Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 26

Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Afgreiðslutími á Laugaveginum Opið alla daga til jóla til kl.22 Þorláksmessu til kl. 23 BANDARÍKJAHER hefur sent sérsveitir á hellasvæðið í Tora Bora í austurhluta Afganist- ans til að aðstoða afganska herflokka við að vega eða handtaka Osama bin Laden og aðra leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, að sögn embættismanna bandaríska varnarmála- ráðuneytisins. Koma sérsveitanna bendir til þess að yfirmenn hersins telji að bin Laden og nánustu samstarfsmenn hans séu enn á svæð- inu og hafi verið afkróaðir í hellum og göngum Tora Bora. Hermt var að tveir sérsveitarmenn hefðu særst lítillega í vélbyssuárás liðsmanna al- Qaeda í gær. Hátt settur embættismaður í varnarmála- ráðuneytinu í Washington sagði að þeir sem skipulegðu aðgerðirnar væru bjartsýnni en áð- ur á að bin Laden hefði ekki flúið af svæðinu. Hann sagði þrennt benda til þess að bin Laden væri í Tora Bora: liðsmenn al-Qaeda hefðu veitt mjög harða mótspyrnu „eins og þeir væru að verja leiðtoga sinn“; afganskir hermenn teldu sig hafa séð bin Laden á svæðinu nýlega; og leyniþjónustan hefði fengið upplýsingar sem bentu til þess að hann hefði ekki flúið. „Enginn þessara þriggja þátta er sérlega sannfærandi einn og sér, en þegar þetta þrennt er lagt saman gæti það haft mikla þýðingu,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að sérsveitarmennirnir væru vel þjálfaðir og færir um að vega eða handtaka leiðtoga al-Qaeda. „Og þeim hefur verið heim- ilað að gera það.“ Hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu í Washington sagði að bandaríska leyniþjónutan CIA teldi að bin Laden væri í Tora Bora þótt ekki væri vitað nákvæmlega hvar hann leynd- ist. „Við heyjum harða orrustu“ Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að herinn hefði fjölgað sérsveitarmönnum sínum í austurhluta Afganistans. Talið er að á meðal sérsveitanna séu Delta Force, sem hefur fengið sérþjálfun í handtöku hryðjuverkamanna, björgun gísla og eftirlits- og njósnaferðum á mjög hættulegum svæðum. Bandarísku hermennirnir í Afganistan hafa hingað til einkum gegnt því hlutverki að und- irbúa loftárásir og veita afgönskum herflokkum ráðgjöf. „Ég tel mjög líklegt að þeir geri eitthvað annað en að sinna samhæfingarverkefnum,“ sagði Rumsfeld. „Við heyjum harða orrustu þarna. Harðir bardagar geisa á svæðinu, marg- ir berjast með stórskotavopnum og menn sær- ast.“ Rumsfeld sagði þó að bandaríski herinn vildi handtaka bin Laden og aðra leiðtoga al- Qaeda fremur en vega þá. „Ég vildi frekar að þeir gæfust upp,“ sagði varnarmálaráðherrann. „Ég vil að við náum þeim til að geta yfirheyrt þá og flett ofan af starfsemi al-Qaeda út um all- an heim. Þessir menn búa yfir mikilli vitneskju. Og ég vil komast að því sem þeir vita.“ Rumsfeld skýrði ennfremur frá því að Bandaríkjastjórn hygðist bjóða 10 milljónir dala, andvirði rúms milljarðs króna, fyrir upp- lýsingar sem leiddu til handtöku leiðtoga talib- ana, múllans Mohammeds Omars. Stjórnin hef- ur þegar lofað andvirði 2,5 milljarða króna í verðlaun fyrir handtöku bin Ladens. Rumsfeld neitaði því að Bandaríkjaher hefði komið í veg fyrir að afganskir herforingjar semdu við liðsmenn al-Qaeda um að þeir gæfust upp og sagði að bandarísk stjórnvöld stefndu ekki að því að „tortíma“ öllum félögum í hryðju- verkasamtökunum. „Þetta er ekki tortímingarstríð,“ sagði Rich- ard Myers, forseti bandaríska herráðsins. Nær öllum flugvélunum beitt á einn stað Nær öllum tiltækum flugvélum Bandaríkja- hers hefur verið beitt í árásunum á hellasvæðið í Tora Bora síðustu daga, að sögn hátt setts embættismanns í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu. „Þær fara ekki annað – þær eru allar sendar þangað,“ sagði hann. Beitt hefur verið tíu langdrægum sprengju- vélum, tólf orrustuþotum og fjórum eða fimm árásarvélum af gerðinni AC-130, sem eru bún- ar vél- og fallbyssum og hefur verið lýst sem „fljúgandi skotpöllum“. Embættismaðurinn bætti við að svo harðar árásir