Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 41
ÓHÆTT er að segja að úrslitin á
Símamótinu – Minningarmótinu um
Dan Hansson hafi komið á óvart.
Enginn hinna heimsþekktu stór-
meistara í mótinu komst í úrslit held-
ur voru það tveir tékkneskir stór-
meistarar sem lítils var vænst af í
upphafi mótsins sem börðust um sig-
urinn. Undanúrslitin voru söguleg
og í báðum viðureignunum þar urðu
úrslitin þveröfug við það sem búast
mátti við. Annars vegar áttust við
tékkneski stórmeistarinn Tomas
Oral (2.542) og Ivan Sokolov (2.659)
og hins vegar Jan Votova (2.515) og
Jóhann Hjartarson (2.633). Það var
ekki nóg með að Tékkarnir sigruðu í
báðum einvígjunum, heldur gerðu
þeir það á afgerandi hátt með því að
sigra 2–0 í báðum tilfellum. Það hefði
orðið hápunkturinn á vel heppnuðu
móti að sjá Jóhann í úrslitunum og
miðað við framgang hans á mótinu
fram að undanúrslitunum hefði allt
eins mátt búast við því.
Úrlitaeinvígið milli þeirra Tomas
Oral og Jan Votava lauk einnig á af-
gerandi hátt. Tomas Oral sigraði í
báðum skákunum, í einungis 21 leik í
þeirri síðari, og stóð því uppi sem
sigurvegari mótsins. Oral var vel að
sigrinum kominn, tapaði ekki skák í
mótinu og sigraði í öllum sínum ein-
vígjum án þess að grípa þyrfti til
hraðskákanna. Hann leyfði aðeins
þrjú jafntefli gegn þeim Malakhov,
Jóni Viktori Gunnarssyni og Guð-
fríði Lilju Grétarsdóttur.
Það var Skákfélagið Hrókurinn
sem skipulagði minningarmótið um
Dan Hansson.
Hrekkjavökuárásin
Meistaramóti Taflfélagsins Hellis
2002 lauk nýlega, en eftirfarandi
skák vakti tvímælalaust mesta at-
hygli á mótinu. Það var þó ekki
vegna þess að hún væri betur tefld
en aðrar skákir heldur vegna þess
hve óvenju djarflega hvítur teflir
byrjunina. Í byrjun sem skákmönn-
um hefur þótt heldur daufleg fórnar
hvítur riddara strax í fjórða leik. Það
er óvenjulegt að manni sé fórnað svo
snemma tafls, hvað þá í stöðu sem al-
mennt hefur verið talin bjóða upp á
fá tækifæri til fjörlegrar tafl-
mennsku. Skákmaður sem stýrir
svörtu mönnunum og sér þessa byrj-
un koma upp býr sig undir rólega
taflmennsku og er alls ekki viðbúinn
þeim ósköpum sem yfir dynja eftir
mannsfórnina. Þetta afbrigði í Fjög-
urra riddara tafli hefur hlotið nafnið
Hrekkjavökuárásin og það er
kannski viðeigandi heiti, því svipað
og saklaus börn setja á sig ógnvekj-
andi grímur á hrekkjavökunni fær
sakleysisleg skákbyrjun ógnvænlegt
yfirbragð með hinni óvæntu fórn.
Þessi óvænta fórn hefur reyndar
verið þekkt a.m.k. frá 1888 þegar
Oscar nokkur Cordel getur um
þennan möguleika í bókinni „Führer
der Eröffnungstheorie“. Hann segir
að hvítur fái í kjölfarið góða sókn-
armöguleika, þótt vafasamt sé að
þeir vegi upp mannsfórnina. Fjöldi
þekktra byrjanafræðinga hefur
fjallað um þennan möguleika síðan
og undantekningalaust hafa þeir for-
dæmt þessa fórn og talið að svartur
fái auðunnið tafl. Þá kemur Netið til
sögunnar. Árið 1996 fékk Vínarbú-
inn og forritarinn Steffen Jakob
áhuga á þessari byrjun. Steffen tók
þekkt skákforrit, sem hægt er að
nálgast á Netinu, og breytti því
þannig að það tefldi þessa fórn við
hvert tækifæri. Á árunum 1996–8 lét
hann skákforrit sitt, sem hann
nefndi Brause, tefla á ICC skákþjón-
inum og safnaði þannig þúsundum
skáka í þessu afbrigði, mörgum
þeirra gegn sterkum stórmeisturum.
