Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSTAK hf. mun byggja sýningarskála Saltfisk-
seturs Íslands í Grindavík. Samningur þess efnis
var undirritaður í gær. Bygging skálans mun
kosta rúmar 100 milljónir. Jafnframt voru kynnt
drög að saltfisksýningu í húsinu.
Ístak var lægstbjóðandi í alútboði Saltfiskset-
urs Íslands og ákvað stjórn félagsins að fela fyr-
irtækinu verkið. Sýningarskálinn verður 650 fer-
metrar að grunnflatarmáli og sýningarsvæði á
tveimur gólfum, alls liðlega 500 ferm. Hönnuðir
skálans eru Yrki sf. arkitektar, Ásdís H. Ágústs-
dóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir. Áætluð
verklok eru í ágúst á næsta ári.
Kostar 150 milljónir
Kostnaðarverð skálans, samkvæmt verksamn-
ingi við Ístak, er liðlega 106 milljónir kr. Heild-
arkostnaður við fyrsta áfanga verkefnisins, sýn-
ingarskála og uppsetningu sýningar, er 126
milljónir kr. og áætlað er að kostnaður við veit-
ingaaðstöðu, tilbúna undir tréverk, er talinn geta
orðið 25 milljónir til viðbótar, að því er fram hefur
komið í bæjarráði Grindavíkurbæjar.
Við undirritun samninganna í gær kom fram
að Grindavíkurbær mun hafa forystu við fram-
kvæmd verkefnisins í samstarfi við aðra stofn-
endur Saltfiskseturs Íslands, sem eru fimmtán
fyrirtæki og einstaklingar, og aðra styrktaraðila.
Sparisjóðurinn í Keflavík verður bakhjarl við
fjármögnun verkefnisins.
Einstæð sýning
Björn G. Björnsson sýningahönnuður hefur
verið fenginn til að hanna saltfisksýningu sem
opnuð verður um leið og húsið. Kynnti hann
fyrstu drög að skipulagi sýningarinnar við at-
höfnina í gær. „Ég vona að sami stórhugur muni
sjást á sýningunni sem fylla mun húsið,“ sagði
hann um leið og hann dreifði fyrstu mátun sýn-
ingarinnar, eins og hann tók til orða.
Markmið saltfisksýningarinnar er að safna
saman og varðveita muni og myndir sem segja
sögu saltfisksins, í þeim tilgangi að kynna fyrir al-
menningi og ferðamönnum mikilvægi atvinnu-
greinarinnar fyrir íslenskt samfélag. Einnig að
sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar mennta-
stofnanir. Þá hefur sýningin það hlutverk að veita
ferðafólki afþreyingu, kynna saltfisk fyrir gest-
um, bragð hans og gæði.
„Sýning af þessu tagi er einsdæmi á Íslandi.
Hér er á ferðinni mjög merkilegt og að mörgu
leyti einstakt menningarlegt framtak. Í því felst
ekki bara uppbygging atvinnumála og styrking
ferðaþjónustu, heldur er hér haldið á lofti römm-
um þætti í sögu Íslands og lífsbaráttu þjóðarinnar.
Gestir munu koma út af þessari sýningu með brim-
roða á hvarmi og saltbragð í munni,“ segir Einar
Njálsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður Salt-
fisksetursins, í samantekt í tilefni af undirritun
samninganna í gær.
Spilað með Grindavík
Bæjarstjóri bar gestum kveðjur frá Árna Math-
iesen sjávarútvegsráðherra sem ekki komst til að
vera viðstaddur athöfnina eins og áformað hafði
verið. Einar gaf aðkomnum gestum að gjöf spila-
stokk sem meistaraflokkur kvenna hjá UMFG hef-
ur gefið út í fjáröflunarskyni. Á spilunum eru
myndir af íþróttafólki í Grindavík. Bað bæjarstjóri
gestina að spila með Grindavík.
