Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti leið um Austur-strætið fyrr í vikunni og sá þá að búið er að rýma fyrstu hæð hús- næðis Búnaðarbankans í Austur- stræti 7 og iðnaðarmenn farnir að vinna þar með loftborum og öðrum stórvirkum tækjum. Ekki veit Vík- verji hvað stendur til en svo mikið er víst að þarna á Búnaðarbankinn nú gott tækifæri til að bæta fyrir gamlar misgjörðir gegn góðum arki- tektúr og fegurðarskyni borgarbúa. Austurstræti 7 teiknaði arkitektinn frægi Guðjón Samúelsson árið 1916. Hann teiknaði líka hús á sömu lóð, Hafnarstræti 8, sem einnig er í eigu Búnaðarbankans. Í bókinni Kvosin: Byggingarsaga Miðbæjar Reykja- víkur segir að húsið við Austur- stræti hafi markað nokkur tímamót í þróun byggingarlistar á Íslandi: „Þessi hús voru meðal þeirra fyrstu sem Guðjón Samúelsson teiknaði og í útliti þeirra örlar á öðruvísi skrauti en venjulegt hafði verið. Á kvistum eða göflum á götuhliðum húsanna voru bylgjur mótaðar í múrhúðina til skrauts. Minnir þetta á einkenni júgendstílsins sem m.a. voru fólgin í því að sækja fyrirmyndir að skreyti- list til náttúrunnar, andstætt því sem venjulegt var í klassíkinni þeg- ar fyrirmyndir voru sóttar til stíl- færðra fyrirmynda í skreytilist for- tíðarinnar.“ x x x ÁRIÐ 1966 var húsinu við Aust-urstræti breytt verulega. Í stað fallegra bogaglugga og -dyra á jarðhæð voru brotnir á það stórir, ferkantaðir gluggar og sviplausar dyr, sem sannarlega sækja ekki „fyrirmyndir að skreytilist til nátt- úrunnar“. Jafnframt voru aðrir gluggar í húsinu „augnstungnir“, þ.e. rifnir úr þeim gluggapóstar og smárúður, og þessu fallega verki merks arkitekts þannig misþyrmt herfilega. Ekki hefur verið farið betur með húsið Hafnarstrætismeg- in; þar hafa gluggar verið stækk- aðir, húsið augnstungið og byggt of- an á það í fjandsamlegum stíl. En nú á Búnaðarbankinn sem sagt kost á að bæta fyrir mistök fortíðarinnar. x x x Í SAMEININGU bera ríkisbank-arnir, Búnaðarbanki og Lands- banki, ábyrgð á heilmiklum spjöll- um á menningarverðmætum við Austurstræti og Hafnarstræti. Landsbankinn lét m.a. rífa Ingólfs- hvol, glæsilegt, gamalt steinhús með turni sem stóð á horni Hafnarstræt- is og Pósthússtrætis og byggði þar sálarlausan steinsteypukassa í stað- inn. Sömuleiðis var gamla Edin- borgarhúsinu við Hafnarstræti, glæsilegu stórhýsi í nýklassískum stíl, breytt þannig að það líktist sem mest rétt einum sálarlausum stein- kassanum! Þá er ónefnd viðbygg- ingin við gamla aðalbankann við Austurstræti, sem lengi hefur verið umdeild. Hún var reist í fúnkisstíl jafnvel þótt til væru teikningar eftir Guðjón Samúelsson, sem teiknaði aðalbankann, að viðbyggingu í sama stíl. x x x REYNDAR tekur Víkverji eftirþví að í nýlegum auglýsingum frá Landsbankanum er teikning af gamla bankahúsinu í sinni uppruna- legu mynd, án viðbyggingarinnar ankannalegu. Getur verið að þetta sé fyrirboði þess, sem koma skal? Góð ljós- myndastofa UM daginn lá mér á að fá tekna mynd af mér til að nota í skírteini. Þar sem skírteinið átti að prentast rafrænt þurfti myndin að vera á geisladiski – ekki á pappír. Þetta reyndist ekki eins auðvelt og ég hafði vonast til þar til einhver benti mér á ljósmyndastof- una Nærmynd á Laugavegi 178. Ég dreif mig þangað, enda tíminn naumur og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þar fór allt saman: Nýjasta tækni, fagmennska, þjón- ustulipurð og sanngjarnt verð. Eftir um 15 mínútur fékk ég geisladiskinn með góðri mynd, bæði í lit og svarthvítu. Þetta er fyrirtæki sem ég mun hiklaust leita til næst þegar mig vantar myndatöku, hvert sem til- efnið verður. Baldur. Nóg með að ná heilsu á ný GEIR R. Andersen skrifar í DV 4. mars grein um heil- brigðiskerfið. Hann spyr hvort til of mikils sé mælst að skammtímasjúkrahús- gestir