Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 19 SAMHERJI HF. var rekinn með tæplega 1.108 milljóna króna hagn- aði á árinu 2001, samanborið við 726 milljóna króna hagnað árið 2000. Veltufé frá rekstri félagsins nær þrefaldaðist frá árinu áður og nam 3.092 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðu Sam- herja námu rúmum 13 milljörðum króna en rekstrargjöld 9,4 milljörð- um. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var rúmir 3,6 milljarðar króna. Afskriftir námu rúmum milljarði króna og fjár- magnsliðir voru neikvæðir um 1,3 milljarða. Inni í þeirri tölu eru áhrif hlutdeildarfélaga sem voru neikvæð um 74 milljónir króna. Að teknu til- liti til skatta sem og annarra tekna og gjalda var hagnaður ársins um 1.108 milljónir króna, sem fyrr segir. Eigið fé jókst um 814 milljónir króna. Heildareignir samstæðunnar í árslok námu 18.113 milljónum króna en skuldir og skuldbindingar 11.893 milljónum króna. Bókfært eigið fé var því 6.219 milljónir króna og jókst um 814 milljónir á milli ára. Nettó- skuldir samstæðunnar námu í árslok 5.254 milljónum króna og þar af nam skattskuldbinding 637 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam sem fyrr segir um 3.092 milljónum króna, samanborið við 1.060 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfall var 34,3 % og veltufjárhlutfallið 1,50. Í fréttatilkynningu á Verðbréfa- þingi Íslands í gær er haft eftir Þor- steini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að árið hafi verið afar gott ár í rekstri Samherja og án efa besta rekstrarár félagsins frá upphafi. „Þriggja milljarða króna fjármuna- myndun í rekstri félagsins segir sína sögu. Ytri aðstæður, þ.e. gengi gjald- miðla og markaðir, voru félaginu óvenju hagstæðar og almennt séð gekk rekstur allra þátta í starfsem- inni vel á árinu.“ Hann segir horfur fyrir árið 2002 góðar. „Við höfum verið að aðlaga skipastól okkar aflaheimildum með það markmið að hámarka nýtingu fastafjármuna félagsins. Kaup á Hannover í stað Baldvins Þorsteins- sonar er liður í því en skipið er nú í lengingu í Lettlandi og er væntan- legt inn í rekstur félagsins um mitt ár. Við getum því ekki annað en horft björtum augum til framtíðar,“ segir Þorsteinn Már. Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl nk. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 30% arður til hluthafa vegna nýliðins árs. Hagnaður Samherja 1.108 milljónir króna                                                                                              !! ""##  $%& "!#  '!$(  '&" '!(   "% " !!!((  ! $ &&) * !)&                       !  " #$ $  " #$ $  " #$ $      !          !   Veltufé frá rekstri jókst um 2.031 milljón á milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.