Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í ANDSVARI Árna Bjarnasonar forseta FFSÍ í Morgunblaðinu þann 15. febrúar síðastlið- inn, er margt stórmerki- legt. Þar talar hann um „endemis malbik“ og það eigi að setja kvóta á mál- frelsi og skoðanir manna. Sú ósk formanns FFSÍ að fá fjölmiðla í lið með sér að hefta skoðanaskipti um nýtingu sjávarafla er ekki sæmandi manni í hans stöðu. Og er til þess fallin að stór hluti sjómanna getur ekki fylgt honum að málum. Eða hefur hann e.t.v. mátt búa við tak- mörkun á málfrelsi síðastliðin 10 ár- in? En brýst síðan fram með þeim hætti að hann vill láta þá menn sem hann hefur umboð frá, njóta reynslu sinnar þegar hann er laus undan ok- inu. Þegar Árni kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Samherja (í bili a.m.k.) varð honum tíðrætt um „hagsmunamál sjómanna“ og á heimasíðu Samherja 21. des. síðast- liðinn, er þar haft eftir Árna: „ég sé fyrir mér að drjúgur tími muni fara í við- ræður við stjórnvöld og fá þau til að end- urmeta ýmis mál sem snerta hags- muni okkar, t.d. er verðmyndun á fiski fullkomlega á skjön við þá frjálsræðis- stefnu sem stjórn- völd framfylgja á flestum sviðum at- vinnulífsins“. Þess- um ummælum og andsvari hans þann 15. febrúar síðastlið- inn ber ekki alveg saman. Þar sem hann annars vegar talar um frjáls- ræði og hinsvegar um höft, boð og bönn. Með komu Árna í stól forseta FFSÍ gerði ég mér vonir um að þarna væri kominn traustur og stað- fastur maður. En eftir að hafa hlust- að á hann og lesið greinar í blöðum, hefur hann orðið fyrir verulegum álitshnekki í mínum huga eða skip- broti. Er það í verkahring FFSÍ að ákvarða stærð fiskiskipaflotans? Þessu mætti líkja við ef Verslunar- mannafélag Reykjavíkur myndi koma fram með þá kröfu að fækka verslunum, og færi fram gegn hluta umbjóðenda sinna. Það er fullomlega óeðlilegt að FFSÍ, með forsetann í fararbroddi, ryðjist fram gegn stórum hluta sjó- manna og hengi þá upp í snöru og bíði eftir að einhver sparki í stólinn. 100% veiðiskylda myndi leiða til ennþá meiri samþjöppunar afla- heimilda og þær færðust frá strand- veiðiflotanum til stórútgerðanna. Árni segir að hann hafi boðið sig fram í stól forseta FFSÍ, því honum finnist völd stórútgerðarinnar of mikil og ætli að berjast fyrir hags- Málfrelsi eða höft? Kristján G. Guðlaugsson Kvótinn Er það í verkahring FFSÍ, spyr Kristján G. Guðlaugsson, að ákvarða stærð fiski- skipaflotans? AÐ HAFA trygga atvinnu er eitt- hvað sem okkur finnst flestum, ef ekki öllum, jafn sjálfsagt mál og að draga lífsandann. Þannig horfði það að minnsta kosti við mér allt fram til dags- ins í dag. En viti menn, allt í einu stóð ég frammi fyrir þeirri sáru reynslu að vera sagt upp störfum vegna samdráttar í rekstri ferðaskrifstofunnar sem ég hafði unnið hjá í tíu ár, í krefjandi en jafnframt gefandi starfi sem fórst mér vel úr hendi. En þar sem ég var með stystan starfs- aldur á vinnustaðnum kom það í minn hlut að taka við uppsögninni. En ég hef raunar starf- að í þessum geira at- vinnulífsins í hartnær tvo áratugi þegar allt er talið. Horfur í atvinnumálum hafa oft verið betri og ég veit að margar stall- systur mínar standa í sömu sporum og ég. Það þekkja það eflaust flestir sem lent hafa í sömu hremmingum, þ. e. að vera sagt upp störfum, hve ótrú- lega sárt það er. Í rauninni stóráfall. Allar tilfinningarnar sem hrærast innra með manni þegar maður stend- ur skyndilega andspænis svo hræði- legum fréttum. Fyrst kemur undr- unin og vantrúin, þá tárin, svo reiðin, síðan svartsýni á það sem framundan er. Kökkurinn í hálsinum situr fastur ásamt kvíðanum. Endalausar spurn- ingar. „Gerði ég eitthvað rangt? Stóð ég mig ekki nógu vel í vinnunni? Hvað á ég nú að taka til bragðs? Er ég ekki gjaldgeng lengur?