Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 18
Í ÁR eru liðin 50 ár frá því Sjúkra- húsið á Akranesi tók til starfa og verður þess minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu. Skipuð hefur verið af- mælisnefnd SHA og í henni sitja nú- verandi og fyrrverandi starfsmenn. Nefndin hefur unnið að frágangi fjölbreytilegrar dagskrár fyrir af- mælisárið. Hinn formlegi afmælis- dagur er 4. júní og gert er ráð fyrir sérstöku hátíðahaldi um það leyti. Þá kemur út 50 ára afmælisrit SHA auk þess sem fagnað verður á ýmsan ann- an hátt í tilefni þessara tímamóta. Allt þetta ár verður afmælisins svo reglu- lega minnst, t.d. er ráðgert að bjóða til ýmiskonar fræðslu um heilbrigð- ismál í hverjum mánuði, bæði á veg- um fagfólks stofnunarinnar og einnig frá gestafyrirlesurum. Starfsmenn hyggjast standa fyrir sérstakri heilsueflingu á árinu og hvetja almenning til þátttöku á því sviði. Þá munu fagstéttir einnig kynna sín störf sérstaklega og stefnt er að því að bjóða til opins húss á árinu og kynna þar almenningi hin fjölbreytilegu störf sem unnin eru í húsinu. Starfsmenn munu taka virkan þátt í tveimur guðsþjónustum á árinu, vor og haust og biskup Íslands heimsækir stofnunina 24. apríl og verður með helgistund í kapellu sjúkrahússins. Þá er ákveðið að á árinu muni starfs- menn planta út trjám í reit sem þeir hafa fengið úthlutað í nágrenni bæj- arins og hyggjast sjá til þess að reit- urinn vaxi og dafni í framtíðinni. Listkynningar mánaðarlega Mánaðarlega mun verða sett upp listsýning í húsakynnum SHA þar sem ýmsum listamönnum frá Akra- nesi verður boðið að sýna verk sín og hefur sá fyrsti riðið á vaðið, en það er fulltrúi starfsmanna, Brynja Jó- hannsdóttir. Brynja er fædd á Akranesi 1. des- ember 1956 og er glerlistarmaður samhliða starfi sínu sem sjúkraliði á sjúkrahúsinu. Hún hefur sótt nám- skeið hjá Listgler í Kópavogi og síðar námskeið í glerbræðslu hjá Jónasi Braga. Brynja var listamaður mán- aðarins hjá Íslandsbanka í maí 2001. Fleiri fylgja í kjölfarið og má nefna Hrönn Eggertsdóttur, Bjarna Þór Bjarnason og Guttorm Jónsson. Sýn- ingahaldi á afmælisárinu hyggjast svo starfsmenn sjálfir ljúka í desember með samsýningu eigin listmuna í Kirkjuhvoli. Fjölmargt fleira verður á döfinni á vegum starfsmanna sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar í tilefni af- mælisins en það verður nánar kynnt almenningi þegar nær dregur atburð- um. Sjúkrahúsið á Akranesi 50 ára Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Glerlistarkonan Brynja Jó- hannsdóttir setur upp fyrstu listsýningu afmælisársins. Brynja er starfandi sjúkraliði á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Akranes LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 14.915 stgr. NEMENDUR Grunnskólans á Reyðarfirði og félagar í Leikfélagi Reyðarfjarðar réðust ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur þegar kom að vali á leikverki þessa árs. Leikfélagið ákvað í örlæti sínu að leyfa elstu bekkjum grunnskólans að spreyta sig og varð leikritið 1001 fyrir valinu. Allir nemendur í 7.–10. bekk taka þátt í sýningunni og er þá ekki verið að tala um að helmingurinn leiki og hinn saumi búninga, heldur hefur allur hóp- urinn hlutverk í sýningunni og margir fleira en eitt. Leikgerðin af þessum þekktu ævintýrum er ný, gerð af bresku leikhúskonunni Dominic Cooke. Ólafur Haraldsson sá um íslenska þýðingu en Helga Vala Helgadóttir var ráðin til að leikstýra þessum fjölbreytta og fjölhæfa 35 manna leikhóp. Sögurnar í verkinu eru fimm auk meginsögunnar um fólkið í Höllinni sem segir og hlustar á ævintýrin. Þarna kynnumst við Ali Baba og ræningjunum 40, Konunni sem neitaði að borða, Litla betl- aranum og öfundsjúku systrunum svo eitthvað sé nefnt. Æfingar hafa staðið yfir síðan um mánaðamót jan.–febr. og eru krakkarnir og allir aðstandendur sýningarinnar að uppskera núna um helgina þegar frumsýnt verður í Félagslundi. Áætlað er að sýn- ingar verði fjórar, en að þeim lokn- um munu krakkarnir takast á við næstu verkefni eins og upplestr- arkeppni, skíðamót og próflestur. Krakkarnir í 1001 nótt Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Allir nemendur í 7.