Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með deiliskipu-
lagstillögur fyrir eftirtalin svæði:
1. Íbúðarlóðir við Skálateig (nr. 1 og 3 - 7)
Um er að ræða nánari útfærslu reita nr. 4 og 5 skv.
skipulagi íbúðarbyggðar á Eyrarlandsholti frá 1998. Lóð-
irnar afmarkast af Þórunnarstræti, Mímisbraut, Hringteigi
og Mosateigi og eru samtals um 11.220 m2.
Tilagan gerir ráð fyrir 4ra til 5 hæða fjölbýlishúsum með
samtals 92 íbúðum. Af 154 bílastæðum á lóðunum verð-
ur um helmingur í opinni bílageymslu og bílakjallara und-
ir húsunum. Tillagan felur m.a. í sér að fallið er frá fyrri
hugmyndum um að lóðirnar verði sérstaklega ætlaðar
undir heimavistir og íbúðir fyrir aldraða og ekki er gert
ráð fyrir þjónustustarfsemi eins og heimilt er skv. aðal-
skipulagi.
2. Íbúðarlóðir í Giljahverfi, IV. áfangi, C-hluti
Um er að ræða nýtt skipulag svæðis vestan Merkigils,
beggja vegna við Fákagil. Í aðalskipulagi er svæðið
merkt sem íbúðarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur
lóðum fyrir samtals 15 íbúðir í einnar hæðar raðhúsum,
án bílskúra.
Tillöguuppdrættir ásamt frekari skýringargögnum liggja
frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1.
hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e.
til föstudagsins 19. apríl 2002, svo að þeir sem þess óska
geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Til-
lögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar:
http://www.akureyri.is/.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl.
16 föstudaginn 19. apríl 2002 og skal athugasemdum skil-
að til umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3.
hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta til-
lögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær auglýsir:
2 deiliskipulagstillögur
Aðalfundur Gilfélagsins
verður haldinn í Deiglunni
miðvikudaginn 20. mars kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir
Stjórnin
Kaupvangsstræti 8
600 Akureyri
Símar: 466 2609/
461 2609
Netfang:
listagil@listagil.is
Vefslóð:
www.listagil.is
Aðalfundur
Gilfélagsins
á Akureyri
ÁSGEIR Magnússon bæjarfulltrúi
og oddviti Akureyrarlistans á yfir-
standandi kjörtímabili verður ekki í
framboði til bæjarstjórnar Akureyr-
ar í vor. Ásgeir er mjög ósáttur með
þá stöðu sem upp kom fyrir skömmu,
þar sem hann hafði stefnt að því leiða
framboðslista Samfylkingarinnar í
vor. Hann hefur þó ekki gefið nein
loforð um að vera hættur í pólítík.
Oktavía Jóhannesdóttir hafði bet-
ur í skoðanakönnun um niðurröðun á
lista Samfylkingarinnar, þar sem
Ásgeir hafnaði í öðru sæti. Oktavía
leiðir framboð flokksins í vor.
Ásgeir sagði að ákveðið hefði verið
að fara í óformlega skoðanakönnun
um röðun á listann en síðan hafi einn
aðili farið í prófkjörsslag, sem hafi
haft þessi áhrif. „Ég tel að þau verk-
efni sem við höfum verið að sinna
þetta kjörtímabil hafi ekki átt að
sýna þessa niðurstöðu.“ Ásgeir sagð-
ist enn vera í Samfylkingunni og að
hann ætlaði sér ekkert að yfirgefa þá
skútu, þótt hann treysti sér ekki til
að vera í einu af efstu sætum fram-
boðslistans. „Það ræðst svo í fram-
haldinu hvort og þá hvernig ég kem
að undirbúningi kosninganna fram-
undan.“
Ásgeir hefur haft í ýmsu að snúast
á yfirstandandi kjörtímabili, bæði
innan bæjarkerfisins, sem og á
landsvísu. Ásgeir er formaður bæj-
arráðs, 1. varaforseti bæjarstjórnar,
formaður framkvæmdaráðs og for-
maður stjórnar Fasteigna Akureyr-
arbæjar. Einnig hefur hann tekið að
sér verkefni á vegum heildarsam-
taka sveitarfélaga í landinu og er
m.a. varaformaður bæði lánasjóðs
sveitarfélaga og launanefndar sveit-
arfélaga.
Ekki gefið loforð um
að vera hættur í pólitík
SAMFYLKINGIN á Akureyri vill
fjölga störfum á Akureyri um 500 á
næsta kjörtímabili, reisa menning-
arhús, efna til Listahátíðar, leggja
breiðband í hvert hús, ljúka upp-
byggingu leik- og grunnskóla bæj-
arins, stækka hjúkrunarheimili Hlíð
og gera Glerárdal að fólkvangi.
