Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 51
✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á
Selaklöpp í Hrísey í
Eyjafirði 13. nóvem-
ber 1922. Hún lést á
heimili sínu, Hafn-
arstræti 18b á Ak-
ureyri, 28. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristín Sigurðar-
dóttir og Jón Hall-
grímsson. Guðrún
var elst fjögurra
barna Kristínar. Að-
stæður höguðu því
þannig að viku-
gamalli var henni komið í fóstur
til Kristínar Loftsdóttur og Jóns
Jóhannssonar í Sandvík á
Hauganesi við Eyjafjörð. Þegar
Guðrún var sex ára lést Kristín
fósturmóðir hennar en hún var
áfram í Sandvík með fósturföð-
ur sínum, hjá syni hans Jóhanni
og konu hans Málfríði Baldvins-
dóttur og börnum þeirra. Haust-
ið 1942 fór Guðrún til starfa á
Akureyri og þar kynntist hún
verðandi eiginmanni sínum, Ás-
mundi J. Aðalsteinssyni, f. 20.
desember 1921. Þau gengu í
hjónaband 2. apríl 1944. Þau
eiga sex börn: 1) Sigríður Alda,
gift Guðmundi B. Friðfinnssyni
og eiga þau tvö börn. 2) Nanna
Guðrún, gift Bjarna Sævari Ró-
bertssyni og eiga
þau fimm börn. 3)
Jón, eiginkona hans
var Katrín Sverris-
dóttir sem lést 19.
apríl 1998 og eign-
uðust þau þrjú
börn. 4) Gylfi,
kvæntur Guðnýju
Sigurhansdóttur og
eiga þau þrjú börn.
5) Þröstur, kvæntur
Aðalheiði Stein-
grímsdóttur og eiga
þau tvö börn; Þröst-
ur á auk þess einn
son. 6) Ásdís Björk,
gift Oddi Ævari Guðmundssyni
og eiga þau þrjú börn. Barna-
börn Guðrúnar og Ásmundar
eru nítján að tölu og langömmu-
og langafabörnin samtals
sautján.
Guðrún og Ásmundur bjuggu
fyrstu árin á Hauganesi, en síð-
ar á Skútum á Þelamörk, þar
sem foreldrar hans bjuggu. Guð-
rún og Ásmundur fluttu til Ak-
ureyrar árið 1948 og hafa búið
þar síðan. Guðrún vann lengi á
saumastofunni Heklu en síðar
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa
þar til hún lét af störfum vegna
aldurs.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Það var hlýjan sumardag fyrir 20
árum að ég sá tengdamóður mína í
fyrsta skipti. Ég bjó þá í Reykjavík,
búferlaflutningar til Akureyrar
stóðu fyrir dyrum og ég hafði
skroppið norður til að kanna að-
stæður. Ég man þegar ég gekk inn í
lágreista húsið við Hafnarstrætið í
fyrsta skipti. Litla stofan var full af
fólki, börnum og barnabörnum í
heimsókn á laugardegi. Og sem ég
stóð í dyragættinni og heilsaði fólk-
inu, fann ég að forstofudyrnar opn-
uðust að baki mér. Guðrún tengda-
móðir mín vatt sér inn; hafði
skroppið út á snúru enda brakandi
þurrkur. Lágvaxin, hnellin kona,
með hlýtt viðmót og hláturmild
augu.
Ég áttaði mig strax á því þýðing-
armikla hlutverki sem Guðrún
tengdamóðir mín hafði innan fjöl-
skyldunnar. Hún var ættmóðirin
mikla sem hélt öllum þráðum í hendi
sér. Heimili hennar og Ásmundar
var nokkurs konar samskiptamið-
stöð stórfjölskyldunnar. Þar hittist
fólk reglubundið til að spjalla yfir
kaffibolla og til að gera sér glaðan
dag. Samheldni innan fjölskyldunn-
ar er enda mjög mikil. Þessi sam-
heldni og samstaða er æviverk
tengdamóður minnar. Hún var
þrekmikil gáfukona, sem áorkaði
miklu þótt hún ynni verk sín hávaða-
laust, en þau hafa hins vegar skilað
sér ríkulega til afkomenda hennar.
Guðrún fæddist í Hrísey árið 1922
en vikugamalli var henni komið í
fóstur á Hauganesi, hjá hjónunum
Jóni Jóhannssyni og Kristínu Lofts-
dóttur. Á uppvaxtarárum Guðrúnar
var Hauganes að byggjast upp.
Flestir íbúar stunduðu sjósókn og
höfðu þar að auki kýr og kindur til
búdrýginda. Lífið gekk út á það að
vinna. Allir höfðu nóg fyrir sig að
leggja þó að ríkidæmi væri ekki
mikið. Börn fóru að hjálpa til um leið
og þau gátu, t.d. við uppstokkun lóða
og línubeitningu, að sitja yfir kúnum
eða sendast með kaffi á engjar. Í
þessu umhverfi, bænda og sjó-
manna, ólst Guðrún upp og gekk þar
til allra almennra verka.
