Morgunblaðið - 17.01.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.01.2002, Qupperneq 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA 20-70% afsláttur Ný og góð tilboð! Kringlan ● 533 5150 PER Kristian Orderud, einn fjögurra sakborninga í einu mest umtalaða morðmáli í sögu Noregs, var yfirheyrður fyrir áfrýjunarrétti í Lille- strøm í gær og fyrradag og viðurkenndi að hafa borið ljúgvitni og falsað undirskrift föður síns á þrjú mikilvæg skjöl. Per Orderud, eiginkona hans, Veronica, og systir hennar, Kristin Kirkemo Haukeland, voru dæmd í 21 árs fangelsi í júní í fyrra fyrir að hafa myrt foreldra og syst- ur Pers í maí 1999. Fjórði sakborningurinn, Lars Grønnerød, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að morðunum. Þau voru einnig sökuð um að hafa reynt að ráða systur Pers, Anne Orderud Paust, af dögum með því að koma fyrir sprengju undir bíl hennar sumarið 1998. Hún var einka- ritari þáverandi varnarmála- ráðherra Noregs og var í fyrstu talið að sprengjutilræð- ið og morðin væru pólitísks eðlis. Héraðsdómur taldi hins vegar sannað að morðin hefðu verið framin vegna deilu um framtíð búgarðs föður Pers, Kristians Orderuds, sem var 81 árs að aldri þegar hann var myrtur á Orderud-býlinu, skammt fyrir norðan Ósló. Per vildi eignast búgarðinn og allar byggingar hans en faðir hans mun hafa viljað skipta eigninni milli sonar síns og dóttur. Per viður- kenndi við yfirheyrslu fyrir áfrýjunarréttinum í fyrradag, þegar saksóknarar þjörmuðu að honum, að hann hefði borið ljúgvitni fyrir héraðsdómi og falsað undirskrift föður síns á kaupsamning og tvö önnur skjöl sem tengdust kaupum hans á búgarðinum. Per og eiginkona hans höfðu haldið því fram við fyrri réttarhöldin að faðir hans hefði undirritað kaupsamninginn. Per Orderud hélt því enn fram fyrir áfrýjunarréttinum í gær að faðir sinn hefði und- irritað afsalsbréf vegna söl- unnar á búgarðinum í júlí 1996. Faðirinn hafði hins veg- ar neitað því að hann hefði undirritað skjalið. Fær ekki að vitna um trúverðugleika Gísli Guðjónsson réttarsál- fræðingur hlýddi á framburð Pers Orderuds fyrir áfrýjun- arréttinum. Verjandi Veron- icu Orderud hafði fengið Gísla til að leggja mat á trúverð- ugleika hjónanna og hefur stefnt honum fyrir réttinn sem vitni. Gísli fær þó aðeins að ræða almennt um persónu- einkenni sakborninga sem ljúga eða segja satt og má ekki tjá sig sérstaklega um trúverðugleika framburðar hjónanna. Verjendur annarra sak- borninga höfðu lagst gegn því að Gísli fengi að vitna um framburð hjónanna. Norski fréttavefurinn Nettavisen hafði í gær eftir Gísla að hann skildi ekki hvers vegna vitn- isburður sinn væri svo um- deildur í Noregi og hann hefði aldrei staðið frammi fyr- ir slíku vandamáli í öðrum löndum. Gert er ráð fyrir því að réttarhöldunum ljúki í lok mars. Norskir fjölmiðlar fylgjast grannt með réttar- höldunum og verjandi Veron- icu Orderud sakaði þá um að hafa dregið upp ranga mynd af málinu og dæmt hjónin sek fyrirfram. Norskir saksóknarar þjarma að sakborningi í Orderud-morðmálinu Játar að hafa borið ljúgvitni og falsað skjöl Veronica Orderud, til hægri, yfirgefur dómshúsið í fylgd lögfræðings síns eftir að hafa verið dæmd í tuttugu og eins árs fangelsi í júní í fyrra. Reuters ÝMSIR hagfræðingar hafa að undan- förnu lagt að stjórnvöldum í Hong Kong að hætta að binda gengi Hong Kong-dollarans við gengi Bandaríkja- dollara en aðrir vara við afleiðingun- um, til dæmis miklum fjármagns- flótta. Í Egyptalandi er nú verið að kanna hvort rétt sé að afnema teng- ingu egypska pundsins við Banda- ríkjadollara og miða gengið heldur við svokallaða gjaldmiðlakörfu. Í kjölfar þjóðargjaldþrotsins í Arg- entínu hafa verið miklar umræður um bindingu eins gjaldmiðils við annan, oftast nær við Bandaríkjadollara, en þannig hefur það verið í Hong Kong í 18 ár. Ein af afleiðingunum er sú, að samkeppnisstaða fyrirtækja þar hef- ur versnað mikið eftir því sem gengi dollarans hefur hækkað og það hefur aftur leitt til vaxandi flótta fram- leiðslufyrirtækja yfir til