Morgunblaðið - 17.01.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.01.2002, Qupperneq 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ fjölmenni var á hinni ár- legu þrettándahátíð á Selfossi sem fram fór á laugardagskvöld. Hátíð- inni var frestað á þrettándanum vegna slæms veðurútlits og óhag- stæðrar vindáttar. Hátíðin hófst með blysför frá Tryggvaskála í miðbæ Selfoss og var gengið til íþróttavallarins þar sem kveikt var í myndarlegum bálkesti. Að vanda báru jólasveinar kyndla í göngunni en fyrir henni fór skreyttur vagn með fylgiliði jólasveinanna. Fjöldi fólks tók þátt í göngunni og fylgdist með brennunni og flug- eldasýningunni á íþróttavellinum. Flugeldasýningin fékk mjög góðar viðtökur gesta enda tignarleg sem fyrr. Jólasveinarnir kveiktu í bál- kestinum og fóru síðan um meðal gesta til þess að kasta kveðju á börnin eins og jólasveinar úr Ing- ólfsfjalli gera en þeir fara ekki til fjalla fyrr en að lokinni þrett- ándagleðinni á Selfossi. Þrettándagleðin er eitt af sam- starfsverkefnum Ungmennafélags Selfoss og sveitarfélagsins Árborg- ar. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Jólasveinalið Selfoss í þann mund sem sveinarnir kveiktu í bálkestinum. Fjölmenn síðbúin þrettánda- hátíð Selfoss KAFFI- og veitingahúsið Vivaldi var opnað á þrettándanum, í húsnæði við Brúartorg sem áður hýsti verslunina Borgarsport. Eigendur eru hjónin Hafsteinn Sævarsson og Halldóra Bergsdóttir en þau eru aðflutt í Borgarnes. Tildrög þess að þau fóru út í reksturinn var að Hafsteinn út- skrifaðist sl. vor sem rekstrarfræð- ingur frá Bifröst og hefur ekki geng- ið nógu vel að fá vinnu á Vesturlandi. „Þar sem okkur líkar svo vel að búa í Borgarnesi vildum við reyna til þrautar að fá vinnu og ákváðum að opna kaffihús, því okkur fannst það vanta. Svona rekstur er líka það sem við þekkjum best því Hafsteinn er framreiðslumaður og ég hef unnið við þjónustu í mörg ár,“ segir Hall- dóra en hún er jafnframt í rekstr- arnámi á Bifröst. „Þegar húsnæðið þarna losnaði stukkum við um leið til og fengum leigt. Þetta er alveg kjörið húsnæði á frábærum stað, en það þurfti samt sem áður að gera ýmislegt, svo sem að útbúa eldhús, bæta við snyrtingu, mála o.fl. Þetta hefði ekki verið hægt nema af því að við vorum með hóp af frábærum iðnaðarmönnum og kunn- um við þeim bestu þakkir fyrir.“ Í Vivaldi er lögð áhersla á létta rétti, dálítið í mexíkanskri línu, í bland við alvöru hamborgara (150 g) og pastarétti. Kaffi og meðlæti er á boðstólum auk áfengis. Reynt er að stilla verði í hóf en ekkert á matseðl- inum kostar yfir þúsund krónur. Op- ið er frá kl. 11 til 23 og til 1 á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Aðspurð sagði Halldóra að viðtök- urnar væru frábærar og framar þeirra björtustu vonum, en Borgnes- ingar og nærsveitamenn hafa fjöl- mennt þessa fyrstu daga sem sýnir kannski þörfina fyrir kaffihús í Borgarnesi. ,,Ef framtíðin verður eins og viðtökurnar hafa verið þá er engu að kvíða.“ Halldóra vill ennfremur hvetja listamenn sem vilja koma sér á fram- færi, t.d. tónlistarmenn eða mynd- listarmenn, að hafa samband því að þeir eru velkomnir að hafa uppákom- ur. Heimasíða Vivaldi verður opnuð á næstunni og slóðin er http:// www.vivaldi.is. Nýtt kaffi- og veitinga- hús opnað Morgunblaðið/Guðrún Vala Halldóra Bergsdóttir og Hafsteinn Sævarsson. Borgarnes FUNDUR var haldinn í Félagslundi á Reyðarfirði, laugardaginn 12. jan- úar, að frumkvæði SSA, STAR og Þróunarstofu Austurlands. Þar kynnti umhverfisráðherra Siv Frið- leifsdóttir og fylgdarlið úr ráðuneyt- inu úrskurð vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Sýndar voru myndir og farið yfir úrskurðinn og þau 20 skilyrði sem sett voru. Að kynningu lokinni voru fyrirspurnir úr sal. Fyrirspurnir komu um hreindýr og afdrif þeirra, hækkun yfirborðs Lagarfljóts, jarðvegsrof við Hálslón, framkvæmdir almennt, hvar yrði tekin sú orka sem ekki fæst með smáveitunum sem bannaðar voru, lögbann, málssóknir o.fl. Fengu fundarmenn greinargóð svör við öllu sem þeim lá á hjarta. Rúmlega 100 manns sátu fundinn og var al- menn ánægja með framsögu um- hverfisráðherra og málefnalegar umræður. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Spurt um hreindýr og afdrif þeirra Reyðarfjörður Úrskurður vegna Kárahnjúka- virkjunar kynntur Í BYRJUN þessa árs var undirrit- aður samningur um leigu á félags- heimilinu á Skildi í Helgafellsveit. Það er Agnar Jónasson í Stykkis- hólmi sem leigir húsið til næstu 5 ára af sveitarfélaginu. Agnar er ekki ókunnugur á þessu svæði, því hann er alinn upp á Kóngsbakka í sömu sveit. Agnar ætlar að vera með ferða- þjónustu á Skildi yfir sumartímann og leigja húsið út til skemmtana- halds á vetrum. Hann hefur látið út- búa tjaldsvæði sem verður tilbúið í sumar. Boðið verður upp á svefn- pokapláss í félagsheimilinu og morg- unmat. Núverandi félagsheimili á Skildi var tekið í notkun árið 1980. Þaðan er um 10 kílómetra leið niður í Stykkishólm. Agnar segir að aðstað- an bjóði upp á góða kosti til að mynda fyrir afmæli, starfsmanna- ferðir og ættarmót. Hann er bjart- sýnn á reksturinn komi til með að standa undir sér og í sumar má búast við mikilli umferð ferðamanna. Ung- lingalandsmót UMFÍ verður haldið í Stykkishólmi um verslunarmanna- helgina og ef Keikó kemur í Hólminn mun margir leggja leið sína til að skoða hann. Agnar hefur rekið tjaldvagnaleigu í tvö sumur og gengið vel. Í fyrra- sumar var hann með 6 vagna til leigu og það dugði ekki til svo að hann fjölgar um 2 næsta sumar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Agnar Jónasson og Brynjar Hildibrandsson, oddviti Helgafellssveitar, fyrir framan félagsheimilið á Skildi sem Agnar hefur tekið á leigu. Félagsheimilið Skjöldur leigt Stykkishólmur ÍRIS Sæmundsdóttir var kjörin íþróttamað- ur ársins 2001 í Vest- mannaeyjum. Íris er vel að kjörinu komin en hún er einn af máttarstólpum ÍBV- liðsins í kvennaknatt- spyrnu sem kom svo skemmtilega á óvart sl. keppninstímabil með glæsilegum árangri. Þá er hún einnig fasta- maður í kvennalands- liðinu í knattspyrnu. Íþróttamaður ársins valinn Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.