Morgunblaðið - 15.12.2001, Page 51

Morgunblaðið - 15.12.2001, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 51 ✝ Erlendur Kon-ráðsson fæddist á Geirbjarnarstöð- um í Köldukinn í S- Þing. 22. maí 1916. Hann lést 5. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Konráð Er- lendsson kennari á Laugum í Þingeyj- arsýslu, f. 11. jan. 1885, d. 2. júlí 1957, og kona hans, Helga Arngríms- dóttir, f. 22. nóvem- ber 1890, d. 20. nóv. 1964. Systkini Erlends eru: Arngrímur, f . 21. ágúst 1929, og Jónína, f. 4. september 1921, d. 21. maí 1932. Erlendur kvæntist 12. júní 1947 Kristjönu Nönnu Jónsdótt- ur frá Mýri í Bárðardal, f. 6. febrúar 1924. Foreldrar hennar voru Jón Karlsson bóndi á Mýri, f. 25. júní 1877, d. 13. apríl 1937, og kona hans, Aðalbjörg Jóns- dóttir, f. 7. ágúst 1882, d. 13. okt. 1943. Börn Erlends og Kristjönu eru: 1) Konráð, f. 9. janúar 1948, kona Gréta Ás- geirsdóttir, börn þeirra eru Er- lendur, Sigrún og Arngrímur. 2) Karl, f. 1. september 1949, fyrri kona Ragnhildur Skjaldardóttir, synir þeirra eru Jón Skjöldur og Karl Emil. Seinni kona Eyrún Skúla- dóttir, börn þeirra eru Sveinn Helgi og Þóra Kristín. 3) Jón, f. 4. desember 1951, kona Sóley Sturludóttir, börn þeirra eru Krist- jana Nanna, Jón Sturla og Andri Már. 4) Aðalbjörg, f. 28.júlí 1958, maður Stefán Að- alsteinsson, synir þeirra eru Steinn og Tryggvi. 5) Helgi Arngrímur, f. 22. nóvem- ber 1965, kona Steinunn Krist- jánsdóttir, börn þeirra Unnur og Kristján. Barnabarnabörnin eru orðin sex. Erlendur varð stúdent frá MA 1937, nam tvö ár við háskólann í Kaupmannahöfn en kom heim í stríðsbyrjun haustið 1939 og hóf nám við læknadeild Háskóla Ís- lands. Cand. med. þaðan 1947. Erlendur var héraðslæknir á Kópaskeri 1949–1955 og síðan starfandi heimilislæknir á Ak- ureyri frá 1956–1986. Útför Erlends fór fram frá Glerárkirkju á Akureyri 14. des- ember. Í dag er kvaddur Erlendur Kon- ráðsson, heimilislæknir. Kynni okk- ar hófust árið 1974, er við fórum að vinna saman á Læknamiðstöðinni á Akureyri. Þetta voru nokkur tíma- mót hjá okkur báðum, ég var að hefja störf sem heilsugæslulæknir, en hann var að flytja úr einyrkjap- raksis yfir í miðstöð heimilislækna. Upphafsárin á Læknamiðstöðinni voru litrík og skemmtileg. Starfið var í örri þróun og þá var gott fyrir mig, ungan lækninn, að geta leitað til reynds kollega eins og Erlendar, sem um áratugaskeið hafði sinnt vandasömum störfum í Kópaskers- héraði og á Akureyri. Erlendur var afskaplega hógvær, dulur og hafði sig ekki mikið í frammi dags daglega. En á skemmtistundum, þegar starfsfólkið leit upp úr önn dagsins, leystist úr læðingi hjá honum sprellikarlinn Erlendur, sem sagði sögur á svo myndrænan og lifandi hátt að fólk veltist um af hlátri. Erlendur naut trausts sjúklinga sinna, sem hann þekkti náið eftir áratuga þjónustu. Enn upplifði hann breytingar, þegar Heilsu- gæslustöðin á Akureyri var stofnuð árið 1985. Miklar breytingar urðu á þessum tímamótum. Sérgreina- læknar, sem höfðu verið heimilis- læknar á Læknamiðstöðinni, hurfu til fullra starfa á Fjórðungssjúkra- húsinu, en ungir læknar komu heim frá Svíþjóð eftir nám í heimilis- lækningum og öðrum sérgreinum. Öllum þessum breytingum, nýju samstarfsfólki og nýju umhverfi tók Erlendur með jafnaðargeði. Hann lagaði sig að breyttum tímum og var virkur með starfsfólkinu í starfi og leik. Árið 1986 lét hann af störf- um vegna aldurs, en sem betur fer nutum við á heilsugæslustöðinni áfram samvista við Erlend og Krist- jönu konu hans við hin ýmsu tæki- færi. