Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Snorri Norð-fjörð Haraldsson skipstjóri fæddist 9. mars 1945. Matthías Hannesson stýri- maður fæddist 11. desember 1961. Þeir fórust með neta- bátnum Bjarma VE hinn 23. febrúar síð- astliðinn. Snorri og Matthías voru hálf- bræður, sammæðra. Faðir Snorra, Har- aldur Kjartansson, drukknaði þegar Snorri var unga- barn. Faðir Matthíasar var Hann- es Arnórsson, f. 8.2. 1899, d. 11.12. 1983. Fyrri kona hans var Finnbjörg Sigurðardóttir, f. 10.1. 1906, d. 17.9. 1952. Þau áttu þrjú börn saman, en þau eru: Magnús Hvanndal Hannesson, f. 2.2. 1929, Haraldsson. Anna og Hannes giftust og tóku þau börn hvort annars sem sín eigin. Þau eign- uðust þrjú börn saman, og þau eru: Sigríður Hvanndal Hannes- dóttir, f. 23.8. 1954, Jóhann Sveinbjörn, f. 14. 10. 1956, d. 20.3. 1986, og Matthías, sem hér er kvaddur. Eftirlifandi sambýliskona Matthíasar er Ingveldur Jóna Magnúsdóttir, f. 26. des. 1957. Börn hennar og fósturbörn Matthíasar eru Kolbrún Svala Júlíusdóttir, f. 18. maí 1977, og Björn Ingvar Björnsson, f. 11. sept. 1978. Dætur Matthíasar og Ingveldar eru Berglind Helga, f. 8. júní 1983, og Hrafnhildur, f. 7. mars 1986. Útför þeirra bræðra Snorra og Matthíasar fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. d. 28.9. 2000, Erna Hvanndal Hannesdóttir, f. 30.8. 1933, og Arnór Hvanndal Hannesson, f. 21.1. 1940. Eftir að Finnbjörg dó réð Hannes til sín ráðskonu, Önnu Sveinbjörnsdóttur. Anna var ekkja með lítið barn, Snorra Elsku Matti minn. Aldrei hefði ég getað trúað því, þegar við kvödd- umst á Umferðarmiðstöðinni þegar þú varst að fara til Vestmannaeyja, að við værum að kveðjast í síðasta sinn. En það reyndist svo vera því sökum klúðurs og mistaka var ekki hægt að bjarga þér eða Snorra og munaði litlu að drengirnir tveir sem komust af færu líka. Ég veit að þú gerðir allt til þess að halda strákun- um vakandi og stappa í þá stálinu þangað til þú gast ekki meir. Ég sakna þín sárt, ástin mín, og þakka þér fyrir tuttugu árin sem þú gafst mér. Þín Ingveldur. Elsku pabbi. Orð fá ekki lýst hve sárt við söknum þín, slysið var hörmulegt og erum við ekki sátt við hvernig allt fór en þú gerðir allt til að komast heim. Við þökkum fyrir tím- ann sem við áttum saman og eigum við dýrmætar minningar sem við ávallt geymum og þó við kveðjum núna þá muntu ætíð búa í hjörtum okkar. Kolbrún, Björn, Berglind og Hrafnhildur. Elsku bræður, dagurinn í dag er helgaður ykkur, minningar streyma fram og ég er loksins farin að skilja að þið komið ekki aftur. Ykkar er sárt saknað. Þið voruð sjómenn og hafið átti allan hug ykkar. Í virðingarskyni við ykkur og aðra sjómenn á ég þá ósk í brjósti mér að lát ykkar hafi ekki verið til einskis, umræðan í þjóð- félaginu um öryggismál sjómanna verður að halda áfram. Rígur og samskiptaörðugleikar milli björgun- araðila og annarra sem að björgun- armálum koma er ekki viðunandi, þetta verður að laga. Ykkar systir, Sigríður Hv. Hannesdóttir. Matti og Snorri á Felli voru sjó- menn af lífi og sál. Ég minnist ár- anna þegar ég bjó á Felli í Sand- gerði. Amma og afi með sín fjögur börn uppi og svo pabbi og mamma með fjögur af sínum sex börnum niðri. Stór fjölskylda í stóru húsi og alltaf mikið um að vera. Matti var sex árum eldri en ég og ég leit alltaf á hann sem annan eldri bróður minn þegar ég var krakki. Á seinni ung- lingsárum mínum sagði Matti alveg hiklaust (mömmu til mikillar skelf- ingar) ef við enduðum í sama partýi eftir ball: „Hei, sjáið þið, þetta er Magnús, ég ól hann upp!