Þekkingunni sem safnaðist upp í
þessum skákum kom Steffen síðan
skipulega á framfæri á vefsíðu sinni.
Hafa verður í huga að allar skákirn-
ar sem Brause tefldi voru hraðskák-
ir, en engu að síður byggðist upp
gríðarleg þekking á þessu afbrigði
sem erfitt hefði verið að afla með
öðrum hætti. Þegar fór að fréttast af
góðum árangri Brause tóku önnur
skákforrit og skákmenn á Netinu að
beita þessu afbrigði og árangurinn
var mun betri en búast mátti við í svo
vafasömu afbrigði. Sigurður Daði
Sigfússon hafði kynnt sér málið þeg-
ar hann settist niður til að tefla gegn
hinum reynda og sterka skákmanni
Birni Þorsteinssyni í fimmtu umferð
Meistaramóts Hellis.
Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon
Svart: Björn Þorsteinsson
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6
Fjögurra riddara tafl. Einhver
meinleysislegasta skákbyrjun sem
hægt er að hugsa sér... eða hvað?
4. Rxe5?!
Sjá stöðumynd 1
Sigurður Daði teflir og fylgist vel
með á Netinu. Í samtali við hann
kom fram að hann hafði viðað að sér
um 6.000 skákum þar sem þessum
leik er beitt. Það er ótrúlegur fjöldi
skáka í byrjun sem varla hefur sést í
kappskákmótum, en Netið hefur
breytt mörgu varðandi skákina. Það
má segja að þótt þessi möguleiki hafi
verið þekktur í meira en 100 ár hafi
samvinna skákmanna á Netinu
breytt honum í stórhættulegt vopn,
a.m.k. gegn þeim sem ekki fylgdust
með þeim tilraunum sem þar fóru
fram. Þetta er reyndar ekki fyrsta
afbrigðið sem Netverjar taka þess-
um tökum, þótt varla standist þessi
fórn ströngustu skoðun.
4...Rxe5 5. d4 Rc6?
Allt frá 1888 hefur verið mælt með
því að hörfa frekar með riddarann til
g6. Sigurður Daði hafði skoðað þessa
byrjun ásamt félögum sínum kvöldið
áður en hann tefldi þessa skák. Þeir
höfðu hins vegar fyrst og fremst
skoðað 5...Rg6 sem gerir hvítum
mun erfiðara fyrir, t.d. 5...Rg6, t.d.
6.e5 Rg8 7.Bc4 d5!? 8.Bxd5 c6 9.Bb3
Be6 10.0–0 Bxb3 11.axb3 Dd7 12.Re4
a6 13.f4 Rh6 14.c3 0–0–0 o.s.frv.
(Mes-Spoel, Hollenska meistaramót-
ið í bréfskák 1992).
6. d5 Rb8 7. e5 Rg8 8. d6
Sjá stöðumynd 2
Þessi staða kom margoft upp í
skákum Brause og Steffen Jakob
kallaði þetta afbrigði „Aftur til upp-
hafsins“, nafngift sem auðvelt er að
skilja þegar litið er á svörtu stöðuna.
Með 8. d6 lamar hvítur svörtu stöð-
una. Þess má geta að vinningshlut-
fall hvíts er yfir 90% í þessu afbrigði í
þeim skákum sem tefldar hafa verið
á Netinu. Það er erfitt að finna vörn
fyrir svart, t.d. 12...Rf6 (12...b6?
13.Df3; 12...g6 13.0–0 Bg7 14.Bd4
Df4 15.Bxg7)13.0–0 Re4 14.He1 Kd8
15.Bd4 Df4 16.g3 Df5 17.Dd3 Bxd6
18. Hxe4 o.s.frv.)
8...cxd6 9. exd6 Df6 10. Rb5 Ra6
11. Bc4 De5+ 12. Be3 De4 13. De2!
Hvíta staðan er einfaldlega unnin
án þess að hvítur hafi leikið einn ein-
asta leik frá eigin brjósti.
13...Rf6
Sjá stöðumynd 3
Allt er þetta þekkt úr skákum
Brause. Hér hefur hvítur yfirleitt
leikið 14. f3, en Sigurður Daði finnur
enn sterkari leik. Þess má geta að
þegar hér var komið sögu hafði hann
einungis notað um eina mínútu af
umhugsunartíma sínum. Eftir
13...b6 gæti fylgt 14.Rc3 Dxg2, t.d.
