Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ B ílainnflutningur dregst saman og þar með er ekki lengur hægt að vista dæmda sakamenn. Þetta er sérkennilegt í meira lagi, en eins og menn þekkja er skýringin sú að fangelsin tapa vegna minni eft- irspurnar eftir númeraplötum. Til að vega upp á móti minni innflutn- ingi bifreiða hefur verð á núm- eraplötum verið hækkað um 50%, sem hlýtur að þýða að verðið mun lækka aftur þegar innflutningur eykst. Það er öruggt. Engum skyldi detta annað í hug. Opinber gjöld lækka alltaf strax og að- stæður leyfa. Þannig er nú það. En þetta snýst um fangelsismál og líklega er ekki meiri sátt um nokkra starfsemi ríkisins en þá að halda uppi lögum og reglu og þar með að sjá til þess að dæmdir menn taki út refsingu sína. Af því mætti draga þá ályktun að þegar menn sem dæmdir hafa verið til fangels- isvistar leika lausum hala hljóti ríkið að hafa tapað öllum tekjum sínum og sé við það að fara á hausinn og leggja niður alla starfsemi. Svo er þó ekki og tekjur ríkisins eru því miður ekki skornar við nögl. Þeim er hins vegar iðulega eytt í gælu- verkefni frekar en til að kosta grundvallarstarfsemi ríkisins. Brýr eru byggðar og göng boruð þótt augljóst sé hverjum manni að þessi mannvirki muni aldrei borga sig. En þar skipta peningarnir engu máli því göngin og brýrnar fást endurgoldin í atkvæðum. Sömu sögu er að segja um íþrótta- hallir og menningarhúsnæði sem hver maður veit að mun ekki nýt- ast nema að örlitlu leyti. Til að reisa slík hús fyrir háværa þrýsti- hópa fæst ævinlega nægt fjár- magn án þess að auka þurfi sér- tekjur. Þó lægi það beint við, aðeins þyrfti að hækka aðgangs- eyrinn. Ríkið hefur sum sé miklu meira en nægt fjármagn, en kann hins vegar ekki með það að fara. Og mun aldrei kunna. Þess vegna eru númeraplötur hækkaðar í verði í stað þess að hætta við svo sem eins og eitt verkefni sem er síður brýnt en afplánun dæmdra manna. Þeir þingmenn sem nú kvarta undan hækkun númeraplatnanna, ætli þetta séu harðir niðurskurð- arnaglar sem vilja afla þess fjár sem upp á vantar með samdrætti annarra útgjalda ríkisins? Ekki er nú hægt að halda því fram, og það sem meira er, þeir eru til sem gagnrýna nú hækkunina en hafa nýverið staðið að þyngingu refs- inga í fíkniefnamálum án þess að ráðstafanir væru gerðar til að mæta auknum kostnaði vegna lengri fangelsisvistar. Þingmenn verða að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að krefjast sífellt þyngri dóma án þess að fjárveit- ingar fylgi. Fyrir utan skort á niðurskurð- artillögum í umræðunum um hækkun númeraplatnanna var al- varlegur skortur á því að ræddar væru leiðir til að nýta betur þær krónur sem fara til fangelsismála. Þótt menn séu þeirrar skoðunar að ríkið eigi að sjá til að lögum og reglu sé haldið uppi er full ástæða til að skoða hvort ekki er hægt að spara í þessum málaflokki með því að leyfa einkaaðilum að taka að sér rekstur fangelsa eða kaupa þessa þjónustu af þeim. Ekkert er því til fyrirstöðu að Litla-Hraun verði selt einkaaðilum eða að einkaaðilar reisi sambærilegar stofnanir og ríkið kaupi vistun af þeim. Með því mætti ef til vill bæði spara og bjóða betri vist og þar með mætti jafnvel auka líkur á að um betrunarvist væri að ræða. Ýmsir möguleikar eru þannig fyr- ir hendi, en þeir eru ekki ræddir því sumir menn segjast alltaf hafa talið „að rekstur fangelsa væri eitt af hlutverkum ríkisins“. Og þar með er málið útrætt. Málið ætti hins vegar ekki að vera útrætt og þeir eru reyndar fleiri málaflokkarnir þar sem ný hugsun mætti að ósekju njóta sín. Í heilbrigðis- og menntageirann fer stærstur hluti útgjalda hins op- inbera og hið opinbera veitir sjálft svo að segja alla þjónustu á þess- um sviðum. Þarna mætti hagræða með því að leyfa einkaaðilum að spreyta sig og láta ríkið eingöngu standa straum af kostnaðinum en ekki veita þjónustuna sjálft. En það er með þetta eins og svo margt annað að ýmsir hanga eins og hundar á roði á núverandi fyr- irkomulagi og neita alfarið að ljá máls á því að breytingar verði gerðar. Og þeir sem vilja nýta fjármuni betur eru sagðir vilja græða á sjúklingunum, setja börn- in á markað eða hvað það nú er sem stuðningsmönnum ríkis- rekstrarins dettur í hug að halda fram þá stundina. Svo eru þeir til sem vilja vera nútímalegir en vilja þó hanga á op- inbera rekstrinum. Slíkir leggja gjarna til að ríkið hætti að veita til- tekna þjónustu og hún verði færð til sveitarfélaganna því þau séu jú nær fólkinu. Vera má að þeir sem búa í fámennustu