greiði fyrir máltíðir sem þeir hefðu að öðrum kosti þurft að greiða fyrir heima. Það má sjálfsagt lengi um það deila hvort sjúklingar eigi að borga fyrir matinn sinn á sjúkra- húsum. Sumir hafa vel efni á því en fátækt fólk sem ekki hefur nóg að borða nema kannski fyrstu vik- una í mánuðinum er ekki aflögufært. Þetta fólk þarf jafnvel að leita til hjálpar- stofnana til að draga fram lífið. Svo er það spurning hvernig eigi að standa að innheimtu. Á starfsfólk sjúkrahúsanna að inn- heimta fyrir hverja máltíð? Þetta fólk hefur meira en nóg að gera með að hlúa að sjúku fólki. Eða ætti kannnski að ráða rukkara til þess að ganga á milli rúma? Eða kannski að senda reikninginn heim? Ansi er ég nú hrædd um að pyngja fólks, sem lengi hef- ur beðið eftir því að komast í aðgerðir, sé nú létt. Fólk er búið að borga fyrir þenn- an umdeilda mat með sköttum sínum. Það hefur alveg nóg með að ná aftur heilsu á ný. Það er búið að skera nóg niður undanfarin ár í heilbrigðiskerfinu þótt þetta bætist ekki við. Því ávallt bitnar það á þeim sem síst skyldi. Vil ég beina þeim orðum til heilbrigðisráðherra að góð heilbrigðisþjónusta er gulli betri og mál til komið að snúa blaðinu við og efla eins og hægt er þjónustu við sjúka því það vantar töluvert á að hún sé nógu góð hér. Sigrún Ármanns Reynis- dóttir, formaður sam- taka gegn fátækt. Dýrahald Kettlingur óskast ÓSKA eftir loðnum kett- lingi, helst læðu. Upplýs- ingar í síma 862 7811 eða 896 0267. Tapað/fundið Stafir glötuðust TVEIR stafir glötuðust úr versluninni 1928 við Lauga- veg á Þorláksmessu. Staf- irnir, sem eru Indíánahöfuð og Atlas með hnöttinn á bakinu, eru sérpantaðir og einungis þessi eintök til á landinu. Eigandi verslunar- innar biður þá sem gefið gætu upplýsingar að hafa samband í síma 552 2515 eða 561 1355. Bíllyklar í óskilum BÍLLYKLAR, tveir lyklar á kippu með semilíusteini, gleymdust í Kökubankan- um í Garðabæ í síðustu viku. Upplýsingar í síma 565 8070. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 óslyngur, 8 álögu, 9 vinnuflokkur, 10 beita, 11 endurtekið, 13 eta upp, 15 rándýra, 18 ávítur, 21 klettasnös, 22 heiðarleg, 23 hindra, 24 orðasennan. LÓÐRÉTT: 2 slappt, 3 Danir, 4 kyrrt, 5 kvennafn, 6 kvenfugl, 7 hlífa, 12 blóm, 14 snák, 15 neglur, 16 áleit, 17 greinar, 18 skellur, 19 reiðri, 20 svelgurinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lævís, 4 stáls, 7 óskar, 8 ormur, 9 pár, 11 tært, 13 engi, 14 óróin, 15 kukl, 17 nota, 20 pat, 22 kuldi, 23 álkan, 24 rautt, 25 nánar. Lóðrétt: 1 ljóst, 2 vakur, 3 sorp, 4 spor, 5 álman, 6 sorti, 12 tól, 13 enn, 15 kækur, 16 keldu, 18 orkan, 19 annar, 20 pilt, 21 tákn. Skipin Reykjavíkurhöfn: Aron kemur í dag. Baldvin Þorsteinsson, Lag- arfoss, Mánafoss og Bremon fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Saramati og Kly- uchevsk Sopka komu í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl 12.45 dans, kl. 13 bók- band, góugleði hefst kl. 14, bingó, konur úr heimilisiðnaðarfélaginu sýna þjóðbúninga, börn frá þjóðdansafélaginu sýna dansa, Gerðubergskórinn syng- ur undir stjórn Kára Friðrikssonar, Vina- bandið leikur fyrir dansi, þjóðlegar kaffi- veitingar, allir velkomn- ir. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerðir, kl. 13 frjálst að spila. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Mosfellsbær, leik- húsferð á leikritið „Með fulla vasa af grjóti“ fimmtud. 21. mars, hafið samband við Svanhildi s. 586 8014, kl. 13–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtud. 14. mars félagsvist á Álfta- nesi kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Bessa- staðahrepps, fimmtud. 21. mars félagsvist í Garðaholti kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Garðabæjar. Í dag kl. 11 dans. Fótaaðgerða- stofan verður lokuð um óákveðinn tíma vegna veikinda. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag myndmennt og brids. Á mánudag félagsvist kl. 13:30. Á þriðjud. hefst spænskukennsla kl. 16:30–18. Á fimmtud. opið hús í boði Sjálf- stæðisfél. í Hafnarfirði. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“, minn- ingar frá árum síldaræv- intýranna, og „Fugl í búri“ dramatískan gam- anleik. Sýningar: mið- vikudaga og föstudaga kl. 14 og sunnud. kl. 16. Ath. leiksýningin sunnud. 10. mars fellur niður vegna forfalla. Miðapantanir í síma: 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Heilsa og ham- ingja – fyrirlestrar laug- ardaginn 16. mars nk. kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. Framtals- aðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjud. 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma. Spari- dagar á Örkinni 14.–19. apríl, skráning á skrifstofu FEB. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 bingó. Mánudaginn 18. mars verður veitt aðstoð við skattframtal, skráning í síma 553 6040 og á staðnum. Gerðuberg, félagsstarf. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opnar. Veit- ingar í veitingabúð. Að- stoð við skattframtal verður veitt miðvikudag- inn 20. mars, skráning hafin. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band, kl. 13.15 brids. Handverksmarkaður verður fimmtudaginn 14. mars kl. 14–16. Panta þarf borð sem fyrst. Gullsmári, Gullsmára 13. Gleðigjafarnir syngja kl. 14–15. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postu- lín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Kl. 14–16 bingó. Spilaðar verða 8–10 um- ferðir. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öll- um aldurshópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14:30 ferðakynning, Árni Norðfjörð kynnir ferðir fyrir eldri borg- ara til Portúgal. Einnig mun Árni spila nokkur lög á harmonikku, happdrætti. Síðan verður dansað við lagaval Halldóru. Rjómaterta með kaffinu. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl.13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- daga og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vesturgötumegin.) Opið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélag Grens- ássóknar Fundur mánu- daginn 11. mars kl. 20. Gestur fundarins Jóna Hrönn Bolladóttir. Bandalag kvenna í Reykjavík. Þing verður haldið á veitingastaðn- um Tveir fiskar, Hafn- arbúðum, Tryggvagötu, laugard. 9. mars frá kl. 9–17, erindi flytur Ari Trausti Guðmundsson. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Félagsvist spiluð á morgun, laug- ardag, kl. 14 á Suður- landsbraut 30. Allir vel- komnir. Gigtarfélag Íslands: Gönguferð um Laug- ardalinn laugard. 9. mars kl. 11 frá húsa- kynnum félagsins í Ár- múla 5. Klukku- tímaganga sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með og sér um upphitun og teygjur. Allir velkomnir. Ekkert gjald. Uppl. í s. 530 3600. Í dag er föstudagur 8. mars, 67. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14.) MIG langar til að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn í þættinum „Milli himins og jarðar“ 2. mars sl., einkanlega þeim sem komu fram og sögðu frá reynslu sinni, til þess þarf mikinn kjark. Ekkert er eins sársaukafullt og geðsjúkdómar. Ég tel að með slíkri umfjöllun sé stórt skref stigið til að eyða fordómum, efla og bæta þau úrræði sem fyrir eru og opna umræðuna um geðheilbrigðismál. Ég trúi að þetta sé það merkilegasta og þýðing- armesta sem gerst hefur síðan Vigdís Finnboga- dóttir var kosin forseti Ís- lands, sem var einn af okk- ar stærstu áföngum í jafnréttismálum. Ég óska okkur öllum gleði og gæfu. Með virðingu, Svanlaug Alda Árnadóttir. Þarf kjark til K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.