Samið við fyrirtækið Ístak hf. um byggingu sýningarskála Saltfiskseturs Íslands
Með brimroða á
hvarmi og salt-
bragð í munni
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Jónas Frímannsson, aðstoðarforstjóri Ístaks, og Einar Njálsson, stjórnarformaður
Saltfiskseturs Íslands, takast í hendur að lokinni undirritun verksamnings um bygg-
ingu sýningarskála, að viðstöddum Ómari Jónssyni, forseta bæjarstjórnar.
Grindavík
Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Sæmundur Pétursson, tekur við gjöfinni frá eigendum
Kósý, húsgagnaverslunar. Það eru Skúli Rósantsson og Guðrún Lára Brynjarsdóttir ásamt börn-
um sínum, Rut sem afhenti Sæmundi gjöfina, Rósanti og Soffíu Rún.
Framlag til þjálfunarlaugar
Reykjanesbær
ÞROSKAHJÁLP á Suðurnesjum hefur fengið
600 þúsund króna gjöf sem varið verður til
þjálfunarsundlaugar.
Skúli Rósantsson, Guðrún Lára Brynj-
arsdóttir, börn þeirra og fyrirtæki þeirra,
Kósý-húsgagnaverslun í Síðumúla 24 í
Reykjavík, höfðu ákveðið að gefa Þroska-
hjálp á Suðurnesjum 500 þúsund kr. á ári í
fimm ár. Fyrsta gjöfin var afhent 1. desem-
ber á síðasta ári. Að þessu sinni afhenti fjöl-
skyldan 600 þúsund kr. gjöf vegna þjálf-
unarlaugarinnar. Var hún afhent í
kaffisamsæti í höfuðstöðvum Þroskahjálpar
að Suðurvöllum 9 í Keflavík 1. desember síð-
astliðinn.
Þjálfunarlaugin var vígð 14. október á síð-
asta ári og hefur hún komið sér vel í þjálfun
og endurhæfingu fyrir fatlaða einstaklinga á
Suðurnesjum. Framlag eigenda Kósý-
húsgagna og fjölskyldunnar hefur stuðlað að
því að haldið verður áfram með bygginguna
og henni lokið, segir í frétt frá Þroskahjálp
á Suðurnesjum.
TÆPLEGA 5 milljóna króna
greiðsluafgangur verður hjá
Vatnsleysustrandarhreppi á næsta
ári, samkvæmt fjárhagsáætlun
sem hreppsnefndin hefur sam-
þykkt. Áhersla er lögð á greiðslu
skulda á næstu árum vegna þeirra
miklu framkvæmda sem unnið hef-
ur verið að undanfarin ár.
Vatnsleysustrandarhreppur hef-
ur undanfarin tvö ár unnið eftir
markaðsáætlun um stækkun
byggðarinnar.
Markmiðið er að fjölga íbúunum
upp í 1.100. Ráðist var í landakaup
og gert átak í uppbyggingu gatna
og lagfæringu umhverfis, auk
stækkunar leikskóla og grunn-
skóla. Var þetta unnið að miklu
leyti fyrir lánsfé.
Skuldir í landsmeðaltal
Í fjárhagsáætlun fyrir næstu
fimm ár sem samþykkt hefur verið
í hreppsnefndinni er gert ráð fyrir
lágmarksframkvæmdum og öll
áherslan lögð á að reksturinn skili
afgangi svo hægt verði að greiða
skuldir hratt niður. Þó er gert ráð
fyrir að framkvæmdum við nýtt
iðnaðarsvæði verði lokið á næsta
ári.
Hreppsnefndin nýtir sér heimild
til að leggja á hámarksútsvar,
13,03% til þess að unnt verði að ná
markmiðum um niðurgreiðslu
skulda. Fram kemur í greinargerð
með fjárhagsáætluninni að í lok
tímabilsins er gert ráð fyrir að
skuldir verði komnar niður í lands-
meðaltal. Þar er einnig boðaður
niðurskurður framkvæmda- og
rekstrarkostnaðar, ef áætlanir um
íbúafjölgun á næstu árum ganga
ekki eftir.
