Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 57 UM næstu helgi verða góðir gestir í heimsókn í Eyjum. Þrír prestar Grafarvogskirkju, þau sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason verða með í för og taka þátt í mess- unni á sunnudags- morgni kl. 11. Með þeim kemur sóknarnefndin og makar þeirra, kór Grafarvogskirkju, org- anistinn Hörður Braga- son og unglingakór kirkjunnar ásamt stjórnanda Oddný J. Þorsteinsdóttur. Þessi fríði hópur mun taka virkan þátt í helgihaldi Landakirkju bæði að morgni og kveldi sunnudagsins 10. mars. Prestarnir fimm þjóna fyrir altari en séra Bjarni Þór Bjarnason mun predika. Kórar Grafarvogs og Landakirkju munu syngjast á og Litlir lærisveinar syngja ásamt ung- lingakórnum. Í miðri messu ganga börnin síðan ásamt barnakór yfir í safnaðarheimilið og halda þar sinn sunnudagaskóla. Kórtónleikar kóranna kl. 18 Kórarnir verða með tónleika í safnaðarheimilinu undir stjórn sinna manna. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill aðgangur. Flutt verður bæði veraldleg og kirkjuleg tónlist. Æðruleysismessa í Landakirkju Æðruleysismessur hafa farið sig- urför um landið bæði sunnan heiða og norðan. Í þessum messum er tón- listarflutningur með léttara tagi en í hefðbundnum messum, notast er við sálmabókina að mestu en sálmarnir örlítið djassaðir og poppaðir upp. Þessar messur eiga að höfða sér- staklega til þeirra sem nýta sér stuðning AA-kerfisins og syst- urfélaga þess. Þetta er útvíkkuð mynd af því að ná bata með 12- sporakerfi AA-samtakanna. Það er farið með æðruleysisbænina í upp- hafi stundar, AA-félagi les ritning- arlestur og AA-félagi, Sigurður Ás- mundsson, gefur sinn vitnisburð. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir sem hefur margoft leitt slíkar messur í Reykja- vík mun flytja hugvekju. Að lokinni almennri kirkjubæn verður kirkju- gestum boðið til fyrirbænar. Þá er gengið hljóðlega út úr kirkju, yfir í safnaðarheimilið þar sem kaffisopi bíður á könnunni. Sr. Bára Friðriks- dóttir mun annast stundina ásamt sr. Önnu S. Pálsdóttur. Prelátar leika fyrir tónlist. Bæjarbúar eru hvattir til að koma í guðshús á sunnudaginn árla og seint og njóta andlegrar veislu í góð- um hóp. Fimm sérar messa í Landakirkju Landakirkja í Vestmannaeyjum. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10– 12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morgun, laugardag, kl. 11.15 í Vík- urskóla. Landakirkja. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla. Barna- og ung- lingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Biblíurannsókn og bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Gavin Anthony. Samlestrar og bænastund á mánu- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Samlestrar og bænastund í safnað- arheimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmunds- son. Biblíurannsókn/bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf ÞÚ skrifar nokkuð fjálglega. Ákafi þinn ber þig víða en því miður oftar út af veginum en áfram veginn. Það er auðvelt að koma með gagnrýni, en það er ekki auð- velt að gera hana málefnalega og rökfasta. Maður skapar sér virð- ingu með vel hugsuðum rökum og sæmilegri framkomu. Það gerir maður hins vegar ekki með frammíköllum, æs- ingi, gífuryrðum eða áróðri í anda kaldastríðsins. Upphrópanir, hálf- sannleikur eða að ætla mótframboð- um og samstarfsfólki í bæjarstjórn að vinna markvisst að því að rústa bæj- arfélögum og fjárhag þeirra er ekki bara móðgun við fólkið í bænum, heldur móðgun við almenna skyn- semi. Þegar kalda stríðið geisaði var svona áróðurstækni árangursrík enda öllu stjórnað af lokuðum klíkum og leppum þeirra, en engin stjórn- sýslulög eða réttindalög þegnanna virt. Kæri mótframbjóðandi, þegar myndað hefur verið samstarf um meirihluta í bæjarfélagi, og ég held sama hvar er, þá mæli ég með trúnaði í því samstarfi. Slíkt hef ég reynt und- anfarin 4 ár. Stundum hefur verið tekist á, stundum ekki, en lausn er fundin, því það er ábyrgð mín sem kjörins bæjarfulltrúa að skapa jafn- vægi og byggja upp bæinn okkar. Þegar þú túlkar þetta sem veikleika, þú mátt náttúrlega hafa þína skoðun, en mitt álit er að trúnaður í samstarfi sýni öflugan samhentan meirihluta. Kæri mótframbjóðandi, það er full- ur einhugur um afgreiðslu mikils meirihluta allra mála í bæjarráði og bæjarstjórn. Unnið er að fjölda mála í fullu samstarfi allra flokka í bæjar- stjórn, hins vegar gerist það iðulega að flokkur í minnihluta situr hjá við afgreiðslu mála, það er þeirra aðferð til að segja eitthvað, en þú átt kannski eftir að skýra fyrir mér af hverju slík- ur flokkur sem hefur tekið þátt í að vinna að máli svo vikum og mánuðum skiptir beitir slíkum aðferðum þegar að afgreiðslu kemur. Kæri mótframbjóðandi, það sem kjósendur vilja fá að vita er hvaða stefnu þú hefur. Þeir vita að þú finnur að flestu því sem hinir flokkarnir gera, það eru engar fréttir. En það væru fréttir að komast að því hvað þitt framboð ætlar að gera. Fulltrúar þíns framboðs í bæjarstjórn undan- farin 4 ár hafa lítið sagt og enn minna gert, komið með bókanir, en oftar en ekki verið á móti, af því bara! Fram- boð þíns fólks hefur verið lítið áber- andi allt kjörtímabilið. Hvers vegna er það? Nú á að ryðjast fram og slá í allar áttir, en varla byggir það upp samfélagið sem við eigum öll, eða eyk- ur samheldni samfélagsins. Kæri mótframbjóðandi, eitt að lok- um. Saga okkar bæjar og reynsla mín undanfarin 4 ár í bæjarstjórn sýnir að enginn einn flokkur á að fara með stjórn okkar bæjar. Raunverulegt lýðræði og aðhald skapast í samstarfi. Ég mæli á móti einræði og með lýð- ræði. Ég mæli á móti aurkasti en með málefnalegri kosningabaráttu. Sýn- um kjósendum og mótframboðum virðingu. Við erum í vinnu hjá kjós- endum og verðum að geta starfað saman eftir kosningar samfélagi okk- ar til framdráttar, þannig vinnum við öll. ÞORSTEINN NJÁLSSON, læknir, oddviti Framsóknarflokks- ins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Kæri mótframbjóðandi Frá Þorsteini Njálssyni: Þorsteinn Njálsson KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.