Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Örn Egilssonfæddist á Land-
spítalanum 15. des-
ember 1963. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu föstu-
daginn 1. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Birna Gunn-
hildur Friðriksdóttir,
f. 17.6. 1938, og Egill
Jónsson, f. 3.3. 1937.
Systkini Arnar eru:
1) Jón Friðrik, f. 15.5.
1957, kvæntur Jó-
hönnu Eirnýju Hilm-
arsdóttur, fædd 6.11.
1957. Þeirra börn eru Hilmar Eg-
ill, f. 22.9. 1978, Elsa og Marta, f.
9.9. 1982. 2) Anna Birna, f. 4.5.
1960, dóttir hennar og fyrrver-
andi eiginmanns, Alfons Sigurðar
Kristinssonar, f. 1.3. 1957, er
Gunnhildur Anna, f. 14.11. 1983.
Örn var ókvæntur
en lætur eftir sig
dóttur, Maríu Liv, f.
17.12. 1983. Móðir
hennar og fyrrver-
andi sambýliskona
Arnar er Arna Krist-
ín Garðarsdóttir, f.
17.3. 1965. Þær
mæðgur eru búsett-
ar í Asker í Noregi.
Örn ólst upp í
Reykjavík og lauk
grunnskólaprófi frá
Réttarholtsskóla
1979. Hann stundaði
nám við Iðnskólann í
Reykjavík og einnig Iðnskólann í
Hafnarfirði. Örn starfaði lengst af
hjá Landssíma Íslands í ýmsum
deildum og tók þar símsmiðapróf.
Útför Arnar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Við biðum og biðum
og brjóst okkar titruðu
í ögrandi þögn
(Steinn Steinarr.)
Þannig er best lýst líðan okkar
þegar óvissan var að gera út af við
okkur.
Hvað var að gerast? Örn, sem allt-
af var hægt að ná í, svaraði engu
kalli. Svo kom hin nístandi stað-
reynd, Örn var dáinn. Kvöldið áður
töluðum við saman og eins og svo oft
kvaddi hann og sagði: „Ef það er eitt-
hvað sem ég get gert fyrir ykkur þá
látið þið mig vita.“ Svona var Örn,
alltaf með útrétta hjálparhönd.
Frá fyrstu tíð var Örn afskaplega
rólyndur og ljúfur og fylgdi það hon-
um alla tíð. Örn eignaðist góða og
trygga vini sem hafa komið til okkar
hver af öðrum á þessum köldu dög-
um sem liðnir eru síðan hann lést.
Örn var mikill grúskari, næstum
allt lék í höndum hans, margir leit-
uðu til hans og var hjálpsemi hans
alltaf til staðar.
Sólargeisli kom inn í líf Arnar þeg-
ar María Liv dóttir hans fæddist,
þeirra samband varð alltaf nánara og
nánara. María býr í Noregi með móð-
ur sinni, manni hennar og dóttur
þeirra. Svo gott var samband þeirra
allra að eftir var tekið. Um síðustu jól
dvaldi María Liv hjá pabba sínum og
er það ómetanlegt fyrir hana og okk-
ur öll.
Að lokum er ekkert sem huggað
fær betur en allar þessar minningar
um yndislega drenginn okkar. Guð
geymi hann.
Mamma og pabbi.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Sú ein er bæn í brjósti mér
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Þakka þér, elsku bróðir, fyrir sam-
fylgdina.
Ég mun geyma góða minningu um
þig í hjarta mínu.
Guð geymi þig.
Þín systir,
Anna Birna.
Þeir sem mikið elska, verða aldrei
gamlir, þeir deyja kannski úr elli en
þeir deyja samt ungir. (A.W. Pinero.)
Þó minn elskulegi mágur hafi ekki
náð að verða aldraður heldur látist
langt fyrir aldur fram úr hjartasjúk-
dómi, þá elskaði hann mikið. Hann
varð aldrei gamall, ekki einu sinni í
útliti, hann var síðast beðinn um skil-
ríki 34 ára gamall þar sem aldurs-
takmarkið var 20 ár. Þetta fannst
honum skrítið en ekki okkur hinum.