Framboðslisti Samfylkingarinnar
á Akureyri var samþykktur á fé-
lagsfundi á miðvikudagskvöld og
voru helstu mál sem lögð verður
áhersla á í komandi kosningabar-
áttu kynnt á blaðamannafundi í
gær.
Oktavía Jóhannesdóttir bæjar-
fulltrúi verður í 1. sæti listans, Her-
mann Jón Tómasson framhaldskóla-
kennari í 2. sæti, Sigrún Stef-
ánsdóttir sölumaður í 3. sæti, Jón
Ingi Cæsarsson dreifingarstjóri í 4.
sæti, dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson
prófessor í 5. sæti, Þorgerður Þor-
gilsdóttir í 6. sæti, Kári Þorleifsson
nemi í 7. sæti, Oddný Stella Snorra-
dóttir verkfræðingur í 8. sæti, Þor-
lákur Axel Jónsson í 9. sæti, Hadda
Hreiðarsdóttir háskólanemi í 10.
sæti, Hilmir Helgason vinnuvéla-
stjóri í 11. sæti og Aðalheiður Stein-
grímsdóttir framhaldsskólakennari í
12. sæti.
Já Akureyri – Ábyrgt áframhald
er kjörorð Samfylkingarinnar fyrir
sveitarstjórnarkosningar í vor, en
Oktavía sagði að vel hefði tekist til á
síðasta kjörtímabili, þegar boðinn
fram Akureyrarlisti sem er í meiri-
hlutasamstarfi með Sjálfstæðis-
flokki í bæjarstjórn. Að honum
stóðu Alþýðuflokkur, Alþýðubanda-
lag, Kvennalisti og óháðir. „Við
verðum vör við aukna bjartsýni bæj-
arbúa og ánægju þeirra á meðal
með okkar störf. Við viljum halda
áfram uppbyggingu og að efla gott
mannlíf og velferð fyrir alla bæj-
arbúa,“ sagði Oktavía.
Um helmingur nýrra starfa
tengist FSA og HA
Ingi Rúnar Eðvarðsson sagði að
fjölgun starfa í bænum félli vel að
nýrri byggðaáætlun sem gerði ráð
fyrir að Eyjafjörður yrði vaxtar-
svæði. Af þeim 500 nýju störfum
sem Samfylkingin vill að verði sköp-
uð í bænum er gert ráð fyrir að um
helmingur verði til í kringum Há-
skólann á Akureyri og Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri sem og í
tengslum við tölvu- og hugbúnaðar-
fyrirtæki. Þá er gert ráð fyrir að um
100 ný störf skapist í tengslum við
ferðaþjónustu og störf sem henni
tengjast og loks vill Samfylkingin að
um 200 ný störf verði til á sviði iðn-
aðar og matvælaframleiðslu. Tók
hann fram að flokkurinn gerði ekki
ráð fyrir að stóriðju af einhverju
tagi yrði komið á fót í Eyjafirði,
menn horfðu fremur til annars kon-
ar iðnaðar og matvælaframleiðslu.
Skólastarf verður
í lykilhlutverki
Hermann Tómasson sagði at-
vinnulífið hefði breyst mikið, iðn-
aður sem áður var undirstaða þess
væri á undanhaldi en þjónustu og
menntun tekin við. Nú störfuð mörg
hundruð manns á því sviði á Ak-
ureyri í tengslum við skólana og
skipti það gríðarlegu máli. Því yrði
kapp lagt á að efla þá starfsemi sem
kostur væri, m.a. með því að koma
upp þjónustu- og markaðsmiðstöð
fyrir framhalds- og háskólanemend-
ur á svæðinu. Skólastarf mun að
mati Samfylkingarinnar gegna lyk-
ilhlutverki í atvinnu- og efnahags-
framförum á svæðinu á næstu árum.
Framboðslisti Samfylkingarinnar samþykktur á félagsfundi
Morgunblaðið/Kristján
Sex efstu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á
Akureyri í vor. F.v. Sigrún Stefánsdóttir, Jón Ingi Cæsarsson, Oktavía
Jóhannesdóttir, Hermann Tómasson, Þorgerður Þorgilsdóttir og Ingi
Rúnar Eðvarðsson.
Menningarhús,
Listahátíð og 500
ný störf í bænum
SAMFYLKINGIN á Akureyri
boðar til opins fundar á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna, í kvöld,
8. mars, á Fiðlaranum og hefst
hann kl. 20. Yfirskriftin er „Bær-
inn okkar – konur, mannlíf og mik-
ilvægi bæjarstjórnar“.
Frummælendur á fundinum
verða Bryndís Hlöðversdóttir
þingflokksformaður, Oktavía Jó-
hannesdóttir bæjarfulltrúi, Guðrún
Ögmundsdóttir alþingismaður, dr.
