Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLS voru 287 tímabundnar verk- efnanefndir á vegum ríkisins að störfum á árinu 2000. Fjöldi nefnd- armanna í þessum nefndum var 1.502 eða ríflega fimm nefndarmenn að meðaltali í hverri nefnd, skv. nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á nefndum, ráðum og stjórnum á veg- um ríkisins. Við skoðun Ríkisendurskoðunar á nokkrum tímabundnum verkefna- nefndum kom í ljós að nokkuð vant- aði upp á að þeim væri settur ákveðinn tímarammi. Stofnunin gagnrýnir þetta í skýrslu sinni og segir nauðsynlegt að tímabundnum verkefnanefndum séu alltaf sett tímamörk og mikilvægt sé að slíkar nefndir hafi fullmótaða og skýra verk- og markmiðslýsingu. „Nauð- synlegt er að skipunaraðili fylgist með vinnu nefndarinnar og geti ef hann telur nefndina ekki vera að sinna sínu verkefni gripið inn í. Eins er virkt eftirlit nauðsynlegt til að skipunaraðili geti fylgst með hvort tímamörk muni standast. Ríkisend- urskoðun telur að stundum skorti nokkuð á að fylgst sé með að tíma- mörk haldist,“ segir í skýrslunni. 41 tímabundin nefnd á vegum landbúnaðarráðuneytis Flestar tímabundnar verkefna- nefndir störfuðu á vegum landbún- aðarráðuneytisins á árinu 2000 eða 41 nefnd, sem er 14,3% af heild- arfjölda þeirra. Næst kom mennta- málaráðuneytið með 37 tímabundn- ar verkefnanefndir. Ekki veittar upplýsingar um nefndirnar Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær valdi Ríkisendur- skoðun 51 nefnd úr hópi allra nefnda sem störfuðu á vegum rík- isins árið 2000 til að kanna hvernig starfi þeirra væri háttað. Kom í ljós að 18% þessara nefnda eða níu nefndir alls störfuðu ekkert á árinu og skiluðu engum árangri. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að ekki verði veittar upplýsingar um hvaða nefndir er að ræða enda hafi verið um úrtakskönnun að ræða. Að sögn Sigurðar var staðið þannig að vali þessarar 51 nefndar í úrtakið að þær væru þverskurður allra nefnda, ráða og stjórna sem störfuðu á vegum ríkisins. Aðspurð- ur sagði hann að það mætti því draga þá ályktun að sama hlutfall nefnda (18%) og fram kom í könn- uninni að skiluðu engum árangri ætti við um nefndarstarf ríkisins í heild sinni. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um slíkt. Alls voru 910 nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins á árinu 2000 og ef niður- stöður úrtakskönnunar Ríkisendur- skoðunar endurspegla stöðu mála hjá þeim öllum hafa 164 nefndir eða 18% af heildinni ekkert starfað á árinu og engum árangri skilað. Gagnrýni í skýrslu Ríkisendurskoðunar um nefndir, stjórnir og ráð Tímabundnum nefndum ekki alltaf sett tímamörk HÚN hefur væntanlega farið hægt niður slakkann í hálkunni þessi bifreið sem var á leið frá Grindavík, handan Þorbjarnar- fellsins, en ekki er nákvæmlega vitað hvert för bílstjórans var heitið. Mörgum kann að þykja lands- lagið á þessu svæði fremur hrjóstrugt en eigi að síður skrif- aði Guðbergur Bergsson rithöf- undur svo um uppvaxtarþorp sitt: „Á þessum litla grýtta mel sem ég hef núna í huga dró ég þegar ég var barn frumdrögin að fegurð- arsmekk mínum.“ Morgunblaðið/RAX Hin hrjóstruga fegurð TÆPLEGA fertug kona var úr- skurðuð í tveggja vikna gæsluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna alvarlegs hníf- stungumáls á Grettisgötu í fyrra- kvöld. Konan er grunuð um að hafa stungið karlmann um fimmtugt með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka. At- burðurinn átti sér stað í íbúð við Grettisgötu um kl. 21.30. Hinn slas- aði var fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð og er hann á góðum batavegi á gjör- gæsludeild spítalans. Hann hlaut mörg stungusár, á bol og höfði. Lögreglan handtók konuna í íbúðinni, en hún er skráð þar til heimilis ásamt manninum. Vitni voru að atburðinum og tilkynntu þau hann strax til lögreglunnar. Í gæslu- varðhaldi vegna hníf- stungu ÚRSKURÐARNEFND um við- skipti við fjármálafyrirtæki fékk 17 mál til skoðunar á síðasta ári og að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar, lög- manns og formanns nefndarinnar, hefur fjöldi mála aldrei verið meiri frá því að nefndin tók til starfa fyrir sjö árum. Eitt fyrirtæki kom oftar við sögu en önnur Aðallega voru þetta einstaklingar sem kvörtuðu vegna viðskipta með verðbréf og að sögn Guðjóns kom eitt fyrirtæki oftar við sögu í þess- um málum en önnur. Sagðist hann ekki mega upplýsa um hvaða fyr- irtæki væri að ræða og kemur það heldur ekki fram á vefsíðu Fjár- málaeftirlitsins, þar sem úrskurð- irnir eru birtir. Aðeins eitt mál hef- ur komið til kasta nefndarinnar það sem af er þessu ári. Sex málum vísað frá nefndinni á síðasta ári Af þessum 17 málum