Ný vinnubrögð
Jóhanna Reynisdóttir sveitar-
stjóri segir að hreppsnefnd sé að
taka upp ný vinnubrögð við árang-
ursmælingar. Þær snúa fyrst og
fremst að því að ná fram hag-
kvæmari rekstri og betri þjónustu.
Gert er ráð fyrir að mælingar hefj-
ist í febrúar. Jóhanna segir að
áhersla verði lögð á að fylgja vel
eftir fjárhagsáætlun.
Skuldir verða
greiddar hratt niður
Vatnsleysustrandarhreppur
LIÐLEGA 43% foreldra barna
á leikskólum í Reykjanesbæ
kjósa að hafa leikskólana opna
á sumrin. Næststærsti hópur-
inn, tæplega þriðjungur, er
samþykkur 4–5 vikna lokun yf-
ir sumarið, eins og nú er.
Skólaskrifstofa Reykjanes-
bæjar gerði skoðanakönnun
um sumarlokun og opnunar-
tíma leikskólanna meðal for-
eldra barnanna. Aðeins rúm-
lega þriðjungur foreldra
svaraði spurningum, að því er
fram kemur á heimasíðu
Reykjanesbæjar.
Meirihluti foreldra vill rúm-
an opnunartíma. Liðlega 38%
kjósa að leikskólar séu opnir
frá hálf átta á morgnana til
kortér yfir sex á kvöldin, eins
og nú er á mörgum skólanna.
Tæp 9% vilja enn legri opnun,
eða frá sjö að morgni til kortér
yfir sjö að kvöldi.
Margir
vilja hafa
opið á
sumrin
Reykjanesbær
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
endurtaka jólasveiflutónleika
á aðventu. Tónleikarnir verða
haldnir í Keflavíkurkirkju á
morgun, sunnudag, kl. 20.30.
Eins og á fyrri tónleikun-
um sem haldnir voru fyrir
viku koma fram þrír kunnir
dægurlagasöngvarar af Suð-
urnesjum, þau Rúnar Júl-
íusson, Birta Sigurjónsdóttir
og Guðmundur Her-
mannsson. Þeim til fulltingis
er hljómsveit sem skipuð er
þeim Þóri Baldurssyni hljóm-
borðsleikara, Júlíusi Rúnars-
syni trommuleikara og Baldri
Rúnarssyni hljómborðsleik-
ara. Á tónleikunum syngur
einnig Kirkjukór Keflavíkur-
kirkju undir stjórn Hákonar
Leifssonar.
Á tónleikunum er flutt jóla-
og helgitónlist í léttari kant-
inum en einnig getur að
heyra lag Rúnars Júlíussonar
af nýrri plötu hans, Leið yfir.
Þá gefst kirkjugestum kostur
á samsöng nokkurra jóla-
söngva og sóknarprestur,
séra Ólafur Oddur Ólafsson,
mun flytja hugvekju.
Jólasveifla
endurtekin
Keflavík
STJÓRNIR Hitaveitu Suður-
nesja og Bæjarveitna Vest-
mannaeyja munu halda áfram
samningaviðræðum um samein-
ingu þótt Selfossveitur hafi
dregið sig út úr sameiningarvið-
ræðnunum.
Unnið hefur verið að undir-
búningi sameiningar veitufyrir-
tækjanna þriggja frá því að und-
irrituð var viljayfirlýsing þess
efnis í lok ágúst. Í fréttabréfi
Hitaveitu Suðurnesja kemur
fram að fyrir liggja tillögur MP-
verðbréfa um skiptahlutföll og
embættismenn fyrirtækjanna
hafa lagt fram hugmyndir um
starfsstöðvar og verkaskiptingu
auk grófra hugmynda um sam-
legðaráhrif samrunans.
Halda
áfram við-
ræðum
Reykjanes