Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DREIFÐ EIGNARAÐILD AÐ BÖNKUM Síðustu daga hafa hörð átök um yfirráðin yfir Ís-landsbanka komið upp á yfirborðið. Þau eiga sérhins vegar mun lengri sögu og ekki ósennilegt að fyrstu merki um þau hafi mátt sjá nokkrum mánuðum eftir sameiningu Íslandsbanka og FBA fyrir tæpum tveimur árum. Þau hafa hins vegar harðnað og ljóst, að stefndi í harða og tvísýna kosningu um fulltrúa í banka- ráð Íslandsbanka á aðalfundi bankans n.k. mánudag ef ekki hefði komið til þess, að Hreggviður Jónsson, fyrr- verandi forstjóri Norðurljósa, dró framboð sitt til baka, sem þýddi að bankaráðið verður sjálfkjörið. Þessi átök hafa valdið ókyrrð í kringum bankann, óvissu hjá starfsfólki og vakið spurningar hjá við- skiptamönnum. Þótt nú sé ljóst, að ekki kemur til kosn- ingar á aðalfundi liggur ekkert fyrir um að átökum þessum sé lokið. Þessi átök um Íslandsbanka, sem er eini banki lands- ins, sem er í einkaeign, því að ríkið á enn stærstu hlut- ina í Landsbanka og Búnaðarbanka, hljóta að vekja á ný umræður um nauðsyn dreifðrar eignaraðildar að bönkum, sem hófust sumarið 1998 en stóðu af miklum krafti haustið 1999. Upphaf þessara umræðna var samtal, sem birtist hér í Morgunblaðinu sumarið 1998 við Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, en þá sagði hann m.a.: „Sumar þjóðir hafa það reyndar svo, að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild einstakra aðila má vera í bönk- unum. Ég hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera, að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi. A.m.k. er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni, að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsem- issjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráð- andi hóps.“ Síðan sagði svo í frásögn Morgunblaðsins 8. ágúst 1998 af ummælum Davíðs Oddssonar: „Davíð sagði, að þó að nú sé í tízku að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi for- ystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30–40% eignarhlut í banka- stofnun.“ Í tilefni af þessum umræðum sagði forsætisráðherra í viðtali við Ríkissjónvarpið 6. ágúst 1999: „Íslenzka þjóðríkið er þannig vaxið, að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum.“ Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Ís- lands, kom að þessum umræðum í samtali við Morg- unblaðið 21. ágúst 1999 og sagði m.a.: „Ein leið til að tryggja sjálfstæði og öryggi fjármálafyrirtækja og stuðla að því að efla traust á þeim í samfélaginu er að sjá til þess að þau séu í sem dreifðastri eign og óháð hagsmunum stórra atvinnufyrirtækja, sem jafnframt eru stórir lántakendur á markaðnum … Dreifð eign- araðild felur í sér að eignarhlutur hvers og eins verði undir 10% og það er reyndar sú samsetning eignar- halds á viðskiptabönkum, sem tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Það er algengt að stærstu aðilar séu með 5–9% eignarhlut í bönkum og eru stærstu eig- endur þeirra gjarnan fagfjárfestar og stofnanafjár- festar en minna ber á aðild atvinnufyrirtækja …“ Í forystugrein Morgunblaðsins 26. ágúst 1999 var vitnað til viðtals við Gunnar Þ. Andersen, fram- kvæmdastjóra alþjóða- og fjármálasviðs Landsbank- ans og síðan sagði: „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem þar koma fram, er ljóst að t.d. í Noregi er málum þannig háttað, að ef undan er skilinn hlutur norska rík- isins eru eignarhlutir einstakra aðila 6% og þaðan af minni. Í Svíþjóð eru dæmi um eignarhluti, sem eru á bilinu 10% og upp undir 20% en meginreglan virðist vera sú, að eignarhlutur sé vel innan við 10%. Í Dan- mörku eru líka dæmi um svo stóra eignarhluti, sem áð- ur voru nefndir en meginreglan virðist vera sú, að um 6% og minni hluti sé að ræða. Hið sama má segja um Bretland, Írland, Spán og Frakkland en í Þýzkalandi og Hollandi er algengast að um sé að ræða 5% til 10% hluti, þótt dæmi séu um stærri hluti.