Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í TILEFNI af 90 ára afmæli
Verkfræðingafélags Íslands er
verðugt að staldra við, líta um öxl,
spyrja spurninga og ganga síðan
fram á veg, inn í íslenska verk-
fræðiveröld. Starfssvið verkfræð-
inga hefur í gegnum ár og aldir
snúist um hönnun og mannvirkja-
gerð. Ímynd verkfræðingsins er
maður með hjálm á byggingarstað
eða maður við teikniborð. Það voru
frumkvöðlar, sem stuðluðu að
þeirri velmegun sem við lifum við í
dag, sem skópu þessa ímynd.
En hvað er verkfræði? Verk-
fræði er skilgreining á forsendum,
greining á aðstæðum og ákvarð-
anataka. Þetta snýst fyrst og
fremst um það að leysa vandamál
eða uppfylla þarfir. Beita aðferð-
arfræði raunvísinda til að greina
vandamálið og breyta því í verk-
efni sem síðan er hægt að leysa
eða finna bestu lausn á. Eins og
sagan hefur sannað hefur þessi að-
ferðarfræði verið notuð við hönnun
mannvirkja, orkuvæðingu, rafvæð-
ingu og þróun upplýsingatækni
hér á landi. En starfssvið verk-
fræðinga hefur þróast hratt á und-
anförnum árum og fjölbreytni hef-
ur aukist. Nýútskrifaðir verk-
fræðingar eru farnir að beita
aðferðarfræði verkfræðinnar við
lausn víða í þjóðfélaginu. Allt frá
því að leysa vandamál, sem aðstoð-
armenn ráðherra, yfir
í að svara spurningum
lífsgátunnar með
fræðilegum grunn-
rannsóknum. En hvert
stefnir? Með auknu
flækjustigi þjóðfélags-
ins er ríkari þörf fyrir
kerfisbundnar lausnir
og skipulagða ákvarð-
anatöku. Veröldin sem
við lifum í, stefnir í
margslunginn orku-,
iðnaðar- og tækni-
heim, sem þarf að vera
í góðri tengingu við
umhverfisverndun
landsins. Þetta er ís-
lensk verkfræðiveröld!
Er hægt að kenna verkfræði, er
hægt að kenna fólki að leysa
vandamál? Með góðum nemendum
úr framhaldsskólum landsins er
þetta hægt. Það er gert með því að
kenna hagnýtar og fræðilegar
verkfræðigreinar ofan á öflugan
raungreinagrunn sem samanstend-
ur af stærðfræði, eðl-
is- og efnafræði
ásamt tölvunarfræði.
Með tilkomu meist-
ara- og doktorsnáms
við verkfræðideild
Háskóla Íslands, hafa
grunnrannsóknir í
verkfræði náð nýrri
vídd. Með samstarfi
við framsýn og öflug
fyrirtæki hafa meist-
ara- og doktorsnemar
styrkt íslenskan iðn-
að og aukið skilning á
grunnatriðum fag-
legrar vinnu. Mýtan
um nauðsyn þess að
íslenskir verkfræð-
ingar taki framhaldsnám við er-
lenda háskóla hefur verið farar-
tálmi. En með því að skapa
alþjóðlegt umhverfi við verkfræði-
deild HÍ og með samstarfi við er-
lenda háskóla þar sem nemendur
við HÍ taka oft eitt eða tvö miss-
eri, er stuðlað að erlendu víðsýni
og íslenskri rannsóknarstarfsemi.
Á umbrotatímum er mikilvægt
fyrir verkfræðinga að halda vöku
sinni, stunda símenntun og standa
saman í öflugu félagsstarfi. Gróð-
ursetjum ný tré og ræktum starf-
ið.
Íslensk verk-
fræðiveröld
Magnús Þór
Jónsson
Höfundur er stjórnarmaður í VFÍ.
Verkfræðingar
Á umbrotatímum er
mikilvægt fyrir
verkfræðinga, segir
Magnús Þór Jónsson,
að halda vöku sinni,
stunda símenntun og
standa saman í öflugu
félagsstarfi.
UNIFEM á Íslandi skorar á þig að
gera þér og öðrum gott. Það geturðu
með því að hreyfa þig. Þú getur farið í
göngutúr eða fjallgöngu, farið á
hlaupabretti eða hjólreiðatúr, synt
eða sparkað bolta fyrir konur í Afg-
anistan.
