Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UNGAR STÚLKUR verða fyrir sí- fellt meiri þrýstingi á að vera kyn- þokkafullar, hefja snemma kynlíf og taka þátt í kynferðislegum at- höfnum eins og endaþarmsmökum og munnmökum að því er fram kemur í grein í Daglegu lífi í dag. „Kynlíf blasir alls staðar við. Allt er sýnt og ekkert heilagt. Sjaldn- ast er áherslan lögð á eðlilegan að- draganda ástarsambands þar sem ást og traust skipta mestu,“ segir Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum. Eyrún segist hafa tekið eftir því að stelpur og strákar líti kynlíf mismunandi augum. „Stelpur líta oftast svo á að kynlíf feli í sér náið samband á milli tveggja aðila þar sem vilji beggja sé virtur. Æ al- gengara er orðið að viðhorf strák- anna sé litað af skilaboðum fjöl- miðlanna. Strákar láta undan hópþrýstingi og áhrif kláms og um- ræða um það lita of mikið þeirra álit á stelpum og konum almennt. Eftir að hafa horft á kynferðislegar fantasíur í bíómynd geta þeir átt erfitt með að skilja að jafnöldrur þeirra upplifi að því er virðist í svipuðum athöfnum niðurlægingu og jafnvel nauðgun.“ Rítalín gengur kaupum og sölum Oft eru vímuefni með í spilinu þegar ungar stúlkur láta undan vilja annarra um kynferðislegar at- hafnir. Bæði er þar átt við áfengi og hvers kyns eiturlyf. Þá hafa unglingar notað lyfseðilsskyld lyf til að koma sér í einhvers konar vímu og barst Daglegu lífi til eyrna að dæmi væru um að unglingar sem tækju inn lyfið rítalín vegna ofvirkni seldu öðrum unglingum lyfið. Guðmundur Gígja, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjavík, staðfesti að lögreglunni hefðu bor- ist spurnir af því að komið hefði fyrir að unglingar seldu öðrum unglingum rítalín. Hins vegar hefði ekki verið talin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða þess vegna. Aukinn þrýstingur á ungar stúlkur á kynlífssviðinu Viðhorf stráka litað af fjölmiðlum  Stelpur undir þrýstingi/B4–6 „ÞAÐ er ekki hægt að kvarta yfir veiðinni, hún vill reyndar verða fullmikil á köflum,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á loðnuskip- inu Súlunni EA, í samtali við Morgunblaðið í gær. Mokveiði var á loðnumiðunum vestur af Reykja- nesi í gær og fylltu skipin sig í fáum köstum. Loðnan gengur nú hægt vestur fyrir Reykjanesið og er búist við að hún verði komin inn á Faxaflóann á næstu dögum. Alls hefur verið tekið á móti um 630 þúsund tonnum af loðnu frá áramótum, þar af tæpum 608 þús- und tonnum af íslensku skipunum. Heildarafli fiskveiðiársins er því orðinn um 755 þúsund tonn og standa þá eftir um 240 þúsund tonn af heildarkvóta ársins. Hólmaborg SU er langaflahæsta loðnuskipið á yfirstandandi vertíð en skipið hefur borið á land tæp 42 þúsund tonn frá því um ára- mót. Næstaflahæsta skipið er Jón Kjartansson SU en skipið hefur veitt alls um 29.586 tonn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Paul Lundsbjerg, einn þrettán Færeyinga á Jóni Sigurðssyni, brá á leik er skipið landaði í Grindavík í gær. „Fullmikil“ loðnuveiði BENEDIKT Jóhannesson, formað- ur stjórnar Skeljungs hf., fór hörð- um orðum um húsleit Samkeppn- isstofnunar hjá olíufélögunum í desember síðastliðnum, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að mörgum spurn- ingum um aðferðir Samkeppnis- stofnunar væri ósvarað og margt bendi til þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi kveðið upp úr- skurð um húsleitina á röngum for- sendum. Í ljós hafi komið að Sam- keppnisstofnun hafi í veigamiklum atriðum mistúlkað málefni olíufélag- anna. Skeljungur muni fara dóm- stólaleiðina, eins og viðskiptaráð- herra hafi bent á þegar ráðherra vísaði erindi Verslunarráðs Íslands frá, er ráðið vakti athygli