Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 49 ✝ Haukur Jörund-arson fæddist í Reykjavík 11. maí 1913. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 26. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jörundur Brynjólfsson, kenn- ari, bóndi og alþing- ismaður, f. á Star- mýri í Álftafirði 21. feb. 1884, d. 3. des. 1979, og Þjóðbjörg Þórðardóttir kenn- ari og húsfreyja í Reykjavík, f. 20. okt. 1889, d. 4. júní 1969. Foreldrar Jörundar voru Brynjólfur Jónsson og Guð- leif Guðmundsdóttir. Foreldrar Þjóðbjargar voru Þórður Narfa- son og Guðrún Jóhannsdóttir. Systkini Hauks: 1) Guðrún, f. 21. des. 1916, d. 20. okt. 1998. 2) Guð- leif, f. 21. des. 1916, d. 27. feb. 2000. 3) Þórður, f. 19. feb. 1922, býr í Kópavogi. 4) Auður, f. 16. júní 1923, býr í Reykjavík. Hálf- systkini hans samfeðra: Unnur, f. 9. apríl 1929, og Gaukur, f. 24. sept.1934. Haukur var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans er Ástríður Sigurmundardóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 27. nóv. 1913. For- eldrar hennar voru Sigurmundur Sigurðsson læknir, f. 24. nóv. 1877, d. 14. nóv. 1962, og Krist- Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum að Hólum 1932. Hann stundaði síðan nám við menntaskólann að Hamri í Noregi 1932–33, varð búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum að Ási í Noregi 1936 og stundaði síðan framhaldsnám við Notthingham College of Agriculture í Englandi 1945–46. Hann fór einnig í náms- ferðir til allra Norðurlandanna, Hollands og Þýskalands árið 1937. Þá dvaldi hann við nám í Bandaríkjunum í níu mánuði 1956 og var gerður að heiðursfélaga við háskólann í Minneapolis sama ár. Haukur var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri í Borgarfirði 1936–57. Hann starf- aði hjá Landnámi ríkisins 1957–58 og var fulltrúi í landbúnaðarráðu- neytinu 1959–63. Hann var skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal 1963–71 og var fulltrúi hjá Landnámi ríkisins auk skóg- ræktarstarfa 1971–73 og skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu 1974–83. Haukur sat í hreppsnefnd Andakílshrepps 1947–57 og var formaður Ung- mennasambands Borgarfjarðar um skeið. Hann var í stjórn Kaup- félags Borgfirðinga og var fyrsti formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Hann var formað- ur Framsóknarfélags Borgar- fjarðar, formaður Framsóknar- félags Reykjavíkur 1961–63, formaður bátafélagsins Bjargar 1956–62 og fyrsti formaður Fé- lags búfræðikandidata. Útför Hauks fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. jana Anna Eggerts- dóttir, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ág. 1932. Dætur Hauks og Ástríðar: 1) Anna, f. 7. okt. 1938, búsett í Frakklandi. 2) Björg, f. 24. jan. 1941, d. 25. nóv. 1999. 3) Ásrún, hjúkrunarfræðingur og nuddari í Reykja- vík, f. 20. apríl 1944. 4) Áslaug, ljósmóðir og hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík, f. 20. apríl 1944. 5) Arndís, hjúkrunarfræðingur og guðfræðinemi í Reykjavík, f. 25. mars 1950. Haukur og Ástríð- ur slitu samvistum. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin átta. Seinni kona Hauks er Sólveig Al- exandersdóttir, sjúkraliði í Reykjavík, f. 5. maí 1934. Sonur hennar og stjúpsonur Hauks var Kristján, verkamaður í Reykja- vík, f. 24. jan. 1963, d. 1998. Hauk- ur og Sólveig slitu samvistum. Haukur ólst upp í Reykjavík til sex ára aldurs, en flutti þá með fjölskyldu sinn að Múla í Biskups- tungum og þremur árum síðar að Skálholti, en faðir hans var bóndi í Skálholti, Biskupstungum, og síðar í Kaldaðarnesi í Ölfusi. Haukur var í Íþróttaskólanum í Haukadal 1928 og í Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1930–31. Elsku pabbi minn. Ég vil með þessu greinarkorni þakka þér fyrir allt. Fyrir að vera pabbi minn og fyrir að vera vinur minn, og fyrir að hafa trú á mér og segja mér að ég væri stúlkan þín. Ein af mínum fyrstu bernsku- minningum er hvað mér fannst allt- af gott að leiða þig, höndin þín var alltaf svo heit og örugg. Ég sagði þér stundum að Kári, strákurinn minn, hefði erft góðu, hlýju hend- urnar þínar, og þér þótti vænt um það. Við höfum vitað um skeið að hverju drægi hjá þér pabbi minn og þú tókst því með einstakri reisn og æðruleysi. Gerðir jafnvel grín að því, og sagðir að nú væri tröllakyn- inu brugðið. Í dag er ég svo þakklát fyrir það að við skyldum eyða síð- ustu mánuðunum þínum saman. Mér finnst ég hafa kynnst þér alveg á nýjan og yndislegan hátt. En við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, bæði skemmtilega hluti og svo líka viðkvæma. Og það var svo gott. En það geymum við á milli okkar þar til við hittumst næst. Það er svo gott að allt skyldi þetta verða eins og við töluðum um þegar þú fórst. Þakka þér fyrir löngu og góðu samtölin við Ingunni og Kára, þau eiga núna dýrmætan minninga- sjóð um afa sinn. Ég veit að þið Björg eruð núna saman og það er gott að hugsa til þess. En ég sakna þín sárt, pabbi minn, og er hálf aum og lítil þessa dagana. Guð geymi þig elsku pabbi minn, og ég veit að þú tekur á móti mér þegar minn tími kemur. Ég ætla svo að kveðja þig í bili með orðum sem við lásum saman, og fannst svo falleg. Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól- skinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? Og þegar þú hef- ur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran.) Vertu sæll að sinni, elsku pabbi minn, og Guð geymi þig og verndi. Þín dóttir, Arndís. Það var á haustnóttum árið 1936, sem ungliði kom fram í kennara- stétt Bændaskólans á Hvanneyri. Ég hafði þá það sama haust innrit- ast til náms í yngri deild hans, ásamt fleirum, svo að við vorum 32 væntanlegir nemendur hans þar. Fyrir voru í eldri deild einnig 32 nemendur. Þessi ungliði, sem þá hóf feril sinn í kennarastétt, er öldungurinn, sem nú hefur hörfað inn í sólarlagið að loknu farsælu dagsverki, Hauk- ur Jörundarson. Haukur var búfræðingur frá Hól- um. Nam síðan við Landbúnaðarhá- skólann í Ási í Noregi. Kom þaðan beinustu leið frá prófborðinu til kennslu á Hvanneyri aðeins 24 ára gamall. Ég met það, sem mikið áræði og mikið sjálfstraust, að hella sér út í þetta. Þetta væri ekkert frásagnarefni, ef það væri að gerast í dag, eða um þessar mundir. En það eru nær 66 ár síðan þetta var. Samfélagið allt með öðru sniði þá. Lét sig þetta miklu skipta, langt út yfir grundir Hvanneyrar. Fannst það frétt- næmt. Smjattaði á því. Nefndi óþef af því. Það verður þess vegna ekki sagt að samfélagið hafi gefið honum meðbyr. En ég varð aldrei var við neina misklíð eða sundrungarefni innan skólans gegn þessum unga kennara. Nema síður væri. Þeir í eldri deildinni hefðu varla setið á sér, ef óánægjan með þennan unga kennara hefði raskað ró þeirra. Þeir voru heimaríkir að vanda og töluðu ekkert í lágum hljóðum, ef því var að skipta. Flestir voru þeir eldri en Haukur og nokkrir úr yngri deildinni