Morgunblaðið - 15.12.2001, Page 34

Morgunblaðið - 15.12.2001, Page 34
NEYTENDUR 34 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DANÓL flytur nú inn heilar Café Noir baunir frá Merrild Kaffe A/S. „Café Noir baunirnar eru úr sérvöldum ara- bica kaffibaunum frá bestu kaffihéruðum heims,“ segir í tilkynn- ingu frá Danól. Baunirn- ar eru í 500g pakka úr nýrri álþynnu með lyktarloka og brenndar milli- brennslu. Café Noir baunirnar eru grófmalaðar og ætlaðar fyrir pressu- könnur en þær má jafnframt nota í hefðbundnar kaffikönnur. Heilar baunir frá Merrild pera liggur við brennanlegt efni eins og pappír er mikil hætta á íkveikju. Logandi kerti eru vitaskuld alltaf varasöm en komist þau í kynni við rafmagn er hætta á ferðum. Því er brýnt að láta kerti aldrei standa ofan á raftækjum eins og sjónvarpi eða hljómflutningstækjum. Kertið getur brætt sér leið niður í tækið og kveikt í því. Einnig getur kveikurinn fallið logandi af kertinu ofan í tækið eða vax lekið niður í það og valdið íkveikju. Notum ekki úr sér gengin ljós Algengt er að fólk haldi upp á göm- ul jólaljós sem eru úr sér gengin. Oft endar þessi hirðusemi með íkveikju eða slysi af völdum ljósanna. Réttast er að henda gömlu ljósunum eða láta fagmann yfirfara þau ef minnsti grunur leikur á að þau séu í ólagi. Þegar farið er yfir jólaljósin er ár- íðandi að skipta tafarlaust um brotn- ar klær og brotin perustæði. Göngum einnig úr skugga um að allar raf- magnsleiðslur séu heilar, að einangr- un sé alls staðar í lagi og að ekki sjái í bera víra. Ekki er til eitt ráð við að ganga úr skugga um að jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sér- lega ódýr jólaljós eru yfirleitt ekki eins vönduð og dýrari ljós af sömu gerð. Gæði og öryggi fara saman í þessu sem öðru. Notum aldrei inniljós úti Jólaljós utandyra eiga að vera sér- staklega gerð til slíkrar notkunar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífshættulegt. Útiljósakeðjur sem ekki eru tengdar við spennubreyti (12V–24V) eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að perur útiljósa vísi ávallt niður svo að ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin. Einnig er mik- ilvægt að festa útiljós vandlega þann- ig að perur geti ekki slegist við og brotnað. Á hverju ári verður fjöldi eldsvoða sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða, að gáleysi í umgengni við raf- magn valdi slysum eða íkveikju. Jólin eru hátíð ljóssins og þá er kveikt á fleiri ljósum og þau oft lát- in loga lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvand- aður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Notum réttar perur og látum ljósin ekki loga yfir nótt. Engin jólaljós eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum. Varasamt er að láta loga á jólaljósakeðjum (jólaseríum), sem og öðrum jólaljósum innanhúss, yfir nótt eða þegar við erum að heiman. Það á ekki síst við um ljós á jólatrjám. Flestar nýrri ljósakeðjur til notkunar innandyra eru þannig gerðar að þeg- ar ein pera „deyr“ logar áfram á hin- um. Eftir því sem logar á færri per- um eykst ljósstyrkur hverrar peru og þar með hitinn. Ljós sem ofhitna geta auðveldlega valdið bruna. Því ber að skipta strax um bilaðar perur í ljósa- keðjum og hafa í huga að nota rétta gerð af peru. Röng gerð, stærð eða styrkur getur valdið ofhitnun sem leiðir til íkveikju. Til þess að fá örugg- lega rétta ljósaperu í stað bilaðrar peru í jólaljósi er best að taka ljósa- búnaðinn með sér þegar ný er keypt. Sölumenn eiga að vita hvaða perur henta best. Ljós og brennanleg efni eru hættuleg blanda Vegna hitans sem stafar frá ljósa- perum er mikilvægt að alltaf sé nægi- leg fjarlægð frá ljósi í brennanlegt efni. Rafljós geta engu að síður kveikt í gluggatjöldum en kertaljós. Sýnum sérstaka varúð gagnvart jóla- stjörnum og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. Ef ljósa- Þótt mikil gleði fylgi há- tíð ljóssins, býður hún líka hættunni heim. KVENFÉLAGASAMBAND Ís- lands rekur Leiðbeiningastöð heim- ilanna og hefur gefið út fræðslu- spjald um mælieiningar í samstarfi við Nóatúnsverslanirnar. Hjördís Edda Broddadóttir, fram- kvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna, segir að Leiðbeininga- stöðin fái fjölda fyrirspurna um bakstur og mælieiningar, einkum fyrir jólin og því hafi verið tímabært að gefa út aðgengilegt fræðsluefni sem þetta. Á spjaldinu eru leiðbeiningar um hvernig mælieiningum er breytt úr grömmum í desilítra, matskeiðar eða teskeiðar. Auk þess er listi yfir er- lendar mælieiningar þar sem finna má finna út hver munurinn er á am- erískum og breskum mælieiningum, svo dæmi sé tekið. Þá eru upplýs- ingar um ofnhita á Celsíus og Faren- heit og ýmsar mælieiningar, gamlar og nýjar. Einnig eru upplýsingar um hvernig nota á olíu í staðinn fyrir smjörlíki, sem er mjög vinsæl spurn- ing segir hún jafnframt. Hjördís Edda segir þreytandi til lengdar að þurfa fletta upplýsingum sem þarna er safnað saman upp í mörgum mismunandi bókum og að tilvalið sé að geyma mælieininga- spjaldið á vísum stað innan á skáp- hurð í eldhúsinu svo það týnist ekki. Mælieiningaspjaldið er hægt að nálgast í öllum Nóatúnsverslunum og jafnframt hjá Leiðbeiningastöð heimilanna, Túngötu 14. Nýtt vegg- spjald með mæliein- ingum SÆLGÆTISGERÐIN Móna hefur hafið framleiðslu á „íslenskum myndlistarmolum“ segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Um er að ræða konfektkassa í listrænum umbúðum en kassarnir eru prýddir listaverk- um eftir þjóðkunna íslenska mynd- listarmenn. Verk eftir fjóra lista- menn prýða kassana nú þegar, það er Þórarin B. Þorláksson, Snorra Arinbjarnar, Louisu Matthíasdóttur og Huldu Hákon. Í kassanum sjálf- um munu síðan vera molar af marg- víslegri gerð. NÝTT Konfektmolar með hátíðarsvip  Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þeg- ar við erum að heiman.  Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin.  Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrk- leika.  Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jóla- ljósum.  Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti.  Vörum okkur á óvönduðum jólaljósum.  Inniljós má aldrei nota utan- dyra.  Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki.  Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól. Heimasíða Löggildingarstofu: www.ls.is Atriði sem vert er að hafa í huga Farið varlega með rafmagn yfir jólin RAFMAGN er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans, segir Löggildingarstofa sem gefur eftirfarandi ráðleggingar fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.