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar Kristínar og okkar allra á Heilsugæslustöðinni á Akureyri þakka fyrir samverustundirnar á liðnum árum og sendum við fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng lifir. Ólafur Hergill Oddsson. Haustfölva slær á hlíðarvangann rjóða, hjartsláttur dvín, og liðin sumarganga. Voðin er unnin, vafin upp í stranga. Vefarinn hefur lokið sinni skyldu. Næst mun sér annar nema þarna spildu. (Jón Jónsson.) Hann Erlendur hefur kvatt okk- ur. Frændi og vinur, maðurinn hennar Kristjönu föðursystur og frændi móður minnar. Læknir – fyrst héraðslæknir og síðan heim- ilislæknir á Akureyri í mörg ár. Mér þótti þau þau mjög eftirtekt- arverð hjón – hún kát, fjörug og hláturmild, Erlendur hár og glæsi- legur, hægur í fasi og stutt í kímn- ina. Unglingur varð ég heimagangur á heimili þeirra á Akureyri, síðast í Rauðumýri 7. Erlendur las með mér algebru undir gagnfræðapróf sem ég tók utan skóla og studdi mig með ráðum og dáð á þeim árum. Raunar var ég ekki ein um að njóta tilsagnar hans í próflestri. Hæst rís þó minn- ingin um ferðirnar með þeim hjón- um og elstu drengjunum þeirra um landið okkar. Þá var tekið til nesti og sest upp í Land-Roverinn og haldið til fjalla – inn á öræfi. Og þar var Er- lendur í essinu sínu. Hann bjó yfir ótæmandi fróðleik um landið. Hann kunni að segja sögu hverrar þúfu sem farið var hjá og þekkti nöfn fjalla og vatna. Ásbyrgi, Hljóða- klettar, Hólmatungur, Sprengisand- ur; þessir staðir lifnuðu við í sam- fylgd Kristjönu og Erlendar. Hann sýndi mér hvar toppurinn á Herðu- breið stakk sér fram undan Mý- vatnsfjöllum og sást á vissum stað á gamla veginum yfir Fljótsheiði. Áhugasvið hans var geysilega breitt – hann sökkti sér niður í frásagnir og lýsingar af fjallgöngum, heim- skautaferðum, dýralífi. Þegar for- vitni hans um viðfangsefni var sval- að var næsta tekið fyrir. Ferðalög voru líf hans og yndi. Hann hafði líka unun af góðri tónlist. Mörg kvöld var setið og hlustað á perlur tónbókmenntanna í úrvals flutningi listafólks. Mér fannst hann vera alæta á músík – hann var svo forvit- inn um allt sem vakti áhuga hans. Og svo var gott bara að sitja og spjalla – hann var svo mikill fróð- leikssjór – en hann hlustaði líka. Síð- ustu árin urðu honum erfið, heilsan léleg orðin, þrekið farið. Seinast hitti ég hann nú síðsumars. Hann var fá- talaður en heilsaði mér hlýlega að vanda. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt hann Erlend og að eiga góðar minningar um mætan mann. Elsku Kristjana mín, ég og börnin mín sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Ásdís Jónsdóttir. ERLENDUR KONRÁÐSSON lega á leiðinni í englakórinn þar sem hún getur tekið undir í jólasálm- unum sem henni þótti svo gaman að syngja. Og kannski verður allt aftur eins og var í gömlu kirkjunni henn- ar með sveitungana í sparifötunum og Lárus dottandi upp við altarið. Minningarnar eru margar og góð- ar og þær hlýja okkur öllum þótt Svava sé búin að sinna sínum jarð- nesku skyldustörfum. Elsku Sigrún, Siggi, Svava, Inga Lára og fjöl- skyldur. Um leið og við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur biðjum við góðan Guð að blessa minningu Svövu Steinsdóttur. Rögnvaldur og Guðlaug, Steinn, Jón, Jóhann, Gunnar og fjölskyldur þeirra. Hún amma í Nesi er dáin. Þessi hlédræga en sterka kona, sem verið hefur eins og klettur í lífi okkar systra frá byrjun, er nú ekki lengur til staðar. Þó svo að við vissum að hverju stefndi, var fráfall ömmu mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við söknum hennar, en erum jafnframt þakklát fyrir að hún fékk hvíldina sem hún þráði. Allt frá því að við munum fyrst eftir okkur og fram til 16 ára aldurs, eyddum við systurnar öllum sumr- um hjá