Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti í gær að Bessa-
stöðum Auði Laxness, ekkju Nób-
elsskáldsins Halldórs Laxness,
myntbréf nr. 1 sem Íslandspóstur
hefur gefið út í tilefni þess að 100
ár eru liðin frá fæðingu skáldsins.
Myntbréfið er gefið út í tvö þúsund
eintökum og fengu við sama tæki-
færi Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra og Tryggvi T.
Tryggvason hönnuður myntbréfs-
ins sitt bréfið hvor, nr. 3 og 4. Einar
Þorsteinsson, forstjóri Íslandpósts,
afhenti síðan Ólafi Ragnari Gríms-
syni myntbréf nr. 2.
Á umslagi myntbréfsins er smá-
örk með mynd af Halldóri Laxness,
stimpluð á útgáfudegi og minnis-
peningur úr 92% silfri. Textinn á
smáörkinni er tekinn úr skáldsögu
Laxness, Heimsljósi.
Myntbréf eru gefin út af sérstöku
tilefni og aðeins í takmörkuðu upp-
lagi. Þau eru tölusett og kostar
hvert þeirra 3.900 krónur. Ásamt
því gaf Íslandspóstur út frímerki og
smáörk sem sýnir andlitsmynd af
Halldóri Laxness.
Þetta er í annað sinn sem Íslands-
póstur gefur út myntbréf, en fyrst
var gefið út myntbréf með mynd af
Leifi Eiríkssyni árið 2000 í tilefni
1000 ára afmæli landafundanna í
N-Ameríku.
Á afmælisdegi Halldórs Laxness,
hinn 23. apríl, mun Íslandspóstur
ennfremur heiðra minningu skálds-
ins með útgáfu á gjafamöppu sem
inniheldur smáörkina og að auki
eftirlíkingu af Nóbelsverðlauna-
peningi Laxness. Peningurinn verð-
ur úr 22 karata gulli og sömuleiðis
verður hluti kantsins á smáörkinni
lagður 22 karata gulli. Mun þetta
vera í fyrsta skipti sem staðið er
fyrir útgáfu af þessu tagi á Norð-
urlöndum.
Morgunblaðið/Kristinn
Forseti Íslands afhendir frú Auði Laxness myntbréf nr. 1, tileinkað Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness.
Myntbréf tileinkað Halldóri
Laxness afhent á Bessastöðum
ÞÓKNANANEFND hefur það
verkefni með höndum að ákveða
greiðslur fyrir setu í nefndum,
stjórnum og ráðum á vegum rík-
isins, en í nýútkominni skýrslu Rík-
isendurskoðunar kemur fram að
kostnaður vegna þessa var 417
milljónir kr. á árinu 2000.
Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, og
Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu, eiga sæti í
nefndinni.
Þorsteinn sagði að það væru
ráðuneytin sem beindu erindum til
nefndarinnar, en hún tæki ekki við
erindum frá öðrum aðilum. Þókn-
anirnar væru miðaðar við vinnu-
framlag og miðuðust við fjölda svo-
kallaðra nefndareininga, en fyrir
hverja nefndareiningu væru
greiddar 1.222 kr. Einingarnar
tækju mið af umfangi verksins,
fjölda funda, lengd þeirra og svo
framvegis. Að mörgu væri að
hyggja í þessu sambandi, en þeir
hefðu lengi sinnt ákvörðunum í
þessum efnum.
Þóknana-
nefnd
ákveður
greiðslur
nefnda
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
TUTTUGASTA alþjóðlega Reykja-
víkurskákmótið hófst í Ráðhúsi
Reykjavíkur í gær en keppendur eru
72 talsins og þar af eru erlendir
skákmenn 29.
Úrslitin í fyrstu umferðinni voru
að mestu eftir bókinni, þ.e. ef tekið
mið af stigafjölda keppenda. Þó má
nefna að Dagur Arngrímsson (2.094)
náði jafntefli gegn Jóni Viktori
Gunnarssyni (2.402) en á þeim mun-
ar ríflega 300 skákstigum.
Þá sigraði Lárus Knútsson (2.000
stig) Johönnu Paasikangas (2.300
stig) frá Finnlandi en hún er alþjóð-
legur meistari og Ingólfur Gíslason
gerði jafntefli við Andreas Schmied
frá Þýskalandi.
