Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Björgvin Leifur lék á tveimur
undir pari / C1
Keflavík deildarmeistari
í körfuknattleik / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Alþjóðlegur dagur kvenna/B2
Fegurðin sem skemmtun/B2
Unglingsstúlkur, kynþokki og
kynlíf/B4
Eiginkonur til leigu/B7
Auðlesið efni/B8
Sérblöð í dag
ÞAÐ hefur verið fámennt í Blá-
fjöllum það sem af er vetri. Ástæð-
an er sú að þar hefur verið lítið
um snjó og því hafa fjöllin borið
nafn með rentu. Nú eru Bláfjöll
hins vegar orðin hvít, en um 10 cm
jafnfallinn snjór er á svæðinu og
skíðafæri því gott. Í gær var þó
nokkuð af fólki á svæðinu. Bretta-
menn voru áberandi og sýndu
margir ótrúlega leikni.
Veðurstofan spáir norðlægum
áttum á næstunni og að áfram
verði kalt í veðri. Búast má við
einhverri snjókomu. Starfsfólk í
Bláfjöllum hvetur því fólk til að
mæta en jafnframt að muna að
klæða sig vel og fara ekki út fyrir
merktar leiðir.
Morgunblaðið/RAX
Snjórinn
er kominn
í Bláfjöll
GERT er ráð fyrir að skuldir borg-
arsjóðs án lífeyrisskuldbindinga
lækki á tímabilinu 2003–2005 um
tæpa 2,8 milljarða króna og verði í
lok þess tæpir 12,7 milljarðar á árs-
lokaverðlagi 2001. Þá er gert ráð fyr-
ir að heildarskuldir Reykjavíkur-
borgar, án lífeyrisskuldbindinga,
hækki um 8,1 milljarð króna á sama
tímabili og verði því í lok þess tæpir
52,9 milljarðar á árslokaverðlagi
2001. Þetta er meðal meginniður-
staðna þriggja ára áætlunar um
rekstur, framkvæmdir og fjármál
Reykjavíkurborgar árin 2003–2005,
en fyrsta umræða um frumvarp
áætlunarinnar fór fram í borgar-
stjórn í gær. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri kynnti frumvarp-
ið.
Í máli Ingu Jónu Þórðardóttur,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
kom fram að þróun hreinna skulda
borgarinnar miðað við þróun skulda
almennt hjá borginni sýndi best að
hversu „góðu búi“ Reykjavíkurlist-
inn hefði komið er hann tók við völd-
um í borginni árið 1994. „Mismun-
urinn á þeim tveim stærðum sem
okkur hefur orðið tíðrætt um hér á
vettvangi borgarstjórnar eru þær
eignir og þeir fjármunir sem voru til
staðar á ýmsum stöðum í borgar-
kerfinu. Þessum fjármunum hefur
verið eytt á undanförnum átta ár-
um.“ Inga Jóna sagðir skuldir borg-
arinnar hafa margfaldast að raun-
gildi og sagði það rannsóknarefni.
„Þessi mikla skuldaaukning gerist á
sama tíma og tekjur Reykjavíkur-
borgar aukast.“ Kynnti Inga Jóna
samantekt sjálfstæðismanna þar
sem bornar eru saman skatttekjur á
valdatíma R-listans og á tveimur
kjörtímabilum þar á undan er sjálf-
stæðismenn voru í meirihluta borg-
arstjórnar. „Þegar þessar fjárhæðir
eru skoðaðar og metnar á meðal-
verðlagi síðasta árs, kemur í ljós að
skatttekjur á þessum tveimur fyrri
kjörtímabilum, er Sjálfstæðisflokk-
urinn fór með völd, voru 107,7 millj-
arðar króna. Á valdatíma R-listans
eru þessar skatttekjur 157 milljarð-
ar króna. Þar af leiðandi er það, sem
R-listinn hefur haft milli handanna
úr skatttekjum, tæplega 50 milljörð-
um hærri fjárhæð á sambærilegu
verðlagi.“ Inga Jóna tók fram að
þess bæri að geta að útsvarið hefði
verið hækkað þegar grunnskólinn
færðist yfir til sveitarfélaganna.
Ingu Jónu reiknaðist samt til þegar
útgjaldaaukning vegna þessa væri
frádregin að R-listinn hefði haft tæp-
lega 30 milljarða króna umfram það
sem sjálfstæðismenn höfðu á tveim-
ur kjörtímabilum á undan.