“ Starfið er einfaldlega svo stór hluti af lífi manns. Ég veit þó fullvel að þegar grípa þarf til uppsagna af þessu tagi, er heldur ekki auðvelt að vera sá eða sú sem horfir framan í samstarfsmann sinn til fjölda ára og færir honum slíkar fréttir. Þegar svo loks er búið að sannfæra mann um að ekkert hafi verið að störfum manns að finna, bítur maður bara á jaxlinn og tekur sér tak. Upp- götvar svo þegar frá líður að þetta er kjörið tækifæri til að breyta til. Prófa eitthvað nýtt. Nú er lag! Maður fyll- ist bjartsýni og óbilandi sjálfstrausti, brettir upp ermarnar og hellir sér í að leita að vinnu. Skráir sig á allar vinnumiðlanir. Heimsækir fyrirtæki og leggur inn umsóknir. Liggur lon og don á netinu í leit að upplýsingum sem kæmu að gagni. Svarar óhikað hverri atvinnuauglýsingunni á fætur annarri, þrátt fyrir að víða sé stúd- entspróf eða önnur sambærileg menntun áskilin. Leggur fram þessi líka afbragðsgóðu meðmæli og tíundar alla þá ómældu reynslu sem áratugir á vinnu- markaðnum hafa gefið manni, ásamt öllum námskeiðum og prófum sem hægt er að tína til. Nema fjandans stúd- entsprófið. Hef það ekki. Met það svo að kona á besta aldri með viðlíka reynslu standi fyllilega jafnfætis þeim sem stúdentsprófið hafa, þó með fullri virð- ingu fyrir hverskonar menntun. Stærstu og bestu prófgráð- urnar hef ég öðlast í skóla lífsins, við margvísleg störf, leik og mannleg samskipti. Er það ekki þessi mann- auður sem alltaf er verið að klifa á? Ég var svo fávís að halda að fimm- tug kona, svona full af orku, krafti og reynslu, sem sagt komin á þennan margumtalaða besta aldur, væri ákjósanlegur valkostur fyrir atvinnu- rekendur. Ekki þarf hún til að mynda að vera heima hjá veikum börnum, ellegar fara í fæðingarorlof og svo býr hún yfir allri þessari áratuga reynslu. Nú nú, en annað kom upp úr dúrnum. Hafði sumsé ekki áttað mig á því að þegar kona hefur náð þessum títtnefnda besta aldri er hún um leið komin á síðasta söludag hvað at- vinnutækifæri varðar! En varð það þó morgunljóst, þegar ég hafði ekki erindi sem erfiði, var hafnað æ ofaní æ og sá að það var unga fólkið með prófin upp á vasana sem hreppti hnossin. Þegar svo vikurnar verða að mán- uðum og hvorki gengur né rekur, fer vonleysið að gera vart við sig og mað- ur fer smám saman að efast um eigin verðleika. Sjálfstraustið uppurið og bjartsýnin fokin út í veður og vind. Hvað er þá til ráða? Hugsar maður með sér. Jú, sparka í afturendann á sjálfum sér og bíta enn einu sinni á jaxlinn góða, ef eitthvað er eftir af honum. Best að halda áfram að leita að vinnu. Fyrir rest hlýtur einhver atvinnurekandinn að koma auga á alla þessa augljósu kosti. Það er nú þrátt fyrir allt mannauðurinn sem gildir, ekki satt? Nú má enginn skilja orð mín svo að menntun skipti ekki máli, því það gerir hún svo sannarlega, um það efast ég ekki eitt augnablik. En menntunar- og æskudýrkunin hjá fyrirtækjastjórnendum má ekki blinda þá svo mjög að þeir gleymi að leggja reynsluna á vogarskálarnar líka. Er ekki þörf á