Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGS- og bygginga- nefnd Reykjavíkur hefur sam- þykkt að nýtt deiliskipulag Grófarinnar í miðborg Reykjavíkur verði auglýst. Gert er ráð fyrir að nýbygg- ingar rísi á öllum þeim hluta skipulagsreitsins sem snýr að Tryggvagötunni. Grófarreitur afmarkast af Grófinni, Tryggvagötu, Naustinni og Hafnarstræti og er hluti af deiliskipulagi Kvos- arinnar frá 1996. Nokkur af elstu húsum bæjarins eru á reitnum, þeirra á meðal Bryggjuhúsið frá árinu 1883, Fálkahúsið frá 1868 og Bryde- pakkhús frá árinu 1887. Í greinargerð höfunda deili- skipulagstillögunnar, Arki- tektur.is, kemur fram að jarð- hæðir allra húsanna á reitnum eru nýttar undir veitinga- starfsemi, að undanteknum hluta jarðhæðar Hafnarstræt- is 1–3 þar sem er verslun. Á efri hæðum húsanna er ýmist veitingarekstur eða skrif- stofur. Samkvæmt aðalskipu- lagi á nýting svæðisins að vera miðborg – miðhverfi en að sögn Jóhannesar Kjarvals, deildarstjóra hjá Borgar- skipulagi, er sú skilgreining víð. Þannig geti verið á svæð- inu þjónusta, verslun og íbúðir – nánast allt nema verk- smiðjustarfsemi eða flug- völlur. Port opnað á ný Þétt miðbæjarumferð er á svæðinu og eru opinber stöðu- mælastæði alls 42 talsins á þremur lóðum. Á Vesturgötu 2a eru 25 bílastæði en tillagan gerir ráð fyrir að í stað þeirra verði reist nýbygging sem væri þrjár hæðir og kjallari. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að á Vesturgötu 2 og Tryggva- götu 22 megi reisa þrjár hæðir og kjallara en á þessum lóðum eru nú meðal annars veitinga- staðirnir Gaukur á Stöng og Glaumbar. „Þessar nýbygg- ingar ljúka uppbyggingu reitsins og styrkja og fullgera götumyndir hans,“ segir í greinargerðinni en um er að ræða alla þá hlið reitsins sem snýr að Tryggvagötunni. Lagt er til að port, sem opið var í gegn um Bryggjuhúsið til ársins 1929 og lá að höfn- inni, verði opnað á ný og sömuleiðis verði port í sömu stefnu á nýbyggingunni á lóð- inni við Vesturgötu 2. Þar verði jafnframt gönguleið í gegnum reitinn. Er vísað til þess að við nýlega uppbygg- ingu Listasafns Reykjavíkur hafi slíkt port verið opnað. Bólverk gert sýnilegra Þá er lagt til að svokallað bólverk, hlaðinn grjótgarður sem reistur var um 1890 frá vestri til austurs eftir endi- löngum reitnum, verði gert sýnilegra. Bólverk þetta er elsta hafnarmannvirki í Reykjavík og var reist til að varna því að sjór gengi upp á land. Tillagan gerir ráð fyrir því að grafið verði frá bólverk- inu og lóðirnar Vesturgata 2 og 2a mótaðar í samræmis við það. „Komið verði upp vatns- spegli norðan við bólverkið, og „plankabryggju“ yfir hann í gönguleiðinni gegnum reitinn til minja um gömlu bryggjuna og aðkomuna að Reykjavík,“ segir í greinargerðinni. Telja hönnuðir að með þessu náist góð göngutengsl frá Ingólfstorgi og allt til hafnarinnar, með tengingu við minjar liðinnar tíðar og menn- ingu nútímans. Segir að nýbyggingar skuli endurspegla nánasta um- hverfi sitt og taka skuli mið af sérkennum svæðisins. Hið sama skuli gilda um viðbygg- ingar en mælikvarði þeirra skal að jafnaði ekki yfirgnæfa upphaflega byggingu og gætt skal samræmis við stíl og ald- ur upphaflegu byggingarinn- ar. Ekki er stefnt að því að fjölga langtímastæðum þar sem svæðið er í nánd við góðar almenningssamgöngur, bíla- stæðahús og almenningsstæði að því er kemur fram í grein- argerðinni. „Gert er ráð fyrir að bílaumferð á svæðinu verði með sama sniði og núverandi ástand, þ.e. einstefna á Naust- inni og Hafnarstræti, en tví- stefna á Vesturgötu, Tryggva- götu og Grófinni.“ Morgunblaðið/RAX Horft í átt að Grófarreit. Teikning/arkitektur.is Deiliskipulagstillaga Grófarreits þar sem sjá má hvernig gert er ráð fyrir nýbyggingum við Tryggvagötuna. Byggt meðfram Tryggvagötu Grófin KRAKKAR á öllum aldri hafa í gegnum tíðina heillast af ljósadýrðinni sem einkennir aðventuna og jólahátíðina enda ekki að ástæðulausu að jólin hafa verið nefnd hátíð ljóss- ins. Rafmagn hefur svo sem ekki alltaf komið við sögu heldur muna afi og amma kannski frekar eftir fal- legum kertaljósum sem vörpuðu glýju í barnsaugu fyrir tugum ára. Unglingar úr Breiðholti og eldri borgarar frá fé- lagsstarfi aldraðra í Gerðu- bergi tóku sig saman í vik- unni og fóru í rútuferð um miðborgina til að virða hana fyrir sér í jólaskrúð- anum auk þess sem fræðst var um miðborgarstarfsem- ina. Með í för voru lög- reglumenn frá umferð- ardeild Lögreglunnar í Reykjavík sem gjörþekkja borgina. Á eftir var farið í Dómkirkjuna þar sem hljóð- færaleikarar úr félagi eldri borgara spiluðu og ungir og aldnir sungu saman. Ungir og aldnir í miðborg- arferð Breiðholt Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Það var notalegt að setjast niður í Dómkirkjunni og njóta tónlistarinnar eftir ferðina. MORGUNVERÐUR, jóla- stemning og ljúfir tónar voru í boði hjá Aðalskoðun hf. við Helluhraun í Hafnarfirði á fimmtudagsmorgun í tilefni aðventunnar. Hefur það ver- ið siður hjá fyrirtækinu að bjóða viðskiptavinum til morgunverðar á aðventunni allt frá stofnun þess og var þetta í 7. sinn sem gestir og gangandi þáðu boðið. Bílalyftan lék lykilhlutverk þennan morgun sem aðra morgna þar sem sjálft mat- arhlaðborðið var til reiðu á henni og kunnu gestir vel að meta kræsingarnar sem þar var að finna. Á meðan heitir drykkir hituðu upp kroppa við- staddra í morgunsárið urðu ljóðalestur, skáldskapur og ljúfir tónar í flutningi KK til þess að hlýja þeim um hjartarætur. Morgunblaðið/Árni Sæberg KK skemmtir morgunverðargestum. Árbítur á bílalyftu Hafnarfjörður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.