ömmu og afa í Nesi. Við komum strax og snjóa leysti og dvöldum fram yfir réttir. Það var alltaf svo gaman að koma í Nes. Um leið og bíllinn stoppaði stukkum við út og upp um hálsinn á afa og ömmu sem jafnan biðu okkar á hlaðinu. Þrátt fyrir það annríki sem fylgdi búskapnum gáfu þau sér ævinlega tíma fyrir barnabörnin og höfðu okkur með í öll verk. Sjálfsagt hefur verið lítið gagn af okkur, sérstak- lega fyrstu árin, en aldrei heyrðum við annað en hrósyrði frá ömmu. Amma var besta og hjartahlýj- asta manneskja sem við höfum nokkru sinni kynnst. Við heyrðum hana aldrei, hvorki fyrr né síðar, tala illa um nokkurn mann og hún átti afar auðvelt með að sjá það besta í fari fólks. Þrátt fyrir lítil efni gaf hún af rausn þeim sem hún taldi minna mega sín og var ætíð reiðubúin að rétta fólki hjálparhönd ef á þurfti að halda. Amma fór ávallt fyrst á fætur á morgnana og síðust að sofa á kvöld- in. Þegar við vöknuðum var hún búin að vera lengi á fótum, búin að leggja í eldinn, hella upp á kaffi og smyrja brauð. Þar var alltaf jafn notalegt að koma með morgunhrollinn inn í funheitt eldhúsið til ömmu, það var hjarta heimilisins og þar áttum við margar okkar bestu stundir. Ógleymanlegar eru sögustundirnar hennar ömmu, flatbrauðsbaksturinn og smjörgerðin sem allt fór fram í eldhúsinu, svo og hin eftirminnilegu þvottabalaböð. Þá er kattastríðið okkur í fersku minni en amma stóð í ströngu við að koma köttunum út úr eldhúsinu á meðan afi og við stelp- urnar hleyptum þeim jafnharðan inn aftur. Kettirnir áttu sér öruggt hæli undir viðareldavélinni og þaðan mátti oft heyra malið í þeim þar sem þeir kúrðu í hlýjunni á kvöldin. Amma var mjög söngelsk eins og margt hennar fólk. Af henni lærðum við fjöldann allan af lögum og ljóð- um enda var hún ýmist syngjandi eða raulandi. Þó amma væri afskaplega feimin og lítið fyrir að láta á sér bera, stóðst hún oft ekki mátið að taka undir þegar söngur var annars veg- ar. Hún hafði einstaklega fallega og bjarta söngrödd og þó hún héldi sig til hlés skar röddin sig ævinlega úr hópnum. Söngáhuginn entist henni alla ævi og löngu eftir að líkams- þrótturinn tók að þverra þá hélt amma sinni skæru rödd. Samfélagið á Skaganum er um margt sérstakt og einkennist um- fram allt af samstöðu og samhjálp íbúanna. Amma og afi nutu þess alla tíð, sér í lagi þó síðustu árin, að eiga góða nágranna. Það gerði þeim kleift að búa á jörðinni mun lengur en ella hefði verið. Fyrir nokkrum árum létu gömlu hjónin þó af bú- skap og fluttust til Skagastrandar. Þau héldu engu að síður góðu sam- bandi við ættingja og vini af Skag- anum, enda var hugurinn jafnan í Nesi. Umskiptin við að flytjast úr sveit- inni á dvalarheimilið Sæborg reynd- ust ömmu og afa ekki eins erfið og við höfðum óttast. Fljótlega var afi farinn að sinna áhugamálum sínum af fullum krafti og amma tók til við hannyrðir og bóklestur, nokkuð sem hún hafði lítinn tíma fyrir í annrík- inu í Nesi. Allt starfsfólk svo og vistmenn á Sæborg reyndust þeim afar vel og amma talaði jafnvel um að þau yrðu ofdekruð ef þessu héldi áfram. Þegar afi lést fyrir sex árum fékk amma mikinn stuðning frá þessu sama fólki og hún tengdist því sterkum vináttuböndum. Sérstak- lega urðu hún og Rósa föðuramma okkar miklar vinkonur og bar hin síðarnefnda velferð ömmu ávallt fyrir brjósti. Það er erfitt að kveðja. Erfitt að horfa á eftir ömmu sem okkur þykir svo ósköp vænt um og hefur verið stór hluti af lífi okkar allt frá fyrstu tíð. En við vitum líka að það er beð- ið eftir henni hinumegin og þar verður tekið vel á móti henni. Guð geymi þig, elsku amma. Stelpurnar þínar, Svava og Inga Lára. Mig langar að minn- ast elskulegrar ömmu minnar, Aðalbjargar, sem fæddist að Völlum í Þistilfirði 1. október 1916 og lést 9. maí síðastliðinn eftir mikil og erfið veikindi til fjölda ára. Allar mínar minningar um ömmu mína eru óendanlega góðar og mikil birta hvílir yfir þeim öllum. Hún var mér sem móðir alla tíð og leið mér ætíð vel í návist hennar og afa míns, Njáls Hólmgeirssonar frá Fossseli í Reykjadal, en þau giftu sig árið 1962. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að vera samvistum við þau í Víðum og á Narfastöðum í Reykja- dal og svo í seinni tíð á Húsavík. Ég var alltaf hjá þeim á sumrin í sveit- AÐALBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Þor-valdsdóttir fædd- ist 1. október 1916 á Völlum í Þistilfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík 9. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ein- arsstaðakirkju í Reykjadal 19. maí. inni og oftar ef þess var nokkur kostur, því ég vildi hvergi frekar vera. Njáll, afi, er í dag vistmaður í Hvammi á Húsavík. Fyrri maður ömmu var Ketill Sigur- geirsson frá Stafni í Reykjadal, en hann lést langt fyrir aldur fram Amma var kvenskör- ungur mikill. Hún gekk til búverka innan- húss og utan og sjaldan féll henni verk úr hendi. Hún vann verk sín af natni og stakri útsjónarsemi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að fylgja hennar leiðsögn, sem var einstök og bý ég að henni í dag. Amma var boðin og búin ef einhver þurfti hjálpar með; ættingjar, vinir og sveitungar. Hún hafði gaman af öllum nýjungum og sem dæmi þá horfði hún alltaf á nýjustu tækni og vísindi. Það var það eina sem hún vildi ekki missa af í sjónvarpinu, man ég. Þá hafði hún mikinn áhuga á ýmiskonar vélum og var fljót að tileinka sér notkun þeirra, bæði dráttarvéla og annarra vélknúinna ökutækja. Þær voru ófáar snjósleða- ferðirnar sem hún fór í upp um fjöll og firnindi. Í einni slíkri slasaðist hún, þegar hún datt niður um ís. Hefði þar ekki komið til snarræði hennar og eljusemi hefði getað farið verr. Orð verða samt fátækleg þeg- ar amma er annarsvegar og af svo mörgu að taka úr minningasjóðnum. Ég vil þakka henni af alhug fyrir okkar dýrmætu samverustundir fyrr og síðar. Ég veit að við munum alltaf verða saman hvar sem við er- um staddar. Megi góður Guð og englarnir gefa þér gleðileg jól og umvefja þig ást sinni og umhyggju að eilífu. Þín Aðalbjörg Gréta. að hún héldi sér frá öllu því sem var óhreint eða sneiddi framhjá þeim verkum. Það er alrangt, hún gekk með öðru fólki til vinnu, hvort heldur var þokkalegt verk eða ekki. En hins vegar sást aldrei neitt á fötum hennar, sama hvað á gekk. Bjarni og Jenný fluttu búferlum frá Hvammi árið 1938 og keyptu næstu jörð fyrir framan, Eyjólfs- staði. Þegar Bjarni dró sig í hlé tók Lillý þar við stjórninni ásamt manni sínum, Ingvari Steingríms- syni, vini hennar frá barnæsku sem fæddur var og uppalinn við hlið hennar á Hvammi. Bjuggu þau hjónin þar allt til 1994 og eignuðust fjögur börn, Heiðu, Jenný, Stein- grím og Bjarna. Sjötíu ár eru síðan ég fyrst kom í þennan dal og þá í myrkvi. Tímans tönn hefur rúið hann frá þeirri glaðværð sem var á hverju heimili og fólk svo margt sem húsrúm leyfði. En þrátt fyrir það er dal- urinn sá sami að útliti og fegurð. Nú kveðjum við þig, eiginmað- urinn og börnin fjögur og allir sem nutu þess að þekkja þig, frændur og vinir. Dalurinn kveður þig, Lillý mín með söknuði og virðingu. Sömu vættir og skópu þennan dal, fylgja þér og lýsa inn í aðra heima. Innilegar samúðarkveðjur til Ingvars, barnanna og Hönnu syst- ur þinnar. Í guðs friði. Sigurgeir Magnússon. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.