Díana Gunnarsdóttir sálfræðingur,
Hermann Tómasson menntaskóla-
kennariog Sigrún Stefánsdóttir
sölumaður. Einnig verður framlag
frá Félagi ungra femínista á Ak-
ureyri.
Bærinn okkar
Samfylkingin
á Akureyri
MANNGILDI og mannréttindi á
viðsjárverðum tímum er yfirskrift
málþings í Safnaðarheimilinu á Ak-
ureyri á morgun, laugardag.
Málþingið er hluti af árlegri
kirkjuviku í Akureyrarkirkju.
Frummælendur verða þau Björn
Björnsson guðfræðiprófessor, Guð-
mundur Heiðar Frímannsson, for-
stöðumaður kennaradeildar Háskól-
ans á Akureyri, og Jóhanna
Eyjólfsdóttir, sem er framkvæmda-
tjóri Íslandsdeildar Amnesty Int-
ernational.
Manngildi og
mannréttindi
BJÖRN Steinar Sólbergsson, organ-
isti Akureyrarkirkju, leikur á orgel
kirkjunnar á hádegistónleikum á
morgun, laugardag, en þeir hefjast
kl. 12. Leikin verða verk eftir Mend-
elssohn-Bartholdy og Duruflé. Les-
ari á tónleikunum er sr. Svavar A.
Jónsson. Aðgangur er ókeypis, en
hressing verður til sölu í Safnaðar-
heimili eftir tónleikana.
Hádegistónleikar
SKYGGNA á Alþingistíðindi allt frá
upphafi en það verður gert í Ólafs-
firði. Magnús Sveinsson hefur verið
ráðinn verkefnisstjóri og tók hann til
starfa 1. mars síðastliðinn og vinnur
nú að undirbúningi, en gert er ráð
fyrir að síðar verði ráðnir tveir starfs-
menn til viðbótar til að vinna að þessu
verkefni.
Halldór Blöndal forseti Alþingis
sagði að gerður hefði verið samning-
ur við Óley, fyrirtæki sem starfar
m.a. á sviði fjarvinnslu í Ólafsfirði, um
aðstöðu og aðgang að tækjum.
Starfsfólkið verður hins vegar starfs-
menn Alþingis. Halldór sagði að um
væri að ræða nokkuð mikið verkefni,
en skyggna þarf alls um 500 þúsund
blaðsíður og er áætlað að um 9 árs-
verk sé að ræða. Starfsmennirnir
verða sem fyrr segir 3, þannig að um
er að ræða þriggja ára verkefni. Hall-
dór kvaðst sem forseti Alþingis hafa
tekið ákvörðun um að verkefnið yrði
unnið í Ólafsfirði og hefði fjárveiting
að upphæð 7 milljónir króna verið
samþykkt til þessa verks nú í ár.
„Alþingi vill með þessum hætti
legga sitt af mörkum til að flytja störf
út á landsbyggðina, en áður höfum
við samið um að verkefni á okkar veg-
um eru unnin á Hvammstanga,“
sagði Halldór.
Alþingistíðindi frá upphafi munu
verða aðgengileg á Netinu að þessu
verkefni loknu og sagði Halldór að
þau hefðu sögulegt gildi.
Inga Eiríksdóttir framkvæmda-
stjóri hjá Óley sagði að gert væri ráð
fyrir að undirbúningur vegna verk-
efnisins við Alþingistíðindi stæði yfir
næstu vikur, en að honum loknum
yrðu ráðnir tveir starfsmenn til við-
bótar. Hjá Óley starfa 5–6 manns, þar
af tveir í Hrísey auk þess sem um 20
manns eru á skrá vegna einstakra
stærri verkefni sem fyrirtækið tekur
að sér. Unnið er að símsvörun, sölu-
mennsku, skoðanakönnunum, inn-
heimtu og bókhaldi svo einhver dæmi
séu tekin. Inga sagði að aðstaða væri
fyrir hendi fyrir um 17 starfsmenn nú
þegar.
Skyggna Alþingis-
tíðindi frá upphafi
FRAMLAG kvenna gerir gæfumun-
inn er yfirskrift fundar á alþjóðleg-
um baráttudegi kvenna í dag, föstu-
dag, kl. 17 í Deiglunni.
Framsöguerindi flytja Guðrún
Ögmundsdóttir alþingiskona, Katrín
B. Ríkarðsdóttir, sérfræðingur á
Jafnréttisstofu, og Margrét M. Sig-
urðardóttir lögfræðingur. Arna Jak-
obína Björnsdóttir, formaður STAK,
verður fundarstjóri.
Framlag
kvenna gerir
gæfumuninn
Ásgeir Magnússon ekki á
framboðslista Samfylkingarinnar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ATVINNA
mbl.is