Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 62
Þórunn er menntaður tónlist- arkennari og kennir söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur verið virkur þátttakandi í Hugleik um árabil. Kolrassa er fyrsta leikverk hennar í fullri lengd en áður hefur Hugleikur flutt eftir hana nokkra leikþætti. Hugleikur er elsta áhugaleik- félag í Reykjavík og á þeim 17 árum sem það hefur verið starf- rækt hefur hann sýnt 37 verk sem merkilegt nokk hafa öll ver- ið frumsamin sérstaklega fyrir þetta atorkusama leikfélag. Frumsýning er sem fyrr segir í kvöld. Önnur sýning er á sunnudag og þriðja sýning fimmtudaginn 14. mars. Miðapantanir eru í síma 551 2525 eða með tölvupósti á hug- leik@mi.is. LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýnir nýjan íslenska söng- leik í Tjarnarbíói í kvöld sem nefnist Kolrassa. Söngleikurinn er eftir Þórunni Guðmunds- dóttur söngkonu og leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Þórunn byggir söngleikinn á þjóðsögunni Kolrassa krók- ríðandi og fjallar hann um syst- urnar Ásu, Signýju og Helgu sem lenda í mannraunum í helli þríhöfða þurs. Reynir þá á hug- rekki og kænsku Helgu til að ráða fram úr vandanum. Þótt framvindan sé æsileg er hér á ferð gamanleikur þar sem fram fer barátta milli flónsku og speki, illsku og gæsku, hofmóðs og hóg- værðar. Alls taka 17 leikarar og söngvarar þátt í sýningunni, flestir með mikla reynslu og sprenglærðir í tónlist. Þórunn Guðmundsdóttir samdi alla tónlist við verkið og er tónlistar- stjóri sýningarinnar en hljómsveitin Fermöturnar sér um undirleik. Þursar, skessur, álfar og menn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Guðmundsdóttir, höfundur Kol- rassa, fer jafnframt með hlutverk álfa- drottningarinnar. Hugleikur frumsýnir söngleikinn Kolrassa í kvöld FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BSG Vesturgötu 2, sími 551 8900 í k v ö l d Lord of the Rings: The Fellow- ship of the Rings / Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Fyrsti hluti kvikmyndalögunar Ný-Sjálendingsins Peters Jackson á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens er hrein völundarsmíð. Aðrar ævintýra- og tæknibrellumyndir fölna í samanburði. (H.J.) Laugarásbíó, Smárabíó. Amélie Frönsk. 2001. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu Kasso- vitz, Yolande Moreau, Dominique Pinon. Ynd- islega hjartahlý og falleg kvikmynd um það að þora að njóta lífsins. Stórkostlegur leikur, frá- bær kvikmyndataka og sterk leikstjórn Jeunet gera myndina að góðri og öðruvísi skemmtun en við flest erum vön.(H.L.) Háskólabíó. A Beautiful Mind / Fegurð hugsunarinnar Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Ron Howard. Að- alleikendur: Russell Crowe, Jennifer Connally, Ed Harris. Hugvekjandi kvikmynd, þar sem margar áhugaverðar spurningar um eðli mannshugans eru dregnar fram, en rígskorðun hins staðlaða hetjuforms Hollywood-smiðj- unnar felur víða í sér einföldun sem dregur úr ánægjunni.(H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Elling Noregur. 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nordin, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt geðfatl- aða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir aðalpersónun- um.(H.L.)  Háskólabíó. Gosford Park Bresk. 2001. Leikstjóri: Robert Altman. Aðal- leikarar: Michael Gambon, Kristin Scott-Thom- as, Maggie Smith. Altman stýrir bestu leik- urum Englands af snilld í kvikmynd sem fjallar um samskipti húsbænda og hjúa á óðalssetri árið 1932. Mannleg mynd um virðingu og vin- skap, niðurlægingu og hatur. Aðeins of löng í byrjun, en verður síðan mjög átakanleg.(H.L.)  Laugarásbíó. Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leikstjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi og hefur náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frá- sagnarmáta. Frammistaða Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær. (S.V.)  Háskólabíó. Monsters Inc / Skrímsli hf. Bandarísk. 2001. Leikstjóri Peter Docter. Raddsett teiknimyynd. Tölvuteiknuð barna- og fjölskyldumynd um skrímslin í skápnum. Sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna. (S.V.)  Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri. Háskólabíó. Regína Íslensk. 2001. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Aðalleikendur: Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Hall- dóra Geirharðsdóttir. Fyrsta íslenska dans- og söngvamyndin. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af fersk- um listrænum víddum.(H.J.)  Háskólabíó. Shallow Hal / Grunnhyggni Hallur Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Bobby og Peter Farrelly. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow, Jack Black, Jason Alexander. Hlýlegri og róman- tískari en áhorfendur eiga að venjast frá bræðrum í dæmisögu um að oft býr flagð und- ir fögru skinni – og öfugt. Black og Paltrow fara á kostum í bestu mynd Farrellyanna um hríð. (S.V.)  Smárabíó. Training Day / Reynd þolrifin Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Antonie Fuqua. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke, Glenn Scott. Washington tekur mót- leikarana í nefið og drottnar yfir harðsoðnum trylli í Óskarstilnefningarstuði í hlutverki ómennis.(S.V.)  Sambíóin. The Last Castle / Síðasti kastalinn Bandarísk. 2001. Leikstjóri Rod Lurie. Aðal- leikendur: Robert Redford, James Gandolfini, Mark Ruffalo. Frá athyglisverðum nýliða í leik- stjórastétt kemur vel leikin, forvitnileg mynd um miskunnarlaust valdatafl tveggja ólíkra leiðtoga innan fangelsismúranna. Stríðshetju sem orðið hefur á og fangelsisstjóra, ómennis sem haldið er kvalalosta, sem stjórnar „kast- alanum“ sínum með ofbeldi og harðfylgi. Yf- irborðskennd en ágæt afþreying. (S.V.) Laugarásbíó. Atlantis: Týnda borgin / Atlantis: The Lost Empire Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John McHarris. Teiknimynd með enskri og íslenskri talsetn- ingu. Af þessari teiknimynd um týndu borgina Atlantis má sjá að Disney-risinn færist sífellt nær hinni stöðluðu Hollywood-spennumynd í teiknimyndagerð sinni. Myndin er víða bráð- fyndin en í heildina er hún óttaleg samsuða. (H.J.) Sambíóin. Collateral Damage / Óhjákvæmilegt tjón Bandarísk. 2001. Leikstjóri Andrew Davis. Að- alleikendur: Arnold Schwarzenegger, Elias Koteas, Francesca Neri. Nafnið er nánast það eina sem skilur myndina frá flestum fyrri myndum hnignandi stjörnu Arnolds sem held- ur í þetta skiptið til Kólumbíu og Washington til að hefna fjölskyldunnar. Margtugginn sögu- þráður lagður til grundvallar linnulausum slagsmálum, sprengingum og blóðsúthelling- um.(S.V.) Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Made / Á uppleið Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jon Favreau. Að- alleikendur: Jon Favreau, Vince Vaughn, Famke Jansen. Bráðskemmtilegur gamanút- úrsnúningur á kunnulegri glæpamyndaform- úlu, þar sem tvíeykið úr Swingers, þeir Favreau og Vaughn, koma saman á ný.(H.J.)  Sambíóin. Vanilla Sky / Opnaðu augu þín Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Christopher Crowe. Aðalleikendur: Tom Cruise, Penélope Cruz, Cameron Diaz. Áferðarfalleg Hollywood- útgáfa hinnar spönsku Abre Los Ojos, hefur litlu við að bæta nema hvað helst myndugum leik Diaz. Fjöldaframleidd eftirlíking.(S.V.)  Háskólabíó. Behind Enemy Lines / Handan víglínunnar Leikstjóri John Moore. Aðalleikendur: Owen Wilson, Gene Hackman, Gabriel Macht. Bandarískur orrustuflugmaður er skotinn niður handan víglínunnar í Bosníu. Vel útlítandi, klisjukennd hetjudýrkun um flótta undan ofur- efli óvinanna og björgunarafrek.(S.V.) Smárabíó. The Count of Monte Cristo / Greifinn af Monte Cristo Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Kevin Reynolds. Aðalleikendur: Jim Caviezel, Guy Pierce, Rich- ard Harris. Ævintýri sem stendur alltaf fyrir sínu, en hér klikkar leikstjórnin, því ágætustu leikarar standa sig ekki nógu vel, og er aðal- leikarinn, Caviezel, alls ekki nógu sterkur. Gamaldags mynd og oft smekklaus, en margir virtust skemmta sér hið besta.(H.L.) Sambíóin. Not Another Teen Movie Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Gallen. Aðal- leikendur: Heidi Adrol, Chyler Leigh, Jaime Dressly. Unglingamyndaformúlan er tekin í karphúsið, húmorinn ruddalegur og mörg at- riði myndarinnar bara ansi fyndin, sérstaklega fyrir þá sem sjá allar þessar myndir.(H.L.) Smárabíó, Regnboginn. Spy Game Bandarísk. Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleikend- ur: Robert Redford, Brad Pitt. Njósnamynd í Tony-stíl, semsagt pottþétt útlit en innihald rýrt og sundurlaust. Maður bíður eftir að eitthvað fari að gerast í Berlín, Kína, Beirút og í höf- uðstöðvum CIA en til lítils og flest heimsku- legt. Bærileg afþreying, aum rómantík og und- arleg plott.(S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.