Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR/KVIKMYNDIR 30 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAM Dawson eignast stúlkubarn með unnustu sinni, en stuttu síðar slítur hún sambandinu og skilur hann eftir einan með barn- ið. Sam nær til að byrja með góðu sambandi við dóttur sína Lucy, en þegar hún er um það bil sjö ára gömul og nýbyrjuð í skóla, er hún allt í einu orðin mun þroskaðri andlega en faðirinn sem verður þó ekki til að eyðileggja samband þeirra feðginanna. Hinsvegar haga atvikin því þannig að samband þeirra nær at- hygli félagsráðgjafa í bænum sem berst fyrir því að Lucy verði tekin frá föður sínum og fundinn staður hjá fósturforeldrum. Sam fær ekki að hitta dóttur sína nema endrum og sinnum og þá undir eftirliti og sættir pabbinn sig illa við þá tilhögun. Á vegi hans verður lögfræðingurinn Rita Harrison, sem leikinn er af Michelle Pfeiffer. Hún beitir ýmsum ráðum til að hann fái dóttur sína aftur til sín og er sá vegur ýmsum þyrnum stráður. Sean Penn, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna fyrir hlut- verk sitt í myndinni, fer með hlutverk Sams Dawsons, sem greindur hefur verið mjög svo misþroska einstak- lingur. Hann hefur andlegan þroska á við sjö ára barn, en hefur mjög ein- beittan vilja til að berjast fyrir dóttur sinni með aðstoð Ritu. Í fljótu bragði virðast þau eiga lítið sameiginlegt, en í reynd er það ekki svo. New Line Cinema sendir frá sér myndina og er hún í leikstjórn Jessie Nelson eftir handriti hennar sjálfrar og Kristine Johnson. Nelson er jafn- framt framleiðandi myndarinnar ásamt Edward Zwick, Marshall Herskovitz og Richard Solomon. Þetta er áhrifarík og tilfinninga- tengd mynd um ást, foreldrahlut- verkið og fjölskyldutengsl, segir leik- stjórinn Jessie Nelson. „Ég hef mjög lengi verið mjög upptekin af því hvað gerir fjölskyldu að fjölskyldu og hvernig fólki tekst að búa til fjöl- skyldur við óhefðbundnar aðstæður. Ég tel að allir foreldrar, hvort sem þeir eru þroskaheftir á einhvern hátt eða ekki, eigi það sammerkt að finna stundum fyrir því að þeir höndli ekki foreldrahlutverkið. Þroskaheftir for- eldrar geta látið okkur í té einstaka myndlíkingu. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við öll að reyna að kom- ast áfram í þessum heimi og hvort sem við erum þroskaheft eða ekki, þurfum við öll á einhvers konar að- stoð að halda.“ Leikarar: Sean Penn (Dead Man Walk- ing, The Thin Red Line, The Game, Up at the Villa); Michelle Pfeiffer (Scarface, Up Close & Personal, One Fine Day, What lies Beneath); Dakota Fanning (Tomcats, ER, CSI, The Practice); Doug Hutchison (The Green Mile, A Time to Kill, Batman & Robin); Stanley DeSantis (The Man Who Wasn’t There, Clock- watchers, Rush Hour). Leikstjóri: Jessie Nelson. Misþroska faðir í forræðisdeilu Sambíóin á Snorrabraut og Álfabakka frumsýna I am Sam með Sean Penn, Mich- elle Pfeiffer, Dakota Fann- ing, Doug Hutchison og Stanley DeSantis. Sean Penn og Dakota Fanning í hlutverk- um sínum í kvikmyndinni I am Sam. EITT hundrað úrvalshermenn ráð- ast inn í Sómalíu til að handtaka tvo herforingja, sem svikið hafa mál- staðinn, í spennumyndinni Black Hawk Down, sem frumsýnd verður í dag. Fyrr en varir eru þeir lentir í lífshættu í stríði við her Sómalíu og verða með einhverjum ráðum að bjarga lífi sínu. Black Hawk Down fjallar um sannsögulega atburði, sem áttu sér stað í Sómalíu í október árið 1993 þegar nítján bandarískir hermenn féllu fyrir hendi heima- manna, en borgarastríð stóð þá sem hæst í landinu. Þessir atburðir urðu til þess að marka ákveðin tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, en eftir þetta kallaði Bandaríkjastjórn herlið sitt frá Sómalíu og hefur æ síðan verið treg til að hætta lífi her- manna sinna í fjarlægum löndum. Bretinn Ridley Scott, sem meðal annars leikstýrði tveimur eftirminni- legum myndum á síðustu tveimur ár- um, Gladiator og Hannibal, leikstýr- ir þessarri nýju stríðsmynd, sem byggð er á bók eftir Mark Bowden. Eftir Scott liggja auk þess fjölmarg- ar aðrar myndir, en segja má að fer- ill hans hafi hafist fyrir alvöru árið 1977 með The Duellist með þeim Keith Carradine, Harvey