Hannes Hlífar Stefánsson er
stigahæsti maður mótsins með 2.604
stig, þá kemur Jaan Ehlvest með
2.598 stig og Valieri Neverov með
2.578 stig en alls taka átján stór-
meistarar þátt í XX Reykjavíkur-
skákmótinu.
Önnur umferð verður tefld í dag
og hefst hún klukkan 17 en mótinu
lýkur að viku liðinni.
Úrslitin að mestu
eftir bókinni
Morgunblaðið/Ásdís
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lék fyrsta leikinn fyrir Hannes
Hlífar gegn Benedikt Jónassyni á Reykjavíkurskákmótinu.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
Landssíma Íslands hf. til að greiða
konu sem fótbrotnaði er hún féll um
rör á vegum starfsmanna Landssím-
ans, rúmlega 1,9 milljónir króna í
skaðabætur. Vegna slyssins hlaut
konan 15% varanlegan miska og
jafnháa varanlega örorku.
Slysið varð í júní árið 1997 á gang-
stétt við Rofabæ. Starfsmenn Pósts
og síma hf. unnu þá við að koma um 6
cm sveru plaströri undir götuna sem
átti að þræða símakapal í gegnum.
Höfðu þeir lagt rörið þvert yfir
gangstéttina þar sem óhjákvæmilegt
var að koma því fyrir um stund áður
en það yrði lagt undir götuna. Kom
konan skokkandi eftir gangstéttinni
og féll um rörið með fyrrgreindum
afleiðingum.
Landssíminn taldi slysið ekki rak-
ið til saknæmrar háttsemi starfs-
mannanna, heldur yrði ekki öðru en
óaðgæslu konunnar sjálfrar og
óhappatilviljunar um kennt hve illa
fór. Konan hélt því fram að rörið
hefði skapað hættu og viðvaranir
verið alls ófullnægjandi.
Hæstiréttur féllst á með konunni
að viðvaranir hefðu ekki verið veittar
með þeim hætti sem búast mátti við
en taldi jafnframt að konan hefði átt
að sýna aðgát, enda hefðu aðstæður
verið til þess fallnar. Þótti því rétt að
málsaðilar bæru hvor helming sakar
vegna þess tjóns sem konan varð
fyrir.
Hæstaréttardómararnir Gunn-
laugur Claessen, Árni Kolbeinsson
og Ingibjörg Benediktsdóttir
dæmdu málið. Lögmaður Landssím-
ans var Andri Árnason hrl. og lög-
maður konunnar Karl Axelsson hrl.
Fékk 1,9
milljónir í
bætur frá
Símanum
NÝJAR reglur tryggingaráðs um
endurgreiðslur vegna sjúkraþjálf-
unar tóku gildi um síðustu mánaða-
mót en sjúkraþjálfarar ákváðu að
taka upp eigin gjaldskrá frá og með
1. maí.
Gauti Grétarsson hjá Sjúkraþjálf-
un Reykjavíkur segir að ef fólk geti
ekki leitað til sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfara og fái ekki þá fyrir-
greiðslu hjá Tryggingastofnun, sem
það á að fá samkvæmt lögum, hætti
það hreinlega í endurhæfingu. „Ef
heldur fram sem horfir, neyðumst
við hreinlega til þess að loka sjúkra-
þjálfunarstöðvunum. Margt af því
fólki, sem við erum að vinna með, er
öryrkjar, eldri borgarar og fatlaðir
þannig að þessar breytingar lenda
oft á tíðum á þeim sem síst skyldi.“
Gauti segir breytingar á reglum
Tryggingastofnunar vegna sjúkra-
þjálfunar, sem tóku gildi um mán-
aðamótin síðustu, þegar hafa haft
mikil áhrif. „Nú þarf fólk að greiða
meðferðina hjá okkur að fullu og
þarf síðan að fara til Trygginga-
stofnunar til þess að fá endur-
greiðslur. Þeir hjá Tryggingastofn-
un túlka lögin á sinn hátt þannig að
þeir hafa ákveðið hverjir fái endur-
greiðslur og hverjir ekki. Nú hefur
Tryggingastofnun fengið yfir sig
holskeflu af alls konar beiðnum og
starfsmenn hennar ná ekki að fara
yfir þær og hafa raunar beðið fólk
um að koma með nýja beiðni sem
flækir málin enn frekar.“
Gauti segir að í almannatrygg-
ingalögum sé kveðið á um að fólk
eigi rétt á styrk til sjúkraþjálfunar
og þannig hafi það verið til þessa.
