Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 23 ÍRAKAR búast við því að Banda- ríkjamenn og Bretar geri árásir á Írak og hafa „gert nauðsynlegar ráðstafanir til að verjast þeim“, að því er haft var eftir Tareq Aziz, for- sætisráðherra landsins, í gær. Aziz bætti við að stjórn Íraks og Saddam Hussein forseti hefðu kom- ið saman í fyrradag og rætt „yfirvof- andi árásir og nauðsynlegan viðbún- að í margar klukkustundir“. Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, ræddi við Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í gær. Fyrir fundinn sakaði Bandaríkjastjórn Íraka um að hafa breytt innfluttum flutninga- bílum þannig að hægt væri að nota þá í hernaði í trássi við bann Sam- einuðu þjóðanna. Embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins afhentu nefnd öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, sem framfylgir refsi- aðgerðunum gegn Írak, gervihnatta- myndir og myndbandsupptökur af rússneskum og þýskum flutningabíl- um í íraskri herstöð. Bílarnir drógu stórskotavopn en ekki eldflaugar eða flugskeyti. Sameinuðu þjóðirnar hafa bannað Írökum að flytja inn vopn eða tæki sem hægt er að nota í hernaði. Ekki búist við miklum árangri á fundinum Nokkrum stjórnarerindrekum þótti það grunsamlegt að Banda- ríkjastjórn skyldi velja þennan dag til að leggja fram nýjar ásakanir á hendur Írökum og gáfu í skyn að markmiðið væri að vekja deilur við þá skömmu fyrir fund Annans með íraska utanríkisráðherranum. Bandarískir embættismenn sögðu að það væri tilviljun að málið hefði komið upp fyrir fundinn í New York. Ekki er búist við að fundurinn beri mikinn árangur. Vestrænir stjórnarerindrekar telja að íraski ut- anríkisráðherrann hafi farið til New York vegna hugsanlegra árása Bandaríkjanna en sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum neitaði því. Búist er við að utanríkisráðherr- ann fari aftur til Íraks eftir fundinn. Írakar hafa óskað eftir frekari við- ræðum eftir 7. apríl. Samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verður ekki hægt að aflétta refsiaðgerðunum nema vopnaeftirlitsmenn samtak- anna staðfesti að Írakar eigi ekki kjarna-, efna- og sýklavopn og lang- drægar eldflaugar. Eftirlitsmenn- irnir fóru frá Írak í desember 1998 áður en Bandaríkjamenn og Bretar gerðu loftárásir á landið og Írakar hafa meinað þeim að snúa þangað aftur. Stjórnvöld í Írak sögð búa sig undir stríð Bandaríkjamenn saka Íraka um brot á viðskipta- banni SÞ Bagdad. AFP, AP. RAFMAGNSGÍTARFETILL olli gífurlegu öngþveiti í einni af stærstu lestarstöðvunum í Bret- landi í gær. Var öll umferð um stöðina bönnuð um nokkra hríð á meðan fetillinn, sem skilinn hafði verið eftir í lest sem um stöðina fór, var rannsakaður vandlega en grunur lék á að um sprengju væri að ræða. Beina þurfti um eitt hundrað lestum frá New Street Station í Birmingham á meðan lög- regla rannsakaði fetilinn en hann þótti grunsamlegur enda mátti greina frá honum hljóð sem gáfu mönnum ástæðu til að ætla að um tifandi sprengju væri að ræða. Ákvað lögreglan að tefla ekki á tvær hættur og sprengdi fetilinn í loft upp. Á daginn kom hins vegar að fimmtán ára drengur hafði einfald- lega gleymt fetlinum í lestinni. Baðst hann innilega afsökunar á því ónæði sem gleymska hans hafði valdið en harmaði jafnframt missi sinn. Gítarfetillinn olli öngþveiti Birmingham. AP. Einstakir litir - einstakar tindrandi nýjungar. Þú hreinlega verður að prófa! Snyrtifræðingur frá LANCÔME gefur viðskiptavinum okkar góð ráð varðandi notkun snyrtivara í dag og á morgun, laugardag. Glæsilegir kaupaukar. Laugavegi 80, sími 561 1330 vor- og sumarlitirnir 2002 Velkomin í töfraheim litanna www lancome.com Nýjar vörur ótrúlegt verð! Kjóll 3.999 kr. Jakki 2.499 kr. Buxur frá 2.999 kr. www.hagkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.