Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 45 sjálfstæði og að sjá skoplegu hliðarn- ar á lífinu, enda kímnigáfan ætíð til staðar. Það gat verið spaugileg sjón að sjá aldraðan mann hlæja jafn- hjartanlega og lítill strákur, þá var prakkarinn sjaldan langt undan. Allir þínir góðu eiginleikar komu fram í starfi þínu sem læknir, sem þú varst af guðs náð, kostir eins og hjálpfýsi og jöfn virðing fyrir öllum, mönnum og dýrum, háum sem lág- um. Elsku hjartans afi, yndislegu stundirnar okkar á Báró með þér og ömmu Unni búa nú einungis í hugum okkar og hjörtum. Við erum þakk- látar fyrir minningarnar og það veganesti sem þú veittir okkur út í lífið. Nú ert þú hjá ömmu Unni og við vitum að Tíger mun sjá um Úa sinn. Við söknum ykkar alltaf, Signý Vala og Unnur Edda. Fráfall Úlfars Þórðarsonar, frænda míns, er mér sem og mörgum öðrum mikið áfall því að þrátt fyrir árin níutíu var Úlfar enn ungur í anda, stálminnugur og gæddur lífs- fjöri fram til þess síðasta. Hann hafði með kjarkmikilli og reisnarlegri framkomu sinni, skoplegu fasi og ekki síst ógleymanlegum sögum af mönnum og málefnum vakið aðdáun mína sem ungs drengs á uppvaxtar- árum mínum í Suðurgötu. Við fund- um það fljótlega bræðurnir að Úlfar var enginn venjulegur maður heldur var hann uppspretta óþrjótandi frá- sagna, fullur af brennandi áhuga, og elju sem smitaði út frá sér til okkar unglinganna. Ég held að við höfum búið að því síðan. Í huga mínum lýst- ur upp mynd af Úlfari á nýársnótt hjá ömmu Ellen, fyrir daga sjón- varpsins, að segja okkur bræðrum frá orrustunni við Stalingrad, enn einni stríðssögunni sem hann kunni svo vel, og lýsti því fyrir okkur í smá- atriðum sem þar gerðist svo að við vorum sem upptendraðir flugeldar lengi á eftir og jafnvel amma Ellen einnig því hún dýrkaði son sinn mjög. Úlfar var maður augnabliksins, kast- aði teningunum líkt og Sesar forðum, úrræðagóður á ögurstund og tókst á við erfið viðfangsefni án hiks eða hiksta. Gordions-hnútar voru höggn- ir ef því var að skipta til að einfalda málin. Okkur frændum hans fannst mörg atvik í ævi hans svo ótrúleg að lyginni væri líkast, sem sennilega helgaðist að einhverju leyti af því húnvetnska blóði sem um æðar hans rann með tilheyrandi óþolinmæði og fljóthug. Gifturík en sérkennileg uppvaxtarár hans hjá danskri móður og norðlenskum föður sínum og systkinum í læknabústaðnum á Kleppi innan um geðsjúka og starfs- fólk brenndust djúpt í sál hans og mörkuðu viðmót hans sem ætla má að hafi gert honum síðar á ævinni auðvelt um val á því sem hann máli skipti. Úlfar lét sig ótalmargt varða en fjölskylda hans skipti hann mestu og er minnisstætt hve vel hann sinnti börnum elsta sonar síns, Þórðar Jóns, eftir fráfall hans 1963 en ljóst er jafnframt að margir aðrir áttu í Úlfari hauk í horni. Hann áttaði sig á mikilvægi smáatriða og er þar vafa- laust ein skýring á miklum vinsæld- um hans á langri ævi. Hvar sem ég hitti hann hvort sem það var hjá ömmu eða í fjölskylduboði, á yfir- fullri lækningastofu hans í Lækjar- götu, á kaffistofunni í turni Landa- kotsspítala eða á sjúkrabeði hans þá kom ég alltaf ánægður af hans fundi, líklega brosandi ef ekki hlæjandi að einhverri sögunni, þótt maður væri reyndar allsendis óviss um hvort sagan væri