Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 17 HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur ákveðið að segja sig einhliða úr Hafnasamlagi Suðurnesja og draga fulltrúa sinn úr stjórn. Þýðir úrsögnin slit Hafnasamlagsins þar sem Vatnsleysustrandarhreppur hefur áður tilkynnt úrsögn og er Reykjanesbær því einn eftir. Ólafur Kjartansson, einn af hreppsnefndarmönnum F-listans sem eru í meirihluta í hreppsnefnd Gerðahrepps, flutti tillögu um úr- sögn Gerðahrepps. Var hún sam- þykkt með sex atkvæðum en Sig- urður Ingvarsson oddviti sat hjá. Tekið er fram í samþykktinni að hún sé gerð vegna vanefnda af hálfu ríkisvaldsins. Ekki staðið við fyrirheit Ólafur Kjartansson segist hafa verið á móti þátttöku Gerðahrepps í stofnun Hafnasamlagsins á sínum tíma. Hreppurinn hafi átt skuld- laust þau gömlu hafnamannvirki sem þar eru, eiginlega frekar sjó- varnagarð en höfn. Segir hann að sér hafi verið það ljóst í upphafi að verið væri að ganga til samstarfs við hafnir sem væru á kafi í skuld- um, að samlag þeirra gæti aldrei borið sig og að menn hefðu átt að prísa sig sæla að vera skuldlausir að þessu leyti. Aðrir hafi ákveðið að ganga í samlagið á þeim for- sendum að byggð yrði höfn á staðnum. Segir Ólafur að nú liggi fyrir að ekki yrði byggð höfn í Gerðahreppi í náinni framtíð og stjórnvöld standi því ekki við þau fyrirheit sem gefin voru. Samkvæmt stofnsamningi Hafnasamlags Suðurnesja taka úr- sagnir gildi tólf mánuðum eftir að þær eru tilkynntar og að skila- nefnd á að skipta eignum og skuld- um milli sameigenda. Slík nefnd er einmitt að störfum vegna úrsagnar Vatnsleysustrandarhrepps en hef- ur ekki náð samkomulagi. Spurður að því hvað fælist í einhliða úrsögn segir Ólafur að ef maður keypti svikna vöru hlyti hann að geta skil- að henni með einhliða ákvörðun. Samlaginu slitið Sigurður Ingvarsson, oddviti og fulltrúi Gerðahrepps í stjórn Hafnasamlagsins, lét bóka að hann harmaði þá þróun sem átt hefði sér stað hjá samlaginu og nú hafi leitt til úrsagnar Gerðahrepps. „Til- gangur minn með [því] að sam- þykkja inngöngu í HASS á sínum tíma var sú trú að það myndi verða til að efla alla starfsemi hafnarinn- ar hér í Garði og það yrði til að byggja upp smábátahöfn. Eins og margoft hefur komið fram lágu fyrir vilyrði frá þingmönnum og samgönguráðherra [um] að inn- ganga í HASS myndi verða til þess að hér í Garði yrði uppbygging á hafnarsvæðinu. Ég hélt að það væri hægt að treysta orðum þess- ara aðila. Því miður reyndist ekki svo vera.“ Tekur Sigurður jafn- framt fram að samstarfsmenn hans í stjórn Hafnasamlagsins hafi stað- ið heilshugar að málum og viljað stuðla að uppbyggingu hafnarmála í Garði. Ljóst er að ákvörðun Gerða- hrepps getur haft áhrif á skila- nefndina sem nú starfar undir for- ystu oddamanns því Reykjanesbær verður einn eftir og það þýðir væntanlega slit samlagsins. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að stofn- samningur Hafnasamlagsins, geri ráð fyrir því að aðilar hans geti sagt sig úr samlaginu. Hann geri því engar athugasemdir við ákvörðun Gerðahrepps. Það þýði hins vegar að Hafnasamlagið leys- ist upp í frumeindir sínar. Hver aðili taki það sem hann hafi lagt fram til samlagsins og þær skuld- bindingar sem hann hafi tekið á sig, samkvæmt samþykktum þess. Segja sig ein- hliða úr Hafna- samlaginu Garður ÍBÚAR í Garðahverfi í Keflavík hafa mótmælt harðlega breytingum á að- alaðkomu leikskólans Garðasels. 