á meint- um lögbrotum sem fólust í fram- kvæmd húsleitarinnar. Þingnefnd sagt rangt til Benedikt hélt því fram í ræðu sinni að mjög margt í vinnubrögð- um Samkeppnisstofnunar í tengsl- um við húsleit stofnunarinnar hjá olíufélögunum kalli á svör. Í því sambandi nefndi hann meðal annars að í greinargerðum um málið frá Verslunarráði og Samtökum at- vinnulífsins, sem hafi farið hörðum orðum um aðfarir Samkeppnisstofn- unar, komi fram að þingnefnd hafi verið sagt rangt til um ákvæði í samkeppnislögum erlendis. Hann spurði hver bæri ábyrgð á því. Benedikt sagði að mörgum spurningum um aðferðir Sam- keppnisstofnunar væri ósvarað. Svo margt virðist vera að vinnuaðferð- um stofnunarinnar að það kunni að kalla á sjálfstæða rannsókn á henni. Um efnisatriði húsleitar Sam- keppnisstofnunar sagðist Benedikt verða fáorður en sagði að engin leynd væri yfir samstarfi olíufélag- anna í samrekstri bensínstöðva og við sölu á olíu til skipa á miðunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson var kjörinn í stjórn Skeljungs á að- alfundinum í gær, en hann fór úr stjórninni á síðasta aðalfundi. Hann kom í stað Hallgríms Gunnarssonar en aðrir stjórnarmenn voru endur- kjörnir. Stjórnarformaður Skeljungs gagnrýnir húsleit Samkeppnisstofnunar Dómstólaleiðin verður farin  Úrskurður/20 LAUST fyrir klukkan ellefu í gær- kvöld ógnaði maður starfsmanni í matvöruverslun í Grafarvogi í Reykjavík með hnífi og teygði sig í peningakassa en hvarf síðan á brott. Afgreiðslumanninn sakaði ekki. Að sögn lögreglunnar var ekki ljóst hversu miklu ef nokkru fé maðurinn náði úr kassanum. Ekki er vitað hver ódæðismaðurinn og þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði hann ekki náðst. Ógnaði starfsmanni með hnífi ♦ ♦ ♦ SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var viðskipta- hallinn 33 milljarðar króna í fyrra en var 67,5 milljarðar króna árið áður. Á föstu gengi, var hallinn 48 milljörðum króna minni. Á fjórða ársfjórðungi var 4,8 milljarða króna afgangur á við- skiptum við útlönd en ekki hefur verið afgangur frá því á fyrsta fjórðungi árið 1996 og raunar þarf að leita allt aftur til ársins 1993 til að finna áður afgang á fjórða árs- fjórðungi. Í tilkynningu Seðlabanka segir að minni viðskiptahalli stafi af hagstæðari vöru- og þjónustuvið- skiptum við útlönd en jöfnuður þátttakenda var talsvert lakari í fyrra vegna aukinna vaxtagreiðslna af erlendum skuldum. Á fjórða árs- fjórðungi var þó farið að gæta vaxtalækkana á erlendum lána- mörkuðum. Viðskiptahallinn árið 2001 er mun minni en spáð var í desember og er frávikið mest á vöruviðskiptunum við útlönd. Dregur úr viðskipta- hallanum AF tæplega 40 fyrirtækjum sem Landssími Íslands átti hlut í um síð- ustu áramót, en þar af er um helm- ingur dóttur- og hlutdeildarfélög, voru aðeins tvö dóttur- og hlutdeild- arfélög rekin með hagnaði. Hin voru rekin með tapi. Neikvæð áhrif af tapi þessara fyrirtækja á afkomu Símans á síðasta ári voru um 306 milljónir króna og höfðu hækkað um rúmlega helming frá fyrra ári þegar áhrifin voru neikvæð um 141 milljón. Þessi neikvæðu áhrif eru heldur meiri en gert var ráð fyrir í áætl- unum Landssímans, en reiknað var með að þau yrðu undir 300 milljón- um. Síminn fjárfesti fyrir 458 milljónir á árinu, þar af voru 148 milljónir vegna dótturfélaga, 112 vegna hlut- deildarfélaga og 199 vegna annarra félaga. Seldir hlutir í félögum námu 70 milljónum. Bókfært verð hlutabréfasafns Símans nam um 1.700 milljónum króna um síðustu áramót og hafði þá verið fært niður um 50 milljónir til að mæta áhættu. Flest fyrir- tækin rek- in með tapi  Fjárfestingar/34 Fjárfestingar Símans ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.