Morgunblaðið - 17.01.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 17.01.2002, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, fax 544 4211 JEEP GRAND CHEROKEE árg. 2002 Eigum til afgreiðslu í febrúar örfáa Laredo og Limited bíla. Tökum einnig sérpantanir. Eigum einnig til JEEP LIBERTY Limited, þann nýjasta frá CHRYSLER KONUNGUR JEPPANNA Rammen om et godt liv... ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Umgjörð u gott líf... Persónulega eldhúsið Upp kom bilun í tölvukerfi Borg- arskipulags á meðan deiliskipulag- stillagan var auglýst í haust. Er frestur til athugasemda við tillöguna var runninn út og búið var að sam- þykkja tillöguna, fyrst í skipulags- nefnd í september og þá í borgar- ráði í október, kom í ljós að athugasemdir sem skilað var í gegn- um Netið komust ekki til skila. Því var gripið til þess ráðs, að sögn Árna Þórs, til að taka af allan vafa, að gefa þeim sem ekki komu athuga- semdum sínum til skila færi á því. Deiliskipulagstillagan var því lögð Óformlegar viðræð- ur við lóðareigendur Geta farið fram á skaðabætur, segir for- maður skipulags- og bygginganefndar LÓÐAREIGENDUR Suðurhlíð- ar 38, er hafa í hyggju að byggja á lóðinni fjölbýlishús sem íbúar Suðurhlíða hafa mótmælt, geta farið í skaðabótamál við Reykjavíkurborg verði deiliskipulagstillaga að lóð- arreitnum ekki samþykkt þar sem þegar liggur fyrir samþykkt deili- skipulag frá því í september. Þetta segir Árni Þór Sigurðsson, for- maður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. ÚTITAFLIÐ við Lækj- argötu minnti meira á tjörn en taflborð á dögunum þeg- ar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti þar leið um. Að sögn Höskulds Tryggvasonar, tæknifræð- ings hjá Gatnamálastjóra, gerist það af og til að nið- urfall í botni taflborðsins stíflist og það fyllist í rign- ingum á borð við þær sem verið hafa undanfarna daga. Taflmennirnir sjálfir eru sjaldan hafðir uppi við nú- orðið heldur geymdir í geymslu á vegum Kjarvals- staða. Morgunblaðið/Þorkell Taflið orð- ið að tjörn Miðborg Suðurhlíðar að nýju fyrir skipulags- og bygg- inganefnd, en hefur ekki enn verið samþykkt. Breyting á aðal- skipulagi samþykkt Á fundi nefndarinnar í gær var hins vegar samþykkt breyting á að- alskipulagi sem felur í sér að lóð- arreiturinn verður skipulagður und- ir íbúðarbyggð en ekki stofnanir eins og eldra aðalskipulag sýndi. „Staða lóðareigendanna er sterk, þar sem þeir eru með staðfest deili- skipulag í höndunum,“ segir Árni Þór. Hann segir eigendurna því geta farið í skaðabótamál verði deili- skipulagstillagan ekki samþykkt. „Núna hef ég verið að fara yfir þær athugasemdir sem bárust með lóðareigendum og sjá hvort hægt sé að koma til móts við sjónarmið þeirra sem lögðu fram athugasemd- ir. Í þessar viðræður er ekki komin niðurstaða ennþá.“ Árni Þór segist ekki þekkja til þess að fordæmi séu fyrir skaða- bótamáli í þessa veru í Reykjavík. NÝTT stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingarmála tók gildi hjá Reykjavíkurborg um áramótin. Morgunblaðið greindi frá nýju skipuriti skipulags- og byggingarsviðs á laugardag og kom þar fram að undir það fellur embætti byggingarfulltrúa. Að öðru leyti munu þær deildir sem áður féllu undir embætti borg- arverkfræðings falla undir hið nýja umhverf- is- og tæknisvið en sviðsstjóri þess er Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur. Þrjár stofur starfa á umhverfis- og tækni- sviði eftir breytingarnar. Gatnamálastofa, Fasteignastofa og Umhverfis- og heilbrigð- isstofa. Gatnamálastofa hefur með höndum þau verkefni sem gatnadeild hafði áður að undanskilinni sorphirðu. Sigurður I. Skarp- héðinsson gatnamálastjóri veitir stofunni forstöðu. Fasteignastofa mun sjá um nýbyggingu húsa vegna starfsemi borgarinnar, breyting- ar og endurbætur auk þess sem hún tekur á árinu að sér rekstur fasteigna borgarinnar. Það er Guðmundur Pálmi Kristinsson verk- fræðingur sem er forstöðumaður Fasteigna- stofu. Umhverfis- og heilbrigðisstofa mun ann- ast umhverfismál, náttúruvernd og Staðar- dagskrá 21 en forverar stofunnar eru garð- yrkjudeild, hreinsunardeild og Heilbrigðiseftirlitið. Ellý K. Guðmundsdóttir lögfræðingur er forstöðumaður stofunnar. Þá er stofnuð Verkfræðistofa innan um- hverfis- og tæknisviðs auk þess sem stofn- aður hefur verið sérstakur sjóður, Skipulags- sjóður sem mun annast kaup og sölu fasteigna, lóða og landa af skipulagsástæð- um. Nýtt stjórn- skipulag um- hverfis- og tæknimála Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Sambíóunum byggingar- rétti fyrir kvikmyndahús í Spöng- inni. Stærð lóðarinnar er um það bil 9.000 fermetrar og er söluverð byggingarréttarins áætlað rúmar 32,4 milljónir króna. Í bréfi skrifstofustjóra borgar- verkfræðings er athygli vakin á því að stærð og lega lóðarinnar geti breyst og verður endanlega útlistuð á mæliblaði. Þá er gerð sérstök krafa um snyrtilega umgengni um lóðina vegna staðsetningar hennar. Sambíóin fá lóð við Spöngina Grafarvogur BORGARRÁÐ samþykkti í vikunni að taka tilboði Barnasmiðjunnar ehf. í leiktæki sem sett verða upp í borg- inni á árunum 2002-2004. Leiktækin á að setja upp á leikskólalóðum, við grunnskóla og á opnum leiksvæðum borgarinnar. Tíu tilboð bárust í útboðinu og var tilboð Barnasmiðjunnar næstlægst. Hljóðaði það upp á 33,4 milljónir króna eða um 98 prósent af kostn- aðaráætlun. Lægsta tilboðið átti Barnagaman ehf. og nam það 29,6 milljónum króna sem var um 87 pró- sent af kostnaðaráætlun. Í bréfi gatnamálastjóra til stjórn- ar Innkaupastofnunar segir að við skoðun hafi komið í ljós að þau leik- tæki, sem Barnagaman býður, standist ekki þær kröfur sem út- boðsgögn gerðu ráð fyrir. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að framleiðsla fyrirtækisins muni standast þær kröfur. Leiktæki fyrir 33 milljónir Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.