“ Honum leist greinilega vel á mig og vildi eiga smáheiður af mér og ég var heldur ekkert að leiðrétta hann. Já, Matti gaf mér mikið, kenndi mér marga siði og „ósiði“. Hann kenndi mér að tefla, spila og svo ófá fantabrögðin sem hann sagðist vera að kenna mér en ég sé í dag að hann var aðallega að æfa sig á mér með þessi brögð. Matti útvegaði mér líka mína fyrstu laun- uðu vinnu. Það var vinna í humri hjá Rafni. Þegar verkstjórinn sá mig ætlaði hann að senda mig heim með það sama því að ég var ekki alveg eins stór og Matti hafði sagt að ég væri. Ég var aðeins tíu ára gamall og Matti náði að tala um fyrir honum og ég fékk að vinna með Matta allt sum- arið. Þegar ég lít til baka var þetta alveg ómetanlegur tími fyrir mig. Afi Hannes átti oft í vandræðum með strákana. Eitt sinn fékk Snorri lánaðan bílinn út í sjoppu og afi sagði: „Já, bara út í sjoppu og ekki lengra.“ Svo fór Snorri á fyllerí og kom eftir tvo daga. Afi varð alveg æfur og sagði: „Snorri, hvar er bíll- inn?“ „Nú, úti í sjoppu, þú sagðir bara út í sjoppu og ekki lengra.“ Þannig var Snorri, alltaf slunginn að koma sér út úr vandræðum og notaði kímnigáfu sína til þess að bjarga sér fyrir horn. Það er til efni í heila bók um æv- intýrin hans Snorra frænda en er kannski ekki alveg við hæfi hér, en alltaf var hann tilbúinn að skemmta okkur og sjálfum sér með þeim sög- um. Við öll sem þekktum Snorra þekkjum þessar sögur og munu þær lifa með okkur á gleðistundum. Þegar ég var aðeins sjö ára setti Matti mig upp á mótorhjól sem hann átti, skellti í gír og ýtti mér af stað. Ég náði ekki niður með fæturna, þannig að eina leiðin til að stoppa var að hoppa af á ferð. Þetta var úti á túni þannig að ég fékk mjúka lend- ingu. Mér þótti þetta alveg meiri- háttar gaman og var strax til í aðra ferð. Ég man eftir því þegar Snorri kom heim úr siglingum. Alltaf með eitthvað í pokahorninu handa mér og Önnu Lilju systur minni. Spennan var svo mikil að maður hljóp undir eins niður að bryggju ef fréttist að báturinn hans væri að koma í land. Við fengum kók í dós og margt fleira sem ekki þekktist í búðunum á Ís- landi í þá daga. Þetta var alveg rosa- lega spennandi fyrir okkur. Einn daginn þegar ég var orðinn aðeins eldri og við flutt á Suðurgöt- una birtust tvö ný börn á Felli. Matti var þá kominn með konu og tvö börn, allt á einu bretti. Matti hafði þá al- gjörlega fallið fyrir Ingveldi, og átti hún tvö yndisleg og falleg börn, Kollu og Bjössa. Þó svo að stökkið hafi verið stórt að fara úr hlutverki unglings í hlutverk tveggja barna föður þá tók hann alltaf Kollu og Bjössa sem sín eigin börn. Ekki leið á löngu þar til börnin voru orðin fjög- ur. Berglind og Hrafnhildur komu í heiminn við mikinn fögnuð foreldra sinna. Ég sá alltaf hversu stoltur Matti var af fjölskyldu sinni. Ég fékk fréttina um slysið þegar konan mín hringdi í mig í vinnuna laugardaginn 23. febrúar. Ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu, hvernig mér átti að líða eða bara hvort ég átti að trúa þessu yfir höfuð. Þvílík sorg. Hvernig líður ömmu, Ingveldi og krökkunum? Þegar ég hugsa til ömmu, búin að missa fyrri eiginmann og alla þrjá syni sína í sjó- inn, og Ingveldur ekkja í annað sinn, þáfinnst mér eina huggunin vera að þeir eru aðeins farnir í langa siglingu og allir eru þeir saman og bíða okkar hinum megin því að öll sameinumst við á ný, þegar „heim“ kemur. Elsku amma, Ingveldur, Kolla, Bjössi, Berglind og Hrafnhildur, ég finn sorgina með ykkur og hlakka til að koma heim til Íslands og taka utan um ykkur. Ég votta ykkur og öðrum aðstandendum samúð mína. Guð blessi ykkur. Magnús Hvanndal Magnússon og fjölskylda. Kveðja frá árgangi ’62 í Sandgerði Svo óvænt hér úr heimi, við hörmum brottför þína, hljóðum huga lítum nú yfir gengin spor. Ljúfa skóladaga með leiki og gleði sína, þá lífið var að kalla, um fagurt æskuvor. Þig ungan hafið seiddi, sem aðra dáðadrengi, nú drúpa vinir höfði í sorg við þína gröf. Við munum glaðan drenginn, er lék á létta strengi, þín ljúfa minning verður okkur ætíð dýrmæt gjöf. Elska drottins umvefji ástvinina alla, yndislega móður, konu og börnin þín. Blessun hans og náð megi á brautir þeirra falla, og birta himneska sigra, þar sem harmur byrgir sýn. Æskuvinur kæri, við hinsta beðinn hljóða, hlýjar þakkir streyma um hjörtu okkar nú. Við blessum liðnu árin og geymum allt hið góða, að gefist endurfundir, er okkar von og trú. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við vottum aðstandendum Matth- íasar öllum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þá í þessari miklu sorg. F.h. bekkjarsystkina, Ása, Unnur og Margrét Hrönn. Góður vinur minn Snorri Haralds- son lést þegar Bjarmi VE 66 fórst laugardaginn 23. febrúar ásamt hálf- bróður sínum Matthíasi Hannessyni, flínkum sjómanni. Móðir þeirra, Anna Sveinbjörnsdóttir ljósmóðir, hefur nú misst alla þrjá syni sína í hafið. Ég var með þeim öllum til sjós, þó lengst með Snorra, leiðir okkar hafa legið saman af og til í þrjátíu ár. Snorri starfaði hjá mér sem skip- stjóri í mörg ár eftir að ég byrjaði í útgerð. Síðast vorum við saman á netum á vertíðinni 2000. Snorri var bæði mjög greindur og orðheppinn maður, vini átti hann marga en óvin engan nema kannski Bakkus, sem stundum bankaði upp á hjá honum. Fyrir tæpum tveimur árum, þegar Snorri var fimmtíu og fimm ára, tók beitningafólkið mitt á móti honum þegar hann kom úr netaróðri með stórri rjómatertu áletraðri „Snorri 55 ára“. Þetta var fólk sem hafði beitt hjá honum fyrir nokkrum árum sem sýnir hversu vel fór á með þessu fólki og honum. Snorri bjó lengst af í Sandgerði, á Felli við Víkurbraut, og flestir þekktu hann undir nafninu Snorri á Felli. Eftirminnilegasta ferðalag sem við áttum saman var 1980 þegar við sigldum með mb. Mumma til Dan- merkur. Áætlaður siglingartími var u.