Á meðan ég sit og reyni að setja
eitthvað á blað og hugsa um Össa sé
ég brosið hans. Hann var bara ellefu
ára þegar við kynntumst, ljóshærð-
ur, grannur og hljóðlátur. Fljótlega
eftir að ég kynntist stóra bróður
hans kom hann í heimsókn heim til
mín og Össi og Sævar bróðir minn
urðu miklir mátar. Tveir prakkarar
sem allt þurftu að prófa, rífa í sundur
og setja saman aftur. Svo leið tíminn
og Össi átti að fermast, hann fékk
slæma flensu og mikinn hita en hann
ætlaði að fermast hvað sem var. Með
naumindum náði drengurinn að taka
þátt í athöfninni og það leið yfir hann
tvisvar á meðan athöfnin stóð.
Össi fékk fyrstur á eftir Jóni að sjá
Hilmar Egil þegar hann fæddist því
hann var á leiðinni í frí erlendis að
hitta pabba sinn og mömmu. Össi bar
þeim bréf frá mér sem lýsti litla
drengnum mínum. Síðar urðu Össi,
Hilmar Egill og Jón miklir vinir sem
áttu mikið sameiginlegt.
Aldrei gat hann sært tilfinningar
nokkurs manns og stundum segi ég
söguna af Össa þegar hann borðaði
frumraun mína í matargerð. Lamba-
hryggur í brúnni sósu, ég lét matinn
á borðið og þeir bræður fengu sér á
diskana. Össi byrjaði og ég spurði
spennt hvernig maturinn bragðaðist.
„Bara fínn,“ svaraði hann. Nokkrum
sekúndum síðar spurði Jón hvað ég
hefði sett í sósuna, hún væri eins og
hveitilím. Ég leit á Össa og þá sagði
hann undurblítt: „Hún þarf bara
smákrydd.“ Sósan var auðvitað
hræðileg en ég held að þetta sé ein-
mitt lýsandi fyrir viðhorf Össa, alltaf
að líta á björtu hliðarnar og vildi eng-
an særa.
Enn leið tíminn og við hjónin eign-
uðumst Elsu og Mörtu, þeim tók Össi
eins og sínum eigin og var óþreytandi
við að leika við þær. Börnin biðu allt-
af í spenningi þegar fréttist að Össi
væri að bralla eitthvað og hlökkuðu
mikið til. Hann var alveg ótrúlegur
þegar kom að því að láta biluð far-
artæki ganga. Eitt sinn hafði hann
keypt sér eitthvert tæki sem kallað
var „apparatið“ því við vissum aldrei
almennilega hvað það var. Þetta tæki
var í raun skíði með mótor og að
sjálfsögðu fóru allir margar ferðir á
tækinu. Svo var það snjósleðinn og
fjórhjólið, alltaf gat Össi leikið sér og
hann gleymdi aldrei barninu í hjart-
anu.
Örn var svo stórkostlega hjálp-
samur og hann hefur aðstoðað á svo
mörgum stöðum að mér finnst
stundum eins og hann hafi verið
margir menn, einn getur ekki hjálp-
að svona mikið. Hann kom alltaf
brosandi ef hann var beðinn um eitt-
hvað og sagði bara: „Hæ, Jóka,
þarftu að láta mála?“ eða hvert sem
verkið var. Aðeins nokkrum dögum
áður en hann dó kom hann og lagaði
loftnetið fyrir okkur, við sáum engin
veikindi.
Ég sagði í upphafi að Össi hefði
elskað mikið, hann elskaði dóttur
sína heitt og innilega en hann hafði
samt stórt pláss eftir til að elska aðra
líka. Börnin mín og Jón bróðir hans
hafa alla tíð átt hans ást og hann
þeirra. Vináttan sem þar var til stað-
ar kom ekki til vegna skyldu heldur
af einhverju allt öðru. Þau hafa misst
mikið og einnig foreldrar hans, dótt-
ir, systir og Gunnhildur systurdóttir
hans. Ég bið algóðan Guð að styrkja
þau og okkur öll.