líka. Haukur setti mikinn svip á fé- lagslífið í skólanum. Ef til vill staf- aði það af ungdómi hans, að hann varð strax eins og einn af þessum 64 strákum sem gistu skólann. (Engin kona. Nei, því miður. Engin kona þá við búfræðinám – ussu sussu – harður heimur.) Hann var mikill kappsmaður um útiveru og fótboltaspark. Lét skipta liðum og lék við hvern sinn fingur, ef lið hans vann, en var grútfúll ef það tapaði. Mér finnst þetta lýsa honum eins og hann í raun og veru var. Heill og sannur í hverju því, sem hann lét sig varða, hversu smávægilegt sem það var, og duldi þá engan afstöðu sinni. Eins var það með kennsluna. Hann setti sig aldrei úr færi um það að koma nemendum sínum til árangurs í náminu. Hann vildi veg þeirra og framgang þar mikinn og lagði stolt sitt í það, að helst skyldu þeir bera af, í þeim fögum, sem hann kenndi. Enda fór það svo, að við miðlungsmenn í námfýsi og getu fengum drjúgan skerf til frambúðar af kennslu hans. Hinir voru auðvit- að stolt hans, sem betur gerðu. Hann dró enga dul á það. Hann hafði góðan skilning á því, hver gat og var hyskinn. Hann vægði þeim ekki. Skildi líka mætavel, hver hafði takmarkaða getu til náms, og var þá fullur samúðar í hans garð. En greinilega lét hann sér annt um alla sína nemendur. Það var aðeins eitt, sem menn skyldu vara sig á, það var að hall- mæla ekki Framsóknarflokknum. Þá gjörsamlega splundraðist jafn- vægi hans og hans meðfædda dag- farsprýði fór út um þúfur. Mig minnir að við værum fimm eða sex, af nemendum skólans, sem ekki ját- uðum þau trúarbrögð, svo hættan hefur nú ekki verið mikil á því, að sú fylking riðlaðist. Haukur var frábær félagi. Ég held að öllum á setrinu hafi verið hlýtt til hans. Nemendurnir virtu hann sem kennara og löðuðust að honum vegna drenglyndis hans. Við nemendur hans megum vera honum þakklátir fyrir framlag hans okkur til þroska í göróttum heimi. Öll þjóðin má vera honum þakklát. Svo mörgum frækornum hefur hann sáð í hug og hjarta íslenskra ung- menna, þeim til velferðar og braut- argengis. Ég efast ekki um að sumt af þeim hafa verið framsóknarfræ. Hann átti líka fullan rétt á því að lifa í þessum heimi, eins og tréð og stjörnurnar. Það verður ekkert um það deilt, að hin íslenska þjóð átti Hauk í horni þar sem hann fór. Núna – við leiðarlok – biðjum við honum velfarnaðar á nýrri vegferð. Hlutskipti hans verður nú fyrst um sinn það sama og allra annarra, sem hörfað hafa inn í sólarlagið, að hasla sér völl í nýjum heimi. Við skulum eftir megni veita honum stuðning við það, með hlýjum hug og árnaðaróskum. Við skulum segja eins og amma mín, ef einhver fór af bæ: „Guð veri með honum.“ Kær kveðja. Skarphéðinn Össurarson. Elsku afi. Það er skrítið og óraunverulegt að sitja hér og skrifa þessa kveðju til þín. Svona er dauð- inn alltaf, óraunverulegur og erf- iður að skilja til fullnustu. Það hef- ur verið erfitt fyrir mig að vera ekki á landinu síðustu vikurnar, þegar þú varst svona veikur. En þrátt fyrir það þá er ég því óend- anlega fegin að ég kom til Íslands í janúar og gat verið með þér. Við áttum mörg löng samtöl eins og alltaf, um allt milli himins og jarð- ar, en þú hefur ætíð verið botnlaus fróðleiksbanki um allt sem hugsast getur, fyrir utan það hve skemmti- legur sögumaður þú varst. Það hef- ur verið mér mikils virði að geta spurt þig um ættfeður mína, í báðar ættir reyndar þar sem þú vissir jú ótrúlega mikið um ættina hennar ömmu líka og það er erfitt að hugsa