Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINSTÖK MYNDLIST — ÍSLENSK MYNDLIST Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Louisa Matthíasdóttir — meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Höfundur byggir sö guna m.a. á dagbók um skipbrots mannann a og legg ur sig fra m um að seg ja ógleym anlega sög u og skap a einstæðar persónur. Þetta er fy rst og frem st glæs i leg t sköpu narverk höfunda r, sem lætur mann san narlega ek ki ósnortin n. Áhrifam ikil saga skipbrot smanna Örlygur Steinn Si gurjónsso n FÖSTUD AGUR 14 . DESEMB ER 2001MOR GUNB LAÐI Ð Í Ísherranum er það Vilhjálmur Stefánsson sem er skúrkurinn og er fátt tínt honum til varnar. Ef marka má bókina var hann athyglissjúkur og með mikilmennsku- brjálæði. Hann yfirgaf leiðangurinn fljótlega ásamt þeim sem hann þurfti á að halda en setti hina á guð og gaddinn. Feigðarför DVMÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 Guðmundur J. Guðmundsson Íslensk þýðing Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur. ÍSHERRANN Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn. Hver urðu örlög mannanna sem fylgdu Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði norður í Íshaf árið 1913 ? HANN hlustaði á myndbandið aftur og aftur. Stundum lét hann hægja á því, reyndi að einangra raddirnar, velti fyrir sér hverju orði og gerði sitt besta til að láta ekki hóstakjölt- ur, hvísl og þungan andardrátt í bak- grunninum trufla sig. Í nærri 13 klukkustundir samfleytt hlustaði þýðandinn á raddirnar á bandinu. „Mér fannst ég vera augliti til aug- litis við hið illa,“ sagði George Mich- ael, sem fenginn var til að fara yfir þýðingu Bandaríkjastjórnar á mynd- bandinu með Osama bin Laden. „Þetta myndband hefur áunnið sér sess í sögunni og ég var með þeim fyrstu, sem sáu það. Mér bauð við því.“ Michael átti að sjálfsögðu ekki von á því að verða fenginn til að flytja umheiminum yfirlýsingar hryðju- verkamannsins en hann gerði hvað hann gat og einbeitti sér að fyrsta boðorði góðs þýðanda, hlutlægninni. Vildu forðast ásakanir um hlutdrægni Það getur samt verið erfitt að festa hendur á merkingu orða, að baki þeim getur búið eitthvað annað en virðist við fyrstu sýn. Michael, sem er egypskur að ætt og uppruna, var til dæmis ekki alltaf sammála út- leggingu annars þýðanda, dr. Kass- em M. Wahba, sérfræðings í arab- ísku við Johns Hopkins-háskólann. Samt hlustuðu þeir saman á mynd- bandið til að tryggja, að ekkert færi fram hjá þeim. „Ef við vorum í einhverjum vafa, auðkenndum við það með „óskiljan- legt“,“ segir Michael. „Við vildum, að allt, sem frá okkur færi, væri rétt.“ George Michael er 43 ára, fæddur í Kairó en fluttist til Bandaríkjanna um miðjan níunda áratuginn. Tók hann upp nýtt nafn er hann fékk bandarískan borgararétt fyrir ára- tug. Er hann útskrifaður lyfjafræð- ingur frá Kairóháskóla og hefur sú menntun hans nýst vel við þýðingar á skjölum og bókum um tæknileg efni. Var hann fenginn til að fara yfir þýðinguna á myndbandinu til að bandarísk stjórnvöld yrðu ekki sök- uð um ónákvæmni og hlutdrægni. Michael segir, að þótt myndbandið sé lélegt og mikið af aukahljóðum á því, þá hafi það hjálpað, að þegar bin Laden opni munninn, þagni aðrir. Segir hann, að það hafi líka komið sér vel, að bin Laden sé búinn að tapa miklu af sádi-arabísku mállýsk- unni og noti nú meira þá arabísku, sem algengust er, til dæmis í fjöl- miðlum. Engu öðru líkt Michael starfar hjá þýðingarþjón- ustu og hefur áður unnið fyrir banda- ríska varnarmála- og utanríkisráðu- neytið, til dæmis í réttarhöldunum yfir Omar Abdel Rahman, sem var dæmdur fyrir áætlanir um sprengi- tilræði í New