Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ hreinlætistæki Heimilisdagar Ver› á›ur 27.885 kr. Ver› nú 22.295 kr. Ver› 29.835 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is Ver› á›ur 2.140 kr. Ver› nú 1.695 kr. Ver› á›ur 64.768 kr. Ver› nú 51.795 kr. Ver› á›ur 37.295 kr. gólfefni málning ljós Blöndunartæki 10-40% afsláttur Salerni á vegg Silgranit hornvaskur Sturtuhaus FYRIR rúmum 20 árum náðu sósíal- istar völdum í Grikklandi og hétu því að breyta stjórnmálakerfi, sem þeir sögðu einkennast af hroka, spillingu, ábyrgðarleysi og klíkuskap valdhafa. Nú standa þeir frammi fyrir sams konar ásökunum og gangtruflana verður vart í þessari miklu stjórn- málavél, sem stjórnað hefur Grikk- landi í 18 af síðustu 20 árum. Hneykslum og spillingarmálum hefur bókstaflega rignt yfir gríska Sósíalistaflokkinn og leiðtoga hans, Kostas Simitis forsætisráðherra. Ásakanirnar eru fjölbreytilegar, allt frá ólöglegri veðmálastarfsemi til njósna og dularfullra samninga, sem nokkrir af ríkustu mönnum þjóðar- innar hafa tengst. Sósíalistar sæta einnig harðri gagnrýni fyrir að hafa klúðrað með afgerandi hætti undirbúningi fyrir Ólympíuleikana árið 2004. „Óþefur hefur lagst yfir stjórn- málalífið í landinu,“ sagði Kostis Stephanopoulos, forseti Grikklands, á dögunum en hann hefur lítil sem engin formleg völd. Skoðanakannanir gefa til kynna að fólkið í landinu sé sama sinnis; í nýlegum könnunum hafa meira en 80% aðspurðra lýst þeirri skoðun sinni að pólitísk spilling sé almenn í Grikklandi. Því er jafnvel spáð að at- burðarásin á Ítalíu kunni að endur- taka sig í Grikklandi og þá vísað til þess hvernig ítalska stjórnmálastétt- in var felld af stalli sínum á síðasta áratug þegar dómskerfið þar í landi lét loksins til skarar skríða gegn spillingunni. Alltjent hefur upphaf hreinsunarinnar á Grikklandi reynst svipað; á Ítalíu hófst þessi atburða- rás einnig með takmörkuðum rann- sóknum, sem síðan hlóðu utan á sig og urðu að risastórum snjóbolta sem valtaði yfir gjörvallt valdakerfið. „Stóra spilakassamálið“ Í febrúar sýndi einkarekin sjón- varpsstöð myndskeið af þingmanni Sósíalistaflokksins þar sem hann var að stunda fjárhættuspil í óskráðum spilakassa. Maðurinn var formaður þingnefndar, sem skipuð hafði verið til að ráðast gegn ólöglegri veðmála- starfsemi í landinu. Málið hlóð utan á sig því í ljós kom að spilakassinn var aðeins einn af mörg þúsund, sem reknir voru víða en höfðu verið „dulbúnir“ þannig að þeir líktust hefðbundnum tölvu- leikjakössum. Sósíalistar voru vænd- ir um að hafa leitt málið hjá sér þótt þeim hefði verið fullkunnugt um það. Örvænting greip um sig innan rík- isstjórnarinnar og tilkynnt var að stjórnvöld hygðust leggja til að allir tölvuleikjakassar – líka þeir, sem ætlaðir eru börnum og unglingum – yrðu bannaðir á almannafæri. Þá skipaði Simitis ráðherrum að skila skýrslum þar sem þeir tíunduðu hvar þeir teldu að spillingu væri helst að finna í ráðuneytum sínum. Spilakassamálið reyndist hins vegar stormur í vatnsglasi miðað við næsta hneykslið, sem reið yfir. Hafin var rannsókn á umsvifum Sókrates- ar Kokkalis, sem er helsti síma- og fjarskiptakóngur Grikkja. Á meðal þess, sem tekið var til skoðunar, voru upplýsingar þess efnis að Kokkalis tengdist fyrrum leyniþjón- ustu A-Þýskalands og að hann hefði tekið að sér að koma ólöglegum pen- ingagreiðslum til grískra sósíalista og annarra stjórnmálaflokka. Fyrir- tæki í eigu Kokkalis hafa verið helstu birgjar ríkissímafélagsins og sósíalistar hafa verið nátengdir Kokkalis og fyrirtækjum hans. Kokkalis, sem er einnig eigandi Olympiakos Piraeus-knattspyrnu- félagsins, hefur neitað þessum ásök- unum. Nú bíða menn þess að sak- sóknarar taki ákvörðun um hvort birta eigi kærur á hendur honum eða hvort málið verði látið niður falla. Sambandsleysi Fram til þessa hafa stjórnvöld sagt að ásakanir um hneyksli og spillingu megi einkum rekja til stjórnlausra, óháðra fjölmiðla, hægri manna, sem hyggist steypa lýðræð- inu, og „myrkraafla“, sem