- son, sem ákærður var fyrir innflutn- ing á e-töflum, ætti að njóta góðs af því að hafa greint frá þætti annarra í málinu þrátt fyrir að dómari hefði sérstaklega leitað eftir því við sækj- andann. Jakob var í gær dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir smygl á 1.333 e- töflum og 187,4 g af e-töflumulningi. Samtals er magnið samsvarandi 2.000 e-töflum. Eftir breytingar á almennum hegningarlögum sem gengu í gildi í fyrra getur það leitt til lækkunar á refsingu ef sakborningur greinir frá samverkamönnum sínum og tók Héraðsdómur Reykjavíkur m.a. tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta ákvæði kemur til álita dóm- stóla. Tollgæslan handtók Jakob á Keflavíkurflugvelli í mars þegar hann kom til landsins frá Amster- dam. Hluti af fíkniefnunum fannst í farangri og greindi hann frá því að hann væri með fleiri e-töflur í buxnastreng sínum og innvortis. Sagt að ákæruvaldið myndi óska vægari refsingar Hjá lögreglu var honum kynnt ákvæði hegningarlaga um að ef hann greindi frá hlut annarra í brotinu gæti hann átt von á vægari refsingu. Hann var hvattur til þess og þess jafnframt getið að ef hann gerði það myndi ákæruvaldið gera grein fyrir því við meðferð málsins fyrir dómi og láta það koma fram að það væri vilji ákæruvaldsins að hann fengi vægari refsingu fyrir vikið. Í fram- haldinu greindi hann frá samverka- mönnum sínum en fram kom þó í málinu að hann hafði þá sýnt merki þess að hann hygðist skýra frá fleiru en hann hafði gert fram að því. Hann skýrði svo frá að æskufélagi sinn, sem væri þekktur afbrotamað- ur og fíkniefnaneytandi, hefði verið með í ráðum um innflutninginn. Fyr- ir orð móður mannsins hefði hann útvegað þessum félaga sínum vinnu hjá byggingafyrirtæki. Síðar stofn- aði Jakob sitt eigið fyrirtæki og skrifaði móðir félaga hans upp á skuldabréf vegna þess. Fyrir at- beina félaga síns hefði hann leiðst út í fíkniefnaneyslu og í kjölfarið tók að halla undan fæti í atvinnurekstrin- um og öllum fjármálum hans. Félagi hans hefði síðan stungið upp á því að flytja inn fíkniefni frá Hollandi og selja þau hér. Fyrst fóru þeir saman út en ekkert varð af kaupunum. Síð- ar stakk félagi hans upp á því að hann færi einn út til Hollands. Hann hefði knúið fast á um það og jafnvel látið skína í hótanir. Úr varð að Jak- ob fór til Hollands, keypti fíkniefnin og flutti inn. Í dómnum segir að málið hafi sætt talsverðri rannsókn og hefur hún m.a. beinst að margnefndum félaga Jakobs. Sem fyrr segir var litið til þess við ákvörðun refsingar að Jakob greindi frá þætti annarra í málinu og var samvinnufús við rannsóknina. Hann hefur nú hætt allri fíkniefnaneyslu og aftur tekið upp samband við fyrr- verandi eiginkonu sína og barns- móður. Auk refsingarinnar var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. laun verjanda síns, Péturs Arnars Sverrissonar hdl., 220.000 krónur. Pétur Guðgeirsson héraðs- dómari kvað upp dóminn en Guðrún Sesselja Arnardóttir sótti málið fyr- ir hönd ákæruvaldsins. Greindi frá samverkamönnum og var tjáð að hann myndi njóta góðs af Saksóknari ófáanlegur til að taka afstöðu Á FRAMHALDSAÐALFUNDI Verkalýðsfélags Akraness á fimmtu- dagskvöld var samþykkt vantraust á meirihluta stjórnar verkalýðsfélags- ins. Einnig var samþykkt að senda bókhald félagsins í opinbera rann- sókn til ríkissaksóknara. Vantrauststillagan var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 26. Fjórir sátu hjá. Flutningsmaður vantrauststil- lögunnar, Vilhjálmur Birgisson, sem situr í aðalstjórn félagsins, segir vanrækslu af hálfu meirihlutans að- alástæðuna fyrir tillöguflutningnum. Segir hann hluta bókhalds félagsins, Vinnumiðlun – stéttamiðlun, ekki hafa verið endurskoðaðan í 10 ár. Þá hafi útistandandi skuldir, sem nema milljónum króna, ekki verið inn- heimtar, auk þess sem ávöxtunar- kjörum félagsins hafi verið verulega ábótavant. Vantrausts- tillaga sam- þykkt Verkalýðsfélag Akraness KONAN sem lést eftir fall í stiga í verslun í Keflavík á laugardag hét Elínbjörg Ormsdóttir. Hún var 72 ára gömul, fædd þann 29. maí 1929. Hún lætur eftir sig eiginmann og uppkomna dóttur. Lést eftir fall í stiga Elínbjörg Ormsdóttir DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað þrjá nýja sýslumenn. Taka skipanir þeirra gildi um næstu ára- mót. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Ísafirði, hefur verið skip- aður sýslumaður á Selfossi. Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Blönduósi, hefur verið skipaður sýslumaður á Hvolsvelli. Anna Birna Þráinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli, hefur verið skipuð sýslumaður í Búð- ardal. Þrír nýir sýslumenn ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.