að fullu sönn. Farsælum læknisferli og langri ævi er lokið, sem var eins og góð skemmtisaga. ,,Tilkynni, hr. höfuðs- maður,“ sagði Svejk forðum, sem fékk Úlfar til þess að brosa enn og aftur. Nú brosum við í minningunni um góðan mann. Úlfur Agnarsson. Svo langt sem minni mitt nær aft- ur í tímann er þar í heðurssessi frændfólk mitt á Kleppi. Þórður Sveinsson læknir þar var kvæntur Ellen, frænku föður míns, þau voru bræðrabörn, og voru hún og börn þeirra Þórðar eina frændfólk okkar hér á landi. Því var alla tíð náið sam- band milli fjölskyldnanna á Kleppi og Hverfisgötu 28 og einlæg vinátta ríkti milli þeirra hjónanna á Kleppi og foreldra minna. Á þeim tíma var Kleppur langt úti í sveit, engir stræt- isvagnar, einkabílar fátíðir og veg- urinn inn að Kleppi óupplýstur, hol- óttur malarvegur. Því var Hverfis- gata 28 kærkominn áningarstaður fyrir „Klepparana“ í bæjarferðum, enda miklir aufúsugestir hvenær sem var. Þau Þórður og Ellen eignuðust sjö börn og var Úlfar sá þriðji í röðinni. Hann var á sama reki og eldri bræð- ur mínir og var mikil vinátta þeirra á milli. Úlfar tengdist því okkur á þess- um árum einna mest þeirra systkina, því hann var að segja má heimagang- ur hjá okkur alla sína skólatíð. Við „litlu krakkarnir“ dáðum Úlfar frænda okkar og það ríkti alltaf mikil gleði og kátína þegar hann kom. Hann var svo skemmtilegur og kunni svo vel að segja sögur og kom okkur alltaf til að hlæja. Hann hafði svo mikla kímnigáfu, sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllum hlutum, og hann gaf sig alltaf að okkur líka. Ég á hon- um margar skemmtilegar stundir að þakka, bæði fyrr og síðar. En Úlfar var ekki aðeins skemmti- legur. Bráðvel gefinn var hann, ham- hleypa til vinnu, áhugamaður um svo marga góða hluti og kom þeim í framkvæmd af dugnaði og eljusemi. Hann kom víða við á sinni löngu leið og skildi eftir sig mörg spor til góðs og heilla. Það fýkur ekki svo glatt í þau spor, þau koma til með að sjást um langa framtíð. Það má með sanni segja að hann hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg. Úlfar komst ekki undan and- streymi og sorg í lífinu frekar en flestir aðrir, en hann lét aldrei bug- ast, hélt reisn sinni fram til síðustu stundar. Ég tel hann hafa verið mik- inn gæfumann í sínu lífi. Það er gleðilegt að hann og Unnur dóttir hans náðu því að koma end- urminningum hans út það tímanlega að hann gat handleikið þá bók og glaðst yfir afrakstrinum. En það er mikið eftir af því sem hann tók sér fyrir hendur, það væri efni í aðra eins bók, hvort sem nú sú bók verður ein- hvern tíma skrifuð, hvað ég þó vona. Ég kveð Úlfar frænda minn með þakklæti og virðingu og votta börn- um hans, fjölskyldum þeirra, systk- inum hans og fjölskyldum þeirra ein- læga samúð mína. Nanna frænka. Síðastliðið sumar fagnaði Úlfar Þórðarson augnlæknir afmæli sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þar var margt um manninn og það var nokkuð óvanalegt að hinir fjölmörgu sem samfögnuðu hinu níræða afmæl- isbarni voru á öllum aldri, enda var það þannig, að í návist hins síunga og glaðværa manns skynjuðu menn tæpast aldursmuninn. Það fer ekki hjá því að margir samferðamenn manns sem kominn er á tíræðisaldur eru horfnir, en sífellt bættust menn í