Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 59
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 59 Faðir minn Einar Guttormsson fæddist á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, elsta barn foreldra sinna Gutt- orms Einarssonar bónda og konu hans Oddbjargar Sigfús- dóttur. Alsystkini hans voru Guðlaugur, Sigfús og Bergljót. Hálfsystkinin voru þau Sigurður, Stefán, og Elín frá föð- ur og Guðfinnur Jóns- son frá móður. Foreldrar hans skildu er hann var á tíunda ári. Þeim systkinunum var komið fyrir hverju á sínum staðnum ýmist hjá fjar- skyldu frændfólki eða vandalausum. Þessi reynsla átti eftir að marka allt líf föður míns. Að verða fullgildur matvinnungur innan við ellefu ára aldur er hlutur sem nútímafólk á erfitt með að skilja, td. voru engar barnabætur, námslán eða samfélagsleg aðstoð. Allt það sem okkur þykir svo sjálfsagt í dag. Með mikilli vinnuhörku og sjálfs- aga ákvað hann að brjótast til mennta. Á daginn var unnið í vegavinnu en slegin tún hjá bændum á nóttinni. Þrátt fyrir að hann hafi þjáðst af slæmum astma alla ævi og slátturinn og heyannir leikið hann sérstaklega illa, var ekkert gefið eftir enda eng- inn til að kvarta við. Árin 1921–23 er hann nemandi í Gagnfræðiskóla Akureyrar, einn af þeim elstu. Húsnæðið sem hann bjó í þessa tvo vetur var uppi í risi, kölluð „Síbería“ vegna þess hversu léleg einangrunin var. Engir ofnar voru í herbergjunum og vatn í fötum botn- fraus á veturna. Eina upphitunin var ofn í almenningi framan við herberg- in sem líka var notaður til að elda á. Eldivið og mat urðu nemendur að leggja með sér sjálfir, þeir sem ekki höfðu efni á að kaupa sér fæði í bæn- um. Þegar fór að líða að vorprófum var oft orðið lítið til af mat, helst var það hafragrautur sem lagaður var fyrir vikuna til tímasparnaðar og sjaldnast var til mjólkurlögg út á. Einstöku sinnum hljóp á snærið, ein- hver sjómaðurinn gaf þeim soðn- ingu. Það voru góðir dagar! Til gamans má geta þess að í við- skiptakvittun pabba við Kaupfélag Héraðsbúa dagsett 31.12. 1921 sést að innlegg á árinu er 373 kr og 19 aurar. Inneign um þau áramót voru 69 kr og 71 eyrir. Haustið 1923 hóf hann svo nám við Menntaskólann í Reykjavík. Veturinn 1926 er stutt var til stúd- entsprófs voru peningar hans nær uppurnir og hann viss um að nú væri draumi hans um frekara nám lokið. Þá var honum bent á að tala við frænda sinn Pál Stefánsson frá Þverá í Laxárdal sem var með Ford bílaumboðið á Íslandi ásamt fleiri umboðum. Hann hafði efnast vel og aðstoðaði oft efnilega námsmenn. Páll svaraði föður mínum litlu um styrkinn en sagðist hugsa málið. Þegar þrír dagar voru liðnir frá fundi þeirra Páls og pabbi farinn að huga að brottför komu skilaboð frá Páli um að hann ætti að taka saman dót sitt og flytja að Þverá, sem var glæsilegt heimili hans og eiginkonu hans Hólmfríðar Proppe sem stend- ur við Laufásveg. Páll hafði notað þessa daga til að athuga hvernig högum hans var háttað. Páll og Fríða (en svo var Hólm- fríður ætíð kölluð) höfðu gifst seint og áttu engin börn en eina fóstur- dóttur, Líneyju. Eftir þetta bjó hann á Þverá öll sín námsár og leit alla tíð á