Morgunblaðið - 17.01.2002, Side 64

Morgunblaðið - 17.01.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skrá›u flig á isb.is og fá›u reiknings- yfirlitin á Netinu. Engan gluggapóst, takk! ÞEGAR beðið er við gatnamót á rauðu ljósi getur tóm gefist til að láta hugann reika í amstri hvers- dagsins, um leið og fylgst er með umferðinni líða hjá. Bílstjóri sem ljósmyndarinn hefur svo skemmti- lega komið auga á í baksýnisspegl- inum virðist í þungum þönkum á meðan hann bíður eftir grænu ljósi við gatnamót í Grafarvogi. Morgunblaðið/Kristinn Hugsað á rauðu ljósi INNFLUTTAR matvörur hafa hækkað um tugi prósenta síðustu 12 mánuði en innlendar mat- vörur hafa hins vegar hækkað mun minna og má sem dæmi nefna að nautakjöt og kartöflur hafa lækkað í verði. Dæmi um vörur sem hafa hækkað á tólf mánuðum um meira en 25% eru sykur, hveiti, hrísgrjón, pasta, sápur og ávextir og hafa allar þessar vörur hækkað mun meira en verð- bólgan og meira en gengislækkun krónunnar gef- ur tilefni til. Föt, skór og tölvur hafa hins vegar lækkað í verði þrátt fyrir tæplega 10% verðbólgu og 15% gengislækkun. Ávextir hafa hækkað mikið, eða um 29,3%, og grænmeti hækkað um 15,3%. Græn- meti ræktað vegna ávaxtar, þ.e. tómatar, agúrk- ur, paprika o.fl., hefur hækkað um 30,8% en kart- öflur hafa hins vegar lækkað um 5,7%. Forystumenn samtaka vinnumarkaðarins áttu í gær viðræður við ráðherra vegna vísitöluhækk- unar og hefur ríkisstjórnin ákveðið að endurskoða þjónustu- og gjaldskrárhækkanir í kjölfar hækk- unar á vísitölunni. Þá hafa forystumenn vinnu- markaðarins skorað á sveitarfélög og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til þess að verðbólgumark- mið náist. Formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga segir sveitarfélögin ekki skorast úr leik og þau muni fara yfir hækkanir hjá sér. Ríkið endurskoðar hækkanir á gjaldskrám í kjölfar vísitöluhækkunar Innfluttar matvörur hafa hækkað um tugi prósenta  Sumar innfluttar/32–33  Ríki og sveitarfélög/32–33 ÆTLA má að þau 1.500 tonn sem út- hlutað er árlega í formi byggðakvóta skili samtals ríflega 4.000 tonna afla til þeirra byggðarlaga sem fá úthlut- að kvótanum. Misjafnt er eftir byggðarlögum hvernig staðið er að úthlutun byggðakvótans. Í flestum tilfellum hefur þó verið samið við útgerðir um að veiða hluta eða allan kvótann en í staðinn skuldbinda útgerðirnar sig til að leggja hluta af eigin kvóta upp á viðkomandi stöðum. Þannig er reynt að margfalda aflagildi byggða- kvótans. Algengast er að úthlutaður byggðakvóti sé tvö- til þrefaldaður. Stefán Þórarinsson, hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Nýsi, segir að þótt í viss- um tilfellum hafi skapast deilur um byggðakvótann hafi úthlutun hans í heildina tekist mjög vel. Kvótinn hafi styrkt mjög viðkomandi fyrirtæki og þau nýtt hann vel. Í sumum tilvikum hafi byggðakvótinn hreinlega bjarg- að fyrirtækjunum frá uppgjöf. Byggðakvóti eykur kvóta einstakra byggða verulega  Baráttan um/B 6–7 RJÚPNASTOFNINN er nú talinn í algjöru lágmarki, að sögn Áka Ár- manns Jónssonar veiðistjóra, en síð- asta rjúpnaveiðitímabili lauk skömmu fyrir jól. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en Áki segir að gera megi ráð fyrir að um 100 þúsund fuglar hafi veiðst. Munað geti tíu þúsund rjúpum til eða frá þegar veiðiskýrslur hafa borist að fullu síð- ar á árinu. Hann segir 70–80% af skýrslunum koma inn nú í janúar og því eigi áætlunin að vera nákvæmari í lok mánaðarins. Miðað við 100 þúsund veidda fugla á nýliðnu tímabili, sem hófst um miðjan október, hefur veiðin minnkað um 22% frá árinu 2000 þeg- ar hún var upp á ríflega 127 þúsund stykki. Frá árinu 1997 hefur rjúpna- veiðin minnkað um tæp 40%, en það ár var metveiði upp á 165 þúsund stykki. Þróunina frá 1995 má sjá nánar á meðfylgjandi súluriti. Áki segir veiðina nú vera nokkurn veginn í takt við talningar á rjúpum sem fram fóru sl. sumar. Þær sýni að veiðiálagið hafi verið mjög stöðugt. „Stofninn er í niðursveiflu og gæti farið enn neðar á þessu ári.“ Mikið framboð rétt fyrir jól Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, SKOTVÍS, segir veiði upp á 100 þúsund rjúpur áreiðanlega vera nærri lagi hjá veiðistjóranum. Ekki hafi verið búist við meiru þar sem stofninn sé í lág- marki um þessar mundir. „Það sem gerir þetta erfitt við- ureignar er að um 10 prósent veiði- manna, sem við getum kallað at- vinnumenn, veiða helming allra rjúpna. Greinilegt var að þeir veiddu minna en áður en sóttu hart. Víða virðist eitthvað hafa lifnað yfir þessu undir lok tímabilsins í desem- ber. Töluvert magn af rjúpu barst í verslanir rétt fyrir jólin,“ segir Sig- mar og veit dæmi þess a stórverslun í Reykjavík hafi að morgni aðfanga- dags verið með 200 rjúpur til sölu. Því sé spurning hvort „atvinnu- mennirnir“ hafi setið uppi með eitt- hvert magn af fuglum. Hann segir ljóst að neytendur séu ekki lengur tilbúnir að greiða jafn hátt fyrir rjúpuna og áður tíðkaðist. Hörð samkeppni sé við annan hátíðarmat á borð við svínakjöt og kalkún. Sigmar segir að nýliðnu ári svipi til ársins 1992 þegar lítið framboð hafi verið af rjúpu á markaðnum. '()  *      + '&'C 2'' $(' 48= 4:= 4;= 4<= 4== 8= := ;= <= =  +  ,  -  .    1)'  $  Rjúpnaveiði talin hafa minnk- að um 40% frá árinu 1997 KÖNNUN sem Morgunblaðið stóð fyrir ásamt Alþýðusambandi Íslands á verði algengra neysluvara á Ís- landi og í nokkrum Evrópusam- bandslöndum eftir gildistöku evr- unnar 1. janúar sl. sýnir að verð hér á landi er að jafnaði mun hærra en í evru-löndunum. Af þeim sautján vöruflokkum og tegundum sem spurt var um í könnuninni, kemur Ísland dýrast út í tólf tilvikum og nær aldrei að vera með lægsta vöru- verðið. Könnunin, sem fram fór fyrir og eftir sl. helgi, tók til fimm evrulanda og Íslands. Leitast var við að kanna verð algengra neysluvara í venjuleg- um stórmörkuðum, þ.e. ekki í sölu- turnum eða kvöld- og nætursölubúð- um og ekki heldur í skilgreindum lágvöruverðsverslunum. Verðsamanburður auðveldari með evrunni Að sögn Ágústu Ýrar Þorbergs- dóttur, verkefnisstjóra hjá ASÍ, sem skipulagði könnunina af hálfu sam- bandsins, má búast við að mjög verði litið til Íslands og annarra Evrópu- landa með tilliti til vöruverðs á næst- unni nú þegar evran hefur tekið gildi og allur samanburður verður gegn- særri og auðveldari í framkvæmd. Meðal þess sem kemur út úr könnuninni er að algengur McDon- ald’s-hamborgari, s.k. „Big Mac“, er ríflega 79% dýrari hér á landi en þar sem hann er ódýrastur, eða í Grikk- landi. Þá kostar það Þjóðverja 66% minna en Íslendinga að festa kaup á vinsælum geisladiski og munurinn á Grikklandi og Íslandi er 177%, Ís- lendingum í óhag, þegar kemur að frosnum kjúklingi. Verðsamanburður á Íslandi og í nokkrum evrulöndum Ísland dýr- ast í 12 til- fellum af 17  177% verðmunur /6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.