Morgunblaðið - 17.01.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 17.01.2002, Qupperneq 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Tapað/fundið Sundbolur og tölvuúr töpuðust NÝR Speedo-sundbolur, dökkblár, nr. 128, tapað- ist í Hafnarfirði í lok des- ember 2001. Nike-tölvuúr, svart, tapaðist sunnudaginn 6. janúar sl. í eða við Há- skólabíó eða í eða við Kentucky Fried Chicken í Faxafeni. Fundarlaun. Þeir sem geta veitt ein- hverjar upplýsingar um framangreint vinsamleg- ast hafið samband við Hildi í síma 899-0415. Paul og Shark- trefill tapaðist STÓR svartur Paul og Shark-trefill tapaðist fyr- ir um það bil viku á Vest- urgötu eða í Hafnar- stræti. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 0064 eða 862-8215. Trefill- inn er eigandanum mikils virði. Dýrahald Lítill gári í óskilum MÁNUDAGINN 14. jan- úar sl. flaug lítill gulur og grænn gári inn um glugga í Ástúni í Kópavogi. Eig- andi getur vitjað hans í síma 567-4730. Víkverji skrifar... Á MÁNUDAGINN kom í ljós aðneysluverðsvísitala hækkaði mun meira í síðasta mánuði en vonast hafði verið eftir. Verðbólga á síðasta ári var tæplega 10% sem er mesta verðbólga sem mælst hefur í meira en áratug. Víkverji finnur það eins og aðrir að verðlag hefur verið að hækka. Ekki fer t.d. milli mála að matarreikningur fjölskyldunnar hef- ur hækkað um þúsundir króna á mán- uði að undanförnu. Ekki fer heldur milli mála að ýmis opinber þjónusta hefur hækkað í verði. Afborganir af húsnæðislánum hafa einnig hækkað umtalsvert. Víkverji vonar að þeim sem stýra efnahagsmálum þjóðarinn- ar auðnist að halda verðbólgunni í skefjum. x x x FJÁRMÁLARÁÐHERRA sagði ífjölmiðlum að það vekti athygli sína hvað hátt verð á vínberjum ætti stóran þátt í hækkun á neysluverðs- vísitölu í janúar. Víkverji fjallaði um vínberjaverð fyrir nokkrum dögum, en verslanir hafa verið að bjóða vín- ber á 1.300 kr. kílóið. Þetta verð er ótrúlegt, en vínber voru lengst af síð- asta árs seld á um 600 krónur kílóið í meðaldýrum verslunum. Nýlega heyrði Víkverji frá konu sem dvelst í Ungverjalandi og hún upplýsti hann um að vínberjakílóið í Ungverjalandi kostaði 59 krónur. Verðlag í Ungverjalandi er lágt, en þessi verðmunur getur samt ekki tal- ist eðlilegur. Víkverji borðar að jafnaði mikið af vínberjum enda eru vínber einstak- lega bragðgóð fæða, en fyrir nokkr- um vikum þurrkaði hann þau alger- lega út af innkaupalista sínum. Það eru viss takmörk fyrir því hvað hægt er að láta yfir sig ganga. x x x ALLTAF verður Víkverji jafnpirraður á því þegar ferðaskrif- stofur eru að auglýsa verð á utan- landsferðum sem er miklu lægra en það sem raunverulega er í boði. Í vik- unni auglýsti ferðaskrifstofa ferðir til Alicante á Spáni og í auglýsingunni kom fram að hjón með tvö börn á aldrinum 2–11 ára þyrftu að borga 27.400 krónur fyrir manninn. Í smá- letrinu kom reyndar fram að til við- bótar þyrfti að borga 2.950 krónur í skatta þannig að verðið var í raun 30.350 krónur fyrir manninn. Vík- verja fannst ekki ósanngjarnt að borga 120 þúsund krónur fyrir fjöl- skylduferð til Spánar og hringdi fimm dögum eftir að auglýsingin birtist í ferðaskrifstofuna. Þá kom hins vegar í ljós að ferðin til Alicante kostaði 182.020 fyrir fjölskylduna, eða 45.000 krónur fyrir manninn. Sölumaðurinn gaf þá skýringu á þessum mikla mun frá auglýstu verði að uppselt væri í flugvélina og að ekki hefðu náðst jafn- hagstæðir samningar um sölu í nýja vél. Víkverja fannst ótrúlegt að þessi skýring ein og sér gæti skýrt þennan mikla mun frá auglýstu verði. Víkverji vorkennir sölumönnum ferðaskrifstofanna að þurfa að út- skýra fyrir viðskiptavinum að þeir geti ekki fengið keyptar ferðir á aug- lýstu verði, en ákvörðun um þessar auglýsingar er augljóslega tekin af stjórnendum fyrirtækjanna sem ekki þurfa að mæta viðskiptavinunum dagsdaglega. Víkverji lærði í barn- æsku að það væri ljótt að plata, en það er augljóst að stjórnendur sumra ferðaskrifstofanna hafa aldrei lært þessa speki til fulls. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 peningur, 4 bál, 7 spak- ur, 8 virtum, 9 sár, 11 dýrs, 13 skordýr, 14 lokka, 15 stæk, 17 nöldur, 20 op, 22 kaka, 23 viður- kennir, 24 byggja, 25 hími. LÓÐRÉTT: 1 koma auga á, 2 skottið, 3 mögru, 4 volæði, 5 blunda, 6 kveðskapur, 10 starfsvilji, 12 beita, 13 ambátt, 15 biskupshúfa, 16 ómerkileg manneskja, 18 endurtakið, 19 girð- ing, 20 vegur, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fastsetja, 8 endar, 9 illur, 10 afl, 11 Spánn, 13 laust, 15 flots, 18 hregg, 21 kýr, 22 ómaga, 23 örðug, 24 harðindin. Lóðrétt: 2 andrá, 3 tæran, 4 Egill, 5 jullu, 6 meis, 7 hrút, 12 nýt, 14 aur, 15 Frón, 16 okana, 17 skarð, 18 hrönn, 19 eyðni, 20 gegn. K r o s s g á t a MEÐ grein þessari viljum við koma á framfæri til fólks sem eiga ungbörn sem hafa átt við svefn- vandamál að etja, jafnvel allt frá fæðingu, að til er lækning við þessu vanda- máli. Í maí sl. eignuðumst við litla prinsessu. Fljót- lega eftir að hún fæddist kom í ljós að hún var mjög ákveðin og vildi ráða ferðinni. Fyrstu þrír mánuðirnir voru eins og til er ætlast af litlum börnum. Hún svaf á milli gjafa og allt var eðlilegt. En á fjórða mánuði fór að bera á stuttum svefni hjá henni sem lýsti sér þann- ig að hún sofnaði eftir kvöldmat fyrir nóttina en vaknaði síðan eftir einn og hálfan til tvo tíma og var að því alla nóttina. Hún heimtaði brjóstið og/ eða að það yrði gengið með sig um gólf þar til hún sofnaði aftur. Því öðruvísi var bara stans- laus grátur. Svona gekk þetta alla nóttina. Hún vaknaði 3–5 sinnum á nóttu og náði aldrei sín- um djúpa svefni sem við öll þurfum að fá. Svona gekk þetta fyrir sig í þrjá mánuði og sumir í fjöl- skyldunni voru farnir að snúa sólarhringnum við og sofa á daginn til þess að fá sína hvíld. Við sáum að þetta gat ekki gengið lengur svona. Fyrir eig- um við tvö börn og áður en maður vissi voru allir í fjölskyldunni farnir að sussa ef eitthvert hljóð heyrðist eftir kl. 20 á kvöldin til þess að raska ekki svefni þeirrar yngstu og ákváðum við að gera eitthvað í þessu ef hægt væri. Mamman hafði af- spurnir af grein sem hafði birst í Morg- unblaðinu um barnasvefn- fræðing sem tæki á svona málum og starfaði á Borgarspítalanum. Við komum okkur í samband við Örnu Skúladóttur, sem síðan breytti þessum andvökunóttum okkar svo um munaði. Hún gaf okkur tíma á Borgarspít- alanum í lok nóvember. Þá var farið yfir stöðuna, svefn barnsins og fleira og hún setti okkur fyrir hvað skyldi gera í fyrstu, að kenna henni að sofa. Vikan leið en engin breyting varð á hennar svefni. Sú litla hélt sínu striki og var ekkert tilbú- in að gera neinar breyt- ingar. Í flestum tilfellum átti að vera komið lag á svefn hennar, en sú litla sýndi óvenju mikla þrjósku. Svo Arna setti upp enn ákveðnara pró- gramm, sem oftast, að hennar sögn, gengur eft- ir. Mamman svaf í öðru herbergi og pabbinn tók völdin. Svo leið önnur vika og komið var fram í desember og engin breyt- ing. Við tókum þessu mjög alvarlega, fylgdum öllu eftir sem Arna hafði sett okkur fyrir, en sú litla hélt fast í þá þjón- ustu sem hún hafði fengið áður. Eftir þriðja tímann hjá Örnu dró til tíðinda. Þá var okkur ráðlagt að setja hana í sérherbergi. Fjórða vikan í okkar pró- grammi skipti sköpum og olli umskiptum á svefni hennar. Í dag sefur hún sína 10–12 tíma á nóttu og uppskárum við árang- ur erfiðis okkar. Vonumst við til að aðrir sem eiga við svipað vandamál að glíma geti haft not af þessari grein okkar. Að lokum viljum við hjónin og sú litla þakka henni Örnu Skúladóttur fyrir aðstoð hennar í gegnum þennan feril því að ef hennar hefði ekki notið við teljum við að svefninn væri enn að hrjá okkur. Þúsund þakkir, Margrét og fjölskylda. Ungbörn með svefnvandamál VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Laugarnes koma í dag. Arnarfell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 10 vinnustofa og boccia, vinnustofa og mynd- mennt. Þorrablót verð- ur haldið föstudaginn 1. febrúar, húsið opnað kl. 18 með fordrykk, þorra- hlaðborð, borðhald hefst kl. 18.30 gestur kvöldsins Ingibj. Sólrún borgarstjóri. Flosi Ólafsson flytur gaman- mál. Karlakvartett syngur, Hjördís Geirs leikur fyrir dansi, að- gangsmiði gildir sem happdrætti. Skráning í Aflagranda s. 562-2571, fyrir miðvikudaginn 30. janúar. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 14 dans. Þorrablót verður föstu- daginn 1. febrúar. Þorrahlaðborð hefst kl. 17, salurinn opnaður kl. 16.30. Skráning í s. 568- 5052 fyrir föstudaginn 1. febrúar. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, ætla að hittast í dag á Korpúlfsstöðum kl. 10. Kaffistofan er opin. All- ir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Þrá- inn Hafsteinsson í s. 5454-500. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 13.30. Kóræfing- ar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu á sunnudögum kl.11. Jóga hefst kl. 11 föstudaginn 18. janúar. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13-16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustof- an opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félag eldri borgara Kópavogi, bingó spilað í Gullsmára 13, föstudag- inn 19 janúar kl. 14. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsfund- ur verður í Kirkjuhvoli í dag kl. 14. Formaður flytur stutt yfirlit yfir starf félagsins. Bene- dikt Davíðsson formað- ur Landssambands eldri borgara ræðir um greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins og skattlagningu lífeyris- greiðslna. Guðmundur H. Garðarsson fyrrv. alþingismaður flytur erindi um lífeyrissjóði. Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtud. kl. 9. vinnuhópur gler, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14. málun Fótaaðgerðarstofan er opin kl 9-14. Föst. kl. 9 snyrtinámskeið kl. 11 dans. Nokkur pláss laus í postulínsmálun og tré- smíði. Skráning á þorrablótið sem fyrst Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Pútt í Bæjarútgerð kl 10–11:30 og boccia kl. 13.30 Á morgun föstu- dag . Myndlist kl 13 og bridge kl. 13:30. Sælu- dagar á Örkinni 3. - 8. mars. Þorrablót félags- ins verður í Hraunseli laugard. 26. jan. kl 19. Skráning í Hraunseli s. 555 0142. Sækja þarf miðana mánud. 21. jan.kl. 13–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Brids kl. 13. Brids fyrir byrj- endur hefst í febrúar. Stjórn Ólafur Lárus- son. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudög- um kl. 10–12. Skrifstof- an er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10–16 s.588-2111. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurðarnám- skeið, kl. 9.45 verslun- arferð í Austurver, kl. 13.30 boccia. Á morgun föstudag verður messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfing- ar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund umsjón Lilja G Hallgrímsdóttir djákni í Fella- og Hólakirkju, súpa og salatbar í há- deginu í veitingabúð, frá hádegi, vinnustofur og spilasalur opin. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinnu- stofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9.05 leik- fimi 1, kl. 9.50 leikfimi 2, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 13 gler og postulínsmál- un og rammavefnaður, kl. 16.20 og kl. 17.15. kínversk leikfimi, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Lausir tímar í postulíns- málun, skráning í síma 587-2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótsnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmunagerð. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing, kl. 17–20 leirmót- un. Þorrablót verður fimmtud. 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Skráning í s. 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgr., kl. 9.30 gler- skurður og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð- ir og boccia, kl. 13 handmennt og spil, kl. 14 leikfimi. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digranes- kirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila að Gull- smára 13 mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl í Rauða sal. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13-16 prjónað fyrir hjálpar- þurfi erlendis. Efni á staðnum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélag Seljasóknar og Fjallkonurnar. Sam- eiginlegur fundur allra kvenfélaga í Breiðholti verður í kvöld klukkan 20. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarsal Breiðholtskirkju. Ath. breyttan fundardag. Í dag er fimmtudagur, 17. janúar, 17. dagur ársins 2002 Antóníus- messa. Orð dagsins: Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verka- maður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans. (II.Tím. 2, 15.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.