hópinn og einhvern veginn var Úlfar Þórðarson alltaf fremstur í hópi jafn- ingja. En nú er skyndilega og nokkuð óvænt komið að leiðarlokum og hug- urinn leitar til baka, til liðinna stunda og minninganna um horfinn heiðurs- mann og kæran vin. Ég er þess fullviss að í huga margra þeirra sem þekktu Úlfar Þórðarson og nú horfa á eftir honum finna að það voru forréttindi að eiga hann að samfylgdarmanni á lífsleið- inni. Kynnin við hann voru mann- bætandi, hann leitaðist alltaf við að laða fram hið jákvæða og skemmti- lega en neikvæð hugsun eða nei- kvætt umtal var ekki hans stíll. Úlfar Þórðarson fékk sinn skammt af gleði og sorg í lífinu eins og aðrir menn en hann bar sín mál ekki á torg. Hann var hinn gefandi maður sem setti sjálfan sig ætíð í skuggann og beindi umhyggju sinni og hjálpsemi að þeim sem þurftu þess með. Þeir eru marg- ir sem Úlfar Þórðarson, á löngum farsælum læknisferli sem spannaði meira en sex áratugi, hjálpaði með skarpskyggni sinni, gáfum og þekk- ingu á sviðum læknisfræðinnar. Þegar Úlfars Þórðarsonar er minnst kemur það í hugann á hve mörgum sviðum hann hafði mótandi áhrif og skildi spor sín víða eftir. Hann var atorkusamur og áhugamál hans og afskipti voru á svo mörgum sviðum í mannlegu samfélagi. Fyrir utan læknisfræðina má nefna aðdáun hans og virðingu fyrir náttúru lands- ins og smælingjunum í jurta- og dýraríkinu. Eftirminnileg var þekk- ing hans og skarpskyggni á fuglum, áhugi hans á skógrækt og íþróttum svo sem badminton og sundi, sem hann stundaði nánast til síðasta dags, svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma fluginu sem átti hug hans, en sagan geymir frásögn um ungan stúdent sem 21 árs gamall og í miðju læknisnámi fór til Englands og lærði flug við takmarkaða hrifningu föður síns. Úlfar átti um langt árabil hlut í flugvélum og flugið átti hauk í horni þar sem hann var. Sú var tíðin að allir starfsmenn í íslensku flugi þekktu Úlfar Þórðarson, sem var trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar um áratugaskeið. Hann var ekki að- eins trúnaðarmaður hins opinbera eftirlits, sem gekk úr skugga um hvort viðkomandi uppfyllti tilskildar heilbrigðiskröfur og væri einn af sterkum hlekkjum í keðju flugörygg- isins, hann var einnig hinn skilnings- ríki og hjálpandi vinur sem með skarpskyggni sinni og þekkingu hjálpaði einstaklingnum sjálfum þegar á bjátaði. Ég var einn þeirra manna sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast manninum Úlfari Þórðar- syni, sem þá var kominn um miðjan aldur, og eiga hann að vini og félaga um áratugaskeið. Samveran er ógleymanleg og fáa menn hef ég þekkt skemmtilegri þegar hann sagði frá ævintýralegu lífi sínu í námi og starfi og samferðamönnum sínum. Það var gaman að fylgja honum þeg- ar hann á efri árum hófst handa við að rækta upp og planta trjám í nán- ast gróðurlausa mela sem hann eign- aðist við Hafravatn. Þá var nú ekki slegið við slöku og verkin lofa svo sannarlega meistarann. Úlfar þurfti ekki hvatningu ann- arra til þess að hefjast handa og það var yfirleitt ekki til setunnar boðið þegar hann hringdi: „Heilsa þér sér- staklega, þakka þér fyrir að þú hringdir“! Verkefnin voru augljós og aðkallandi og hann kunni að koma hlutunum í gang, hann kunni að virkja