Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 92

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. " EF verðlagshækkanir á næstu mánuðum verða meiri en sem nemur rauða strikinu í vísitölu neysluverðs, sem samkomulag náðist um á milli ASÍ og Sam- taka atvinnulífsins, munu stjórnir og trúnaðarmannaráð einstakra stéttarfélaga taka ákvarðanir um hvort launaliðum kjarasamninga verður sagt upp. Endurskoðunarnefnd ASÍ og SA mun hins vegar ekki koma að málinu í maí til að meta samningsforsendurnar, skv. upplýsingum sem fengust hjá Alþýðusambandinu. Skýrt viðmið sem fastsetur uppsagnarheimild Samhliða samkomulagi því sem náðist á milli aðila vinnu- markaðarins á fimmtudag und- irrituðu fulltrúar í endurskoð- unarnefndum ASÍ og SA yfirlýsingar þar sem fram kem- ur að ekki verði um frekara mat á samningsforsendum að ræða á árinu 2002 af hálfu nefndanna. Full og endanleg niðurstaða ,,Samningur ASÍ og SA kveð- ur á um skýrt viðmið sem fast- setur uppsagnarheimild vegna verðbólguforsendna m.v. maí 2002. Í framangreindu felst því full og endanleg niðurstaða vegna starfa nefndarinnar vegna ársins 2002,“ segir í yf- irlýsingu endurskoðunarnefndar samningsaðilanna. Samkomulag ASÍ og SA um kjaramál Einstök félög ákveða uppsagnir  Trúa/46 ALÞINGI er komið í jólaleyfi en þingfundum var í gær frestað til 22. janúar. Las Davíð Oddsson for- sætisráðherra forsetabréf þess efn- is um kl. 16.30 í gær en áður hafði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, óskað þingmönnum gleðilegra jóla og fært starfsfólki Alþingis þakkir fyrir vel unnin störf. Glatt var á hjalla við fundarslit í gær skv. venju enda miklar annir verið und- anfarna daga á Alþingi. Morgunblaðið/Sverrir Alþingi í jólafrí  Ráðstafanir/10 FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur dæmdi í gær 25 ára karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum; önnur er fædd árið 1986 en hin árið 1993. Í niðurstöðu dómsins segir að þar sem maðurinn hafi ekki áður sætt refsingu og hefur nú stofnað fjölskyldu, sé rétt að níu mánuðir af refsingunni verði skil- orðsbundnir til þriggja ára. Rannsókn á brotinu gegn eldri stúlkunni hófst eftir að grunur vakn- aði um að hann hefði framið kynferð- isbrot gagnvart henni þegar hún lá á barnadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi vegna alvar- legra veikinda, depurðar og sjálfs- vígshugleiðinga. Maðurinn játaði að hafa átt kyn- mök við stúlkuna inni á salerni spít- alans í tvö skipti og einu sinni í bif- reið sinni í Öskjuhlíð, en neitaði að hafa í einu tilvikanna hótað henni of- beldi að öðrum kosti, eins og hann var ákærður fyrir. Maðurinn kvaðst hafa kynnst stúlkunni í gegnum spjallrásir á Netinu en hann hefði hitt hana í fyrsta skipti þegar hún lá á barnadeild. Lögð voru fram gögn sem sýndu að maðurinn hafði sent stúlkunni rúmlega 800 sms-skilaboð á skömmum tíma. Vegna veikinda stúlkunnar telst hún barnaleg í vexti og hegðun eftir aldri og taldi dóm- urinn víst að maðurinn hefði vitað að hún var einungis 13 ára gömul þegar hann hafði kynmök við hana í fyrsta skipti. Framburður hans um þetta atriði var nokkuð á reiki en hann ját- aði að hafa vitað það í seinni skiptin tvö. Móðir stúlkunnar sagði hana hafa breyst talsvert eftir að hún fermdist. Hún hefði þá eignast tölvu og komist á Netið og eftir það „orðið skrýtin og meira inn í sig“. Systir stúlkunnar sagðist fyrst hafa séð manninn þeg- ar hann lá í rúminu hjá henni á Landspítalanum. Félagsráðgjafi taldi að stúlkan hefði verið vinalaus þegar hún komst á Netið og hefði þráð vináttu. Persónuleiki stúlkunnar einkenndist af þunglyndi, kvíða og vantrausti á fólki. Taldi félagsráðgjafinn að þunglyndi hennar mætti að hluta rekja til sambands hennar við mann- inn. Dómurinn taldi bersýnilegt að maðurinn hefði verið ýtinn við stúlk- una, en hann væri talsvert eldri og þroskaðri en hún. Hann var sýkn- aður af ákæru um nauðgun en sak- felldur fyrir að hafa þrívegis haft samræði við barn yngra en 14 ára. Breytti framburði við aðalmeðferð Maðurinn var einnig ákærður