á síðasta ári var 6 þeirra vísað frá nefndinni, í 5 málum var kröfum einstaklinga og lögaðila hafnað og í 6 málum þurftu fjármálafyrirtæki að greiða við- skiptavinum sínum bætur, allt frá hálfri milljón og upp í 1,7 milljónir króna. Að sögn Guðjóns fór ekkert þessara mála til dómstóla en máls- aðilar eiga rétt á að leita þangað sætti þeir sig ekki við úrskurði nefndarinnar. Ef fjármálafyrirtækin hreyfa ekki mótmælum innan tveggja vikna frá uppkvaðningu úrskurðar ber þeim að verða við honum. „Nokkur málin voru vegna verð- bréfaviðskipta í framvirkum samn- ingum, sem teljast mjög áhættu- söm viðskipti. Fjárhæðir í þessum málum hafa hlaupið á milljónum króna sem eintaklingar hafa tapað og vilja þeir þá meina að fjármála- fyrirtækin beri ábyrgð á því tapi. Svo er þó ekki í öllum tilvikum eins og úrskurðir nefndarinnar sýna,“ sagði Guðjón Ólafur. Ódýr kæruleið fyrir báða aðila Hann sagði að fjöldi mála í fyrra væri óvenjumikill. Fram að þeim tíma hefði verið algengt að 4–8 mál bærust nefndinni á ári. Fjármála- fyrirtækin væru duglegri en áður að benda viðskiptavinum á þessa leið, ef þeir sættu sig ekki við út- komu viðskiptanna. Guðjón sagði að þetta væri ódýr kæruleið fyrir báða aðila en sá sem kvartar þarf að greiða 5 þúsund króna málskots- gjald og fær það endurgreitt ef sig- ur vinnst að hluta eða öllu leyti. Fjármálafyrirtækin fjármagna svo störf nefndarinnar, sem að öðru leyti er vistuð hjá Fjármálaeftirlit- inu. Aðeins einstaklingar gátu leit- að til nefndarinnar fyrir 2000 Þar til að starfsreglum nefnd- arinnar var breytt árið 2000 og fleiri samtök fjármálafyrirtækja komu að henni, gátu aðeins ein- staklingar leitað til hennar. Nú geta bæði einstaklingar og lögaðil- ar kvartað ef viðkomandi telja sig hafa verið hlunnfarna í viðskiptum við fjármálafyrirtækin. Nefndin fjallar ekki um ágreining sem heyrir undir stjórnvöld og ekki um kröfu viðskiptamanns sem ekki verður metin til fjár, ekki um breytingar á almennri gjaldtöku fjármálafyrirtækja og ekki um ágreiningsmál sem eru til með- ferðar almennra dómstóla eða gerðardóms. Afgreiðslutími mála hjá nefndinni er að meðaltali átta vikur enda skal úrskurður liggja fyrir innan fjögurra vikna frá því að öll gögn hafa borist sem tengj- ast viðkomandi máli. Sautján mál til skoðunar í fyrra Metfjöldi mála hjá úrskurðarnefnd LAGABREYTINGU þarf til að færa umráð eignarhalds ríkisins á Land- síma Íslands hf. frá samgönguráð- herra til fjármálaráðherra, en sam- göngurráðherra nefndi það við um- ræður á Alþingi í fyrradag að til greina kæmi að fjármálaráðherra færi með eignarhlut ríkisins í Síman- um, en hann er á forræði samgöngu- ráðherra. Jakob Falur Garðarsson, aðstoð- armaður samgönguráðherra, sagði að þetta væri algerlega ótengt aðal- fundi Símans sem hefur verið ákveð- inn á mánudaginn kemur. Sam- gönguráðherra myndi fara með hlut Símans þar. Jakob sagði að engin ákvörðun lægi fyrir um þessa tilfærslu. Á sín- um tíma hefði þetta fyrirkomulag ekki verið óeðlilegt, en velta mætti því fyrir sér nú hvort eðlilegt væri að samgönguráðherra færi með eignar- hlut í einu fyrirtæki á sama tíma og hann væri að setja lög og reglur um fjarskiptamarkaðinn í heild sinni. Miklu eðlilegra væri að fjármálaráð- herrann færi með eignarhlut ríkisins í fyrirtækjum almennt. Jakob sagði að fyrir lægi að skipt yrði um stjórn Landsíma Íslands hf. í heild sinni á aðalfundinum á mánu- dag, en ekkert væri hægt að gefa upp um mögulega nýja stjórnar- menn að svo komnu. Laga- breytingu þarf til Fjármálaráðherra fari með eignarhald Símans HÉRAÐSDÓMUR Norður- lands eystra hefur dæmt fer- tugan karlmann í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir brot á vopnalögum. Voru gerð upp- tæk vopn í eigu hans, m.a. fjór- ar haglabyssur, þrír rifflar, skammbyssa, lásbogi, bogi og örvar, hnífur með 16 cm blaði og sveðja með 68 cm hnífsblaði. Ennfremur voru nokkur hundruð skot gerð upptæk með dómi. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi aldrei haft skotvopnaleyfi þrátt fyrir vopnaeignina. Maðurinn hélt því fram að vopnin væru safn- gripir og sagðist nota þau lítið. Hann aflaði sér hins vegar ekki leyfis hjá ríkislögreglustjóra fyrir vopnasöfnun. Þá taldi dómari að vopnin hefðu ekki sérstakt söfnunargildi þar sem þau væru hvorki mjög gömul, að einu þeirra undanskildu, né hefðu þau sérstök tengsl við sögu lands og þjóðar. Halldór Halldórsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Verj- andi ákærða var Hilmar Ingi- mundarson hrl. Málið sótti Þórhallur Haukur Þorvaldsson, settur lögreglustjóri. Skilorðs- bundið fangelsi fyr- ir ólöglega vopnaeign
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.