Þegar Guðrún hóf skólagöngu
náði skólaskylda aðeins til tíu til
fjórtán ára barna og unglinga. Börn
voru látin taka lestrarpróf um sum-
arið áður en þau hófu skólagöngu að
hausti. Lestrarprófið var ævinlega
mikil uppákoma. Guðrún minntist
þess oft að þegar hún kom í prófið
hafi hún verið svo feimin að hún hafi
aldrei ætlað að þora að byrja að lesa,
þótt fluglæs væri. Á endanum hafi
hún þó byrjað og lesið textann reip-
rennandi. Hún mundi enn hvernig
hann byrjaði: „Langt, langt í burtu
þangað sem svölurnar fljúga þegar
fer að vetra, bjuggu kóngur og
drottning í ríki sínu.“ Um haustið
byrjaði hún svo í skólanum. Kennsl-
an fór fram í gamla bænum á
Stærra-Árskógi á Árskógsströnd.
Skólanum var skipt í yngri og efri
deild. Einn kennari starfaði við skól-
ann og því fengu börnin aðeins
kennslu annan hvern dag. Eftir
barnaskólanámið fór Guðrún einn
vetur í unglingaskóla. Skólagangan
var ekki lengri en þetta enda var
frekari menntun mjög dýr og aðeins
á færi efnaðra. Guðrún skildi því
mjög vel gildi menntunar og þá
möguleika sem hún getur gefið fólki.
Hún hafði yndi af sögum og ljóðum.
Hún hafði fyrir sið að skrifa uppá-
haldsljóðin sín í litlar „kompur“ og
átti sér dálítinn vinkvennahóp sem
deildi með henni þessu áhugamáli.
Eftir að hún hætti að vinna utan
heimilis um sjötugt hafði hún mikla
ánægju af því að sækja ýmiss konar
handmenntanámskeið á vegum Fé-
lags aldraðra á Akureyri. Hún var
mjög listræn í sér og var óþreytandi
við að búa til fallega hluti sem hún
gaf ættingjum sínum, af miklu ör-
læti og gjafmildi.
Tengdamóðir mín var annálaður
dugnaðarforkur. Hún stjórnaði bæði
stóru heimili og vann lengst af utan
þess líka. Það hefur varla alltaf verið
auðvelt að láta enda ná saman eða
hlutina ganga upp. Ásmundur,
tengdafaðir minn, stundaði sjó-
mennsku um árabil og því lenti það
að miklu leyti á herðum Guðrúnar
að annast um barnahópinn.
Guðrún var af þeirri kynslóð
kvenna sem var tamara að hugsa um
aðra en sjálfa sig og hvað hún gæti
gert til að gleðja og hjálpa sínum
nánustu. Slík fórnfýsi er ef til vill
ekki alveg í samræmi við hugmyndir
nútímans. Það var ríkur þáttur í fari
hennar að láta ekki aðra hafa fyrir
sér heldur standa á eigin fótum.
Hún var varfærin í umræðum um
menn og málefni og var hvorki full-
yrðingasöm né dómhörð um sam-
ferðamenn sína. Hún hafði óbilandi
trú á lífinu enda fljót að koma auga á
björtu hliðar þess sem birtist oft í
innilegum og smitandi hlátri. Hún
hafði ríka réttlætiskennd og það
vafðist aldrei fyrir henni að taka af-
stöðu um málefni líðandi stundar,
þótt hún héldi ekki um það langar
ræður.
Ég kveð tengdamóður mína með
þakklæti og virðingu. Minning henn-
ar er okkur öllum dýrmætur fjár-
sjóður.
Aðalheiður Steingrímsdóttir.
Elsku amma. Ótal minningar fara
í gegnum hugann núna. Ég gleymi
t.d. aldrei páskafríinu sem ég vann á
ÚA. Þú hlóst mikið að mér því ég
þekkti varla haus frá sporði og var
ekki mjög verklagin. En þú lést mig
vera með þér á borði þó að það
þýddi að þú fengir ekki mikinn bón-
us og ég var þér mjög þakklát fyrir
það.
Fjölskyldan var þér allt. Þú varst
stolt og ánægð með þennan stóra
hóp sem þú vildir hafa sem mest í
kringum þig og stjana við. Það voru
ófá skiptin sem þú passaðir Birki
fyrir mig og við geymum alltaf ljóðið
sem þú samdir um hann.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess
að við eigum ekki oftar eftir að
skreppa í kaffi til þín inn í Bryggjó.
Þín verður sárt saknað en ég veit að
mamma hefur tekið vel á móti þér
og þið fylgist með okkur.
Takk fyrir allt sem þú gafst mér
og gerðir fyrir mig.
Auður Elva.
Elsku amma okkar er látin.
Amma, sem við héldum að myndi
lifa að eilífu. Amma, sem ávallt var
til staðar fyrir okkur. Amma, ein-
hver dásamlegasta manneskja sem
gengið hefur um guðsgræna jörðina.