15.Bg5+ Be7 16.Bxe7 Dxh1+
17.Kd2 Dxa1 18.Df3 Rf6 19.Dxa8
o.s.frv.
14. O-O-O! Kd8
Svartur hefur ekki tíma fyrir
14...g6 15.Hhe1 Bg7 16.Bxa7 0–0
(16...Dxe2 17.Hxe2+ Kf8 18.He7
Kg8 19.Hxf7 h5 20.Bd4, ásamt 21.
He1) 17.Dxe4 Rxe4 18.Hxe4 Rb4
19.Hde1 og hvítur á unnið tafl.
15. Rxa7
Allar leiðir liggja til Rómar. Annar
góður möguleiki var 15. Hhe1 með
óviðráðanlegum hótunum.
Hxa7 16. Bb6+ Ke8 17. Hhe1
Bxd6 18. Df3 Dxe1 19. Hxe1+ Kf8
20. Bxa7 og svartur gafst upp.
Tomas Oral sigr-
aði á Símamótinu
SKÁK
Ráðhús Reykjavíkur
MINNINGARMÓTIÐ UM DAN HANSSON
4.–6. mars 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Stöðumynd 1 Stöðumynd 3
Stöðumynd 2
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ mánud. 25. febrúar.
20 pör. Meðalskor 216 stig.
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 274
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóferss.274
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 242
Árangur A–V:
Kristján Ólafss. – Ólafur Gíslas. 278
Magnús Oddss. – Friðrik Hermannss. 247
Ingibjörg Stefánsd. – Jóhann Lútherss. 229
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtudaginn 28. febrúar, 20 pör.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N–S:
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 271
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristófers. 259
Lárus Arnórss. – Ásthildur Sigurgíslad. 251
Árangur A–V:
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 262
Albert Þorsteins. – Bragi Björnsson 253
Lárus Arnórss. – Ásthildur Sigurgíslad. 251
Árangur A–V:
Júlíus Guðmunds. – Rafn Kristjánsson 262
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 253
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 243
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ
Mánudaginn 4. mars var spilaður
tvímenningur.
Úrslit urðu þessi:
Margrét Þórisd. – Gunnhildur Sigurðard. 35
Eiríkur Eiðsson – Þórir Jóhannsson 34
Magnús Björnsson – Jónas Ágústsson 32
Ólöf Vilhjámsd. – Anna B. Stefánsd. 31
Spilað er öll mánudagskvöld í
Síðumúla 37, 3. hæð. Allir velkomnir.
Bridsfélag Hreyfils
Lokið er tveimur kvöldum í Butl-
ernum og er staða efstu para þessi:
Óskar Sigurðss. - Sigurður Steingrímss. 87
Rúnar Gunnarss. - Guðm Gunnarss. 76
Ásgr. Aðalsteinss. - Sveinbj. Kristmundss.71
Eiður Gunnlaugss. - Jón Ingþórss. 68
Gísli Tryggvason - Heimir Tryggvason 67
Það taka 24 pör þátt í keppninni
Spilað er á mánudagskvöldum í
Hreyfilshúsinu.
Toppskor hjá Skúla og
Stefáni í góumóti BA
Tveimur kvöldum af þremur er
lokið í „Nafnlausa mótinu“ – góutví-
menningi Bridsfélags Akureyrar.
Stefán Stefánsson – Skúli Skúlason
tóku mikinn kipp síðasta spilakvöld
og náðu ríflega 70% skori. Það
tryggði þeim toppsætið en staða
efstu para er eftirfarandi:
Skúli – Stefán 526
Grettir Frímannss. – Hörður Blöndal 484
Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 476
Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 471
Sveinn Pálss. – Jónas Róbertsson 469
LIBERA 20
mjaðmasokkabuxur
með glærum tám.
Þegar mikið
stendur til.
Kynning
í dag kl. 13-17
í Lyf og heilsu,
Háteigsvegi.
20% afsláttur
af öllum
sokkabuxum.
sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
Háteigsvegi
Álfilma sem innsiglar dósina
og tryggir jafnari gæði og
betri endingu.
Plastlok sem heldur
dósinni þéttlokaðri
eftir að innsiglið hefur
verið rofið.
Ný og betri lok
á Kotasælu!Nýju tvöföldu lokin á
Kotasælunni tryggja
jafnari gæði og betri
endingu vörunnar.
Prófaðu Kotasælu í
nýjum og þægilegri
umbúðum.