Þín mágkona og vinkona,
Jóhanna Eirný.
Núna er elsku besti frændi minn
farinn í burt frá okkur langt um ald-
ur fram og erfitt að reyna að skilja
hvers vegna guð hafi valið svona
rosalega góðan mann í svona grimm-
um heimi. Þegar ég heyrði að hann
væri farinn frá mér langaði mig bara
að keyra í burtu og koma ekki aftur
því að ég gat ekki horfst í augu við
þetta. Minningin um Össa mun vara
að eilífu, hann var alltaf tilbúinn að
hjálpa eða gera hvað sem var þegar
ég hringdi, hann var alltaf svo lífs-
glaður og vildi öllum vel og ef mér
fannst heimurinn vera ómögulegur
þá var alltaf farið til Össa og hann
kom manni niður á jörðina aftur.
Hann var búinn að vera meira eða
minna hjá okkur frá upphafi mínu og
var eiginlega eins og stóri bróðir
minn, eins og kannski sést í mynda-
safni okkar. Við eigum svo margar
minningar saman því við vorum alltaf
bestu vinir og alltaf að bralla eitthvað
sem gerði ekkert annað en að koma
okkur nær hvor öðrum. Missi á þann-
ig vini áttar maður sig ekki á fyrr en
seinna. Hvern á ég núna að tala við
og fíflast með á mannamótum og fjöl-
skylduboðum, það er enginn eins og
ég og hann. Við höfum átt ótal minn-
ingar sem tengja okkur, en sú sem að
ég gleymi aldrei er þegar við vorum
ÖRN
EGILSSON
✝ Gunnar Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 22.
október 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi sunnudag-
inn 3. mars síðastlið-
inn. Foreldrar Gunn-
ars eru Guðmundur
Árni Jónsson, f. 30.
september 1907, d.
19. mars 1989, og
Anna Andrésdóttir,
f. 21. desember 1919.
Bræður Gunnars
eru: Þorbergur, f. 27.
september 1940, Magnús, f. 17.
mars 1946, og Jón Árni, f. 20. des-
ember 1951, d. 9. september 1999.
Gunnar kvæntist
28. júní 1969 eftirlif-
andi eiginkonu
sinni, Ragnheiði H.
Hauksdóttur, f. 3.
september 1948.
Börn þeirra eru
tvö: Guðmundur
Haukur, maki María
Dóra Björnsdóttir,
börn þeirra eru
Diljá og Breki; og
Erla, maki Pálmi
Sigurður Jónasson,
börn þeirra eru
Hugrún Ragna og
Viktor.
Útför Gunnars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Erla, Pálmi, Hugrún og Viktor.
Hvað get ég sagt þegar ég verð
vitni að því að maður á besta aldri er
tekinn frá fjölskyldu sinni og hún
skilin eftir harmi slegin? Það er svo
ótrúlega stutt síðan Jón, bróðir
Gunnars, kvaddi þennan heim allt of
snemma. Og enn er höggvið stórt
skarð í fjölskylduna. Gunnar er far-
inn, líka langt um aldur fram.
Mér þótti vænt um Gunnar. Hann
var góður maður, hress og skemmti-
legur og óskaplega hlýr. Hann virt-
ist alltaf vera í góðu skapi og það var
alltaf gaman að hitta hann. Við Al-
bert, eða Alli eins og hann er alltaf
kallaður, vorum sextán ára þegar
við kynntumst og var ég því óttaleg
gelgja á þeim tíma sem ég var að
kynnast fjölskyldunni. Ragna og
Gunnar, föðurbróðir Alla, voru hjón
sem ég kynntist þó mjög fljótt og
vel. Þau tóku mér vel frá fyrsta degi
og sýndu mér sérstaklega mikla
hlýju. Síðan þá höfum við átt marg-
ar góðar stundirnar með þeim hjón-
um. Gunnar var mjög hæfileikaríkur
maður. Hann var góður smiður og
var almennt sérlega laginn í hönd-
unum, hann hafði mikla hæfileika á
sviði hönnunar, teiknaði vel og bjó
yfir miklu listfengi.
