Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vi› stöndum vi› skuldbindingar flínarwww.dhl.is fijónustudeild: 535-1100. Nú getur DHL lofa› enn betri fljónustu. Me› DHL ertu öruggur um a› sendingin afhendist og fla› fljótt. Ef flú velur DHL StartDay fljónustu getum vi› lofa› flér afhendingu fyrir klukkan 09:00 næsta morgun. Ef fla› nægir a› sendingin sé afhent klukkan 12:00 flá getur flú vali› DHL MidDay fljónustu. fietta á vi› um sendingar innan Evrópu. Ger›u vel vi› flig og haf›u samband vi› okkur. DHL meira en bara lofor›. Nú getum vi› lofa› afhendingu fyrr innan Evrópu. fiarftu meiri tíma……… fiá höfum vi› betri lei›. UNDANKEPPNI Íslandsmóts- ins í sveitakeppni er að þessu sinni haldin í boði Bridsfélags Borgar- ness. Keppnin hefur verið haldin í húsnæði Bridssambands Íslands síðustu ár en nú hefur húsnæðið við Þönglabakka verið selt og nýja húsið við Síðumúla er ekki nægi- lega stórt fyrir undankeppnina. Að venju spila 40 sveitir í 5 riðl- um, 24 spila leiki, og tvær efstu sveitirnar í hverjum riðli komast áfram í úrslitin. Áður en dregið er í riðla er sveitunum raðað í fimm stykleikaflokka eftir meistarastig- um spilaranna til að reyna að tryggja að riðlarnir séu sem jafn- astir. Síðan er dregið í riðlana, ein sveit úr hverjum styrkleikaflokki. Meistarastigin eru hins vegar ekki algildur mælikvarði á styrk- leika spilara og riðlarnir eru því stundum nokkuð missterkir, að minnsta kosti á pappírnum. Útlit er því fyrir spennandi keppni í mörgum riðlanna. Að þessu sinni virðist A-riðillinn vera einna jafn- astur þar sem fjórar til fimm sveitir verða án efa með í barátt- unni um úrslitasætin tvö. Sveit SPRON er stigahæsta sveitin í riðlinum, skipuð Ásmundi Páls- syni, Birni Eysteinssyni, Braga Haukssyni, Guðmundi Páli Arnar- syni, Guðmundi Hermannssyni og Helga Jóhannssyni. Næststiga- hæsta sveitin er sveit Símonar Símonarsonar, skipuð Símoni, Friðjóni Þórhallssyni, Guðjóni Bragasyni, Sverri Kristinssyni og Sigfúsi Erni Árnasyni. Suður- landsmeistararnir í sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar munu efa- laust berjast hart við fyrstnefndu sveitirnar um úrslitasætin en í sveitinni spila Helgi Valur Helga- son, Kristján Már Gunnarsson, Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Ol- geirsson og Björn Snorrason. Reykjanesmeistararnir í sveit Glerborgar eru einnig í riðlinum en í þeirri sveit spila Eðvarð Hall- grímsson, Leifur Aðalsteinsson, Friðjón Margeirsson, Valdimar Sveinsson, Óli Björn Gunnarsson og Jón Viðar Jónmundsson. Loks gætu Akureyringarnir í sveit Gests Einarssonar blandað sér í toppslaginn en í henni spila Reyn- ir Helgason, Örlygur Már Örlygs- son, Páll Þórsson, Skúli Skúlason, Stefán G. Stefánsson og Guðjón Sigurjónsson. Í b-riðli ætti sveit Strengs, sem nýlega vann Flugleiðamótið á Bridshátíð, að eiga víst úrslitasæti en í sveitinni spila Hrannar Erl- ingsson, Júlíus Sigurjónsson, Val- ur Sigurðsson, Ragnar S. Magn- ússon, Sigurður Vilhjálmsson og Einar Jónsson. Siglfirska fjöl- skyldusveitin og sveit Málningar munu væntanlega berjast um hitt sætið. Í sveit Birkis Jónssonar frá Siglufirði