Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 53
HUNDASÝNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 53
Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn
22. mars 2002, í Súlnasal Hótel Sögu og hefst
fundurinn kl. 14.00.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, gr. 4.03.
2. Tillaga um breytingu á 2. gr. samþykkta félagsins, um heimild
til handa stjórnar að skrá hlutafé félagsins í erlendri mynt (evrum).
3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum skv. 55. grein
hlutafélagalaga.
4. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu
vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir
aðalfundinn.
Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar
tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis sjö dögum fyrir aðalfundinn.
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu félagsins
að Fornubúðum 5, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. mars og fyrir
hádegi fundardag.
Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra,
framleiðendur og starfsmenn SÍF hf. á Hótel Sögu og hefst hófið
kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á
Hótel Sögu í tengslum við aðalfund.
Hafnarfjörður, 28. febrúar 2002
Stjórn SÍF hf.
SÍF HF.
AÐALFUNDUR
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
IY
D
D
A
•
N
M
0
5
6
4
9
/s
ia
.is
ÞÝSKUR fjárhundur, að nafni
Gunnarsholts-Baroness, var um síð-
ustu helgi valinn fallegastur úr hópi
300 hunda af 45 tegundum. Baron-
ess er íslenskur meistari og fjögurra
ára gömul tík í eigu Hjördísar
Ágústsdóttur. Ræktunarhópur
Hjördísar var jafnframt valinn besti
ræktunarhópur sýningarinnar. Þá
var annar besti öldungur sýningar
átta ára gömul tík í eigu Hjördísar,
Xandra Vom Laacher-Haus. Hún er
móðir Baroness og er bæði íslenskur
og alþjóðlegur meistari.
„Þetta er mjög ánægjulegt og mér
finnst alltaf sérstakt fagnaðarefni
þegar hundar sem ræktaðir eru hér
á landi eru sigursælir á sýningum,“
sagði Hjördís þegar úrslit lágu fyrir.
Að venju komu tveir dómarar til
landsins til að dæma á sýningunni,
Hans Van Den Berg frá Hollandi og
Knuts Sigurds Wilberg frá Eng-
landi. Báðir luku lofsorði á sýning-
unna, fannst hún glæsileg og sér-
lega vel skipulögð. Auk þess væri
hér mikill fjöldi af fallegum hund-
um. Á sýningum sem þessum geta
dómarar gefið hundi íslenskt og al-
þjóðlegt meistarastig, þyki þeim
hann vera frábær fulltrúi sinnar
tegundar á íslenskan eða alþjóð-
legan mælikvarða. Heilmargir
hundar fengu meistarastig á sýning-
unni, sem segir ýmislegt um álit
dómaranna.
Gott geðslag skiptir miklu máli
Hans og Knut segjast báðir leggja
meiri áherslu á gott skapferli nú en
áður. „Fyrir nokkrum árum dæmd-
um við eingöngu út frá byggingu
hunds, hreyfingum og heildarsvip,
en núorðið er geðslag orðið stærri
þáttur í heildarmati okkar á hund-
unum. Við viljum ekki sjá hrædda
eða árásargjarna hunda, hvorki á
sýningum né í ræktun.“
Þar sem ræktun bar á góma eru
þeir spurðir álits á ræktunarbúum,
eins og því sem nýlega fékk starfs-
leyfi í Reykjavík. „Þessi stóru bú til-
heyra ekki sama heimi og ég,“ segir
Hans og Knut Sigurd tekur undir.
Þeir segja að í heimalöndum sínum
og meðal þeirra, sem taka hunda-
rækt alvarlega, séu stór ræktunarbú
fordæmd, enda grípi dýraverndar-
samtök oft til sinna ráða gagnvart
slíkri starfsemi.
Ungir sýnendur mjög góðir
Fyrir hundasýningar leggja
margir eigendur talsverða vinnu í
undirbúning og þjálfun, enda segja
þeir sem til þekkja að talsverð kúnst
sé að sýna hund sinn vel. Spurðir
hvernig þeim hafi þótt Íslendingar
standa sig í sýningarhringjum, vefst
þeim félögum fyrst tunga um tönn.
Hans tekur síðan af skarið og svar-
ar: „Mér fannst börnin og ungling-
arnir framúrskarandi og flestir
hinna fullorðnu ættu að taka sér
unga fólkið til fyrirmyndar.“
Knut Sigurd tekur undir þetta en
bætir síðan við að sér hafi þótt sér-
lega gaman að dæma hér, því eig-
endur hundanna hafi undantekning-
arlaust sýnt dómunum mikinn
áhuga. „Þeir eru í senn áhugasamir
og kurteisir. Allir tóku gagnrýni
með opnum hug og af reisn, jafnvel
þótt verið væri að setja út á hitt og
þetta.“
Yfir 40 börn og unglingar kepptu
um titilinn besti ungi sýnandinn, en
keppt er í tveimur aldurshópum. Í
þeirri keppni er megináhersla lögð
á sýningatækni og samband barns
og hunds. Í eldri flokki sigraði Stef-
anía Kristjánsdóttir sem sýndi Shih
Tzu-tíkina Ævintýra-Þyrnirós og í
yngri flokki var Þórður Rafn Guð-
mundsson hlutskarpastur, en hann
sýndi papillon-hundinn Ýrar-Baron.
Besti öldungur sýningar var
standard-púðlatíkin Bambalækjar-
Hertha Athar, sem er átta ára göm-
ul og í eigu Valgerðar Júlíusdóttur.
Besti hvolpur sýningar var líka tík,
en þó öllu minni, enda af smáhunda-
kyninu Shih Tzu. Hún heitir Íselda-
Dags-Birta og er í eigu Lilju Bjarkar
Sveinsdóttur.
Besti hvolpurinn, Shih Tzu-tíkin Ís-
elda-Dags-Birta, er í eigu Lilju Bjarkar
Sverrisdóttur en ræktendur eru Soffía
Kwaszenko og Jóhann Halldór.
Besti hundur vorsýningar HRFÍ, tíkin Gunnarsholts-Baroness, en hún
er þýskur fjárhundur. Ræktandi er Hjördís H. Ágústsdóttir en hún hef-
ur lengi unnið að ræktun þýskra fjárhunda. Þess má geta að faðir tík-
arinnar var Gildewangen’s Aramis sem vann þessi verðlaun tvö ár í röð.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Papilloninn Ýrar-Baron Katrovius í eigu Sólveigar Þórarinsdótt-
ur var valinn besti hundur í níunda tegundahópi, en þar eru fjöl-
margar tegundir smáhunda. Ræktandi er Agnes Ýr Þorláksdóttir.
Þýskur fjárhundur bestur
Árviss vorsýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í reiðhöll Gusts um helgina. Þar voru sýndir um 300
hundar af öllum stærðum og gerðum. Brynja Tomer var á staðnum, fylgdist með úrslitum og tók menn tali.