þau sem fósturforeldra sína. Á sumrin á meðan hann gat fór hann austur eða norður og vann alla þá vinnu sem honum bauðst. Hann lauk læknanámi 1932. Á kandidatsári sínu fór hann fyrst til Blönduóss síðan að Kristnesshæli. Sú ferð átti eftir að verða afdrifarík því þar sá hann móð- ur mína fyrst, sautján ára gamlan berklasjúling. Þó að þráðurinn á milli þeirra hafi slitnað um tíma er EINAR GUTTORMSSON hann fór til framhalds- náms í september sama ár, fór hann aftur 1935 til að vitja móður minn- ar norður á Akureyri. Þessa ferð taldi hann vera sína mestu happa- ferð. Hinn 7. nóvember 1935 gengu foreldrar mínir í hjónaband með konungsleyfi. Móðir mín var Margrét Krist- ín Pétursdóttir, f. á Ak- ureyri 29. desember 1914, d. í Vestmanneyj- um 6. september síð- astliðinn. Pabbi stundaði nám í almennum skurðlækningum og fæðingarhjálp, fyrst í Noregi og síðan í Danmörku og lauk námi 1934. Í maí sama ár kom hann fyrst til Vestmannaeyja og þar var hann síðan fastráðinn sjúkrahúslæknir 16. okt. Hann starf- aði síðan í Eyjum í tæp fjörutíu ár eða uns jarðeldarnir urðu á Heimaey 1973. Þó að hann léti af störfum sem yf- irlæknir sjúkrahússins sökum aldurs hélt hann áfram að starfrækja læknastofu sína, sem lengst af var á neðstu hæð á heimili foreldra minna á Kirkjuvegi 27. Síðar rak hann stofu sína í nýja sjúkrahúsinu er það var tekið í notkun. Einnig sinnti hann vitjunum í heimahús hvort sem var að nóttu eða degi eins og hann hafði gert frá upphafi. Faðir minn fylgdist vel með nýj- ungum á sínu sviði. Til þess fór hann til Ameríku 1947, til London 1952 og til London, Hamborgar, Kaup- mannahafnar, Stokkhólms og Ósló 1959. Mamma fór með honum í þess- ar ferðir og ég einnig með í ferðina 1959 sem stóð í tæpa þrjá mánuði. Eftir gosið 1973 fékk faðir minn aðstöðu í Domus Medica og hélt áfram að sinna Eyjamönnum. Starfsorka pabba var gríðarleg. Hann skar upp og gerði minniháttar aðgerðir fyrir hádegi, síðan fór hann á læknastofu sína sem var yfirleitt troðin út að dyrum, síminn hringj- andi og fólk að banka á gluggann til að fá afhenta lyfseðla. Eftir það var farið í vitjanir um bæinn. Jafnframt þurfti hann að sinna þeim neyðartil- fellum sem komu upp lengst af. Þetta þýðir að hann var á vakt 365 daga á ári og varð alltaf að vera til- tækur. Ekki myndu læknar í dag ráða sig upp á þessi kjör. Hann kvaddi hvern sjúkling með því að klappa á öxlina á honum og segja: „Þetta lagast.“ Greiðslutilhög- un var oftast eins og hann sagði: „25 krónur ef þú átt þær.“ Ekki minnist ég þess að oft hafi þurft að kaupa fisk handa heimilinu. Sjúk- lingarnir hans pabba sáu til þess. Eitt sinn er pabbi fór til laxveiða í Norðurá (hafði sjálfur orðið að út- vega sér staðgengil) fóru bæjarbúar eftir tvo daga að hringja heim til að vita hvenær hann nú kæmi aftur. Er ég vísaði á staðgengilinn varð yfir- leitt smáþögn og síðan var sagt: Já, en hann tekur þúsund krónur fyrir að koma í heimahús, þetta var auð- vitað réttur taxti. Föður mínum var auk þess treyst fyrir mörgum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið. Hann sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1946–50 og átti