áhuga og fúsar hendur. Oft kom það í hugann hve Úlfar Þórðarson var einstakur maður, hans líkar eru því miður fáir og skarð hans stendur ófyllt. Hann var svo lánsamur að ná háum aldri og halda fullum andlegum styrk og skerpu hugans til síðasta dags. Minningarnar um Úlfar Þórðar- son eru fjársjóður sem ég veit að margir eiga og varðveita í hjarta sínu meðan þeir lifa. Skúli Jón Sigurðarson. Vinur okkar Úlfar Þórðarson var fljúgandi blóm líkt og Reykjavíkur- skáldið Tómas Guðmundsson laðar svo ljóðrænt fram í samnefndu kvæði: Vel sé yður, ó, vængjaða blómskrúð drottins, vinir himins og jarðar, sem einhverju sinni, löngu áður en ártöl og sögur hófust, uxuð til skínandi flugs upp af jörðinni minni. Því fögnuður yðar fann sér ei lengur rætur í faðmi hennar, og þó hafði jörðin borið að sínu leyti umhyggju fyrir yður engu minni en jafnvel sólin og vorið. En þökk sé yður, að hversu hátt sem þér leitið mót himni og sól, þá komið þér ávallt til baka að syngja fyrir þau blómin, sem sem urðu eftir og enn hafa hvorki lært að fljúga né kvaka. Og segð þú mér, ljóð mitt, hvort er ekki einmitt þetta hin eina gleði, sem sálir og kvæði varðar, að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins, sem flýgur í erindum guðs milli himins og jarðar? (Tómas Guðmundsson.) Íslensk flugmál áttu mikilvægan bakhjarl í Úlfari Þórðarsyni. Allt er til framfara horfði í fluginu var hon- um einstaklega hugleikið og kært. Sýn augnlæknisins í flugmálum var þekking og víðsýni með sinn alkunna drengskap að leiðarljósi. Segja má að þekking Úlfars á flugmálum hafi ver- ið eins og himininn, því lengra sem maður hugsar um þessa mikilvægu þekkingu því minni verður maður. Fyrir störf sín að flugmálum og elskuleg kynni er Úlfari Þórðarsyni þakkað að leiðarlokum. Farðu heill! Þóra og Arngrímur. Kveðja frá ÍBR Það var óvænt fregn, sem barst út í byrjun marz, að Úlfar Þórðarson hefði fallið frá, en hann var á 91. ald- ursári. Hann hafði haldið andlegri og líkamlegri heilsu fram til hins síð- asta, en veikzt snögglega síðustu daga febrúarmánaðar. Það eru 65 ár síðan undirritaður varð Úlfars fyrst var, er hann var við æfingar sumarið 1936 með sundfélögum sínum til und- irbúnings þátttöku í Ólympíu-leikun- um í Berlín, en kynni okkar hófust haustið 1951. Þá fór fram knatt- spyrnuleikur milli KR og Þróttar á Melavellinum í strekkingsvindi, sem hafði mikil áhrif á hraða og stefnu knattarins. Það leiddi til þess, að undirritaður fékk fast spark undir hökuna. Eftir tveggja stunda meðvit- undarleysi kom meðvitundin aftur og var Úlfar þá að lýsa í augun og skoða augnbotnana. Baldur vallarstjóri hafði í ofboði kallað í Úlfar til hjálpar og því hafði hann sinnt snarlega eins og ávallt. Niðurstaðan var sem sagt alvarlegur heilahristingur og sleppti Úlfar ekki hendinni af sjúklingnum fyrr en heilsan var komin í lag. Á þessum árum stóðu KR og Valur saman að heimsóknum erlendra knattspyrnuliða og vorum við tveir oftar en ekki í móttökunefndum þessara félaga. Vorið 1955 kom hingað úrvalslið frá Neðra-Saxlandi og var Valur skrifaður fyrir heimsókninni. Þetta var fyrsti viðburðurinn, sem Albert Guðmundsson tók þátt í eftir at- vinnumennsku erlendis, og var mikil aðsókn að leikjunum. Hagnaði var skipt á milli félaganna. Síðar sama sumar kom sænska liðið Häcken hingað og var KR skrifað fyrir þeirri heimsókn. Í júlímánuði var sífelld rigning, sem truflaði aðsókn, svo að tap varð á heimsókninni. Þegar gert hafði verið upp óskaði Úlfar eftir nið- urstöðu og færði formanni knatt- spyrnudeildar KR helminginn af tap- inu. Við andmælum Sigurðar Hall- dórssonar svaraði Úlfar: „Samning- ur er samningur.