spila auk hans Jón Sig- urbjörnsson, Bogi Sigurbjörnsson og Ólafur Jónsson. Í sveit Máln- ingar spila Baldvin Valdimarsson, Steingrímur Gautur Pétursson, Eiríkur Hjaltason, Hjalti Elíasson, Björn Theódórsson og Páll Bergs- son. Í c-riðli spila Íslandsmeistararn- ir í sveit Skeljungs, þeir Örn Arn- þórsson, Guðlaugur R. Jóhanns- son, Anton Haraldsson og Sigurbjörn Haraldsson. Sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands mun að öllum líkindum fylgja Skelj- ungsmönnum í úrslitin en í þeirri sveit spila Karl Sigurhjartarson, Þröstur Ingimarsson, Snorri Karlsson, Aron Þorfinnsson, Bjarni H. Einarsson og Sævar Þorbjörnsson. Sveit ungra manna, sem kalla sig Ógæfumennina, gæti hins vegar sett mark sitt á riðilinn en í sveitinni spila Daníel Már Sig- urðsson, Sverrir G. Kristinsson, Guðmundur Þ. Gunnarsson, Heið- ar Sigurjónsson og Björgvin Már Kristinsson. Í d-riðli ættu tvær stigahæstu sveitirnar að eiga úrslitasætin vís. Þetta eru Subaru-sveitin og sveit Páls Valdimarssonar. Fyrrnefnda sveitin er raunar sú stigahæsta í mótinu en í henni spila Jón Bald- ursson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson, Þorlákur Jónsson, Matthías Þorvaldsson og Ragnar Hermannsson. Með Páli spila Eiríkur Jónsson, Rúnar Magnússon, Hermann Lárusson, Ólafur Lárusson og Erlendur Jónsson en þessi sveit vann bik- arkeppnina á síðasta ári. Sveitir Vilhjálms Pálssonar frá Selfossi, (Vilhjálmur, Guðjón Einarsson, Gísli Þórarinsson og Þórður Sig- urðsson) og sveit Ásgeirs Ás- björnssonar frá Reykjanesi (Ás- geir, Dröfn Guðmundsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þ. Jóns- dóttir) geta þó unnið hvaða sveitir sem er. Í E-riðli ættu Reykjavíkur- meistararnir í sveit Þriggja frakka að eiga öruggt úrslitasæti en í sveitinni spila Kristján Blöndal, Steinar Jónsson, Stefán Jóhanns- son, Jónas P. Erlingsson, Hrólfur Hjaltason og Oddur Hjaltason. Sveit Roche, sem skipuð er Hauki Ingasyni, Sigurði B. Þorsteins- syni, Gylfa Baldurssyni, Jóni Hjaltasyni, Hermanni Friðriks- syni og Steinberg Ríkharðssyni, er einnig til alls líkleg. Af öðrum sveitum í riðlinum er líklegast að sveit Sigfúsar Þórðarsonar frá Suðurlandi banki á úrslitadyrnar en með Sigfúsi spila Ólafur Steina- son, Runólfur Jónsson, Gunnar Þórðarson og Valgarð Blöndal. Keppni hefst klukkan 15 á föstudag og lýkur um kvöldmat- arleytið á sunnudag. Útlit fyrir spennandi keppni í Borgarnesi BRIDS Íslandsmótið í sveitakeppni Undankeppni Íslandsmótsins í sveita- keppni í brids fer fram á Hótel Borg- arnesi um helgina. Þar keppa 40 sveitir víðsvegar af landinu um 10 sæti í úr- slitakeppni Íslandsmótsins sem haldið er um páskana. Hægt er að fylgjast með gangi keppninnar á heimasíðu Brids- sambands Íslands, www.bridge.is. Guðmundur Sv. Hermannsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá undankeppni Íslandsmótsins í fyrra en þá var spilað í Bridshöll- inni í Þönglabakka. Nú halda spilarar hins vegar upp í Borgarfjörð og spila í boði Borgnesinga á Hótel Borgarnesi sem stendur á Digranesi. Undankeppni Íslandsmótsins í brids um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.