Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 43 ✝ Einar Jón Bland-on fæddist í Reykjavík 28. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum föstudaginn 1. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Inga Blandon kennari, f. í Stykkishólmi 1919, og eiginmaður henn- ar Erlendur Blandon heildsali, f. í Húna- vatnssýslu 1905. d. 1977. Einar á tvö systkini: a) sr. Hann- es Örn Blandon, prestur á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og prófastur í Eyjafjarð- arprófastsdæmi, f. 1949. Hann á tvær dætur með Marianne Penny- cook en þau slitu samvistum, þær Hönnu, f. 1977, og Söru, f. 1980. b) Iris Lilja Blandon nemi, f. 1950. Hún á dótturina Írisi, f. 1973, með Grími Bjarnasyni. Eftirlifandi 1971. Sambýliskona hans er Guð- björg Lísa Gunnarsdóttir, flug- freyja hjá Atlanta. 3) Guðrún Inga, nemi í Englandi, f. 1972, gift Guð- mari Kristjánssyni athafnamanni í Englandi. Synir þeirra eru Konráð Freyr, f. 1997, og Róbert Þór, f. 2001. Einar giftist Guðrúnu Þor- grímsdóttur 1978, þau slitu sam- vistum. Sonur þeirra er Úlfur út- varpsmaður, f. 1979. Einar var í sambúð með Önnu Sigurðardóttur meinatækni og eignuðust þau eina dóttur, Sunnu Dóru nema, f. 1986. Einar bjó með Borghildi Kristins- dóttur bónda, og dóttir þeirra er Fjóla Kristín, f. 1993. Einar út- skrifaðist með verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands árið 1963. Þá starfaði hann í Lögreglunni í Kópavogi um nokkurra ára skeið. Um þetta leyti tók hann við fyr- irtæki föður síns, Erl. Blandon og co., og rak það til dauðadags. Árið 1989 eignaðist hann Litlu-Hildisey í Landeyjum og bjó þar til dauða- dags. Útför Einars fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður á Krossi í Landeyjum á morgun, laugardag. sambýliskona Einars er Gerður Hauksdótt- ir atvinnurekandi, f. á Hvammstanga 1959. Dóttir þeirra er Unn- ur nemi, f 1985. Einar var í sambúð með Bjarndísi Ásgeirsdótt- ur hjúkrunarfræð- ingi, d. 1981. Sonur þeirra er Erlendur Birgir, flugmaður hjá Flugleiðum, f. 1965. Eiginkona hans er Að- alheiður Guðgeirs- dóttir viðskiptafræð- ingur. Börn þeirra eru Bjarndís Sjöfn, f. 1994, og Guðgeir Ingi, f. 2000. Einar giftist Ingibjörgu Kolbeinsdóttur árið 1967, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru þrjú: 1) Kolbeinn Jón athafnamaður, f. 1968. Hann á tvo syni, Grím, f. 1993, og Kolbein Nóa, f. 1999. 2) Einar Jón, flug- umsjónarmaður hjá Atlanta, f. Elsku pabbi. Lífið síðustu daga hefur verið mjög erfitt fyrir alla fjöl- skylduna. Það var svo átakanlegt að sjá þig svo þjáðan, liggja í rúminu og bíða eftir dauðanum, og að geta ekk- ert hjálpað þér. En ég var fegin að fá tækifæri til að geta verið hjá þér þegar stundin rann upp. Og ég veit að nú líður þér miklu betur. Það er bara svo erfitt að trúa því að þú sért farinn, þótt ég hafi vitað í nokkra mánuði að þú værir á leiðinni í burtu. Lífið þitt var alls ekki auðvelt, og mér þykir svo fyrir því að hafa ekki getað eytt meiri tíma af því með þér. Þrátt fyrir það vil ég bara að þú vitir að þú verður alltaf pabbi minn, og það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir þig. Ég mun alltaf minnast þín og ég vona að við munum hittast einhvern tíma aftur í öðru lífi. Ég elska þig elsku pabbi minn. Þín Sunna Dóra. Jæja, elsku Einar frændi, þá er þetta búið. Það er sárt að kveðja en ég veit að þér líður miklu betur og það er gott að vita að þú ert laus við allar þessar þjáningar. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú tókst mig með á jólaball þegar þú fórst með börnin þín, keyptir handa mér páskaegg og dúkkuvagninn, sem hún dóttir mín leikur sér með í dag, gafstu mér í af- mælisgjöf þegar ég var þriggja ára. En það sem mér er þó minnisstæðast er það að þegar ég var 16 ára, með unglingaveikina, og var send til Þýskalands, þá fréttir þú að ég væri með mikla heimþrá og hringdir dag- lega í mig, komst í heimsókn og gafst mér peninga. Ég minnist líka bíltúr- anna sem við fórum í síðustu dagana þína og alls þess sem við töluðum um. Elsku Einar minn, þú varst búinn að vera svo mikil hetja. Það var líka æðislega gaman þegar þú kallaðir öll börnin þín í heimsókn og ömmu Ingu, mig, Silvu Líf dóttur mína, Hönnu og Söru, dætur hans Arnar bróður þíns, og lést ljósmyndara taka af okkur myndir. Þegar flestir voru farnir, þá fórstu í spariföt og lést taka myndir af þér og hundunum þínum – lýsir þetta þér ekki svolítið? Og hverjum dettur það í hug öðrum en þér að fara á sýningar og í inn- kaupaferð til Þýskalands og Hol- lands og skilja lyfin öll eftir heima? Ég vil líka þakka þér fyrir hvað þú varst góður við hana Silvu Líf mína, hún er ennþá að tala um að þú eigir að koma í mat og hún eigi að fara í fínan kjól, og um daginn vorum við að tala um leikhúsferð og þá vildi hún að Einar kæmi líka. Elsku amma Inga, mamma, Hann- es Örn, Gerður og frændsystkini, ég vona að Guð gefi okkur öllum styrk í sorginni. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (Matt. Joch.) Elsku Einar minn, við þökkum allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Þínar stelpur, Íris yngri og Silva Líf Blandon. Ég kynntist Einari Blandon fyrir um fimmtán árum. Bróðir hans, Hannes Örn, sem var kunningi minn, hafði sagt mér að Einar væri í hest- um og ætti hesthús í Gusti. Mig vant- aði hesthúspláss fyrir tvo hesta og ákvað því að leita hófanna hjá Einari. Er skemmst frá því að segja að Ein- ar tók þessari beiðni minni vel þann- ig að næsta vetur var ég kominn í hans hús með hrossin tvö. Og ekki líkaði okkur hjónum vistin verr en svo að við vorum leigutakar hjá Ein- ari í alls fjóra vetur, eða allt þar til hann seldi og flutti með hross sín út í sveit árið um kring. Það var líf og fjör í hestamennsk- unni á þessum árum og þar átti Ein- ar sjálfur ekki hvað minnstan þátt. Hann átti á þessum tíma ágætan reiðhestakost, hafði leitað fanga austur á Stóðhestastöð, hjá Sveini á Sauðárkróki og víðar. Meðal höfð- ingja í húsinu má nefna Austra, Hrana, Skugga, Sval og Svarthöfða, sem var aðalreiðhestur Einars, eink- um þegar mikið lá við. Einar var óspar á að lána hesta sína og kom það sér vel á þessum árum fyrir hestfáa leigjendur hans. Þó svo sá sem þetta ritar teldi sig þá vita allt um hesta og reiðmennsku var Einar sem betur fer greinilega ekki á sama máli. Hann hóaði í Ella Sig og fyrr en varði voru allir komnir með hesta sína, eða í mörgum tilfellum Einars, á reið- námskeið. Og þá kom í ljós, sem Ein- ar svo sem vissi, að þeir sem allt þótt- ust kunna gátu bætt verulega við takmarkaða þekkingu sína. Enda var eins gott að menn og konur væru orðin sæmilega reiðfær þegar kom að sjálfri sleppiferðinni, en þá var lagt af stað með hrossareksturinn beint frá hesthúsinu en ekki verið að teyma út fyrir bæinn eins og flestir gera nú. Gekk þá oft mikið á eins og sjá mátti í kartöflugörðum og víðar. En mikið var gaman. Ég tel mig hafa verið lánsaman að kynnast Einari Blandon á þessum árum. Hann var drengur góður sem sagði sína meiningu umbúðalaust við hvern sem var eins og hann átti skap og kyn til. En undir yfirborðinu var ljúf og notaleg sál, sem lét sér annt um samferðamenn, ekki síst þá sem minna máttu sín. Það er með söknuði sem ég kveð nú vin minn Einar Blandon og votta öllum aðstandendum hans samúð mína. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. EINAR JÓN BLANDON ✝ Eyjólfur Her-mannsson fædd- ist á Grímslæk í Ölf- usi 14. mars 1927. Hann lést á Drop- laugarstöðum 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Eyjólfs- son, kennari, hrepp- stjóri og oddviti Ölf- ushrepps, f. 1. júlí 1893, d. 17. mars 1973, og Sólveig Sigurðardóttir hús- freyja, f. 1. október 1898, d. 2. nóvember 1987. Systkini Eyjólfs eru: 1) Ragnar, f. 21. febrúar 1928. 2) Hermann, f. 31. janúar 1929. Hann var ættleiddur af Helga Eyjólfssyni bróður Hermanns og Guðbjörgu systur Sólveigar 3ja ára gamall. 3) Ársæll, f. 24. apríl 1931. 4) Rósa, f. 6. febrúar 1933. 5) Marta Sigríður, f. 17. júlí 1934. 6) Sigurður, f. 13. júní 1943. Eyjólfur kvæntist 26. septem- ber 1959 eftirlifandi eiginkonu sinni Bryndísi Tómasdóttur, f. 19. maí 1929. Hún var við nám og Kristín Helga Gísladóttir, f. 19. júlí 1969. 3) Ása Sigríður sölu- fulltrúi, f. 21. júlí 1967, gift Einari Júlíussyni verktaka, f. 27. júní 1968. Synir þeirra eru Viktor Hrafn, f. 12. júlí 1988, og Þór, f. 22. júlí 2000. 4) Eydís hár- greiðslumeistari, f. 27. júlí 1968, gift Davíð Ágústi Sveinssyni gæðastjóra, f. 12. október 1969. Börn þeirra eru Tanja Líf, f. 3. apríl 1997 og Ívan Sær, f. 12. mars 2001. 5) Anna Katrína versl- unarstjóri, f. 7. mars 1974. Eyjólfur fluttist með foreldrum sínum að Gerðakoti í Ölfusi þar sem hann ólst upp. Hann lauk námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Hann var fram- kvæmdastjóri hjá Vinnufatagerð Íslands þar sem hann starfaði yfir 40 ár. Eyjólfur var mikill félags- málamaður, var m.a. Akoges- félagi, stofnfélagi í K-21, Oddfel- lowfélagi í stúkunni Hallveigu. Hann var einn af stofnfélögum Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og var í Heklu, fyrsta Kiwanis- klúbbi landsins. Hann hefur verið í stjórn allra þessara félaga ýmist sem ritari eða gjaldkeri. Eyjólfur var einnig stofnfélagi Parkinson- samtakanna á Íslandi en þau verða 20 ára á næsta ári. Útför Eyjólfs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. störf í Svíþjóð 1952– 55. Píanókennari í Reykjavík og síðustu árin fulltrúi hjá Skólasafnamiðstöð, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. For- eldrar hennar voru Tómas Albertsson, prentari, f. 23. des- ember 1896, d. 5. júní 1955 og Ása Sigríður Stefánsdóttir, hús- móðir, f. 21. júní 1905, d. 11. nóvember 1990. Börn Bryndísar og Eyjólfs eru: 1) Hermann viðskiptafræðingur, f. 11. apríl 1960, kvæntur Sigrúnu Erlu Siggeirsdóttur flugfreyju, f. 3. nóvember 1961. Synir þeirra eru Hreiðar Már, f. 10. mars 1983, og Andri Dagur, f. 27. október 1992. 2) Tómas flugstjóri, f. 4. september 1962, kvæntur Hrefnu Einarsdóttur húsmóður og flug- freyju, f. 25. júní 1969. Börn þeirra eru Hekla, f. 11. maí 1995, og Tumi, f. 18. september 2000. Fyrir átti Tómas soninn Tómas Árna, f. 10. apríl 1989, móðir Þegar við minnumst föður okkar koma margar ánægjulegar minn- ingar upp í hugann. Hann var ein- staklega góð fyrirmynd, yfirvegað- ur, vinnusamur, heiðarlegur, tryggur og með góða kímnigáfu. Okkur leið alltaf vel hjá pabba því hann hafði góða nærveru. Auðvelt var að leita til hans vegna þess að hann sýndi mikinn skilning og hafði alltaf góð ráð við öllu; þegar við höfðum spurningar hafði hann svör- in. Hann kenndi okkur góða siði og lagði okkur lífsreglurnar á sinn sér- staka og yfirvegaða máta. Hann var dagsfarsprúður og fátt kom honum úr jafnvægi. Allir voru jafnir í hans huga, hann hallmælti aldrei neinum og átti auðvelt með að finna kosti hvers og eins. Hann sýndi mjög mikinn dugnað og þrek í veikindum sínum og lét aldrei í ljós hversu veikur hann var í raun. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt yndislegar, notalegar og lærdómsríkar samverustundir með pabba. Takk fyrir að vera svona einstak- ur og ástríkur faðir. Guð geymi þig. Hermann, Tómas, Ása, Eydís og Anna Katrína. Það mun líklega hafa verið nokkru fyrir árið 1950 er ég kynnt- ist Eyjólfi Hermannssyni þegar hann kom til starfa hjá Vinnufata- gerð Íslands hf., fyrirtæki sem faðir minn rak. Minnisstætt er, hversu greiðvikinn hann var og ávallt tilbú- inn að veita aðstoð ef á þurfti að halda, jafnvel þó að það gengi út fyr- ir vinnutíma hans. Seinna fór ég ut- an til náms og starfa og kom aftur heim að allmörgum árum liðnum og endurnýjuðust kynni okkar Eyjólfs. Hann var þá líklega sá starfsmað- ur á skrifstofu fyrirtækisins sem einna mest mæddi á og það mátti einna síst án vera. Hann var vinnu- samur, samviskusamur og vandað- ur. Slíkir menn eru burðarstoðir velmegandi fyrirtækja og þá um leið þeir sem sameiginlega tryggja að starfsemi atvinnulífsins gangi snurðulaust fyrir sig. Annað sem þeir eiga sameiginlegt er að vera ekki í þeim hópi manna sem eilíft blása sig út og auglýsa. Heldur vinna þeir störf sín af elju og sam- viskusemi í kyrrþey. Þannig maður var Eyjólfur. Alls vann hann hjá Vinnufata- gerðinni í meira en fjörutíu ár. Hann varð skrifstofustjóri fyrirtækisins og að síðustu framkvæmdastjóri. Því miður varði sá þáttur starfsævi hans ekki lengi vegna hjartaáfalls er hann varð fyrir. Hann var á bata- vegi frá því, er annar sjúkdómur fór að herja á hann og leiddi til langvar- andi heilsubrests. Eyjólfur tók þessu öllu með karlmennsku og þeirri yfirvegun sem honum var lag- in. Nú hefur sjúkdómurinn lagt hann að velli. Ég votta Bryndísi konu hans og öðrum ástvinum samúð mína. Ágúst Valfells. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku pabbi minn, takk fyrir að vera alltaf svona yndislegur og góð- ur. Þín dóttir, Anna Katrína. Þinn andi var sem undurblíður blær, sem bætti andrúmsloftið fólki í hag. Í kringum þig var kærleikurinn nær, þín kæra minning lifir sérhvern dag. Og þó að ríki sorg um sólarlag og söknuðurinn væti marga brá. Ég veit þú lifir fagran dýrðardag í dásemdum sem reyndar allir þrá. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Hreiðar Már, Viktor Hrafn, Tómas Árni, Andri Dagur, Hekla, Tanja Líf, Þór, Tumi og Ívan Sær. Kveðja frá „K-21“ Áreiðanlegur, traustur, heiðar- legur og vinur vina sinna, eru þau lýsingarorð sem mér dettur í hug ef ég ætti að lýsa Eyjólfi í fáum orðum. Eyjólfur lauk námi úr Samvinnu- skólanum og hóf þá störf hjá Vinnu- fatagerð Íslands, þar sem hann starfaði yfir 40 ár, lengst af sem skrifstofustjóri eða allt þar til heils- an bilaði fyrir u.þ.b. 20 árum. Fyrstu kynni mín af Eyjólfi voru við stofnun Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi. Þar valdist hann fljótt til trúnaðarstarfa, sem hann sinnti af dugnaði og trúmennsku. Hann var óvenju hógvær og einn af þeim mönnum sem ávallt eru reiðubúnir til starfa og ávallt kallaðir til en sóttist aldrei eftir metorðum. Við áttum einnig samleið í Oddfellow reglunni en mestu og bestu kynni mín af Eyjólfi voru í starfi okkar í „K-21“. Þótt Eyjólfur hafi aldrei verið formaður þess félagsskapar, var hann framkvæmdastjóri og gjaldkeri félagsins frá stofnun 1967 allt til ársins 1995 og hvíldi nánast allur rekstur þess á hans herðum. Erfitt er að ímynda sér að allt það starf hefði getað gengið án hans at- beina. Það sem einkenndi öll störf hans var vandvirkni og nákvæmni. Margar ánægjustundir áttum við saman bæði á Laugarvatni og vest- ur í Barðastrandarsýslu, svo og á ótal ferðum innanlands sem utan. Við félagarnir í „K-21“ geymum í minningunni samverustundirnar með Eyjólfi og söknum hans. Við vottum Bryndísi og börnunum inni- lega samúð okkar. Þórir Lárusson. EYJÓLFUR HERMANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.