bragarbót? Mannauðurinn er ekki síður fólginn í reynslu en menntun. Konur á besta aldri, látum ekki deigan síga. Látum ekki gera okkur að einhverjum hornkerlingum. Gef- um engin grið. Þeir hljóta að átta sig á því atvinnurekendurnir hversu góðir kraftar við erum! Það getur enginn tekið frá okkur mannauðinn. Okkar áralanga reynsla í hvaða geira atvinnulífsins sem er, vegur þungt á skálunum. Og hana nú. Hver er starfs- mannastefna og mannauður fyrirtækja? Guðlaug Ringsted Mannauður Horfur í atvinnumálum, segir Guðlaug Ringsted, hafa oft verið betri. Höfundur er ferðafræðingur. HAGFRÆÐISTOFNUN Há- skóla Íslands vann nýlega, að beiðni Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, skýrslu um áhrif stytt- ingar grunn- og fram- haldsskóla á einstak- linga, sveitarfélög, ríkissjóð og þjóðar- framleiðslu. Þar eru kynntar þrjár leiðir, sem miða hver og ein að því að nemendur geti með eðlilegri náms- framvindu lokið fram- halds-skólanámi 19 í stað 20 ára gamlir. Í skýrslunni er rétti- lega vakin athygli á fjárhagslegum ávinn- ingi af styttingu skóla- náms, en litlar tilraunir gerðar til að meta áhrif ætlaðra breytinga á nám og kennslu, þrátt fyrir þá full- yrðingu, sem ekki verður séð að rök- studd sé í skýrslunni, að með þeim hækki menntunarstig þjóðarinnar. Hér verður bent á nokkra þætti, er varða áhrif hverrar af þeim þremur leiðum, sem um er fjallað í skýrsl- unni, á þá menntun sem skólinn veit- ir. Fyrsta leið: Að færa grunnskólann niður um eitt ár Hér er gert ráð fyrir að börn komi fimm ára í grunnskóla, leikskóli styttist um ár hjá þeim börnum sem hann sækja og grunnskólanámi ljúki við 15 ára aldur. Í þéttbýli sækir mikill meirihluti barna leikskóla eða hefur reglulega skólagöngu í einkaskólum fimm ára. Niðurfærsla á grunnskóla um eitt ár þýðir fyrir þessi börn styttri skóla- göngu. (Í Reykjavík er hér um að ræða 96% árgangsins samkvæmt upplýsingum frá Bergi Felixsyni, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, á bls. 13 í auglýsinga- blaði frá VR, Þitt mál, sem fylgdi Morgunblaðinu snemma í febrúar.) Allir vita að börn þroskast með aldrinum, og verulega munar um hvert ár á grunnskólaaldri, svo nám á aldrinum 5 til 15 ára er ekki sam- bærilegt við nám 6 til 16 ára barna og unglinga. Fæ ég því ekki séð, hvern- ig þessi leið muni hækka menntunar- stig þjóðarinnar. Önnur leið: Að lengja hvert skóla- ár í grunnskóla en fækka þeim á móti um eitt Árangur yrði hér sá sami og af fyrstu tillögunni: Nemendur lykju grunnskólanámi 15 ára. Víða í dreifbýli þurfa nemendur að sækja framhaldsskóla fjarri heima- byggð sinni. Með styttingu grunn- skólans þyrftu þeir að fara ári yngri að heiman í framhaldsskóla. Þótt náminu lyki væntanlega að sama skapi fyrr, er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum rofum á tengslum ung- lings við heimili á við- kvæmum aldri. Þegar á allt er litið, sýnist mér að fara verði með gát að því að stytta grunnskólanámið. Meðal annars þarf að huga að því, sem mér sýnist ekki koma fram í þeirri skýrslu sem hér er fjallað um, að við lok grunnskóla lýkur skólaskyldu, og stytt- ing hennar um ár hlýt- ur að kalla á ákveðna umræðu. Sé ég raunar ekki, hvernig þessi stytting muni hækka menntunarstig þjóðarinnar. Þriðja leið: Að lengja hvert skólaár í framhaldsskóla en fækka þeim á móti um eitt Í áfangakerfi framhaldsskóla býðst einföld aðferð til að stytta nám- ið