til þessa að öll þín vitneskja og innsæi sé horfið úr þessum heimi. Það er svo kannski heldur ekki al- veg rétt þar sem við sem eftir erum komum til með að bera áfram allt það sem þú veittir okkur hlutdeild í. Mér finnst heillandi og skemmti- legt að hugsa til alls þess sem þú hefur upplifað og gert. Þú varst í Machu Picchu 1942 og gekkst eftir Kínamúrnum svo að dæmi sé tekið, þú lifðir á ótrúlegri öld, samhliða ólýsanlegum breytingum og fram- förum, það er erfitt að skilja hvern- ig það hefur verið, en ég held og vona að þú hafir verið sáttur og ánægður með ferðalagið þitt. Þú kallaðir mig alltaf frænku þína, það fannst mér skrítið þegar ég var yngri, en núna þykir mér vænt um nafngiftina. Ég sé auð- veldlega fyrir mér breiða brosið þitt og stríðnisglampann í augunum sem næstum alltaf var þar, jafnvel eftir að kroppurinn var farinn að bregðast þér, eða eins og þú sagðir þá var tröllakyninu víst brugðið í fyrsta sinn. Jafnvel þá var húm- orinn í fínu formi. Það hefur veitt mér mikinn innblástur að kynnast þér, jafn góð skapgerð og húmor finnast ekki víða, og ef ég hef erft bara helminginn af góða skapinu þínu, þá á ég örugglega eftir að halda lífsgleðinni, vonandi jafn lengi og þú gerðir. Takk fyrir að vera afi minn, takk fyrir allar sögurnar og brosin, takk fyrir smitandi lífsgleðina, og takk fyrir að hafa kallað mig eina af stjörnunum þínum, því gleymi ég ekki. Ég sendi ástarkveðjur til fal- lega afans míns, þín frænka Ingunn. Mætur maður, afi minn, Haukur Jörundarson, er allur. Ég kynntist afa töluvert undan- farin ár, hann var mjög fróður um menn og málefni og alltaf var gam- an að spjalla við hann um lífsins gang. Hann hafði frá mörgu að segja enda hafði hann komið víða við á sinni löngu ævi. Mér er ofarlega í huga er ég hugsa til afa hversu gott lundarfar hann hafði allt til hins síðasta og mættu margir taka hann sér til fyr- irmyndar í hátterni og léttlyndi. Ávallt var hann hress og sló á létta strengi, oftsinnis ræddum við um pólitíkina, við vorum ekki alltaf sammála um hvað væri þjóðinni fyrir bestu í stjórnmálum, en oftast tókst okkur að finna sameiginlegan punkt í okkar umræðum um ýmis málefni. Afi var alla tíð mikill fram- sóknarmaður og fór ekki leynt með það og var ekki annað hægt en að virða þá hliðhollu afstöðu sem hann tók með Framsóknarflokknum í öll- um málum. Ég minnist þess er hann sagði mér að eitt sinn hafði hann kost á því að fara í framboð sem var nokkuð víst sæti á Alþingi á þeim tíma en hann vildi það ekki. Fannst það ekki vera rétti vett- vangurinn fyrir sig, hafði kynnst því að faðir hans hafði verið mikið á Alþingi og fannst afa alltof mikill tími fara í þingmennskuna og það sem henni fylgdi. Það var afa afskaplega erfiður tími þegar móðir mín, dóttir hans, lést eftir erfið veikindi 1999. Oft ræddum við um mömmu og hann hafði oft á orði að nú færi að styttast í að hann myndi hitta hana aftur „hinum megin“ eins og afi orðaði það enda vissi hann hvert stefndi og hafði haft á orði að sinn tími myndi koma í febrúar. Nú veit ég að „hinum megin“ eru fagnaðarfundir enda áttu þau gott skap saman, mér verður hugsað til þeirra beggja með hlýju í hjarta því að nú geta þau rifjað upp liðnar stundir og fylgst með okkur sem hugsum til þeirra. Guð blessi minningu afa míns, Kolbeinn Már Guðjónsson. HAUKUR JÖRUNDARSON að laga fjórhjólið og leika okkur á því. Þá eyddum við miklum tíma saman og er ég mjög þakklátur fyrir það, ég hefði