“ Í samtali þessu sagði Gunnar Þ. Andersen einnig: „Það eru yfirleitt lífeyrissjóðir, tryggingafélög eða ým- is fjármálafyrirtæki, sem eru stærstu hluthafar í er- lendu bönkunum. Það er mjög sjaldgæft að fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum eigi stóra hluti í bönkum, því ekki nást bein samlegðaráhrif með slíku eignarhaldi.“ Í úttekt á reglum, sem á þeim tíma giltu um eign- arhald á bönkum í ýmsum löndum, sem birtist í Morg- unblaðinu 11. september 1999 og byggðist á skýrslu, sem stofnun innan bandaríska fjármálaráðuneytisins gaf út 1997, kom m.a. fram að í ýmsum löndum gilda ekki bara reglur um dreifða eignaraðild að bönkum heldur einnig hverjir megi og megi ekki eiga banka. Þar kom m.a. fram að á þeim tíma máttu fyrirtæki í Danmörku, sem ekki töldust til fjármálafyrirtækja, ekki eignast ráðandi hlut í viðskiptabönkum, Í Finn- landi mátti fyrirtæki óháð eignarhluta ekki nota nema 5% heildaratkvæðisréttar á aðalfundi, á Ítalíu mátti hlutur slíkra fyrirtækja ekki fara yfir 15% og svo mætti lengi telja. Hinn 10. júlí á síðasta ári birtist hér í blaðinu grein eftir Sigurð Einarsson, forstjóra Kaupþings, þar sem hann skýrði frá því að fyrirtækið hefði látið fram- kvæma ítarlega skoðun á lagareglum um takmarkanir á fjárfestingu og eignarhaldi í lánastofnunum í 20 þjóð- löndum. Niðurstaða þeirrar könnunar var að mati Sig- urðar Einarssonar þessi: „Af þessari samantekt er ljóst, að almennt eru ekki fyrir hendi takmarkanir á fjárfestingum í lánastofnunum í þeim 20 löndum, sem skoðuð voru í könnnuninni og flest tilheyra okkar heimshluta.“ Af grein hans má hins vegar ráða að ýmiss konar tak- markanir eru í gildi í þeim löndum, sem skoðuð voru að tilhlutan Kaupþings en vafalaust eru þessi mál í stöð- ugri þróun annars staðar ekki síður en hér. Nú er komin nokkur reynsla á það hvernig það gefst, að nánast engar reglur gilda um eignarhald á bönkum hér á Íslandi. Átökin um Íslandsbanka hljóta að vekja spurningar um það, hvort skynsamlegt sé að halda áfram á þeirri braut. Stærsti einstaki hluthafinn í Ís- landsbanka er Orca-hópurinn svonefndi, sem varð til, þegar sparisjóðirnir og Kaupþing seldu þeim aðilum stóran hlut í FBA eins og menn muna. Og það eru ein- mitt aðilar innan þess hóps, sem hafa stefnt mjög ákveðið að því að auka hlut sinn og áhrif innan Íslands- banka. Á undanförnum misserum hafa staðið yfir tilraunir til að einkavæða Landsbanka Íslands og Búnaðar- banka Íslands. Tilraunir til að selja stóran hlut í Landsbankanum til erlendra aðila runnu út í sandinn seint á síðasta ári. Það væri hægt að sjá fyrir sér þá mynd á íslenzka bankakerfinu, að Orca-hópurinn yrði ráðandi aðili í Íslandsbanka, Burðarás, eignarhalds- félag Eimskipafélagsins og tengdir aðilar í Lands- banka og gömlu Sambandsfyrirtækin í Búnaðarbanka. Er þetta æskileg þróun ef horft er til þjóðarhags- muna? Er það æskilegt að allir viðskiptabankar þjóð- arinnar skiptist á milli stórra aðila í atvinnulífinu? Það er hægt að færa fram margvísleg rök gegn því, að slíkt væri eftirsóknarverð þróun. Þau rök, sem Morgunblaðið færði fram í forystugrein hinn 12. sept- ember 1999, voru svohljóðandi: „Rök Morgunblaðsins fyrir því að tryggja eigi dreifða eignaraðild að íslenzk- um fjármálastofnunum við einkavæðingu þeirra eru í grundvallaratriðum þau, að hið fámenna íslenzka sam- félag muni ekki þola það til lengdar að nánast allar eignir þjóðarinnar færist á fárra hendur. Óbreytt kvótakerfi er að sjá til þess að slíkt gerist varðandi helztu auðlind landsmanna, fiskimiðin, þótt enn sé ráð- rúm til að snúa þeirri þróun við. Við eigum að læra af þeirri reynslu og koma í veg fyrir að sú þróun verði við einkavæðingu bankanna.