Í máli borgarstjóra kom fram að ef
gert væri ráð fyrir að handbært fé
frá rekstri og ráðstöfun þess yrði ár-
in 2006–2015 svipað því sem áætlað
er árið 2005, þá yrði borgarsjóður
skuldlaus í árslok 2015.
Ýmsum fjárfrekum fram-
kvæmdum að ljúka
Sagði hún áætlaða hækkun á
skuldum Reykjavíkurborgar sam-
kvæmt þriggja ára áætluninni aðal-
lega mega rekja til fjárfestinga
Orkuveitunnar, kaupa Félagsbú-
staða hf. á félagslegum leiguíbúðum,
til fjárfestinga Bílastæðasjóðs og
vegna fráveitu. „Nú sér fyrir endann
á sérstöku átaki í einsetningu grunn-
skóla og uppbyggingu fráveitukerfis
sem tekið hefur til sín mjög stóran
skerf af framkvæmdafé,“ sagði Ingi-
björg.
Áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar rædd í borgarstjórn
Borgarsjóður verði
skuldlaus árið 2015
Sjálfstæðismenn segja skuldasöfnun
óskiljanlega í ljósi aukinna skatttekna
FLUGMÁLASTJÓRN stefnir að
því að kaupa stóran björgunarbát
fyrir Reykjavíkurflugvöll í vor sem
rekinn verður af Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins. Einn nokkurra
kosta sem verið er að kanna er svif-
nökkvi og einnig kemur m.a. til
greina að kaupa 10 manna harð-
botna gúmbát.
Fyrir eru tveir björgunarbátar á
Reykjavíkurflugvelli sem uppfylla
þær kröfur sem gerðar eru til
björgunarþjónustu á flugvöllum, að
sögn Árna Birgissonar, forstöðu-
manns öryggis- og gæðamála inn-
anlandsflugvalla.
Gert er ráð fyrir að nýr björg-
unarbátur með sjósetningaraðstöðu
kosti 20–30 milljónir króna og hefur
fjármagn verið tryggt til verkefn-
isins.
Umræða um nýjan björgunarbát
hefur staðið yfir frá því flugslysið í
Skerjafirði átti sér stað í ágúst árið
2000 og segir Árni ástæðuna fyrir
því að ekki sé búið að ganga frá
málum fyrr vera þá, að hugsa hefur
þurft um samverkandi þætti bátsins
og sjósetningaraðstöðunnar.
Til greina kemur að kaupa svif-
nökkva sem kallar ekki á eins viða-
miklar ráðstafanir varðandi sjósetn-
ingaraðstöðu og annarskonar bátur.
„Þetta er tæki sem getur keyrt á
landi og vatni og á því er hægt að
athafna sig hvort sem undirlagið er
lagt ís eða ekki og hvort heldur sem
siglt er á flóði eða fjöru, leirum,
grynningum eða einhverju öðru,“
segir Árni Birgisson.
Annar kostur felst í 7–9 metra
löngum harðbotna gúmbáti með
skrúfu eða svokölluðum vatns-
þrýstidrifbúnaði. Um er að ræða
bát sem getur tekið um tíu manns
en Árni bendir á að sú tala segi
ekki alla söguna um sjóbjörgunar-
störf við flugvelli. „Þeim björgunar-
báti sem kallaður er fyrstur út
vegna slyss er ætlað að bera með
sér fleka eða uppblásanlega
pramma til að koma fólki úr sjónum
upp á. Við erum þegar með tvo 50
manna flotpramma sem notaðir eru
með núverandi bátum og verða not-
aðir með nýja bátnum. Við höfum
ennfremur gert samkomulag við
allar björgunarsveitir í nágrenni við
Reykjavíkurflugvöll sem hafa yfir
að ráða bátum, sem kallaðar eru út
ef flugslys verður, og þannig er
unnt að tryggja sex slöngubáta,
þrjá harðbotna báta og eitt björg-
unarskip.“
Reykjavíkurflugvöllur
Nýr björgunar-
bátur verður
keyptur í vor
SKEMMDIR voru unnar á þremur
bifreiðum í bílageymslu við
Krummahóla 8 í fyrrinótt. Ennfrem-
ur voru unnar skemmdir á póstköss-
um í sameign fjölbýlishússins. Lög-
reglan er með málið til rannsóknar.
Bifreiðir
skemmdar við
Krummahóla