Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 53
HUNDASÝNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 53 Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn 22. mars 2002, í Súlnasal Hótel Sögu og hefst fundurinn kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, gr. 4.03. 2. Tillaga um breytingu á 2. gr. samþykkta félagsins, um heimild til handa stjórnar að skrá hlutafé félagsins í erlendri mynt (evrum). 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum skv. 55. grein hlutafélagalaga. 4. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu félagsins að Fornubúðum 5, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. mars og fyrir hádegi fundardag. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra, framleiðendur og starfsmenn SÍF hf. á Hótel Sögu og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á Hótel Sögu í tengslum við aðalfund. Hafnarfjörður, 28. febrúar 2002 Stjórn SÍF hf. SÍF HF. AÐALFUNDUR N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 5 6 4 9 /s ia .is ÞÝSKUR fjárhundur, að nafni Gunnarsholts-Baroness, var um síð- ustu helgi valinn fallegastur úr hópi 300 hunda af 45 tegundum. Baron- ess er íslenskur meistari og fjögurra ára gömul tík í eigu Hjördísar Ágústsdóttur. Ræktunarhópur Hjördísar var jafnframt valinn besti ræktunarhópur sýningarinnar. Þá var annar besti öldungur sýningar átta ára gömul tík í eigu Hjördísar, Xandra Vom Laacher-Haus. Hún er móðir Baroness og er bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari. „Þetta er mjög ánægjulegt og mér finnst alltaf sérstakt fagnaðarefni þegar hundar sem ræktaðir eru hér á landi eru sigursælir á sýningum,“ sagði Hjördís þegar úrslit lágu fyrir. Að venju komu tveir dómarar til landsins til að dæma á sýningunni, Hans Van Den Berg frá Hollandi og Knuts Sigurds Wilberg frá Eng- landi. Báðir luku lofsorði á sýning- unna, fannst hún glæsileg og sér- lega vel skipulögð. Auk þess væri hér mikill fjöldi af fallegum hund- um. Á sýningum sem þessum geta dómarar gefið hundi íslenskt og al- þjóðlegt meistarastig, þyki þeim hann vera frábær fulltrúi sinnar tegundar á íslenskan eða alþjóð- legan mælikvarða. Heilmargir hundar fengu meistarastig á sýning- unni, sem segir ýmislegt um álit dómaranna. Gott geðslag skiptir miklu máli Hans og Knut segjast báðir leggja meiri áherslu á gott skapferli nú en áður. „Fyrir nokkrum árum dæmd- um við eingöngu út frá byggingu hunds, hreyfingum og heildarsvip, en núorðið er geðslag orðið stærri þáttur í heildarmati okkar á hund- unum. Við viljum ekki sjá hrædda eða árásargjarna hunda, hvorki á sýningum né í ræktun.“ Þar sem ræktun bar á góma eru þeir spurðir álits á ræktunarbúum, eins og því sem nýlega fékk starfs- leyfi í Reykjavík. „Þessi stóru bú til- heyra ekki sama heimi og ég,“ segir Hans og Knut Sigurd tekur undir. Þeir segja að í heimalöndum sínum og meðal þeirra, sem taka hunda- rækt alvarlega, séu stór ræktunarbú fordæmd, enda grípi dýraverndar- samtök oft til sinna ráða gagnvart slíkri starfsemi. Ungir sýnendur mjög góðir Fyrir hundasýningar leggja margir eigendur talsverða vinnu í undirbúning og þjálfun, enda segja þeir sem til þekkja að talsverð kúnst sé að sýna hund sinn vel. Spurðir hvernig þeim hafi þótt Íslendingar standa sig í sýningarhringjum, vefst þeim félögum fyrst tunga um tönn. Hans tekur síðan af skarið og svar- ar: „Mér fannst börnin og ungling- arnir framúrskarandi og flestir hinna fullorðnu ættu að taka sér unga fólkið til fyrirmyndar.“ Knut Sigurd tekur undir þetta en bætir síðan við að sér hafi þótt sér- lega gaman að dæma hér, því eig- endur hundanna hafi undantekning- arlaust sýnt dómunum mikinn áhuga. „Þeir eru í senn áhugasamir og kurteisir. Allir tóku gagnrýni með opnum hug og af reisn, jafnvel þótt verið væri að setja út á hitt og þetta.“ Yfir 40 börn og unglingar kepptu um titilinn besti ungi sýnandinn, en keppt er í tveimur aldurshópum. Í þeirri keppni er megináhersla lögð á sýningatækni og samband barns og hunds. Í eldri flokki sigraði Stef- anía Kristjánsdóttir sem sýndi Shih Tzu-tíkina Ævintýra-Þyrnirós og í yngri flokki var Þórður Rafn Guð- mundsson hlutskarpastur, en hann sýndi papillon-hundinn Ýrar-Baron. Besti öldungur sýningar var standard-púðlatíkin Bambalækjar- Hertha Athar, sem er átta ára göm- ul og í eigu Valgerðar Júlíusdóttur. Besti hvolpur sýningar var líka tík, en þó öllu minni, enda af smáhunda- kyninu Shih Tzu. Hún heitir Íselda- Dags-Birta og er í eigu Lilju Bjarkar Sveinsdóttur. Besti hvolpurinn, Shih Tzu-tíkin Ís- elda-Dags-Birta, er í eigu Lilju Bjarkar Sverrisdóttur en ræktendur eru Soffía Kwaszenko og Jóhann Halldór. Besti hundur vorsýningar HRFÍ, tíkin Gunnarsholts-Baroness, en hún er þýskur fjárhundur. Ræktandi er Hjördís H. Ágústsdóttir en hún hef- ur lengi unnið að ræktun þýskra fjárhunda. Þess má geta að faðir tík- arinnar var Gildewangen’s Aramis sem vann þessi verðlaun tvö ár í röð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Papilloninn Ýrar-Baron Katrovius í eigu Sólveigar Þórarinsdótt- ur var valinn besti hundur í níunda tegundahópi, en þar eru fjöl- margar tegundir smáhunda. Ræktandi er Agnes Ýr Þorláksdóttir. Þýskur fjárhundur bestur Árviss vorsýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í reiðhöll Gusts um helgina. Þar voru sýndir um 300 hundar af öllum stærðum og gerðum. Brynja Tomer var á staðnum, fylgdist með úrslitum og tók menn tali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.