óskað þess að fá að eyða meiri tíma með þér en fæ hann ekki strax, ég hef beðið guð um að geyma þig og hann gerir það þangað til ég kem. Elsku Össi, þú gerðir lífið þess virði að lifa því, ég gleymi þér aldrei. Litli frændi Hilmar Egill Jónsson. Það er svo sárt og vont að um dauðann fái maður engu ráðið og erf- itt er að skilja af hverju einhver er tekinn burt sem maður elskar svo mikið og þarf mikið á að halda. Nú er Össi frændi farinn upp til himna þar sem ömmur hans og afar gæta hans fyrir okkur. Hann var svo ungur og átti eftir að gera svo margt því eng- inn var jafn uppátektasamur og hann. Við vissum aldrei á hvernig farartæki hann kæmi í heimsókn næst. Alveg frá því að við munum eftir okkur kom hann alltaf til okkar og knúsaði okkur og spurði hver væri besti frændi í heimi. Ekki var erfitt að svara þeirri spurningu því hann var alltaf svo góður og yndislegur við okkur. Allan þann tíma sem við feng- um að hafa hann urðum við bara einu sinni ósátt. Það var þegar við vorum um 14 ára gamlar. En ekki liðu nema tveir dagar þar til hann var kominn heim til okkar til að segja fyrirgefðu og hvað honum þætti vænt um okk- ur. Þetta lýsir Össa svo vel því hann vildi alltaf hafa alla glaða í kringum sig. Á síðastliðnum árum komu svo margar spurningar upp sem fylgir því að verða fullorðinn, og hjálpaði hann okkur oftar en ekki að finna svör við þeim. Þegar við vorum sam- an leit hann alltaf á okkur sem jafn- aldra sína og gaf sér alltaf tíma til þess að hlusta á sögurnar okkar. Það eru forréttindi að hafa átt hann sem frænda og vin. Það á eftir að verða svo tómlegt án hans og eig- um við eftir að sakna hans óendan- lega mikið. Takk fyrir allt. Þínar frænkur, Elsa og Marta. Mér brá mjög mikið föstudaginn 1. mars þegar faðir minn náði í mig í skólann og sagði mér að Össi frændi minn væri dáinn, en einhvern veginn tókst mér að byrgja það inni í mér eða þá að hugurinn hefur neitað að trúa þessu. Ég man aldrei eftir þér öðruvísi en brosandi og hlæjandi. Ég minnist þess aldrei að hafa séð þig reiðan eða í fýlu. Okkur Erni samdi mjög vel, við gátum spjallað saman um ýmis áhugamál okkar þegar við hittumst á ættarmótum og öðrum samveru- stundum fjölskyldu okkar, en við er- um systrasynir. Eitt sinn dvaldi hann hjá okkur um páska og þá fórum við saman í Hlíðarfjall á snjóbretti, það var ekkert mál fyrir Örn þó að ég væri ellefu árum yngri en hann, ald- ur var svo afstæður í hans huga, hann gat skemmt sér með öllum. Ég hefði viljað hitta hann miklu oftar en þar sem við bjuggum í sitthvorum landshlutanum þá gekk það ekki. En þegar við hittumst þá var gaman hjá okkur, hann var alltaf tilbúinn að gefa unglingnum tíma til þess að ærslast og hlæja. Ég á eftir að sakna þessara stunda með honum mikið. Þegar faðir minn tilkynnti mér þetta stóra áfall grunaði mig síst að það hefði verið þú svona ungur að aldri, en þú varst veikur fyrir hjarta, og þú hlífðir þér aldrei, þú varst alltaf tilbú- inn að hjálpa öðrum. Nú er þessi hugljúfi drengur horfinn okkur en mér finnst hann hefði átt að lifa svo miklu lengur. Minn kæri frændi. Ég þakka þér öll þau ár sem við höfum þekkst og allt það sem þú gafst mér. Ég á eftir að sakna þín sárt. Maríu dóttur hans, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum hans votta ég einlæga samúð mína. Þinn einlægi frændi, Guðjón Unnar Hjálmarsson.  Fleiri minningargreinar um Örn Egilsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.