Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 21 TAP Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. var 23 milljónir króna í fyrra, en árið áður hafði fyrirtækið verið rekið með 364 milljóna króna tapi. Í fréttatilkynningu segir að helstu orsakir neikvæðrar afkomu hafi verið óhagkvæm gengisþróun, en gengistap hafi numið 220 millj- ónum króna. Aukning rekstrar- tekna er rúmlega 17% á milli ára, að teknu tilliti til söluhagnaðar fastafjármuna, og rekstrartekjur í fyrra numu 1,8 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 30% af rekstr- artekjum í fyrra, en að teknu tilliti til söluhagnaðar fastafjármuna var sambærilegt hlutfall 16% árið áð- ur. Afskriftir minnka um þriðjung milli ára og bæta afkomuna um 144 milljónir króna fyrir skatta. Þá er 55 milljónum króna minna tap vegna aflagðs rekstrar dóttur- félaga. Tap fyrstu níu mánaða ársins var rúmar 50 milljónir króna, þannig að hagnaður síðasta árs- fjórðungs var 28 milljónir króna. Veltufjárhlutfall hefur batnað umtalsvert, eða úr 0,34 árið 2000 í 0,71 í fyrra. Eigið fé Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar er neikvætt um 56 milljónir króna og árið 2000 var það nei- kvætt um 30 milljónir króna. Í fréttatilkynningu kemur fram að gert er ráð fyrir því að félagið verði rekið með hagnaði á þessu ári. Aðalfundur félagsins verður haldinn í maí nk. og mun stjórn fé- lagsins ekki gera tillögu um greiðslu arðs vegna ársins 2001.                              #                    +      ,   -         -                     + ./                             !! !0&% % %%( % '&$% % &0   '$   '& 0&#!  '!!& '#0 '!)&* ! 0   % %            !  " #$ $  " #$ $  " #$ $      !          !   Eigið fé var neikvætt annað árið í röð Tap Hraðfrystistöðvar Þórshafnar minnkar um 340 milljónir króna á milli ára Kaupþing minnkar hlut sinn í Búnað- arbankanum KAUPÞING hefur í vikunni minnkað hlut sinn í Búnaðarbankanum úr 6,7% í 3,7% og á sama tíma hefur Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins, LSR, aukið hlut sinn úr 1,9% í 4,7%. Kaup- þing er því ekki lengur annar stærsti hluthafi bankans á eftir ríkissjóði, heldur LSR, og Kaupþing er í þriðja sæti. Kaupþing Luxemborg hefur einnig heldur minnkað hlut sinn í Búnaðar- bankanum, það var í áttunda sæti með 1,7% hlut, en á nú 1,6% og er í ní- unda sæti. Þá eru Kaupþing-fjárfest- ingarverðbréf ekki lengur á listanum yfir þrjátíu stærstu hluthafa Búnað- arbankans, en þau áttu 0,4% í bank- anum í byrjun vikunnar. Mikil viðskipti voru með hlutabréf Íslandsbanka annan daginn í röð, en markaðsvirði viðskiptanna var um 1,4 milljarðar króna báða dagana og loka- verðið hélst óbreytt milli daga, 4,88. ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra og Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, telja báð- ir erfitt að meta sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að færeyskur sjávarútvegur standi betur en sá íslenzki. Þessi fullyrðing kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær um niðurstöður rannsókna færeyska hagfræðingsins Óla Samro á sam- keppnishæfi sjávarútvegs í Fær- eyjum, á Íslandi og í Noregi. Árni Mathiesen segir að hann hafi ekki séð skýrsluna, en á hana verði lagt mat, þegar hún berist ráðuneytinu. Því vill hann ekki tjá sig um málið nú. „Samanburður á sjávarútvegi á Íslandi, í Noregi og í Færeyjum er á margan hátt erfiður vegna mis- munandi aðstæðna þótt margir grunnþættir séu álíka,“ segir Frið- rik Arngrímsson. „Hvað Færeyjar varðar sérstaklega, áttu sér stað gríðarlegar fjárfestingar í fær- eyskum sjávarútvegi á áttunda og níunda áratugnum og ofveiði. Fiskstofnar hrundu og djúp efnahagskreppa reið yfir með gjaldþroti sjávarútvegsfyrirtækja, hruni bankakerfisins, atvinnuleysi og fólksflótta frá eyjunum. Stór hluti skipaflotans var seldur úr landi en nú er komið að því að endurnýjunar er þörf og hún er hafin. Stór hluti lána til sjávarút- vegsins í Færeyjum tapaðist og Færeyingar hafa fengið mikla styrki frá danska ríkinu. Við þess- ar aðstæður tóku Færeyingar upp kvótakerfi sem þeir hættu þó við eftir mjög skamman tíma og og í framhaldi af því sóknarkerfi. Hvort sóknarkerfið á eftir að reyn- ast Færeyingum sá happafengur sem lýst er í fréttinni á einfaldlega eftir að koma í ljós en ljóst er að veiðar úr ýmsum stofnum hafa verið umfram ráðgjöf fiskifræð- inga. Sóknarstýring hefur almennt í för með sér að ekki næst sama hagkvæmni og með aflamarkskerfi og því hafa Íslendingar ekki valið sóknarstýringu. Reynslu Færey- inga af sóknarkerfi verður því að meta þegar fram líða stundir. Þótt í fréttinni sé að finna ýmsar full- yrðingar sem eru einfaldlega rang- ar get ég ekki lagt heildarmat á það sem haft er eftir Óla Samró þar sem ég hef úttekt hans ekki undir höndum, en sem dæmi er því haldið fram að veiðar Færeyinga hafi verið mun minni á síðasta ári en á níunda áratugnum sem er ekki rétt. Þá hefur hækkandi verð á fiski á erlendum mörkuðum ekkert með fiskveiðistjórnun í Færeyjum að gera en hefur að sjálfsögðu áhrif á afkomuna,“ segir Friðrik. Samkeppnishæfi sjávarútvegs í Færeyjum, á Íslandi og í Noregi „Erfiður sam- anburður“ „Ýmsar rangar fullyrðingar í fréttinni“ Sjóvá-Almenn- ar kaupa 30% í Samlífi SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. gerðu í gær samning um kaup á 30% eignarhlut í sameinaða líftrygging- arfélaginu hf. (Samlíf) af fimm lífeyr- issjóðum. Fyrir áttu Sjóvá-Almenn- ar 25% hlut í Samlífi. Í tilkynningu til Verðbréfaþings kemur fram að í gildi sé hluthafa- samkomulag er lýtur að innbyrðis forkaupsrétti eigenda. Þar sem frestur skv. þessu hluthafasam- komulagi sé ekki liðinn verði ekki ljóst fyrr en eftir um það bil tvær vik- ur hvernig endanleg skipting þessa eignarhluta verður milli hluthafa. Núverandi eigendur Sameinaða líftryggingarfélagsins hf. eru Sjóvá- Almennar tryggingar hf., Trygg- ingamiðstöðin hf. og Íslandsbanki hf. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.