Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 9
SJÚKLINGAR sem biðu eftir út-
skrift frá Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, og höfðu fengið þá þjón-
ustu sem þeir þurftu á
bráðasjúkrahúsi, voru 104 í janúar sl.
Þar af biðu 60 sjúklingar eftir vist á
hjúkrunarheimili en voru 96 í október
á síðasta ári. Af þessum 60 voru 38 af
öldrunarsviði og 15 af geðsviði. Tólf
sjúklingar biðu eftir vist á sambýlum
fyrir geðfatlaða og 11 biðu eftir því að
komast að í heimahjúkrun. Þetta
kemur m.a. fram í skýrslu spítalans
um stjórnunarupplýsingar fyrir jan-
úar 2002.
Í greinargerð með skýrslunni vek-
ur Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs-
inga hjá Landspítalanum, athygli á að
í janúar hafi hjúkrunarheimilið Sól-
tún verið opnað með 90 rúmum og
þangað hafi flust 50 sjúklingar sem
biðu á spítalanum. „Þrátt fyrir opnun
Sóltúns er vandamál á spítalanum að
geta ekki útskrifað sjúklinga sem lok-
ið hafa meðferð,“ segir Anna Lilja.
Rekstraruppgjör janúarmánaðar
sýnir að umframkeyrsla miðað við
fjárheimildir hafi verið 2,5% eða tæp-
ar 50 milljónir króna. Til viðbótar var
kostnaður við S-merkt lyf 4 milljónir
umfram fjárveitingar vegna lyfjanna.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
lyfjakostnaður Landspítalans hafi
verið verulegur á síðasta ári, eða 1,6
milljarðar króna. Þau tíu lyf sem mest
voru keypt inn voru öll S-merkt lyf,
þ.e. lyf sem aðeins eru gefin á sjúkra-
húsum, og voru þau um þriðjungur af
heildarinnkaupum lyfja.
Á síðasta ári fjölgaði innlögnum
sjúklinga á sólarhringsdeildir spítal-
ans um 3,5% en legudögum fækkaði
um 6,3% og var skýringin aðallega
stytting legutíma. Anna Lilja segir í
greinargerðinni að þessi þróun hafi
haldið áfram í janúar sl. Þá fjölgaði
innlögnum um 5,2% frá sama mánuði
árið 2001 en legudögum fækkaði um
7,2%. Svonefndur bráðleiki, sem er
mælikvarði á hjúkrunarálag vegna
inniliggjandi sjúklinga, jókst að með-
altali um 3% í mánuðinum.
Komur á göngudeildir og slysa- og
bráðamóttöku spítalans stóðu nokk-
urn veginn í stað í janúar frá sama
tíma í fyrra en fæðingum fjölgaði hins
vegar um 5,4%. Anna Lilja vekur at-
hygli á því að hlutfall keisaraskurða af
fæðingum hafi aukist úr 19,6% í jan-
úar 2001 í 25% á þessu ári.
Rekstur Landspítalans í janúar 2002
60 sjúklingar biðu eftir
vist á hjúkrunarheimili
LÝST er eftir rúmlega 100 ára gam-
alli myndavél sem stolið var úr
læstri geymslu í Glerárskóla á Ak-
ureyri í haust og ekkert hefur til
spurst síðan. Eigandinn, Matthías Ó.
Gestsson, segir myndavélina ekki
metna til fjár og mun hann falla frá
kæru, verði henni skilað.
Linsan á vélinni er frá 1898 eða
1899 og hefur hinn aldni gripur ver-
ið í eigu Matthíasar síðan 1969. Vél-
in hefur verið í geymslu í Gler-
árskóla í 15 ár og er enn nothæf.
Síðast var tekin mynd á vélina fyrir
um áratug.
„Vélin var í eigu Guðmundar
Trjámannssonar á Akureyri þar til
ég keypti vélina af honum árið 1969
þar sem Minjasafnið á Akureyri
vildi ekki borga neitt fyrir hana,“
segir Matthías. „Þessi vél er með
stærri vélum sem hafa verið notaðar
á ljósmyndastofum hér á landi.“
Matthías telur að þeir sem tóku
vélina hafi vitað að hverju þeir
gengu og hafi haft talsvert fyrir
brottnámi hennar, enda er hún níð-
þung og ekki á valdi eins manns að
bifa henni. „Aðalmálið er að fá vél-
ina aftur og því mun ég ekki hafa
uppi bótakröfur ef þeir sem tóku
hana vísa á hana.“
Lýst eftir aldar-
gamalli myndavél
Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson
Matthías Ó. Gestsson með hinn
aldna grip sem nú er saknað.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað Áslaugu Þórarinsdóttur,
lögfræðing í dómsmálaráðuneyt-
inu, til þess að vera sýslumaður á
Hólmavík. Skipunin tekur gildi 15.
mars.
Auk hennar sóttu um embættið:
Ásta Stefánsdóttir, fulltrúi sýslu-
mannsins á Selfossi, og Þorsteinn
Pétursson, fulltrúi sýslumannsins á
Selfossi.
Nýr sýslumað-
ur á Hólmavík
Ný sending
Stuttkápur - úlpur
vattvesti
Safarí buxna- og pilsdress
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
IT
M
90
01
Furu-eldhúsinnréttingar
V. Fellsmúla • S. 588 7332
S æ n s k ú r v a l s f u r a
Pantið tímanlega
eða meðan birgðir endast
30 % afsláttur
í mars
Bjóðum frábæra aðstöðu til ættarmóta
á Hótel Eldborg, 80 mínútur frá Reykjavík.
Sundlaug og heitur pottur.
Góð tjaldstæði og vandaður veitingastaður.
Sjá uppl. á heimasíðu: www.this.is/eldborg
eða í síma 435 6602, Björn Baldursson.
Ættarmót í sumar?
Er málningin að pirra þig?
Leysum málningu og bæs af gömlum húsgögnum,
hurðum og fleira og fleira. Lútum furu.
Erum á netinu — www.afsyring.is — símar 553 4343 og 897 5484
Laugavegi 63, sími 551 4422
Gerry Weber - Maura - Creenstone
Kápur – 30-70% afsláttur
Dragtir kr. 9.980 –
Pils kr. 3.990 – Buxur 3.990
RÝMINGARSALA VEGNA
VÆNTANLEGRA BREYTINGA
Snyrtistofan Guerlain,
Óðinsgötu 1, sími 5623220.
Tilboð
á andlitsböðum
til 14. mars
Flottur og frjálslegur
fatnaður á fermingarmömmuna