Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN Rússíbanar efnir til útgáfutónleika í kvöld í tilefni af nýrri geislaplötu, Cyrano. Fara þeir fram á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins og hefjast kl. 21. Leik- in verður tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar úr sýningu Þjóð- leikhússins á Cyrano frá Bergerac í útsetningum Rússíbananna sjálfra. „Forsaga þessa samstarfs er sú að Hjálmar sótti oft dansleiki sem við héldum á sínum tíma í kaffi- leikhúsinu og fór mikinn og geyst á dansgólfinu – það hreinlega bogaði af honum. Hann sagði okk- ur síðar að þetta væru einu böllin sem hann dansaði á,“ segir Guðni Franzson, klarínettuleikari Rússí- bananna, þegar spurt er um sam- starf Rússíbana og tónskáldsins. „Þegar Þjóðleikhúsið fór þess á leit við Hjálmar að hann semdi tónlist við sýninguna á Cyrano ákvað hann að nota rússíbana- tónlist í eldri anda án þess þó að skrifa 16. aldar tónlist, ef svo má að orði komast. Það lá því vel við að fá okkur Rússíbana til að spila hana. Þarna gætir ýmissa áhrifa, meðal annars má greina balkönsk endurreisnaráhrif í tónlistinni,“ segir Guðni og Einar Kristján Ein- arsson gítarleikari bætir við að tónskáldið hafi haft þá félaga sér- staklega í huga við smíðina. Hefur fest vinnuagann Rússíbanarnir fluttu tónlistina á sýningunum í Þjóðleikhúsinu og segir Einar það hafa verið skemmtilega reynslu. „Það var mjög gaman að taka þátt í leik- sýningu. Þar fyrir utan hefur reksturinn á hljómsveitinni alla tíð verið frekar frjálslegur og tón- leikahald verið heldur tilvilj- anakennt. Það var því skemmtileg tilbreyting að koma fram með svona skipulegum hætti.“ Guðni tekur undir þetta. „Það er auðvitað öðruvísi að spila í leiksýningu en á balli og einstaka tónleikum. Það er óhætt að segja að þetta hafi fest svolítið vinnuag- ann í hljómsveitinni.“ Guðni tekur raunar fram í þessu samhengi að Rússíbanarnir hafi aldrei átt að verða hljómsveit. „Einar setti þennan hóp saman meira til að skralla en síðan hefur þetta undið smátt og smátt upp á sig,“ segir hann og upplýsir að eftir Cyrano-sýninguna hafi nokk- ur tónskáld haft samband við þá félaga og óskað eftir samstarfi. Ýmislegt sé því í pípunum. Guðni segir að Cyrano-tónlistin sé undir sterkum áhrifum af því sem Rússíbanarnir hafa verið að gera áður en um leið sé hún afar persónuleg af tónskáldsins hálfu. „Það er heilmikil rómantík og til- finning í þessari tónlist. Þessi von- lausa ást Cyranos á Roxönu kem- ur beint og óbeint í gegn. Sverðabardagar og slags- málasenur skila sér líka,“ segir Guðni og Einar grípur frammí með orðunum „þetta er ægifögur elegía“. Hvort c sé c Auk Guðna og Einars skipa Matthías MD Hemstock slagverks- leikari, Jón skuggi kontrabassa- leikari og Tatu Kantomaa harm- óníkuleikari Rússíbana. Aðkoma þess síðastnefnda að hljómsveitinni er nokkuð óvenju- leg. „Ég hafði heyrt af Tatu en sá hann fyrst í fréttunum í sjónvarp- inu, þar sem hann var að spila. Upp frá því fórum við að velta því fyrir okkur hvort ekki væri til- valið að fá hann til liðs við okk- ur,“ segir Einar og Guðni kveðst muna eftir fyrsta símtalinu við Tatu. „Við vissum sáralítið um hann og ég spurði svona fyrir kurteisissakir hvort hann læsi nót- ur. Við héldum kannski að hann væri bara tónlistarmaður af Guðs náð. „Meinarðu hvort ég viti hvort c sé c?“ spurði hann þá kankvís, „já, svona nokkurn veginn.“ Við komumst svo að því þegar á reyndi að hann er auðvitað flug- læs á nótur og annar eins hæfi- leikamaður er vandfundinn á tón- listarsviðinu.“ Gestur Rússíbana á tónleikun- um í kvöld verður Atli Rafn Sig- urðarson leikari, „nýuppgötvaður kontratenór“, eins og Einar lýsir honum. Það er Edda – miðlun og útgáfa sem gefur plötuna út í samvinnu við Rússíbana. Rússíbanarnir með útgáfutónleika á Smíðaverkstæðinu Ljósmynd/Grímur Bjarnason Rússíbanar: Matthías MD Hemstock, Tatu Kantomaa, Jón skuggi, Einar Kristján Einarsson og Guðni Franzson. Heilmikil rómantík og til- finning SÝNINGIN „Art Marines“ verður opnuð í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, á morgun, laug- ardag, kl. 17. Þar sýna finnsku listamenn- irnir Timo Mähönen og Juha Metso átján ljósmyndaverk sem eru hluti af verkefni sem þeir kenna við Art Marines. Í verkunum leitast listamennirn- ir við að afhjúpa ólíkar staðal- ímyndir samfélagsins og list- heimsins með húmor að vopni. Verkin eru unnin á árunum 1999 til 2001 og hafa áður verið sýnd í Victor Barsokevitsch Photographic Centre í Kupio í Finnlandi. Art Marines-listhópurinn hefur verið starfandi frá árinu 1998 og hefur það að markmiði að frelsa listheiminn og færa hann í hendur almennings. Í ljósmyndaverkum sínum leitast þeir við að varðveita eigin ófág- aða frumkraft og jaðarstöðu sem finnskir listamenn, fremur en að láta undan því sem þeir vísa til sem hins gerilsneydda tungumáls hins alþjóðlega list- heims. Juha Metso er fæddur árið 1965. Hann nam ljósmyndun við The Lathi Design Institue í Finnlandi og útskrifaðist árið 1991. Síðan hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í Finnlandi og víða erlendis. Timo Mähönen er fæddur ár- ið 1960. Hann hefur haldið fjölda einka- og samsýninga í Finnlandi og erlendis. Timo hefur tekið virkan þátt í finnsku listalífi og starfað sem sýning- arstjóri í norrænum og evr- ópskum samstarfsverkefnum. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Art Marines: „Blues“. Með húmor að vopni JÓNAS Erlendsson frá Fagradal í Mýrdal heldur sína aðra einkasýn- ingu á ljósmyndum í Víkurskála í Vík í Mýrdal og stendur sýningin fram yfir páska. Myndirnar, sem eru 27, eru flestar af landslagi og margbreyti- leika þess og hvernig veðurfar leikur stóran þátt í umgjörð landsins. Jónas hefur verið fréttaritari hjá Morgunblaðinu síðan 1994 og tekið mikinn fjölda af ljósmyndum á þessu tímabili bæði af mannlífi og landslagi og er þetta því bara smábrot af af- rakstrinum. Myndirnar eru allar unn- ar í heimilistölvu Jónasar, prentaðar út með Epson 1290 ljósmyndaprent- ara og límdar á heimasmíðaða mpf platta. Sýningin er sölusýning. Jónas Erlendsson með eina af myndunum á sýningunni. Ljósmynda- sýning í Vík- urskála Fagradal. Morgunblaðið. ÞAÐ er ekki annað hægt en að dást að metnaði og vinnusemi þeirri sem unglingarnir í Bústaðakirkju hafa lagt í uppfærslu sína á söng- leiknum Jesús Kristur Súper- stjarna, eins og þau kjósa að kalla hann. Tónlistarflutningur, búningar, til allra hluta er vandað umfram það sem ætlast mætti til, og gríðarstór hópurinn siglir í gegnum sýninguna af að því er virðist áreynslulausu ör- yggi. Það er engu líkara en þar fari þaulvant fólk á þessu sviði. Sviðsetningin er líka nokkuð lipur hjá Sigrúnu Sól, einfaldleikinn ræð- ur ríkjum og nokkrar sterkar mynd- ir setja svip á sýninguna og verða eftirminnilegar, Júdas að klifra upp kaðal til að þiggja sitt silfur, Kristur gengur húðstrýktur gegnum mann- mergðina, svo tvær séu nefndar. Verkið hefur verið stytt um trú- lega helming og það hefur ekki tek- ist nógu vel. Sem betur fer er at- burðarásin alþekkt, ellegar hefði mátt klóra sér talsvert í hausnum yfir viðburðum á sviðinu. Það er enda vandasamt að stytta svona „gegnumsungið“ verk, því jafnframt því að halda sögunni til haga er erf- itt að fórna flottustu númerunum, sem oftar en ekki fleyta sögunni lítt áfram. Tveir vondir kostir, og sjálf- sagt að láta tónlistina ráða í upp- færslu sem þessari. Ég hef nú samt séð dæmi þess að hægt er að bjarga hvoru tveggja, en það tekst ekki hér. Kannski hefur grunnhugmynd sýningarinnar þvælst eitthvað fyrir. Og hana á ég erfitt með að skilja, þá ákvörðun leikstjóra og hóps að færa verkið inn í innantóman og yfir- borðskenndan heim hátísku nú- tímans. Tískukóngurinn JKS með sýn- ingu sína í Jerúsalem? Eins og við mátti búast reynist þetta „konsept“ svo snertipunktalaust við innihald og boðskap sögunnar um líf og dauða Krists að eftir að hafa verið lagt upp með miklum látum í upp- hafi, hverfur það í skuggann af at- burðunum og tónlistinni. Sem betur fer. Eftir standa búningarnir með „lógói“ tískukóngsins á búningum áhangenda hans. Smart, en inni- haldslaust, eins og hátískan. En eins og áður var sagt er sýn- ingin sigur fyrir aðstandendur sína þrátt fyrir þessa hnökra. Útgeislun Maríu Magdalenu (sem Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sandra Dögg Björnsdóttir skiptu með sér), kraft- urinn í Þresti Sigurðssyni sem Her- ódes, Júdas Vilmundar Sveinssonar, og Jesúsarnir tveir, þeir Gylfi Þór Sigurðarson og Hrafn Hjartarson. Frábær frammistaða. Raunar á all- ur hópurinn hólið skilið, hér hefur verið lyft Grettistaki, líklega af því enginn í hópnum hefur frétt að þetta er ekki hægt. Grettistak í Bústaðakirkju LEIKLIST Börn, unglingar og fleiri í Bú- staðahverfi Tónlist: Andrew Lloyd Webber. Texti: Tim Rice. Þýðing: Hannes Örn Blandon og Emilía Baldursdóttir. Leik- gerð og leikstjórn: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Pálmi Sigurhjart- arson. Söngstjóri: Jóhanna Þórhalls- dóttir. Búningar: Gyða Jónsdóttir. Dans- ar: Cameron Corbett. Bústaðakirkju, sunnudaginn 3. mars 2002. JESÚS KRISTUR SÚPERSTJARNA Morgunblaðið/Sverrir „Tónlistarflutningur, búningar, til allra hluta er vandað umfram það sem ætlast mætti til,“ segir Þorgeir Tryggvason meðal annars. Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.