York, þar á meðal við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bin Laden-verkefnið er þó engu öðru líkt og Michael gefur hvorki upp nafn konu sinnar né hvar hann býr. Talsmaður Hopkins-háskóla sagði einnig, að Wahba væri ekki til viðtals. „Eftir að hafa túlkað ummæli mesta hryðjuverkamanns í heimi er betra að fara að öllu með gát,“ sagði Michael. „Augliti til auglitis við hið illa“ Þýðendur myndbandsins með bin Laden sagðir hafa unnið gott verk Washington. Los Angeles Times. RÍKISSTJÓRNIR er styðja hernað Bandaríkjamanna í Afganistan sögðu í gær, að myndbandið er sýn- ir Osama bin Laden hreykja sér af hermdarverkunum 11. september, sannaði að hann hefði staðið að baki tilræðunum, en víða í arabaheimin- um var fullyrt að myndbandið væri óekta. Bretar, Pakistanar, Japanar og Ástralar voru meðal þeirra sem voru sammála Bandaríkjamönnum um að myndbandið réttlætti herför- ina, sem hafin var í Afganistan fyrir tveim mánuðum. Breska blaðið The Daily Telegraph sagði myndbandið vera lykilsönnunargagn, og franska blaðið Liberation tók í sama streng, og sagði að myndbandið ætti að sannfæra þá sem hefðu efast um sekt bin Ladens. En viðbrögð arabískra dagblaða voru ekki eins eindregin. „Í stað þess að leiða sannleikann í ljós mun birting myndbandsins, með þessum hætti, einungis gera málið allt enn óljósara,“ sagði blaðið al-Sharq í Qatar. Ad Diyar í Líbanon sagði að Bandaríkjastjórn hefði birt myn- bandið til þess eins „að réttlæta þá fyrirætlan sína að drepa hann, og gefa í skyn að endalokin séu skammt undan.“ Kúveitska íhalds- blaðið Siyassa var eitt fárra blaða í arabaheiminum sem tóku undir með Bandaríkjamönnum. „Hollywood-farsi“ „Þetta er Hollywood-farsi. Þeir eru með stúdíó þar sem er hægt að líkja eftir jarðskjálftum og alls kon- ar hlutum, þannig að það er ekkert mál fyrir þá að finna tvífara bin Ladens,“ sagði Munir Salem, aug- lýsingamaður í Kaíró. „Ef þeir geta búið til kvikmynd með leikara sem tekur í höndina á Bandaríkjaforseta, hvað kemur þá í veg fyrir að þeir beiti slíkum brögð- um til að falsa myndband? Jafnvel þeir hlutar, sem eru óskiljanlegir, eru með ráðum gerðir til þess að þetta líti frekar út fyrir að vera ekta,“ sagði arkitektinn Hend al- Alfi, og skírskotaði til kvikmyndar- innar Forrest Gump, þar sem tæknibrellum var beitt til að láta leikarann Tom Hanks taka í hönd- ina á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. En þótt Bandaríkjaforseti líti á myndbandið sem hreina og klára játningu eru ekki allir bandarískir lagasérfræðingar vissir um að myndbandið yrði tækt við réttar- höld. „Ég tel þetta vera mjög sterk sönnunargögn sem saksóknarar yrðu ánægðir með að fá í hendurn- ar,“ sagði Richard Uviller, lagasér- fræðingur við Columbiaháskóla í New York. „Þetta eru orð sakborn- ingsins sjálfs. Þetta eru mun áhrifa- meiri sönnunargögn en handrit eða frásögn annars aðila sem hefði heyrt hvað sagt var.“ En samkvæmt bandarískum lög- um um sönnunargögn verður að sýna fram á, að gögn sem þessi séu ekta. Það er að segja, saksóknarar verða að sanna að það sé í raun og veru bin Laden sem sést á bandinu, og að ekki hafi verið krukkað í það. Melanie Leslie, við Benjamin N. Cardozo-lagaskólann, sagði að til þess að slík sönnun teldist gild þyrfti hún að fullnægja ákveðnum kröfum í samræmi við fyrirfram skilgreindan áreiðanleikastaðal. Leslie telur að í þessu tilviki gæti orðið erfitt að fullnægja slíkri kröfu. Myndbandið af Osama bin Laden Efasemdir í araba- heiminum París, New York. AFP. AP Fólk á götum New York-borgar fylgist með útsendingu á myndbandinu með Osama bin Laden. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.