Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 9 SJÚKLINGAR sem biðu eftir út- skrift frá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, og höfðu fengið þá þjón- ustu sem þeir þurftu á bráðasjúkrahúsi, voru 104 í janúar sl. Þar af biðu 60 sjúklingar eftir vist á hjúkrunarheimili en voru 96 í október á síðasta ári. Af þessum 60 voru 38 af öldrunarsviði og 15 af geðsviði. Tólf sjúklingar biðu eftir vist á sambýlum fyrir geðfatlaða og 11 biðu eftir því að komast að í heimahjúkrun. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu spítalans um stjórnunarupplýsingar fyrir jan- úar 2002. Í greinargerð með skýrslunni vek- ur Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs- inga hjá Landspítalanum, athygli á að í janúar hafi hjúkrunarheimilið Sól- tún verið opnað með 90 rúmum og þangað hafi flust 50 sjúklingar sem biðu á spítalanum. „Þrátt fyrir opnun Sóltúns er vandamál á spítalanum að geta ekki útskrifað sjúklinga sem lok- ið hafa meðferð,“ segir Anna Lilja. Rekstraruppgjör janúarmánaðar sýnir að umframkeyrsla miðað við fjárheimildir hafi verið 2,5% eða tæp- ar 50 milljónir króna. Til viðbótar var kostnaður við S-merkt lyf 4 milljónir umfram fjárveitingar vegna lyfjanna. Í skýrslunni kemur einnig fram að lyfjakostnaður Landspítalans hafi verið verulegur á síðasta ári, eða 1,6 milljarðar króna. Þau tíu lyf sem mest voru keypt inn voru öll S-merkt lyf, þ.e. lyf sem aðeins eru gefin á sjúkra- húsum, og voru þau um þriðjungur af heildarinnkaupum lyfja. Á síðasta ári fjölgaði innlögnum sjúklinga á sólarhringsdeildir spítal- ans um 3,5% en legudögum fækkaði um 6,3% og var skýringin aðallega stytting legutíma. Anna Lilja segir í greinargerðinni að þessi þróun hafi haldið áfram í janúar sl. Þá fjölgaði innlögnum um 5,2% frá sama mánuði árið 2001 en legudögum fækkaði um 7,2%. Svonefndur bráðleiki, sem er mælikvarði á hjúkrunarálag vegna inniliggjandi sjúklinga, jókst að með- altali um 3% í mánuðinum. Komur á göngudeildir og slysa- og bráðamóttöku spítalans stóðu nokk- urn veginn í stað í janúar frá sama tíma í fyrra en fæðingum fjölgaði hins vegar um 5,4%. Anna Lilja vekur at- hygli á því að hlutfall keisaraskurða af fæðingum hafi aukist úr 19,6% í jan- úar 2001 í 25% á þessu ári. Rekstur Landspítalans í janúar 2002 60 sjúklingar biðu eftir vist á hjúkrunarheimili LÝST er eftir rúmlega 100 ára gam- alli myndavél sem stolið var úr læstri geymslu í Glerárskóla á Ak- ureyri í haust og ekkert hefur til spurst síðan. Eigandinn, Matthías Ó. Gestsson, segir myndavélina ekki metna til fjár og mun hann falla frá kæru, verði henni skilað. Linsan á vélinni er frá 1898 eða 1899 og hefur hinn aldni gripur ver- ið í eigu Matthíasar síðan 1969. Vél- in hefur verið í geymslu í Gler- árskóla í 15 ár og er enn nothæf. Síðast var tekin mynd á vélina fyrir um áratug. „Vélin var í eigu Guðmundar Trjámannssonar á Akureyri þar til ég keypti vélina af honum árið 1969 þar sem Minjasafnið á Akureyri vildi ekki borga neitt fyrir hana,“ segir Matthías. „Þessi vél er með stærri vélum sem hafa verið notaðar á ljósmyndastofum hér á landi.“ Matthías telur að þeir sem tóku vélina hafi vitað að hverju þeir gengu og hafi haft talsvert fyrir brottnámi hennar, enda er hún níð- þung og ekki á valdi eins manns að bifa henni. „Aðalmálið er að fá vél- ina aftur og því mun ég ekki hafa uppi bótakröfur ef þeir sem tóku hana vísa á hana.“ Lýst eftir aldar- gamalli myndavél Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson Matthías Ó. Gestsson með hinn aldna grip sem nú er saknað. DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Áslaugu Þórarinsdóttur, lögfræðing í dómsmálaráðuneyt- inu, til þess að vera sýslumaður á Hólmavík. Skipunin tekur gildi 15. mars. Auk hennar sóttu um embættið: Ásta Stefánsdóttir, fulltrúi sýslu- mannsins á Selfossi, og Þorsteinn Pétursson, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi. Nýr sýslumað- ur á Hólmavík Ný sending Stuttkápur - úlpur vattvesti Safarí buxna- og pilsdress Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. w w w .d es ig n. is © 20 02 IT M 90 01 Furu-eldhúsinnréttingar V. Fellsmúla • S. 588 7332 S æ n s k ú r v a l s f u r a Pantið tímanlega eða meðan birgðir endast 30 % afsláttur í mars Bjóðum frábæra aðstöðu til ættarmóta á Hótel Eldborg, 80 mínútur frá Reykjavík. Sundlaug og heitur pottur. Góð tjaldstæði og vandaður veitingastaður. Sjá uppl. á heimasíðu: www.this.is/eldborg eða í síma 435 6602, Björn Baldursson. Ættarmót í sumar? Er málningin að pirra þig? Leysum málningu og bæs af gömlum húsgögnum, hurðum og fleira og fleira. Lútum furu. Erum á netinu — www.afsyring.is — símar 553 4343 og 897 5484 Laugavegi 63, sími 551 4422 Gerry Weber - Maura - Creenstone Kápur – 30-70% afsláttur Dragtir kr. 9.980 – Pils kr. 3.990 – Buxur 3.990 RÝMINGARSALA VEGNA VÆNTANLEGRA BREYTINGA Snyrtistofan Guerlain, Óðinsgötu 1, sími 5623220. Tilboð á andlitsböðum til 14. mars Flottur og frjálslegur fatnaður á fermingarmömmuna               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.