um ár, með sumarönn. Á þremur vetrum ásamt tveimur sumarönnum (eða jafnvel bara einni) komast góðir námsmenn léttilega yfir venjulegt fjögurra ára námsefni. Hinir slakari ráða hvort eð er ekki við nám til stúd- entsprófs eða sambærilegt fram- haldsskólanám á þremur árum (eru enda margir 4½ til 5 ár í framhalds- skóla með núverandi skipan), nema verulega verði slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til þessa náms. Með sumarönn gefst þeim sem hlekkst hefur á í námi auk þess tæki- færi til að bæta sig. Þessi lausn stendur nú aðeins nemendum á höf- uðborgarsvæðinu til boða, og ekki nema í einkaskóla með skóla-gjöld- um. Hafi stjórnendur ríkis og sveitar- félaga í alvöru áhuga á að ýta undir það að nemendur stytti nám sitt í framhaldsskóla um ár, þarf enga lagabreytingu til þess, einungis að skipuleggja kennslu á sumarönn í framhaldsskólum landsins. Þar með væri leystur vandi þeirra nemenda sem vilja flýta námi sínu í framhaldsskóla (og geta það), en hin- um gefinn kostur á að halda sínu striki – til dæmis að vinna með nám- inu við pítsuútburð eða önnur störf til að reka bíl og farsíma. Í sambandi við heildarendurskoð- un á lögum um skólakerfi benti sá sem þetta skráir á þessa einföldu leið til að stytta nám þeirra framhalds- skólanema sem það kysu, en varð ekki var við nein viðbrögð. Hugtakið áfangaskóli kemur hvergi fyrir í skýrslunni, sem er þó einar 100 síður. Það er eins og höf- undum hennar sé fyrirmunað að átta sig á því – eða taka mið af því – að flestir íslenskir framhaldsskólanem- ar stunda nám í áfangaskólum. Skipuleggja mætti sérúrræði fyrir bekkjaskólana, til dæmis með því að lengja árlegan starfstíma þeirra eða koma námsefni eins bekkjar fyrir innan námskeiða á tveimur sumrum. En fyrir nemendur áfangaskóla ligg- ur lausnin fyrir. Við höfum sérstöðu Í lok greinargerðar um ávinning fyrir einstaklinga og þjóðarbú af styttingu skólatímans má lesa [Þitt mál, bls. 11]: „Engin haldbær rök mæla með því að íslenskt skólakerfi sé frábrugðið skólakerfum annarra landa OECD.“ Er það svo? Höfundur þessa pistils nam kennslufræði við Edinborg- arháskóla fyrir rúmum aldarfjórð- ungi og sótti þar meðal annars fyr- irlestra hjá dr. Nigel Grant, þekktum sérfræðingi um menntakerfi ýmissa þjóða, sem fræddi hann á því að í Sovétríkjunum innrituðust nemend- ur þeirra ríkja eða landshluta, þar sem rússneska var ekki töluð, í há- skóla, ári síðar en þeir sem mæltir voru á þessa tungu. Mér sýnist að svipað eigi við um okkur. Hér er í framhaldsskólum varið verulegum tíma – mun meiri en í flestum ef ekki öllum öðrum OECD-löndum – í kennslu og nám erlendra mála. Þessu er að sjálfsögðu hægt að breyta, en það verður að gerast að vel athuguðu máli. Við höldum uppi öflugum menningartengslum við önnur Norðurlönd, og margir Íslend- ingar sækja menntun í erlenda há- skóla austanhafs og vestan, og ekki aðeins til enskumælandi þjóða. Að sjálfsögðu getur kunnátta í ensku einni erlendra tungna opnað leið til haldgóðrar menntunar, en eigum við aðeins að horfa út um einn glugga? Sá sem þetta skráir telur ekki að það muni hækka menntunarstig þjóðar- innar. Um styttingu námstíma Örnólfur Thorlacius Nám Ekki þarf lagabreytingu til að stytta nám í framhaldsskóla, segir Örnólfur Thorlacius. Sumarönn nægir. Höfundur var rektor MH. Vorum að taka upp nýjar vörur Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.