Hvað er hægt að segja um konu
sem eyddi allri ævi sinni í að gefa af
sér og fór aldrei fram á neitt í stað-
inn? Helst þyrfti að skrifa heila bók
til þess að lýsa því hversu stórkost-
leg manneskja hún amma var. Það
yrði þó aldrei nóg. Orð fá ekki henni
ömmu lýst. Til þess að skilja til
fullnustu hvað átt er við hefði fólk
þurft að umgangast hana, sjá það
með eigin augum og skynja hvílíkur
sólargeisli hún var. Þá myndi fólk
skilja.
Ef eitthvað einkenndi ömmu öðru
fremur þá var það hversu lífsglöð
hún var. Í minningunni sér maður
hana heldur ekki öðruvísi en bros-
andi og í góðu skapi. Maður getur
sjálfur ekki varist brosi þegar mað-
ur hugsar um hana hlæjandi að vit-
leysunni í okkur strákunum. Þannig
munum við ávallt muna hana.
Umhyggjusamari manneskju var
ekki að finna. Þannig hugsaði hún
um alla aðra en sjálfa sig og var allt-
af boðin og búin að rétta hjálpar-
hönd. Þetta sýndi sig einnig í því að
hún hafði sífelldar áhyggjur af hinu
og þessu. Ef það voru ekki áhyggjur
af færðinni þá voru það áhyggjur af
einhverri óáran úti í heimi. Við sögð-
um stundum í gríni að ef hún hefði
ekki neitt til að hafa áhyggjur af þá
myndi hún hafa áhyggjur yfir því að
hafa ekki áhyggjur! Að sama skapi
var amma okkur strákunum góð fyr-
irmynd og þá sérstaklega hvað varð-
ar vinnusiðgæði og ósérhlífni. Amma
var persónugervingur þessara gilda
og þau ræktaði hún með sér allt sitt
líf. Allt frá því að hún var ung þurfti
hún að vinna fyrir öllu sem hún fékk
og það mótaði hennar persónu.
Þetta endurspeglaðist í því að hún
var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra
og fannst alltaf eins og hún hefði
ekki gert nóg. Sömuleiðis kveinkaði
hún sér ekki fyrr en hún var að-
framkomin. Sem dæmi um þetta
gekk hún um ristarbrotin í tvær vik-
ur áður en hún lét lækni líta á sig.
Hún ætlaði nefnilega bara að ganga
þetta úr sér! Já, þetta var hún amma
og henni varð sko ekki fisjað saman.
Í gegnum árin höfum við bræð-
urnir verið með annan fótinn á heim-
ili ömmu og afa í Hafnarstræti. Þar
höfum við verið, liggur við, upp á
hvern einasta dag og þetta hefur í
raun verið eins og að eiga annað
heimili. Þetta hefur reynst okkur
ómetanlegt og fáum við þeim aldrei
fullþakkað. Þetta hefur óneitanlega
haft mikil áhrif á líf okkar og við
værum ekki þeir sem við erum í dag
ef þeirra hefði ekki notið við.
Að lokum viljum við þakka þér,
amma, fyrir samveruna. Hvíldu þig
nú, þú hefur sinnt þínu dagsverki og
vel það. Nú ertu komin á betri stað
sem engill í himnaríki en það verður
nú ekki mikil breyting fyrir þig því
að þú varst jú ávallt engill í dul-
argervi.
Ásmundur Hreinn
Oddsson, Bjarki Ármann
Oddsson og Guðmundur
Ævar Oddsson.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
*
>
%
>-%
/
73& 7($ $
3 ($ ()$@
,( 7 (*47
$
%
+
%
& '())
%& >2 #"$
% )$& ( & - * # "&2 #"$
&#"$
(23
$)
5 ) +
9:9 /:>
/ # )BB
3 "$
%# "#
6
37 # $
%
6
%
& '())
"&72 " #"$
"6 C&2
$) %&$ (
$)
7&
$) #"$
$)7 # 7 #
5 ) 5 +
*
%D>?9%
/ 43&76&$B
$
%
%
!
7 ')
$ %
"
8
!
9
003((()
- * # "7 #"$
( 7 %*4"&2
$) % &
$))($ #"$
"7 %*4"&2 (2 %$ #"$
$) %*4"&2 #"$ %$ &
%*# %*4"&2 #"$ )
($
' %*4"&2 #"$
) 5 +
*
-.:,9:9
/
" #$
* E
(&$
7 6 (00$
/
% $!
3. # $
%
%
& '())
$ %
"
+% " 6
?4"&%& #"$
%&
$) -5 #"$
-5 #"$
$) (
7 # -5 ) 6($ $F6 # #"$
) =-5 #"$ -$ )$ 6 ($
' $ -5 #"$
$) "$7
) ( -5 #"$ ! &# "
5 ) 5 +
*
%> -/C
2 3326&
3
82(&& ( $
$
.
:% $ -5 #"$ ' $ "2( "
&-5 &&)( #"$
$-5 &) 7 ##"$
5 ) 5 +