Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bergþóra HuldaEinarsdóttir
fæddist í Hringsdal í
Arnarfirði 25. janúar
1919. Hún lést á
heimili sínu, Klepps-
vegi 120, laugardag-
inn 2. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
rún Anna Elín
Bjarnadóttir, f. á
Fremri-Uppsölum í
Selárdal 21. nóv.
1881, d. 9 maí 1965,
og Einar Bogason, f. í
Hringsdal 11. janúar
1881, d. 4. okt. 1966. Systkini
Huldu voru: Lilja, f. 14.12. 1909, d.
12.9. 2001, Arndís, f. 28.10. 1911,
d. 17.5. 1990, Guðrún, f. 12.9.
1914, Bogi, f. 27.11. 1915, d. 14.1.
2001, Svava, f. 21.2. 1917, Ásdís, f.
29.4. 1923, d. 19.6. 1996, og Lára,
f. 28.12. 1925, d. 22.6. 1975.
Árið 1947 giftist Hulda Krist-
manni Hjörleifssyni skrifstofu-
stjóra, f. 6.9. 1920, d. 3.5. 1977,
hann var sonur hjónanna Kristín-
ar Þorleifsdóttur og Hjörleifs
Kristmannssonar skósmiðs í
Reykjavík. Systkini Kristmanns
eru Helgi, f. 22.8
1922, d. 3.6. 1994,
Gerður, f. 29.3. 1927,
Hjördís, f. 14.2.
1929, Ásgeir, f. 25.4.
1930, d. 27.11. 1933,
og Ásgeir Hörður, f.
13.1. 1937.
Hulda fluttist ung
til Reykjavíkur og
lauk gagnfræðaprófi
frá Ingimarsskóla.
Þau Hulda og Krist-
mann bjuggu um
tíma í Stykkishólmi
þar sem hann var
forstjóri nýstofnaðr-
ar togaraútgerðar. Þau fluttust
þaðan árið 1950 til Seyðisfjarðar
þar sem Kristmann gerðist fram-
kvæmdastjóri hf. Bjólfs og þar
bjuggu þau til ársins 1961. Þá
fluttust þau til Reykjavíkur og
bjuggu sér heimili á Kleppsvegi
120 þar sem Hulda bjó til dauða-
dags. Hulda starfaði um tíma hjá
Landssímanum og sem ritari á
Kleppsspítala auk þess sem hún
sinnti öðrum ritarastörfum.
Útför Huldu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Hulda giftist Kristmanni, bróður
mínum, árið 1947 og bjuggu þau
fyrstu búskaparárin sín í húsi for-
eldra minna, Þórsgötu 23. Ég var þá
tíu ára og er brúðkaupsdagurinn
þeirra mér mjög minnisstæður. Frá
því að Hulda kom inn í fjölskylduna
tók hún mig strax undir sinn vernd-
arvæng og hefur það haldist alla tíð í
ýmsum myndum. Þessi unga glæsi-
lega kona var óvenjulega heilsteypt
og mörgum kostum búin, þótt ég hafi
ekki áttað mig á því fyrr en síðar á
lífsleiðinni. Hún var eins og heims-
kona í framkomu og klæðnaði, sem
var frekar óvenjulegt, þar sem hún
var fædd og uppalin á einu af af-
skekktari býlum landsins, Hringsdal
við Arnarfjörð.
Hestamennska var henni í blóð
borin, en hún var sameiginlegt
áhugamál þeirra hjóna. Meðan þau
voru hér í Reykjavík stunduðu þau
hestamennskuna af krafti. Ég held
að meðal þeirra betri minninga hafi
verið reiðtúrar með móðurbróður
okkar, Guðmundi bónda á Þverlæk.
Það var engin lognmolla yfir slíkum
reiðtúrum, yfirferð var mikil, en þeg-
ar áð var og hestarnir hvíldir, þá
tóku menn eina „bröndótta“ á með-
an, til að hafa eitthvað að gera.
Mikið var sungið líka, en Hulda
hafði mjög góða söngrödd, þótt ég
hafi aldrei heyrt um að hún hafi lært
neitt slíkt. Hún féll strax að Þver-
lækjarfólkinu, og leið henni mjög vel
þar. Hulda var sérstök blanda af
heimskonu og náttúrubarni, en ég
held að henni hafi liðið miklu betur í
hlutverki náttúrubarnsins.