á einn stað sýndu að yfirmenn Banda- ríkjahers teldu að margir forystumanna al- Qaeda væru enn á svæðinu. „Þegar litið er á fjölda árásarferðanna, hvers konar árásir um er að ræða og notkun AC-130-vélanna, hljótum við að hafa gilda ástæðu til að telja að þeir séu þarna uppi í fjöllunum,“ sagði embættismað- urinn. The Washington Post. Sérsveitir send- ar á hellasvæðið Aðgerðir Bandaríkjahers benda til þess að talið sé að bin Laden leynist í Tora Bora AP Afganskur hermaður skellihlær í skotgröf meðan félagi hans fylgist með árásum skrið- dreka og bandarískra herflugvéla á liðsmenn al-Qaeda í Hvítufjöllum nálægt Tora Bora. ’ Ég vil að við náum þeimtil að geta yfirheyrt þá og flett ofan af starfsemi al- Qaeda um allan heim. ‘ EINN af foringjum afgönsku her- sveitanna í austurhluta Afganistans fullyrti í gær að menn sínir hefðu umkringt helli sem talið væri að Osama bin Laden kynni að leynast í. Herforinginn, Hazrat Ali, sagði að hermenn sínir hefðu einnig afkróað- marga liðsmenn al-Qaeda, samtaka bin Ladens, á fjallshrygg nálægt hellinum. Ali greindi ekki frá því hvers vegna talið væri að bin Laden kynni að vera í hellinum, einum af mörgum hellum í gljúfri þar sem liðsmenn al- Qaeda hafa barist við afganskar her- sveitir síðustu daga. Bandarískar herflugvélar hafa einnig gert harðar árásir á svæðið. Óstaðfestar fréttir um að sést hafi til bin Ladens Margir bandarískir embættis- menn telja að bin Laden sé enn á hellasvæðinu í Tora Bora en aðrir hafa sagt að hann kunni að vera ann- arsstaðar í Afganistan eða að hann hafi flúið til Pakistans. Afganska fréttastofan AIP í Pakistan hafði eft- ir ónafngreindum heimildarmönnum í Jalalabad, borg nálægt Tora Bora, að bin Laden hefði farið af svæðinu 25. eða 26. nóvember og ekki væri vitað hvar hann væri nú. Borist hafa óstaðfestar fregnir um að bin Laden hafi sést í Tora Bora á síðustu dögum. Ali sagði að afgansk- ir njósnarar teldu sig hafa séð bin Laden á hellasvæðinu á mánudag. Herforinginn fullyrti í gærmorg- un að menn sínir hefðu náð meintu fylgsni bin Ladens á sitt vald en sagði síðar um daginn að þeir hefðu aðeins fundið hellinn og umkringt hann. „Ég tel að Osama sé á ákveðnum stað í hellinum,“ sagði hann. „Þeir geta ekki sloppið“ Ali sagði að hermennirnir hefðu einnig afkróað liðsmenn al-Qaeda í lítilli lægð á fjallshryggnum. Enn væri barist á staðnum og margir al- Qaeda-liðar hefðu fallið eða særst. „Þeir hafa verið umkringdir og geta ekki sloppið.“ Said Mohammed Pahalawn, að- stoðarmaður herforingja annarrar fylkingar á svæðinu, sagði að um 100–120 liðsmenn al-Qaeda væru á staðnum. „Bandarískar flugvélar gera sprengjuárásir á svæðið en sprengjurnar komast ekki í hellis- munnann,“ sagði hann. Erfitt að loka landamærunum Fyrr í gær skýrðu nokkrir afg- anskir herforingjar frá því að liðs- menn al-Qaeda hefðu hörfað og skil- ið eftir þungavopn sín eftir að hafa orðið fyrir hörðum árásum afg- anskra herflokka og bandarískra flugvéla. Orrustuþotur flugu lágt yf- ir vígvöllinn í gær og gerðu árásir á fjöll milli Tora Bora og Milawa-dals. Fjórir afganskir hermenn særðust þegar sprengja frá einni flugvélanna féll of nálægt þeim. Haji Musa, foringi einnar af afg- önsku fylkingunum sem berjast í Tora Bora, sagði að nokkrir liðs- menn al-Qaeda hefðu flúið í skóg- lendi nálægt Tora Bora og Milawa- dal. Líklegt er að þeir reyni að kom- ast þaðan yfir Hvítufjöll til Pakistans. Stjórnvöld í Pakistan hafa sent þúsundir hermanna að landamærun- um til að loka flóttaleiðunum en segja að mjög erfitt sé að halda uppi eftirliti á svæðinu, sem er mjög snjó- þungt og illt yfirferðar. Telja sig hafa fundið helli Osama bin Ladens Meira en hundrað liðsmenn al- Qaeda afkróaðir Tora Bora. AP, AFP. AP Hamid Karzai, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Afganistans, sem tekur við völdunum 22. desember, heilsar Afgönum á vegi frá Kabúl til Jebal Saraj á leiðinni að gröf Ahmids Shah Massoods, fyrrverandi leið- toga hers Norðurbandalagsins. Massood var myrtur tveimur dögum fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.