En í þessari deilu Tryggingastofn-
unar og sjálfstætt starfandi sjúkra-
þjálfara túlki stofnunin þetta mjög
þröngt þannig að réttur hins sjúkra-
tryggða skerðist.
Kæra í annað sinn til
Samkeppnisstofnunar
„Það má eiginlega túlka þetta
sem svo,“ segir Gauti, „að Trygg-
ingastofnun sé að setja á okkur
verkbann með þessum reglubreyt-
ingum. Þær hafa þegar haft víðtæk
áhrif og það er töluvert stór hópur
sem hefur átt rétt á endurgreiðslum
en fær núna ekki endurgreitt nema
að litlu leyti. Við höfum ekki einu
sinni leyfi til þess að meðhöndla fólk
nema eftir sérstakri beiðni frá
lækni.“
Gauti segir að sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfarar hafi á sínum tíma
kært til Samkeppnisstofnunar
vegna þess að þeir séu í samkeppni
við stofnanir sem ríkið rekur og þar
fái menn greitt hærra meðferðar-
gjald.
„Í deilunni núna beina þeir öllu
fólkinu inn á stofnanirnar því þar
fær það fulla endurgreiðslu. Þannig
að við höfum kært Tryggingastofn-
un í annað sinn til Samkeppnisstofn-
unar og sendum þá kæru inn í gær
en úrskurður vegna fyrri kærunnar
verður væntanlega birtur innan
skamms.“
Sjúkraþjálfarar segja breyttar endurgreiðslur ógna starfsöryggi
Neyðumst til að loka að óbreyttu
Morgunblaðið/Kristinn
Gauti Grétarsson við störf í
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
er orðinn næststærsti stjórnmála-
flokkurinn en fylgi Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs minnkar
verulega og hefur hún minnst fylgi af
fjórflokkunum. Þetta kemur fram í
nýrri skoðanakönnun DV á fylgi
stjórnmálaflokkanna.
Ef aðeins er tekið mið af þeim sem
tóku afstöðu í könnuninni fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn 40,4% sem er litlu
minna en flokkurinn fékk í síðustu
kosningum. Framsóknarflokkurinn
fengi 21,3%, sem er tæpum 3% meira
en í síðustu kosningum. Fylgi stjórn-
arflokkanna í könnuninni er því um
2,5% meira en þeir fengu í kosning-
unum.
Í síðustu könnun DV fengu Vinstri
grænir 24% en fá nú aðeins 15,3%
sem þó er verulega meira en í síðustu
kosningum. Samfylkingin fengi
18,5% en fékk 13,5% í síðustu könn-
un en í kosningum fékk flokkurinn
26,8%.
Fylgi stjórnar-
flokkanna eykst
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag stefnumörkun
starfshóps um nýtingu metans á
ökutæki í eigu Reykjavíkurborgar.
Borgarráð felur Vélamiðstöð að
vinna áætlun um bílakaup í samræmi
við stefnumörkunina, þar sem m.a.
verði gert ráð fyrir endurnýjun sorp-
bílaflotans á næstu árum með það að
markmiði að nýir bílar geti nýtt met-
angas. Jafnframt verði leitað eftir
því við stjórn Strætó bs. að skoðaðir
verði möguleikar á því að hluti þeirra
strætisvagna, sem fyrirtækið rekur,
noti metangas.
Átak þetta er liður í að minnka
loftmengun í borginni og þar með
þáttur í umhverfisstefnu Reykjavík-
urborgar.
Nýir sorpbílar
noti metangas
BROTIST var inn í húsnæði Íslands-
pósts við Stórhöfða í Reykjavík um
klukkan fimm í gærmorgun. Þjófa-
varnakerfi hússins fór í gang og
komu öryggisverðir á staðinn og eltu
uppi innbrotsþjófinn áður en lög-
reglan handtók hann skömmu síðar.
Þjófurinn hafði sett ýmislegt þýfi í
tösku þegar hann var handtekinn.
Innbrot hjá
Íslandspósti
♦ ♦ ♦