þ.b. fimm sólarhringar en ferðin tók níu sólarhringa. Að vísu stopp- uðum við í Færeyjum og þar döns- uðum við „Enskan dansur“. Ég minnist félaga míns Snorra best fyr- ir það hversu siglingafróður hann var, enda þaulreyndur í Norðursjón- um. Eftir að hafa dansað við öldur Atlantshafsins í rúm fjörutíu ár hafði ein báran betur að lokum. Kæra Anna, þú minnir mig á klett- inn Eldey, kona sem ekki fellir tár við missi tveggja sona sinna, þér og þínu fólki sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Garðar Garðarsson. Bræðraminning Frá því fyrst þú fæðist, fylgir hann jafnan þér, og um í leyndum læðist, land, sjó, hvar þú fer. Þannig orti sr. Hallgrímur Péturs- son um dauðann. Hann hafði kynnst honum í verstöðvum á Suðurnesjum og eflaust sótti hann til Suðurnesja hinn milda og hughreystandi manns- skilning sem einkenndi lífsviðhorf hans. Sr. Hallgrímur vissi að sorgin gleymir engum. Það var árið 1989 sem við stofn- uðum Bjarma, samtök um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum í kjölfar tíðra sjóslysa. Í dag kveðjum við hálfbræður sem fórust með sam- nefndu skipi, Bjarma VE 66, hinn 23. febrúar sl., Matthías Hannesson stýrimann, sem lætur eftir sig sam- býliskonu, Ingveldi Jónu Magnús- dóttur, og tvær dætur og Snorra Norðfjörð Haraldsson skipstjóra, sem er saknað, en þeir voru báðir bú- settir í Keflavík. Matthías var fer- tugur að aldri og Snorri hefði orðið 57 ára á morgun. Móðir þeirra, Anna Sveinbjörns- dóttir, hefur mátt reyna mikið um dagana. Hún sér nú á bak tveimur sonum sínum og áður hafði hún misst eiginmann og son. Okkur finnst byrðum lífsins mis- skipt þegar við heyrum slík tíðindi. Við skulum leyfa sorginni að vinna sitt verk. Með sorgarvinnu er átt við þann feril sem syrgjendur fara í gegnum er þeir missa nákominn ætt- ingja eða vin. Sálin fer úr jafnvægi við missi og það þarf vinnu, viðleitni og píslargöngu áður en hún kemst í jafnvægi á ný. Fyrri áföll í lífinu rifj- ast þá oft upp. Minnumst þess nú á föstunni að við erum ekki ein á þessari sorgar- göngu. Kristur, hinn eilífi samtímamaður allra manna á öllum tímum, er við hlið okkar, sem sá er gefur sigurinn í lífi og í dauða. Það er návist hans skiptir máli, en ekki orðin. Til hans var beðið þegar Bjarmi sökk, skip- brotsmennirnir kvöddust, og fóru saman með faðirvorið. Í hugann komu orð skáldsins frá Hvítadal: Það er einn sem heyrir og aldrei neitar, og hjálparvana mitt hjarta leitar, til hans sem er líknin og hjálpin manns. Ég byrgi mig niður og bið til hans. Það er einkenni kristinnar trúar að umskapa þjáninguna þannig að við eygjum bjarma nýrrar dögunar. Með það í huga vottum við aðstand- endum samúð og biðjum góðan Guð að leggja líkn með þraut. Ólafur Oddur Jónsson. SNORRI HARALDSSON MATTHÍAS HANNESSON *                  % :C C   ")7G  %)$& 5 7    !      *   %   &  '()) %$   $) 45   "   %$  #"$  &$)     45  $)  %$  #"$  !"   )6$&# %$  #"$    # %&&$ )! (&   ) A $2%$  #"$  $)&#$  2     5 )& )577 5 + ;   /       /    <    #   " <" $ #! $   > % %>-%H'% 6   /        "   5   $    "   ( ()" &2   . &*)  +"    $ +"   " ( +"    $)'6&$& F6$$  $&7  F6$$+ ;   /       /    <   # " <"$  #! 9  '  / "&5  )G@ (*4+ ( (&4' $  ' $ 4" #"$  &&#"  7 # #"$    (&))& #"$  ' $  )& #"$ )2 8 # * $ $+ S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.