hafi ein- sett sér að koma stjórninni frá. Sós- íalistar hafa hins vegar ekki nafn- greint þá, sem að baki standa. „Mennirnir, sem stjórnað hafa landinu síðustu 20 árin, reyna nú að villa um fyrir þjóðinni. Þeir eru að reyna að gára vatnið,“ sagði Kostas Karamanlis, leiðtogi Nýs lýðræðis, helsta stjórnarandstöðuflokksins, sem var við stjórnvölinn 1990–1993. Þingkosningar eiga hins vegar ekki að fara fram í Grikklandi fyrr en í apríl 2004 og ólíklegt er talið að sósíalistum verði þröngvað til að efna til þeirra fyrr, til þess er þing- styrkur þeirra of mikill. En meira að segja dyggustu flokkshestar eru teknir að þvo hendur sínar af fram- göngu stjórnarinnar. „Landinu er illa stjórnað. Raunar er landinu alls ekki stjórnað,“ sagði Þeódóros Pangalos, fyrrum utanríkisráðherra sósíalista, sem áður var náinn ráð- gjafi Simitis forsætisráðherra. Nú líkir hann stjórn hans við lénsveldi þar sem foringinn skilji alls ekki hagsmuni og sjónarmið venjulegs fólks og þarfnist „kraftaverks“ til að sigrast á vandanum. „Óþefur liggur yfir stjórnmálalífinu“ Hneyksli og spill- ingarmál grafa undan stjórn grískra sósíalista Reuters Sókrates Kokkalis fagnar sigri Olympiakos í grísku knattspyrnunni en hann er eigandi liðsins. Hann leikur stórt hlutverk í spillingarmálunum. Aþenu. Associated Press. ROBERT Ray, sérskipaður sak- sóknari í málum Bills Clintons, segist hafa haft „nægar sannanir“ til að lögsækja forsetann fyrrver- andi fyrir meinsæri og telur líklegt að hann hefði verið dæmdur sekur ef komið hefði til lögsóknar eftir að hann lét af embætti. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ray birti í fyrradag. Hann ákvað að lögsækja ekki Clinton í ljósi fjársekta og annarra refsinga sem forsetinn fyrrverandi hefur sætt. Clinton samþykkti meðal annars að greiða andvirði 2,5 milljóna króna í sekt og að hann yrði svipt- ur lögmannsréttindum í fimm ár. Ray sagði í fyrra að hann kynni að lögsækja Clinton fyrir að bera ljúgvitni og leggja stein í götu réttvísinnar í tengslum við rann- sókn á kynferðislegu sambandi hans við Monicu Lewinsky, starfs- stúlku í Hvíta húsinu. Ray til- kynnti hins vegar 19. janúar í fyrra, síðasta dag kjörtímabils Clintons, að ekki kæmi til lög- sóknar. Ray sakaður um lögbrot Demókratar gagnrýndu í gær þá staðhæfingu Rays að Clinton hefði líklega verið sakfelldur ef hann hefði verið lögsóttur. Þeir vitnuðu til lagabreytingar frá 1994 um störf sérskipaðra saksóknara og sögðu að þeir ættu „að einbeita sér að staðreyndunum og sönnunar- gögnunum og forðast órökstuddar yfirlýsingar um hugsanlega niður- stöðu þegar ekki kemur til ákæru“. „Ég tel að Ray hafi brotið lögin frá 1994 þar sem segir að sérskipaðir saksóknarar eigi ekki að nota lokaskýrsluna sem tæki- færi til að taka afstöðu til málefn- anna,“ sagði Jennifer Palmieri, fyrrverandi talsmaður Clintons. Ray tók við rannsókninni á mál- um Clintons af Kenneth Starr. Hún stóð í tæp sjö ár og kostaði andvirði sjö milljarða króna. Skýrsla um rannsókn Lewinsky-málsins Telur að Clint- on hefði verið sakfelldur Washington. AFP, AP. Demókratar hafna Condit BANDARÍSKI þingmaðurinn Gary Condit galt afhroð í forkosningum demókrata í Kaliforníu á þriðjudag vegna þingkosninga í nóvember. Er ósigurinn rakinn til sambands hans við Chöndru Levy, stúlku sem hvarf í Washington fyrir tæpu ári. Er þetta í fyrsta sinn sem Condit bíður ósigur í kosningum í þrjátíu ár. Hann átti sæti í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings í sjö kjörtímabil. Condit fékk 37% atkvæðanna og Dennis Cardoza, fyrrverandi aðstoð- armaður hans, fékk 55,3%. Condit er ekki grunaður um aðild að hvarfi Levy en hann reyndi að leyna sambandi sínu við hana og mörgum kjósendum ofbauð framkoma hans. Linda Sanchez, 32 ára demókrati, sigraði í forkosningum í öðru kjör- dæmi í Kaliforníu, en systir hennar, Loretta Sanchez, á sæti í fulltrúa- deildinni. Nái þær kjöri verða þær fyrstu systurnar á Bandaríkjaþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.