Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 25 GJÖF MEÐ KAUPUM* Ef keyptar eru Lancôme vörur fyrir 5. 500 kr. fylgir snyrtibudda og m.a. eftirfarandi vörur að verðmæti 5. 500 kr. Primordiale Intense Cream 15 ml Primordiale Intense Nuit 15 ml Tonique Confort 50 ml Brilliant Magnetic 387 Einnig aðrar gerðir vara í kaupaukum og mismunandi litar töskur. heimsækið www. lancome.com *Gildir meðan birgðir endast VERSLANIR UM ALLT LAND Óskastund! Le Gift SJÓNVARPSSTÖÐVAR á Filipps- eyjum sýndu í gær myndir af tveim- ur bandarískum trúboðum, sem hafa verið í haldi íslömsku skæruliða- hreyfingarinnar Abu Sayyaf á Suð- ur-Filippseyjum í rúma níu mánuði. Trúboðarnir, hjónin Martin og Gracia Burnham, lásu yfirlýsingu frá Abu Sayyaf þar sem hreyfingin kvaðst hafa rænt Vesturlandabúum til að hefna kúgunar á múslímum í heiminum. Hún mótmælti m.a. stuðningi Bandaríkjastjórnar við „innlimun og hernám landsvæða múslíma á Filippseyjum“, hernámi Palestínu, refsiaðgerðum gegn Írak og Líbýu og „vanhelgun Sádi-Arab- íu“ vegna bandarískra herstöðva í landinu. Varnarmálaráðherra Filippseyja kvaðst telja að markmið hreyfingar- innar með yfirlýsingunni væri að afla sér stuðnings alþjóðlegra hryðju- verkasamtaka á borð við al-Qaeda. Hjónin virtust ekki hafa sætt slæmri meðferð. Myndir sýndar af gíslum Reuters Bandarísku hjónin Martin og Gracia Burnham í fylgsni ísl- amskra skæruliða sem rændu þeim fyrir níu mánuðum síðan. BRESK stjórnvöld hafa hvatt for- ráðamenn þarlendra skemmtistaða til að gera ráðstafanir til að minnka líkurnar á því, að þeir gestir stað- anna sem neyta fíkniefna fari sér að voða, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Í leiðbeiningum innanrík- isráðuneytisins til skemmtistaða- eigenda séu ráð um hvernig koma megi í veg fyrir fíkniefnasölu á stöðunum og hvernig gera megi húsnæði staðanna öruggara fyrir þá sem eru undir áhrifum fíkniefna. Þetta er talið augljós vísbending um að stjórnvöld viðurkenni hversu almenn fíkniefnaneysla sé orðin á skemmtistöðum, og ætli að hverfa frá harkalegum viðbrögðum við ástandinu, segir ennfremur í frétt BBC. Ráðamenn ítreki þó þau skila- boð, að neysla ólöglegra fíkniefna sé hættuleg. Samkvæmt mati op- inberra aðila neyta um fjórar millj- ónir manna ólöglegra fíkniefna í Bretlandi á ári hverju. Dauðsföllum af völdum neyslu á e-pillum fjölgaði úr átta 1993 í 36 á árinu 2000. Meðal þess sem skemmtistaða- eigendum er ráðlagt er að hafa meira af drykkjarvatni á boð- stólum, bæta loftræstingu, hafa sér- stakt herbergi þar sem hægt sé að veita fyrstu hjálp og koma í veg fyr- ir troðning inni á stöðunum. Bob Ainsworth, aðstoðarráðherra í inn- anríkisráðuneytinu, sagði: „Ef við getum ekki komið í veg fyrir að þau neyti fíkniefna þá verðum við að vera reiðubúin til að gera ráðstaf- anir til að draga úr þeim skaða sem þau geta unnið sjálfum sér.“ Skemmtistöðum leiðbeint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.