fyr- ir kynferðisbrot með því að strjúka kynfæri stúlku, fæddrar árið 1993, utan klæða. Hann neitaði frá upphafi sakargiftum og var framburður hans staðfastur allt fram til loka aðalmeð- ferðar málsins. Þá kvaðst hann hafa setið í sófanum við hlið stúlkunnar nokkra stund, en fram að því hafði hann ætíð borið að hann hefði setið á stól við tölvu þar hjá. Framburður stúlkunnar þótti á hinn bóginn skýr og trúverðugur. Hún vildi ekki segja upphátt hvað maðurinn hefði gert, en skrifaði það niður, fyrst fyrir móður sína og síðan á ný við skýrslu- töku. „Dregur þessi aðferð hennar ekki úr trúverðugleika hennar,“ seg- ir í dómnum. Brot hans þótti alvar- legra þar sem hann var að gæta stúlkunnar á meðan móðir hennar brá sér frá. Fram kom að maðurinn hafði tví- vegis áður verið kærður fyrir kyn- ferðisbrot en málin höfðu verið látin niður falla. Auk refsingarinnar var mannin- um gert að greiða eldri stúlkunni 300.000 í miskabætur en hinni yngri 200.000 krónur. Auk þess var honum gert að greiða réttargæslumönnum stúlknanna, Helgu Leifsdóttur hdl. og Þórdísi Bjarnadóttur hdl., sam- tals 160.000 og skipuðum verjanda sínum, Erni Clausen hrl., 200.000 krónur. Héraðsdómararnir Jón Finnbjörnsson, Sigurður Tómas Magnússon og Sigurður Hallur Stef- ánsson kváðu upp dóminn. 25 ára karlmaður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum Kynntist eldri stúlkunni á spjallrásum á Netinu LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Búri ehf. leyfi til að flytja inn 10.000 rjúpur frá Græn- landi, að því tilskildu að með fylgi umbeðin vottorð, en enga rjúpu er að fá á Grænlandi og er Búr að kanna innflutning á rjúpu frá Nor- egi fyrir jólin. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segir að óskað hafi verið eftir innflutningi á rjúpum frá Græn- landi. Yfirdýralæknisembættið gjörþekki stöðu mála þar, hvað varðar sjúkdóma og annað, og að því tilskildu að nauðsynleg vottorð, einkum og sér í lagi upprunavott- orð, fylgi liggi fyrir að ekki verði lagst gegn innflutningi á rjúpum frá Grænlandi enda þurfi ekki að óttast neina sjúkdóma þar. Jóhann Ólason, verslunarstjóri í Nóatúni við Hringbraut, segir að sig vanti 10.000 rjúpur og því hafi hann beðið Búr að kanna innflutn- ing en staðan væri enn óljós. Hins vegar væri ljóst að kaupendur borguðu ekki hvað sem væri. Athugar um rjúpur frá Noregi Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búr, segir að hann hafi fengið leyfi frá landbúnaðar- ráðuneytinu til að flytja inn rjúpur frá Grænlandi en þar sé enga rjúpu að fá. Í kjölfarið hafi hann kannað stöðuna í Noregi en enn án árang- urs. Að sögn Sigurðar sótti hann um leyfi til að flytja inn 10.000 rjúpur fyrir Kaupás en alls óvíst væri hvort það gengi. Spurður um verð sagði hann það ekki hafa verið rætt. Leyfi veitt til innflutn- ings á 10.000 rjúpum Enga rjúpu að fá á Grænlandi GEYSILEG þátttaka var í ljóðaþýð- ingasamkeppni Lesbókar og Þýð- ingaseturs Háskóla Íslands. Tæp tvö hundruð bréf með þýðingum eftir rúmlega hundrað höfunda bárust í samkeppnina og segir dómnefnd í áliti sínu að hún hafi verið sammála um að þýðingarnar væru margar mjög frambærilegar. Því hafi verið úr vöndu að ráða þegar kom að því að veita fjórum þýðendum sérstaka viðurkenningu.. Viðurkenningu fyrir þýðingar á erlendum ljóðum á íslensku hljóta Árni Ibsen, Hjörtur Pálsson og Ög- mundur Bjarnason. Viðurkenningu fyrir þýðingu úr ís- lensku á erlenda tungu hlýtur Hall- berg Hallmundsson en hann þýðir á ensku, meðal annars ljóð eftir Bjarna Thorarensen, Grím Thomsen og Hannes Sigfússon. Mjótt á mununum í ljóðaþýðingasamkeppni Yfir 100 þátttakendur  Ljóða.../Lesbók ♦ ♦ ♦ BIFREIÐ fór út af Landvegi, rétt fyrir ofan Galtalæk, um sjöleytið í gærkvöld, og valt. Að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli komu sjúkrabif- reið og læknir á vettvang en öku- maður bifreiðarinnar, sem var einn í bílnum, reyndist hafa sloppið með minniháttar meiðsl. Bifreið hans skemmdist hins vegar mikið. Lenti utan vegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.