66 íbúar við Heiðargarð og Miðgarð rit- uðu undir mótmæli til bæjaryfir- valda. Vegna stækkunar og endurbóta á leikskólanum Garðaseli sem er við Hólmgarð sótti Reykjanesbær um byggingarleyfi fyrir stækkuninni og breytingum á aðkomu fyrir börn þar sem gert er ráð fyrir að auk aðkomu um Hólmgarð verði einnig möguleiki á að aka að leikskólanum um Heið- argarð. Skipulags- og byggingar- nefnd Reykjanesbæjar sendi tillög- urnar til íbúanna til kynningar. Í bréfi íbúanna kemur fram að þeir mótmæli því kröftuglega að að- alaðkoma skólans verði færð að Heiðargarði sem sé fáfarin og lokuð gata með lítilli umferð. „Það er með ólíkindum að hönnuður slíkra breyt- inga […] velji að beina umferð að þessu íbúðasvæði sem er eina íbúða- svæðið sem liggur nærri leikskólan- um. Ef þessi breyting nær fram að ganga mun umferð á þessu svæði aukast til muna og rýra gæði við- komandi gatna og auka slysahættu. Auk þess á að láta bíla taka u-beygju á Heiðargarðinum sem hlýtur að teljast fásinna.“ Í bréfinu kemur fram að íbúarnir hafa ekkert á móti stækkun Garða- sels, telji bæjaryfirvöld það hag- kvæmt. Þeir láta þess getið að oft sé minnst á að Garðahverfi beri af öðrum hverfum í skipulagslegu til- liti. Því miður hafi víða tekist illa til en þar taki þó steininn úr ef klúðra eigi því sem vel hafi tekist til með. Skorað er á bæjaryfirvöld að skoða málið af fullri alvöru og finna aðra leið og tekið fram að málinu verði fylgt fast eftir, ekki linnt látum fyrr en á lokastigi réttar íbúanna. Áfram Hólmgarðsmegin Afrit af mótmælum íbúanna var lagt fram í bæjarráði Reykjanesbæj- ar í gær. Ellert Eiríksson bæjar- stjóri segir að teiknaðar hafi verið tvær útfærslur af aðkomu að bygg- ingunni og skipulags- og byggingar- nefnd ákveðið að kynna þær. Það mælist ekki vel fyrir að hafa inngang frá Heiðargarði eins og sjáist á við- brögðum íbúanna. Sjálfur segist hann telja að aðkoman eigi að vera Hólmgarðsmegin, eins og verið hafi, og hafi ekki talið skynsamlegt að breyta henni. Mótmæla breytingum á aðkomu að Garðaseli Keflavík GRINDAVÍK stefnir að því að verða fjölskylduvænn bær, segir í stefnuyfirlýsingu sem bæjarráð samþykkti á 1000. fundi sínum í fyrradag. Á vegum bæjarins hefur verið unnið að undirbúningi stefnu- yfirlýsingar og sérstakrar stefnu í fjölskyldumálum og starfs- mannamálum. Var 1000. fundur bæjarráðs valinn til að ganga frá tillögum ráðsins til bæjarstjórnar um þessi efni. Í tillögu að stefnuyfirlýsingu segir að bæjarstjórn Grindavíkur stefni að því að Grindavík verði fjölskylduvænn bær sem byggi á sjávarútvegi, þjónustu við ferða- menn og möguleikum sem jarð- hitinn skapar. Markmiðið sé að Grindavík verði eftirsóttur bær til búsetu, bæði hvað snertir at- vinnumöguleika, menntun og þjónustu. Tillagan var samþykkt samhljóða eins og tillögur að fjöl- skyldustefnu og starfsmanna- stefnu Grindavíkurbæjar. Þær verða síðan teknar fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar. Bæjarráðsmenn í Grindavík fengu aldrei þessu vant tertusneið með kaffinu á þúsundasta fundi ráðsins, þeir eru f.v.: Hallgrímur Bogason formaður, Hörður Guðbrandsson og Ólafur Guðbjartsson. Einar Njáls- son bæjarstjóri er lengst til hægri á myndinni. Bærinn verði eft- irsóttur til búsetu Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.