Keitel og Albert Finney í aðalhlutverkum. Í kjölfarið fylgdi geimmyndin Alien, sem frumsýnd var 1979 og gat af sér þrjár framhaldsmyndir. Alien varð ekki til að skemma feril Ridley Scotts, en hann tók sér þrjú ár í að gera næstu mynd sína, Blade Runn- er, sem frumsýnd var 1982, með Harrison Ford í broddi fylkingar. Þá leikstýrði Scott einnig Legend með Tom Cruise og Tim Curry árið 1985, Someone to Watch over Me með Tom Berenger og Mimi Rogers árið 1987, Black Rain með Michael Douglas árið 1989 og Thelma and Louise með Geena Davis og Susan Sarandon árið 1991. Til gamans má geta þess að Ridley Scott á sér bróður í sama fagi. Sá er Tony Scott. Leikarar: Eric Bana (Chopper, The Nugget, The Hulk); Ewan McGregor (Rogue Trader, Star Wars, Trainspott- ing); Josh Hartnett (Pearl Harbor, The Faculty, Blow Dry, Town and Country); Tom Sizemore (Saving Private Ryan, Bringing out the Dead, Play it to the Bone, Heat); Sam Shepard (Resur- rection, Raggedy Man, The Right Stuff, Defenseless). Leikstjóri: Ridley Scott. Stríðsátök í Sómalíu Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Black Hawk Down með Eric Bana, Ewan McGregor, Josh Hartnett, Tom Sizemore og Sam Shepard. Úr Black Hawk Down. Í GAMANMYNDINNI Snow Dogs fer Óskarsverðlaunahafinn Cuba Gooding yngri með hlutverk Ted Brooks, sem er tannlæknir í Miami í sólarfylkinu Flórída. Einn daginn kemst hann að því að hans hefur verið getið í erfðaskrá einni í vetrarfylkinu Alaska svo hann ákveður að taka sér ferð á hend- ur til að innheimta allan auðinn, sem hann telur að bíði sín handan hornsins. Þeg- ar á áfangastað er komið, uppgötvar hann að draumar hans um auð fara rak- leiðis í hundana í orðsins fyllstu merk- ingu því í stað þess að fá peninga í hendur, eins og hann hafði gert ráð fyrir, situr hann uppi með heilt lið af skaðlegum sleðahundum. Og til að gera vont verra verður hinn viðskotailli kjaft- askur Thunder Jack, sem leikinn er af James Coburn, á veginum og gerir Ted lífið leitt. Jack rennir hýru auga til hundanna og vill fá þá fyrir sjálfan sig. Jack hvetur Ted til að hraða sér til baka til hlýrri staða, en þegar líf Teds fer að snúast um hundana, heitir hann sjálfum sér því að ekkert skuli koma í veg fyrir það að hann læri almennilega á hundasleðann. Walt Disney Pictures sendir frá sér myndina, sem er í leikstjórn Brian Levant og það eru hvorki fleiri né færri en sjö Síberíu-eskim- óahundar sem fara með allstór hlutverk. Framleiðandinn Jordan Kerner segist lengi hafa átt sér þann draum að vinna með Levant leikstjóra, en auðvitað hafi allir þessir hundar getað verið martröð hvaða leikstjóra sem er. „Ég hef fylgst vel með Levant sem leik- stjóra, allt frá því að hann leik- stýrði Beethoven og síðan hef ég séð hann gera frábærar gaman- myndir. Í þessari mynd, sem ann- ars hefur sterkan frásagnargrunn, kemur tilfinning hans fyrir gam- anleik vel fram.“ Leikstjórinn segist hinsvegar hafa fallið fyrir söguþræði mynd- arinnar vegna þess að vonda menn og skúrka hafi ekki verið þar að finna. „Myndin er um heiðvirt fólk, sem er að reyna að finna sér rými í þessum heimi. Það er gömul hefð, sérstaklega í breskri kvikmynda- gerð, sem ég hef haft sérstakt yndi af. Það eru sögur um fólk, sem lendir á ókunnum stöðum, venjulega í litlum bæjarsamfélögum, þar sem íbúarnir virka bæði undarlegir og sérvitrir, en verða til þess að breyta lífs- sýn gestsins að miklu leyti. Mig hefur alltaf langað til að gera svo- leiðis mynd,“ segir Levant, sem leik- stýrði m.a. The Flintstones og Jingle All the Way. Hand- ritsgerðin var í hönd- um Jim Kouf og Tommy Swerdlow & Michael Goldberg og Mark Gibson & Philip Halprin. Leikarar: Cuba Gooding yngri (Men of Honor, Pearl Harbor, As Good as it Gets, Instinct); James Coburn (The Magnificent Seven, The Great Escape, The Iron Cross, Major Dundee); Joanna Bacalso (Bedazzled, Dude where’s my car); Nichelle Nichols (The Supernaturals, Cleopatra); Sisqó (Get Over It, Unleash the Dragon); M. Emmet Walsh (Blade Runner, Straight Time, Slapshot); Graham Greene (Dances with Wolves, Green Mile, Maverick).Leikstjóri: Brian Levant. Á hundasleða í Alaska Sambíóin frumsýna Snow Dogs með Cuba