–10. bekk grunnskólans taka þátt í sýningunni. Reyðarfjörður STÓRA upplestrarkeppnin hófst í Þorlákshöfn á þriðjudaginn, 5. mars. Þar kepptu fimm skólar af Suðvest- urlandi en vegna mikillar þátttöku varð að skipta keppninni á Suður- landi í þrennt. Skólarnir sem kepptu voru, Barnaskóli Eyrarbakka og Stokkseyrar, Grunnskóli Hvera- gerðis, Grunnskólinn í Þorlákshöfn og Sandvíkur- og Sólvallaskóli frá Selfossi. Keppendur voru fjórtán og voru þeir valdir úr 7. bekkjum sinna skóla. Keppendur lásu í 1. hluta kafla úr Heimsljósi eftir Halldór Kiljan Laxness, í 2. hluta voru lesin ljóð eft- ir Ingibjörgu Haraldsdóttur og í 3. hluta lásu keppendur ljóð að eigin vali. Sigurvegari varð Ólafur Tryggvi Pálsson, Sandvíkurskóla, í öðru sæti varð Fjóla Dögg Sigurðardóttir einnig úr Sandvíkurskóla og í þriðja sæti varð Darri Hilmarsson, Barna- skóla Eyrarbakka og Stokkseyrar. Sparisjóður Suðurlands veitti sigur- vegurunum peningaverðlaun og af- henti Pétur Hjaltason sparisjóðs- stjóri þau. Auk þess fengu allir keppendur bókagjöf. Skemmtiatriði komu frá Grunnskóla Þorlákshafnar og Sólvallaskóla. Kjörís, Mjólkurbú Flóamanna og Skólaskrifstofa Suð- urlands sáu um veitingar í hléi. Baldur Sigurðssonar, dósent við Kennaraháskóla Íslands, sem er upphafsmaður keppninnar, segir að þetta sé í sjötta sinn sem þessi keppni fer fram hér á landi og hefur keppendum stöðugt fjölgað, nú taka 145 skólar á landinu þátt í keppninni en það eru um 95 % og er það met- þátttaka. Baldur sagði að í ár hefðu Austfirðingar komið inn og nú væri hringnum lokað en fyrsta keppnin fór fram í Hafnarfirði. Ellefu manna nefnd sér um und- irbúning keppninnar á landsvísu og fara nefndarmenn víða um land og aðstoða þá sem eru að hefja keppni, síðan þjálfast kennarar, öll þessi vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Baldur sagði að það væri gaman að fylgjast með breyttum vinnubrögð- um og framförum hjá þeim sem oft- ast hafa tekið þátt í keppninni, þessi þjálfun í framkomu og vönduðum upplestri skilaði sér bæði til yngri og eldri nemenda og kennarar ættu hrós skilið fyrir sitt framlag. Hringnum lokað í upp- lestrarkeppninni Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Aftari röð: Rósa M. Guðnadóttir, kennari Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar, Eyvindur Erlendsson, sem sat í dómnefnd, Heiðdís Þor- steinsdóttir, kennari Sandvíkurskóla, Hannes Stefánsson, í dómnefnd, Heiðrún Kristjánsdóttir, í dómnefnd, og Baldur Sigurðsson, formaður dómnefndar. Fremri röð: Darri Hilmarsson, Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar, í þriðja sæti, Ólafur Tryggvi Pálsson, Sandvíkurskóla, í fyrsta sæti, og Fjóla Dögg Sigurðardóttir, í öðru sæti. Þorlákshöfn KRÓNAN opnar nýja verslun í miðbæ Selfoss, beint á móti Ölfus- árbrú, í dag, föstudag. Þessi nýja verslun Krónunnar er sú þriðja í röðinni sem opnuð er á jafn- mörgum vikum. Í síðustu viku var opnuð ný verslun í Hafnarfirði og vikunni þar á undan í Vestmanna- eyjum. Síðan er áformað að opna enn eina nýja verslun í næstu viku á Höfn í Hornafirði. „Viðtökur fólks við þessum nýju verslunum okkar hafa verið fram- úrskarandi góðar, þannig að við er- um mjög ánægðir,“ sagði Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Krónunnar, en starfsfólk hans hef- ur lagt nótt við dag í vinnu við að breyta nýja húsnæðinu á Selfossi og koma Krónunni þar fyrir. Krónan á Selfossi var áður neð- arlega við Eyraveg. Nýja verslunin er í mun stærra húsnæði, þar sem verslunin 11–11 var áður. „Með stærra húsnæði hér á Selfossi get- um við auðvitað aukið vöruvalið verulega og það má segja að við séum með þessu að svara ákveðnu kalli viðskiptavina okkar sem hafa kallað eftir meira vöruvali og stærra húsnæði,“ sagði Sigurjón Bjarnason. Hann sagði einnig að núna, fyrstu helgina sem opið væri, yrði boðið upp á mörg mjög góð til- boð í Krónunni. „Við eigum von á góðum viðtökum fólks og mikilli umferð til okkar hérna í miðbæn- um,“ sagði Sigurjón. Krónan opnar nýja verslun Morgunblaðið/Sig. Jóns. Sigurjón Bjarnason framkvæmdastjóri ásamt nokkrum starfsstúlkum. Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.