Uppúr 1950 ræður Kristmann sig
sem framkvæmdastjóra fyrir togara-
útgerð á Seyðisfirði, og Hulda gerir
þeim þar glæsilegt heimili. Þau áttu
þarna nokkur góð ár, en 1955 bar
skugga á, Kristmann greindist með
sykursýki á háu stigi. Hann fékk mig
þá til þess að koma og hjálpa sér við
starfið, en ég hafði lokið prófi úr
Verzlunarskólanum um vorið.
Nú var ég, 18 ára unglingurinn,
tekinn í fóstur hjá Huldu og kynntist
ég henni þá betur, og lærði margt.
Fyrst og fremst var það umhyggjan
fyrir okkur bræðrunum, sem líf
hennar snerist um á þessum tíma.
Hún var mikil húsmóðir og gestgjafi,
og taldi ekki eftir sér ómælda vinnu
við það. Ég er ekki frá því, að hún
hafi ofdekrað mig, þessi tæp tvö ár,
sem ég var hjá þeim. Ég komst í ná-
vígi við, hvernig hún hugsaði um og
hjálpaði bróður mínum í hans veik-
indum. Aldrei heyrði ég styggðaryrði
af hennar vörum, hún var alltaf já-
kvæð og bjartsýn á að allt færi vel.
Ég fór frá Seyðisfirði 1957, og skildu
þá leiðir um tíma. Þau fluttust svo til
Reykjavíkur nokkrum árum síðar,
og var hópurinn þá orðinn aðeins
stærri, sem hún bar umhyggju fyrir,
þ.e. börnin mín, og svo síðar barna-
börn. Hulda var mjög trúuð, og bað
fyrir mínum hópi á hverju kvöldi í
áratugi.
Hún missti Kristmann 1977, eftir
áralöng og erfið veikindi. Hún trúði á
það, að þau mundu hittast aftur.
Eftir því sem árin færast yfir mig,
þá vex virðing mín fyrir upplagi og
uppeldi hópsins frá Hringsdal. Hulda
var ein mesta manneskja, sem ég
veit um, hún var heilsteypt, hrein-
lynd og með stórt hjarta.
Að lokum vil ég þakka henni alla
umhyggjuna og ástúðina sem hún
sýndi mér og mínum á 55 ára tíma-
bili, án þess að nokkurn tíma bæri
skugga þar á. Að kynnast henni gerði
mig að betri manni. Við munum öll
sakna þín, Hulda mín.
Ásgeir Hjörleifsson.
Hún Hulla frænka hefur alltaf ver-
ið til í mínu lífi, sem hluti af stórum
og yndislegum systkinahópi sem ég
hef verið svo lánsöm að fá að kalla
fjölskyldu og ef farið væri eftir mín-
um eigingjörnu óskum yrði alltaf til.
Nú hefur enn verið höggvið stórt
skarð í þennan litríka hóp frá
Hringsdal, því jafnvel þeir viljasterk-
ustu fá ekki stöðvað framrás lífsins
og máð út tímans spor. Þó hefði mátt
halda að Hullu frænku hefði tekist að
snúa á tímann, því ekkert í fari henn-
ar benti til þess að hún væri komin á
níræðisaldur.
Hún bjó yfir aðdáunarverðum
sjálfsaga og hugsaði vel um líkama
sinn og heilsu, var vöknuð fyrir allar
aldir og búin að synda metrana sína
áður en þorri landsmanna hafði opn-
að augun. Það eina sem bagaði hana
var „löppin“ eins og hún orðaði það,
því margendurteknar mjaðmaað-
gerðir höfðu ekki tekist sem skyldi
og aftraði það henni síðustu árin frá
því að gera það sem henni fannst
skemmtilegast, að ferðast og
skemmta sér í góðra vina hópi. Þenn-
an kross bar hún þó með miklu æðru-
leysi og hafði maður á tilfinningunni
þegar hún talaði um veikindi sín að
um væri að ræða tímabundið ástand
og líf hennar kæmist fljótlega aftur í
samt horf. Það var heldur ekki fyrr
en undir það allra síðasta að hún gaf
upp vonina um að svo yrði. Ekki
mátti hún samt heyra á það minnst
að henni væri rétt hjálparhönd óum-
beðið og gat hún verið ansi orðhvöss
ef henni fannst gengið yfir sig enda
var maður orðinn nokkuð sleipur í
því að fara í kringum hlutina, hjálpa
henni upp stiga og þess háttar, án
þess að styggja hana.