“ Úlfar var alla tíð mikill félagsmála- maður og lét vel að hafa mörg járn í eldinum samtímis. Það var hreint ótrúlegt hverju hann fékk áorkað, og ekki virtist hann skrá mikið hjá sér, svo sem fundartíma og annað, en minnið var ótrúlegt og traust. Hann missti aldrei af fundi vegna gleymsku. Hann var einn af stofnendum Sundfélagsins Ægis 1927, formaður Knattspyrnufélagsins Vals 1946– 1950 og varð strax „Primus motor“ framkvæmda á æfingasvæði félags- ins og síðan um árabil. Einhver lét þau orð falla síðar, að Hlíðarendi við Öskjuhlíð væri tæpast það, sem hann er í dag, ef Úlfar hefði ekki komið þar að málum. Eftir strangan og langan vinnudag skipti hann á hvíta sloppn- um og fór í vinnugalla, tók til hend- inni og fylgdist með stóru sem smáu. Eitt sinn kom Baldur vallarstjóri árla dags á skrifstofu sína á Melavell- inum. Þar á borði lá þá útfylltur lyf- seðill frá Úlfari en Baldri var ekki ljóst, hvort eitthvað amaði að. Hann tók þá lyfseðilinn og lagði hann inn í afgreiðsluna í Ingólfs Apóteki og kvaðst mundu bíða. Eftir nokkra bið kom lyfjafræðingur fram og kvað hér ekki vera tilvísun á lyf, en honum sýndist textinn vera: Viltu láta slá Valsvöllinn. Sumarið 1967 tók Úlfar að sér for- mennsku Íþróttabandalags Reykja- víkur á tímamótum í reykvískum íþróttum. Miðstöð inniíþrótta var að flytjast úr gamla Hálogalandi yfir í Laugardalshöllina, sem bandalagið var eignaraðili að og var falið að reka. Stór íþróttahús voru að rísa við marga framhaldsskólana með þarfir hverfafélaganna fyrir augum. Þrjú íþróttafélögin höfðu hafið rekstur knattspyrnugetrauna án heimildar rétthafa og sótti bandalagið sem samnefnari þeirra um rekstrarleyfi. Upp úr því myndaðist fyrirtækið Ís- lenzkar getraunir, sem ÍBR var beð- ið um að reka næstu fimmtán árin. Starfsemin jókst stöðugt og aldrei skorti verkefni. Stjórnarfundir undir forystu Úlfars voru skemmtilegir og líflegir og enduðu yfirleitt með léttu spjalli, þar sem kímni og skopskyn formannsins sveif yfir vötnum. Úlfar gegndi formennskunni í sautján ár við miklar vinsældir, en dró sig í hlé 1984. Á þessum árum var hann ávallt fenginn til þess að stjórna afmæl- ishátíðum og Íþróttaþingum ÍSÍ og þá fór hann létt með tækifærisræður, sem leiftruðu af húmor og tilvitnun- um í sígildar bókmenntir, jafnt á lat- ínu sem þýzku auk móðurmálsins. Áhugamálin voru svo fjölbreytt og minnið gott, og þess nutu börnin og barnabörnin. Hann fór með þau í jan- úar á skíði í Kitzbühel eða í júlí í mið- nætursólina í Alta á Kallott-keppn- ina. Komdu með, sagði hann, en því miður fórst það fyrir. Komdu með, sagði hann, þegar hann skundaði á miðvikudegi til vikulegs þrjú-fundar með móður sinni og bræðrum. Eft- irminnilegt. Einstæður maður hefur kvatt eftir Úlfar á stofu sinni í Lækjargötu 6b sem hann rak þar í rúma hálfa öld. SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.