Undanfarna mánuði hefur heimur-
inn orðið vitni að alþjóðlegum mót-
mælum vegna valdaleysis og kúgunar
afganskra kvenna. Nú er rétti tíminn
fyrir alþjóðasamfélagið að styðja við
bakið á þeim og veita þeim aðstoð við
að öðlast viðurkennd réttindi.
Mikill meirihluti afganskra kvenna
hefur engan aðgang að hreinu vatni,
rafmagni eða sorphirðu. Aðeins 3%
afganskra kvenna eru læs og 16%
kvenna deyja af barnsförum.
Enduruppbygging landsins verður
langt og erfitt ferli. Konur í Afganist-
an gegna lykilhlutverki við að end-
urreisa sveitir, borgir og landið allt.
En framlag þeirra þarf að fá viður-
kenningu, vera metið að verðleikum
og fá stuðning. Í samvinnu við afg-
anskar konur búsettar í Afganistan
og annars staðar í heiminum hefur
UNIFEM í New York lagt áherslu á
fjögur lykilatriði þar sem þörf er að-
gerða strax.
Hið fyrsta er öryggi afganskra
kvenna. Þær búa við mikið óöryggi á
götum úti og það ríkir þagnarmúr um
heimilisofbeldi á konum. Ofbeldi á
konum þarf að linna.
Annað lykilatriðið eru aukin rétt-
indi kvenna. Fylgst verði með því að
ekki sé brotið á réttindum þeirra,
skýrslur verði skrifaðar um réttinda-
brot og leitað verði lausna.
Aukin pólitísk áhrif og þátttaka í
ríkisstjórn er þriðja atriðið. Konur
taki þátt í ríkisstjórn m.a. til að fylgja
því eftir að samþykktir konum til
handa séu virtar.
Fjórða lykilatriðið
er fjárhagslegt öryggi
kvenna. Konum verði
útveguð atvinna og
þeim greidd mann-
sæmandi laun.
Sitjum ekki aðgerð-
arlaus hjá, sýnum
samstöðu á táknræn-
an hátt. Göngum fyrir
konur í Afganistan og
samgleðjumst þeim
að mega nú aftur
ganga frjálsar á göt-
um úti. Gleðjumst
með stelpunum sem
geta nú í fyrsta sinn
farið í skóla og konum
sem geta haldið áfram að mennta sig.
Leggjum okkar af mörkum til að auð-
velda þeim að ná takmarki sínu.
Þú velur stað og stund. Þú getur til
dæmis gengið í dag á alþjóðlegum
baráttudegi kvenna, sumardaginn
fyrsta, 1. maí eða bara ákveðið að
helga einn góðan göngutúr málstað
kvenna í Afganistan. Þú getur ákveð-
ið að efna til hópgöngu
með vinum eða vinnu-
félögum, safnað saman
konum í fjölskyldunni –
eða körlum, dætur geta
gengið saman, mæðgin,
feðgin. Þú heitir á sjálfa
þig að fyrir 31. maí helgir
þú konum í Afganistan
einhverja tegund hreyf-
ingar og látir ákveðna
upphæð renna til UNI-
FEM til styrktar þeim.
97% afganskra kvenna
eru ólæs. Á þessum al-
þjóðlega baráttudegi
kvenna vill UNIFEM á
Íslandi sýna samstöðu
með afgönskum konum
og styrkja þær til að læra að lesa.
Hreyfum okkur fyrir afganskar kon-
ur. Áheit er hægt að leggja inn á
reikning UNIFEM á Íslandi nr. 137-
26-13187 í Landsbankanum.
Kristín
Jónsdóttir
Alþjóðakvennadagur
Aðeins 3% afganskra
kvenna eru læs, segir
Kristín Jónsdóttir, og
16% kvenna deyja af
barnsförum.
Höfundur er varaformaður
UNIFEM á Íslandi.
Göngum fyrir konur
í Afganistan
Nauðungarsölur
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1,
Sauðárkróki, föstudaginn 15. mars 2002, kl. 14.00, á eftirtöld-
um eignum:
Ás 2, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Einars Vals Valgarðsson-
ar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Íslands-
banki hf.
Kringlumýri, Akrahreppi, þingl. eign Sigurður Hansen. Gerðarbeið-
endur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Íbúðalánasjóður.
Lambeyri, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Lambeyrar hf.
Gerðarbeiðandi er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis.
Messuholt, verkstæði, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Gunnars
Ágústssonar. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins.