Gooding yngri, James Coburn, Joanna Bacalso, Nichelle Nichols, Sisqó, M. Emmet Walsh og Graham Greene. Cuba Gooding Jr. og Graham Green í Snow Dogs. KVIKMYNDAHÁTÍÐ hefst í Regn- boganum á morgun og ber yfirskrift- ina Franskir bíódagar, stendur hún yfir til 17. mars. Að hátíðinni standa Góðar stundir, Skífan og Regnbog- inn í samvinnu við franska sendiráð- ið og Alliance Francaise. Heiðurs- gestur hátíðarinnar verður franski leikstjórinn Zavier Beauvois sem er leikstjóri kvikmyndarinnar Selon Matthieu eða Hefnd Matthieusar, sem er ein fimm mynda hátíðarinnar og jafnframt frumsýningamyndin. Sýning hennar hefst kl. 16.30 á laug- ardag, en allar myndirnar eru fram- leiddar á síðustu tveimur árum. Hefnd Matthieusar Með helstu hlutverk í myndinni fara Benoit Magimel, Nathalie Baye, Antoine Chappey og Fred Ulysse. Söguþráðurinn er á þá leið að fjöl- skyldufaðir er rekinn úr fyrirtæk- inu, sem hann hefur alla tíð unnið hjá, fyrir þær sakir að reykja í vinnutímanum. Eftir að sonur hans hefur reynt að fá stjórn fyrirtæk- isins til að ráða hann aftur, deyr fað- irinn í hörmulegu slysi. Sonurinn heldur því fram að faðir sinn hafi ekki séð neina aðra leið en að stytta sér aldur og ákveður að hefna hans með því að refsa forstjóranum með því að tæla konuna hans og lítil- lækka hann, en svo fer að hann finn- ur sig eftir allt saman í ófyrirsjáan- legum aðstæðum. Hefnd Matthieusar keppti um Gulljónið í Feneyjum árið 2000. Um ástina Kvikmyndin De L’Amor eða Um ástina í leikstjórn Jean-Francois Richet fjallar um unga stúlku, sem vinnur í verksmiðju við að sauma saman kodda. Hún ákveður einn dag að hætta í vinnunni og opna eigin veitingastað. Hún er gripin glóðvolg við að stela undirfötum en neitar allri sök svo hún er sett í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Í ótrúlegri fram- vindu sögunnar stendur stúlkan frammi fyrir erfiðustu ákvörðun í lífi sínu. Með helstu hlutverk fara Virg- inie Ledoyen, Yazid Ait, Mar So- dupe, Stomy Bugsy, Jean-Francois Stevenin, Bruno Putzulu og Karim Attia. Helgarfrí Kvikmyndin 15 Aout eða Helg- arfrí er í leikstjórn Patrick Aless- andrin og fjallar um konur þriggja vina sem ásamt börnum sínum leigja hús yfir helgi. Þegar vinirnir koma svo á staðinn eru konurnar horfnar og börnin sofandi í herbergjunum og það eina sem þær hafa skilið eftir sig eru skilaboð um að þær eigi skilið al- mennilegt frí. Ísskápurinn er meira að segja tómur. Þeir átta sig á að þetta er ekkert frí og kaldhæðnis- lega verða börnin fullorðnari en pabbarnir við þessar kringumstæð- ur og þeir skilja ekkert í því af hverju konurnar fóru. Helstu hlut- verk eru í höndum Richard Berry, Charles Berling, Jean-Pierre Darr- oussin, Mélanie Thierry og Ludmila Mikail. Skápurinn Fjórða kvikmynd- in á hátíðinni, Le Placard eða Skápur- inn, segir frá Francois Pignon, sem er að missa vinnuna en nágranni hans kemur með ódauðlega hugmynd um hvernig hægt er að koma í veg fyrir það. Hann dreifir slúðri um að Francois sé sam- kynhneigður þannig að stjórnin þorir ekki að reka hann af ótta við lögsókn. Að sjálfsögðu fer allt úr böndunum og þá sérstaklega líf Francois og ann- arra í kringum hann. Gérard Depardieu fer með að- alhlutverkið í þessari farsakenndu gamanmynd, auk Daniel Auteuil og Thierry Lhermitte. Framleiðsla var í höndum Francis Veber. Dulið sakleysi Í fimmtu myndinni sem ber heitið Comedie de l’Innocence eða Dulið sakleysi er níu ára drengur í aðal- hlutverkinu. Hann býr í foreldrahús- um og dag einn krefst hann þess að fá að hitta raunverulega móður sína. Móðirin, sem drengurinn hefur búið hjá hingað til bregst engan veginn við þessari beiðni ungviðisins, en þegar síðar hún hittir aðra konu, sem drengurinn segir að sé móðir sín, renna á hana tvær grímur. Raoul Ruiz er leikstjóri þessarar frönsku spennumyndar, en með helstu hlutverk fara Isabelle Hupp- ert, Jeanne Balibar, Charles Berl- ing, Nils Hugon, Edith Scob, Denis Podalydes og Laure de Clermont- Tonnerre. Mynd þessi keppti um Gullljónið í Feneyjum fyrir tveimur árum. Franskir bíódagar í Regn- boganum Úr frönsku kvikmyndinni Hefnd Matthieusar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.