Suður-Kína. Vegna þess hafa ýmsir hagfræðingar í Hong Kong og í Suðaustur-Asíu hvatt til, að gengisbindingunni við Bandaríkjadollara verði hætt. Frank Martin, formaður banda- ríska verslunarráðsins í Hong Kong, varaði hins vegar við afnámi gengis- bindingarinnar í gær og sagði, að það myndi leiða til vaxtahækkunar, að minnsta kosti um tíma. Þá kvaðst hann óttast, að það myndi leiða til mikils fjármagnsflótta frá krúnuný- lendunni fyrrverandi. Yfirvöld í Hong Kong ítrekuðu líka í gær, að engin breyting yrði á gengisfyrirkomulag- inu og sögðu, að samanburður við Argentínu væri út í hött. Þar væru menn að kikna undir erlendum skuld- um en í Hong Kong væru þær ekki aðeins engar, heldur væru til um 30.000 milljarðar ísl. kr. í varasjóði. Gjaldmiðlakarfa Í Egyptalandi hefur gengi punds- ins verið bundið dollaranum en þrátt fyrir það hefur það verið fellt veru- lega síðastliðið ár. Í janúar í fyrra fengust 3,40 pund fyrir dollarann en 4,51 nú og á svarta markaðinum 5,25 pund. Vegna þessarar þróunar og þrenginganna í efnahagslífinu eru stjórnvöld nú að athuga hvort réttara sé að miða gengið við meðalgengi nokkurra annarra gjaldmiðla, svo- kallaða gjaldmiðlakörfu. Er búist við ákvörðun um það fljótlega. Gengisstefn- an í Hong Kong óbreytt Hong Kong, Kaíró. AFP. GRÆNFRIÐUNGAR sökuðu Jap- ani í gær um að hafa varið 320 milljónum dollara, rúmlega 32 milljörðum ísl. króna, til að kaupa atkvæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu í því skyni að tryggja sér rétt til að hefja aftur hvalveiðar í atvinnu- skyni. Fulltrúar Greenpeace lögðu ásakanir sínar fram á frétta- mannafundi sem þeir héldu um borð í skipi sínu í Melbourne í Ástralíu, en þangað komu þeir í gær. Hafa þeir undanfarnar sex vikur elt japanska hvalveiðiflotann á ferðum hans um Suðurhöf. „Á sama tíma og mikill vandi steðjar að japönskum efnahag sól- undar ríkisstjórn okkar milljörðum jena til þess að fá umheiminn til að samþykkja að hvalveiðar verði hafnar að nýju,“ sagði Uko Hir- ono, einn af fulltrúum Greenpeace. „Japan ætti ekki að vera að beita slíkum örþrifaráðum til að ná fram vilja sínum. Hver einasti íbúi Jap- ans borgar fyrir þessa baráttu en veit ekki einu sinni af því,“ bætti hann við. Búnir að tryggja sér 10 atkvæði Grænfriðungar segja að eftir- grennslan þeirra hafi leitt í ljós að á síðasta ári einu og sér hafi Jap- anir eytt meira en 47 milljónum Bandaríkjadollara til að kaupa at- kvæði sex landa og að staðan sé nú sú að þeir hafi tryggt sér at- kvæði tíu þjóða, er sæti eiga í Al- þjóðahvalveiðiráðinu, við þá hug- mynd að hvalveiðar verði hafnar að nýju. Segja þeir að yfirvöld sjávarút- vegsmála lýsi greiðslunum sem „styrkjum til sjávarútvegsmála“ en að forsætisráðherra Antigua og Barbuda hafi viðurkennt að tekið hafi verið við peningunum gegn því að eyjarnar greiddu atkvæði með Japönum í málum er varða hvalveiðar. Grænfriðungar saka Japani um mútur Segja þá kaupa sér stuðning við hvalveiðar Melbourne. AFP. SKÓLUM í Englandi verða veitt aukin völd til þess að grípa til aðgerða gegn nemendum er sífellt beita ofbeldi og nemend- um sem bera hættuleg vopn. Greint er frá þessu á vefsíðu BBC í gær. Nýjar viðmiðunarreglur sem menntamálaráðherra Bret- lands, Estelle Morris, mun kynna í næstu viku eiga að gera yfirkennurum auðveldara um vik að bregðast fljótar við og vísa umræddum nemendum úr skóla, segir BBC. Samtök kenn- ara hafi löngum kvartað yfir því, að samkvæmt núverandi aga- reglum sé of erfitt að reka nem- endur og áfrýjunarnefndir þvingi kennarana oft til að hleypa aftur í skólann nemend- um sem hafi verið reknir. Doug McAvoy, framkvæmda- stjóri Kennarasamtaka Bret- lands, fagnaði fyrirhugaðri breytingu, segir BBC ennfrem- ur. Samtökin hafi nýverið gert könnun er sýni að yfir 80% kennara telji að slæm hegðun nemenda sé mikið vandamál. „Agaleysi er stór þáttur í því hvers vegna mjög margir kenn- arar hætta í faginu eftir skamm- an tíma,“ sagði McAvoy. Breskir skólar Auðveld- ara að reka nemendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.