auk þess sæti í fjölda nefnda á vegum bæjarins. Var formaður Rauða kross-deildar Vestmannaeyja og í Krabbavörn. Hann gekk til liðs við Oddfellow-regluna Herjólf 1935 og gegndi þar æðstu embættum. Bæjarbúar heiðruðu föður minn á margvíslegan hátt. Á 25 ára starfs- afmæli hans var gerð af honum brjóstmynd og gefin sjúkrahúsinu. Einnig var gert af honum málverk á 30 ára starfsafmæli hans. Hann var gerður heiðursborgari Vestmannaeyja 14. febrúar 1969. Öllum þessum störfum sem hann gegndi hefði hann þó ekki getað sinnt nema með dyggri aðstoð móður minnar. Við systkinin urðum fimm talsins og okkur reyndist hann ljúfur faðir og aðstoðaði okkur öll við allt sem við kusum að taka okkur fyrir hendur. Ég var mikil pabbastelpa og naut örugglega ákveðinna forréttinda fram yfir bræður mína. Ég minnist óteljandi stunda sem við áttum tvö ein. Fór ég m.a. mjög ung með föður mínum út í samkomuhús til að hlusta á frambjóðendur etja kappi saman, en þá voru Eyjarnar sér kjördæmi. Eftir fundina komu t.d. Ólafur Thors eða Bjarni Benediktsson, sem var samstúdent pabba, heim þar sem umræðunni var haldið áfram, reyktir stórir vindlar og fengið sér viskítár. Síðan þá hef ég haft brennandi áhuga fyrir pólitík. Eða er við sátum inn á stofu, fyrst út í Eyjum en síðar í Kópavoginum. Hann sagði mér frá æsku sinni frá því fólki sem var honum minnis- stætt. Hann sýndi mér m.a. bréfin frá frænda sínum í Vesturheimi, skáldinu Guttormi J. Gottormssyni, kenndi mér að meta ljóð, hvatti mig til að lesa sem flestar bækur sem til voru á heimilinu og það var ekkert smáræði. Því hef ég reynt að halda við. Það hefur varla liðið sá dagur síð- an pabbi lést sem mér verður ekki hugsað til hans. Ég gleðst yfir því þegar fólk segir hversu lík við séum. Ég vona innilega að einhverjir af góðu kostum ykkar mömmu fylgi okkur afkomendum ykkar. Kynslóð- in sem er að hverfa lagði grunninn að því þjóðfélagi sem við búum við í dag. Til þess þurfti hún að færa margar fórnir. Það er okkar sem á eftir koma að halda minningu þeirra í heiðri. Fríða Einarsdóttir. 8  6   !  9 '  9   '  2      '  2 ,       ! ,' * @@ + A$J  (-#() -"   6    +& :,   +& '   &  , '    1!#  $   : ! ;  <' ! %  &    ! -  "  :  !-$'   "  =   !4   2 3   '  &           0%.-%   &$ $&  $ &) :  6      6 !  9  '  2 '  9        '  2 ,     , ' !   ,!   '   7 +.0+ +@ + #($ E  (( 2% ) -"   6     &  -2  2 - &  ! - >    '   &  #  $   :  ! 1 .$ &  $#.)%  H5& "1%   %  .5*" %  -%.)3& !$)%  6%3)0%& 44&$444) 8   6     !  9  ' 2 '  9        '  2 , & ' ! '    ++3  @ +  (&    * -)       (  ) 8   6     ,  6 ! 9  '  2 '  9        ' 2 , & ' !  &! , '  , 79 +7 K0+*8+ "5 (? ) -"  6     &  '  2     ;  .  $4 44&$444) 3,    9  '  2     ' 2 + 9+6+ @ + 4((J (? ) -"   6    &  >& 2  2  0 $  $F  #(%   #(1%$/& +6(%  -"$/%   2# & 6 $$$/%  #&  &$44) :  6   6 !  9  '  2'  9     ' 2 , *+A +.0+ +@ + +# $%  .-  "& + $%   $ "& %$F *5%  "> "& .   LA    $ $0%2 "%  ! *&$ H5/ "&  .  L &$44) :   6     ,  6 !  9 '  2'  9      '  2 ,  '   ! &!   &' ,'  *++1  0+ 1@   0@6 @ 2-/("' $ 2-/(2   (-% ) . $G%%  $2 6 %  $/0%2 & . $G%$/%  0%2 H5$/&)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.