Syðri-Breið, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Kjartans Björgvins-
sonar. Gerðarbeiðandi er Búnaðarbanki Íslands hf.
Vatnsleysa, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóns Friðrikssonar
og Björns F. Jónssonar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnað-
arins og Íslandsbanki hf.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
6. mars 2002.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
1, Ísafirði, þriðjudaginn 12. mars 2002 kl. 14:00 á eftirfarandi
eignum:
Árholt 7, Ísafirði, þingl. eig. Renu Khiansanthiah og Ægir Hrannar
Thorarensen, gerðarbeiðendur Gjaldskil ehf. og Landsbanki Íslands,
höfuðstöðvar.
Fjarðarstræti 4, 0201, Ísafirði, þingl. eig. Ása Kristveig Þórðardóttir
og Jens Magnússon, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Góuholt 8, Ísafirði, þingl. eig. Arnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur
Ingvar Helgason hf. og Lífeyrissjóður Vestfirðinga.
Hrunastígur 1, Þingeyri, þingl. eig. Hlynur Aðalsteinsson, gerðarbeið-
endur Íbúðalánasjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Vátrygginga-
félag Íslands hf.
Pramminn Fjölvi skskr.nr. 2196, þingl. eig. Sjóverk ehf., Ísafirði, gerð-
arbeiðandi Byggðastofnun.
Silfurgata 2, 0201, Ísafirði, þingl. eig. Gróa María Böðvarsdóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Suðurgata 870, 0101, 505,6 fm eða 24,55%, Ísafirði, þingl. eig. Suður-
gata 9, Ísafirði ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Túngata 4, Flateyri, þingl. eig. Leikfélag Flateyrar, gerðarbeiðandi
Vátryggingafélag Íslands hf.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
7. mars 2002.
FÉLAGSSTARF
Kópavogsbúar
Opið hús
Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs-
búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli
kl. 10.00 og 12.00 í Hamraborg 1, 3. hæð.
Þar gefst Kópavogsbúum kostur á að hitta
alþingismenn, bæjarfullrúa, nefndarfólk og aðra
trúnaðarmenn flokksins, skiptast á skoðunum
og koma málum á framfæri.
Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður, og
Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi, verða
til viðtals í Opnu húsi á morgun, laugardaginn
9. mars.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsala
til slita á sameign
Uppboð til slita á sameign mun byrja á skrifstofu embættisins,
Suðurgötu 1, Sauðárkróki, föstudaginn 15. mars 2002,
kl. 14.00, á eftirtalinni eign:
Keflavík, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Magnúsar Boga
Péturssonar, Gunnars Péturssonar, Soffíu Bjargar Pétursdóttur,
Þóru Guðrúnar Jónsdóttur, Önnu Jónsdóttur og Péturs Árna Jóns-
sonar. Gerðarbeiðendur eru Anna Jónsdóttir og Pétur Árni Jónsson.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
6. mars 2002.
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Huglækningar/heilun
Sjálfsuppbygging.Samhæfing
líkama og sálar.Áran.
Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 milli
kl. 18.00 og 19.00.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 182388 Sk.
I.O.O.F. 12 182387½ Kk.
Í kvöld kl. 21 verða Jón L. Arn-
alds og Birgir Bjarnason með
„Hugleiðingar um hugljómun“ í
húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15—17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Sigurlaugar
Þorkelssonar: „Hvert liggur leið-
in?“
Á sunnudögum kl. 17—18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30—
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is
Aðalfundur Ferðafélags Ís-
lands verður haldinn í FÍ-saln-
um, Mörkinni 6, fimmtudag-
inn 14. mars kl. 20.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfund-
arstörf. Félagar, fjölmennið.
Dagsferð fyrir gönguskíða-
fólk sunnudaginn 10. mars kl.
10.30, farið út í óvissuna. Verð
kr. 1.500/1.800.
Miðvikudagur 13. mars kl.
20.30. Myndasýning í sal FÍ í
Mörkinni 6. Ólafur Sigurgeirsson
mun sýna. Verð kr. 500, kaffiveit-
ingar innifaldar.
Byrjað er að bóka í tveggja daga
ferð í Landmannalaugar um
páska. Munið að staðfesta
pantanir í sumarleyfisferðir,
biðlistar eru komnir í sumar
ferðir. www.fi.is .
Dagskrá FÍ bls. 619 í textavarp-
inu. Góða ferð.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNA
mbl.is