Á brúðkaupsdegi okkar Alla í
sumar var Gunnar því miður allt of
veikur til að geta verið með okkur.
Hann var máttfarinn en eyddi þó
kröftum í það að skrifa og teikna á
kortið sem fylgdi brúðkaupsgjöfinni
frá þeim til okkar. Þetta þótti okkur
óskaplega vænt um, við hugsuðum
mjög sterkt til Gunnars og fannst
gott að fá samband við hann á þenn-
an hátt, þó að við hefðum að sjálf-
sögðu helst viljað hafa hann með
okkur þennan stóra dag. En við réð-
um víst engu um það. Það var annar
sem stjórnaði ferðinni. Og það er sá
hinn sami og stjórnaði því að Gunn-
ar, maður í blóma lífsins, var tekinn
frá okkur. En ég er mjög þakklát
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
kynnast svona skemmtilegum og
góðum manni og þakklát fyrir þær
minningar sem ég á. Góði Guð. Viltu
hugsa vel um hann Gunnar fyrir
okkur hérna niðri, halda fast utan
um hann og vernda hann.
Elsku Ragna, Anna, Erla, Pálmi,
Hugrún Ragna, Viktor, Guðmundur
Haukur, María, Diljá, Breki, Magn-
ús, Tobbi og aðrir vinir og aðstand-
endur. Hafið það hugfast að sólin
mun skína á ný og þegar hún birtist,
takið henni þá opnum örmum. Þetta
er jú gangur lífsins. Og gleymið ekki
að þið eigið heilmikið af dýrmætum
minningum og þær getur enginn
tekið frá ykkur. Ég vil fyrir hönd
fjölskyldu minnar votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið algóðan Guð að
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Fríða María Harðardóttir.
Gunnar Guðmundsson réðst til
starfa hjá okkur í Landsbókasafni
Íslands – Háskólabókasafni haustið
1999 og starfaði hér sem vaktmaður
um nær tveggja ára skeið. Þjóðar-
bókhlaða er stórt hús þar sem fram
fer fjölþætt starfsemi. Starfsmenn í
húsinu eru um eitt hundrað, og þar
ganga mörg hundruð notendur um
garða dag hvern. Auk þess er drjúg-
ur hluti hins ritaða menningararfs
þjóðarinnar varðveittur í bygging-
unni, sem kallar á að fyllsta öryggis
sé gætt. Þeir sem ráðast hér til
starfa við húsvörslu þurfa því að
vera gæddir samviskusemi og ger-
hygli. Þessum kostum var Gunnar
búinn í ríkum mæli, enda reyndist
hann ákaflega traustur og áreiðan-
legur starfsmaður.
Gunnar var húsgagnasmiður að
mennt, og nýttist honum vel sú
kunnátta við hin ýmsu störf í hús-
inu, enda var hann greiðvikinn og
hjálpfús og því vel látinn af sam-
starfsmönnum sínum. Gunnar hafði
yndi af teikningu og nýjungum í
hönnun. Hann hannaði m.a. og setti
í framleiðslu svokölluð stubbahús
fyrir vindlingastubba, og má sjá þau
við hinar ýmsu byggingar víða um
land. Gunnar kaus því fyrir fáeinum
missirum að fara til annarra starfa
sem svöruðu betur sköpunargleði
hans og kunnáttu. Fréttir af veik-
indum Gunnars bárust okkur á sum-
armánuðum og háði hann síðan
stranga baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Samverkamenn Gunnars við hús-
stjórnina í Þjóðarbókhlöðu og aðrir
starfsmenn Landsbókasafns minn-
ast Gunnars með hlýhug og þakk-
læti og votta aðstandendum hans
einlæga samúð.
Einar Sigurðsson.
GUNNAR
GUÐMUNDSSON
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.