“ Skoðun Morgunblaðsins er óbreytt í þessum efnum frá því fyrir rúmum tveimur árum. Átökin um Íslands- banka eiga að verða til þess að Alþingi taki í taumana og setji löggjöf, sem tryggi dreifða eignaraðild að fjár- málastofnunum. Davíð Oddsson nefndi 3–8%. Að feng- inni reynslu er skynsamlegt að halda sig nær lægri töl- unni en þeirri hærri. Almenningur í þessu landi mun ekki sætta sig við að sams konar kapphlaup verði á milli aðila í viðskipta- og atvinnulífinu um yfirráð yfir Landsbanka og Búnaðar- banka og orðið hafa um Íslandsbanka. Ríkisstjórn og Alþingi ber skylda til að horfast í augu við þann veru- leika, sem við blasir og setja löggjöf, sem skapar eðli- legt jafnvægi í þessum efnum. LANDSSÍMI Íslands átti um ára- mót eignarhluti í á fjórða tug ís- lenskra fyrirtækja og voru þau velflest rekin með tapi á árinu. Afkoma um það bil helmings þess- ara félaga hefur bein áhrif á af- komu Símans en það eru svoköll- uð dóttur- og hlutdeildarfélög. Á síðastliðnu ári voru þessi áhrif neikvæð um alls 306 milljónir króna sem er ríflega tvöföldun frá árinu 2000 þegar áhrifin voru neikvæð um 141 milljón króna. Líkt og sjá má af töflum þeim sem fylgja skiluðu einungis þrjú dótt- ur- og hlutdeildarfélaganna hagn- aði, þar af var einungis eitt meðal dótturfélaganna sem Síminn á stærstan eignarhlut í. Sigurgeir H. Sigurgeirsson, forstöðumaður stjórnunar Lands- símans, staðfesti þetta í gær. Hann sagði að í nokkrum þeirra félaga sem um ræðir vær félaganna í samræmi við sem legið hefðu fyrir þeg inn fjárfesti í þeim en í öð ýmist verri eða betri. Hér mörgum tilvikum um spro irtæki að ræða sem væru uppbyggingu. Mörg hver að mynda að þróa hugbún ekki er enn kominn á mar þar af leiðandi ekki ætlað þeim tekjum fyrr en síðar hefði ekki verið gert ráð f hagnaði af rekstri flestra árinu. Eins og að framan grei námu rekstrarleg áhrif fr ur- og hlutdeildarfélögum milljónum króna en samk heimildum var gert ráð fy sú upphæð yrði undir 300 ónum. Því er ljóst að lítill farið fram úr þeirri áætlu Fjárfest Landssí skila l Landssími Íslands á eignarhluti í tug hefur verið hversu grimmt Síminn eftir að rekstrinum var breytt yfir skoðun á þessum félögum kom í ljó rekin með tapi. Soffía Haralds SÍMINN átti um sl. áramót minni eignarhluti í 16 inn- lendum félögum til viðbótar við þau sem heyra til dóttur- og hlutdeildarfélaga. Tólf þessara félaga voru rekin með tapi á árinu 2001 eftir því sem næst verður komist en fjögur munu hafa skilað hagnaði, þ.e. IM, Smartkort, Birtingarhúsið og Kort. Þó er óvíst með hið síðastnefnda en það hefur nú verið lagt niður. Þá voru IM og Streymi sameinuð undir merkjum IM um áramót og nemur eign- arhlutur Símans 20% í sameinuðu félagi. Á listann vantar nýtt félag, sem heitir Pláneta ehf., en það er eignarhaldsfélag í eigu Símans og Íslenska hug- búnaðarsjóðsins sem stofnað var um 6,5% eignarhlut í Stefju í kjölfar sameiningar við farsímasvið Gagaríns. Einnig vantar í töfluna Tan Delta sem Síminn á í fé- lagi við Eimskip, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri til að kanna hvort hagkvæmt væri að reisa hér verksmiðju sem fr kvæm Enn fjarski Arður á árinu Bók um er fært v mennt gervih bókfæ um fél auknin ans í ö árinu 2 Fjárfest fyrir 200 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.