Hún skyldi gera allt sjálf og vön
því frá barnæsku, allt lék í höndun-
um á henni, hún hélt fallegt heimili,
hafði yndi af blómum og hafði látið
útbúa blómastofu á svölunum hjá sér
og verra hlutskipti til en að vera
planta í þeirri stofu. Hún var fag-
urkeri og naut þess að klæðast fal-
legum fötum sem hún breytti oft og
lagaði eftir sínu höfði til að það færi
henni betur. Þannig kom hún í heim-
sókn alltaf vel til höfð og yfirgaf ekki
húsið nema með sínum bestu óskum
og guðsblessun handa heimilisfólk-
inu.
Hnarreist og tíguleg eins og að-
alskona með silfursleginn stafinn
sinn sér til stuðnings mætti hún í
fjölskylduboðin og raulaði á góðum
stundum „Ein bischen Frieden, ein
bischen Lieben …“ Þannig ætla ég
að geyma með mér minningu minnar
elskulegu ömmusystur.
Guð blessi minningu Huldu Ein-
arsdóttur.
Arndís.
„Svolítið hræðilegt hefur gerst.
Hún Hulla mín er dáin.“ Þannig
heilsaði sjö ára bróðursonur minn
mér þegar ég heimsótti foreldra
mína síðastliðinn laugardag. Ég og
sá stutti eigum það sameiginlegt að
Hulla tók okkur í sérstakt ástfóstur
allt frá því hún sá okkur fyrst. Hún
hjálpaði ef eitthvað var að, hafði stöð-
ugar áhyggjur af velferð okkar og
bað fyrir okkur og fjölskyldum okkar
á hverju kvöldi. Mín fyrsta minning
af Hullu er af sunnudagsbíltúrum
með þeim Krissa og þegar ég var í
gistingu hjá þeim hjónum þegar ég
var lítill. Þá var ýmislegt brallað,
spilað, teiknað og farið í sund. Á
seinni árum átti svo Hulla það til að
draga fram í fjölskylduboðum nokkr-
ar af þessum teikningum, sem hún
hafði geymt allan þennan tíma. Á
þessum árum var það venja hjá fjöl-
skyldunni að vera hjá þeim hjónum á
gamlárskvöld. Þau bjuggu auðvitað á
besta stað í borginni til að fylgjast
með flugeldasýningunni og svo var
þakið á blokkinni notað til að skjóta
upp okkar eigin flugeldum. Þessi sið-
ur lagðist af við lát Krissa en þá kom
Hulla oft til okkar á gamlárskvöld.
Þegar ég fór svo í framhaldsnám til
Danmerkur var Hulla vön að senda
mér mat og aura að heiman. Þetta
voru kærkomnar sendingar og lyftu
manni upp í einsemdinni í útlöndum.
Hulla hafði ávallt miklar áhyggjur af
að ég lenti í „sollinum“ í Köben og
var því mjög glöð þegar ég kom heim
í frí. Þá heimsótti ég hana og við sát-
um og spjölluðum um heima og
geima á meðan hún bauð upp á kaffi
og með því. Þetta voru góðar stundir.
Því miður hrjáðu veikindi hana síðari
árin en þessi ákveðna kona lét þau
ekki hafa mikil áhrif á sig heldur fór í
sund á hverjum morgni eins og hún
hafði gert eins lengi og ég man eftir.
Ég mun alltaf minnast Hullu með
söknuði og kærleik en ég veit að nú
hefurðu hitt hann Krissa þinn aftur.
Megir þú hvíla í friði elsku Hulla mín.
Þinn vinur,
Kristinn Ingi.
HULDA
EINARSDÓTTIR
!"
# $%
& '())
!" " #"$
%& " #"$ !"
#"$
' ( " #"$
) * $ $+
*
,%
-.
/ '"0) 1
'"0)$
+
,
-$
$
.
(23 -45 * 45 #"$
(&)-45 #"$
(23 )
. -45 !" # ,$&643&7 #"$
" -45
& #"$
!" # -45 #"$
(23
87 # +
-
9: ;-.
2 3'$ 4& #$
,( 7 (*47
"& <
(&4 ( $
+
, +
/
%
0 -( ) ,( 6 ) =
$) #"$
22,( 6 #"$
-4 $"6 ,( 6
-45 ,( 6 26$&#
(23 #"$
&#&52,( 6 #"$
5 ) 5 +
*
!
9 >9
/ 2 343
,( 7 (*47
1
%
!"
+
%
& '))
-"!
= !" $ +
2
'
9:
2 3
(&&8
!
-$% /
%
'3 ')
) #"$
%$
$)
? #"$
)245& *&# +
4
%>
9
/ ( )$@
(*4
"
3(# 4 ! "
/
"
* $ $ +
9
%
"%#
"
* 5 $
$
. -"!
%
A ) =
) - # #8 +