sveitarfélög- unum – sem að vísu hafa ekki tök á að taka stofnanir ríkisins yfir – telji sig standa nær sveitarstjórn- armönnum en þingmönnum. Þeir sem búa í stærstu bæjum landsins, sérstaklega íbúar Reykjavíkur þar sem borgarkerfið þenst út á ógn- arhraða, verða tæpast varir við mikinn mun. Og eftir því sem um- svif sveitarfélaganna aukast minnkar munurinn enn. Hálfvelgja á borð við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga getur þess vegna ekki orðið til að breyta miklu eða bæta í rekstri hins opinbera, skrefið verður að stíga til fulls ef fullur árangur á að nást. En víkjum í lokin aftur að því sem kveikti þessa hugleiðingu, þ.e. að númeraplötunum góðu. Menn hljóta að spyrja hvers vegna núm- eraplötur eigi að greiða fyrir fang- elsi landsins. Hvers vegna ekki til dæmis áfengi? Líklega mætti færa sterkari rök fyrir tengslum milli refsivistar og notkunar áfengis en á milli refsivistar og notkunar númeraplatna. Annars má þó fagna því að svo vill til að fangar á Suðurlandi þrykkja númeraplötur en stunda ekki ylrækt eins og margir sveit- ungar þeirra. Ef svo væri þýddi lítið að vonast eftir lágu verði á grænmeti og ávöxtum, því lands- menn yrðu látnir greiða Litla- Hrauns-gjald í hvert sinn sem tómatur eða banani dytti í inn- kaupakörfuna. Fanga- númer „Fagna má því að svo vill til að fangar þrykkja númeraplötur en stunda ekki yl- rækt eins og margir sveitungar þeirra.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is Í TILEFNI af al- þjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, hafa stærstu samtök launa- fólks á Íslandi, ASÍ, BSRB og SÍB, tekið höndum saman við Jafnréttisstofu, Kven- réttindafélag Íslands og Reykjavíkurborg um að beina kastljósi að efnahagslegri þýð- ingu vinnuframlags ís- lenskra kvenna. Yfir- skrift sameiginlegs ávarps og morgun- verðarfundar á Grand hóteli í dag, Framlag kvenna gerir gæfu- muninn, endurspeglar þessa áherslu. Hröð aukning þjóðartekna hefur á síðustu áratugum skapað sannkallað efnahagsundur. Hvað er það annað en undur að á skömmum tíma hefur Ísland lyfst úr fátækt upp í raðir ríkustu þjóða heims? Á árinu 1999 voru þjóðartekjur á mann á Íslandi þær fimmtu hæstu í heiminum sé miðað við lista OECD. Reglulega birtast fréttir um hvar við lendum á þessum fræga lista og óneitanlega fyllumst við stolti yfir frammistöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Þjóðar- tekjurnar eru undirstaða þess að hægt er að veita íbúum þessa lands menntun, heilbrigðisþjónustu og hvers kyns aðra þjónustu sem heyrir til skilnings okkar á lífs- gæðum. Hvað einkum gerir Ísland frá- brugðið öðrum ríkjum þegar litið er til þess hvað hefur skapað þjóð- inni auðlegð sína? Við erum vön að heyra svör eins og fiskur og orka, en það er ekki fullnægjandi svar. Sérstaklega ekki þegar haft er í huga að atvinnulífið er fjölþætt og mannauðurinn sem með þjóðinni býr nýtist við margs konar störf. Eitt af því sem mest stingur í augu er hversu atvinnuþátttaka og vinnutími kvenna veg- ur mun þyngra hér en með öðrum þjóðum. Framrás íslenskra kvenna á vinnumark- aðinn á síðustu ára- tugum hefur skipt sköpum. Vinnutími þeirra samsvarar því að hver kona vinni fulla skandinavíska vinnuviku. Vinnutím- inn er hvergi jafn langur, hlutfallslegur fjöldi þeirra á vinnu- markaði hvergi meiri. Á Íslandi eru 80,2% kvenna í vinnu en 53,1% í ESB. Hvergi er jafn lítill munur á atvinnuþátt- töku karla og kvenna og hér á landi. Verðmætasköpun íslenskra kvenna umfram það sem gerist meðal annarra þjóða hefur gríð- arleg efnahagsleg áhrif. Ef þær ynnu eins og konur gera að með- altali í OECD, þá hefðum við á árinu 1999 ekki verið í fimmta sæti yfir ríkustu þjóðir heims, heldur því fjórtanda. Og ef konur hér á landi ynnu eins og konur almennt innan ESB þá hefði tekjuskerð- ingin á hvert mannsbarn á Íslandi numið 16% á árinu 1999 sem svar- ar til 1,5 milljóna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Hver yrðu marg- feldisáhrifin af slíkri tekjuskerð- ingu? Það er kominn tími til að setja kröfur kvenna um jöfn áhrif og jafna virðingu kynjanna í samhengi við þessar staðreyndir. Íslenskar konur hafa innan sem utan heimilis unnið hörðum höndum til að skapa þau lífsgæði sem við njótum öll og viljum ekki vera án. Til eru margir svokallaðir þöglir atvinnusjúkdóm- ar sem hrjá konur í meira mæli en karla og sem sjónum hefur í litlum mæli verið beint að. Þeir stafa oft af of löngum vinnudegi, oft við ein- hæf störf og vondar aðstæður. Við vitum að konur verða fyrr og oftar öryrkjar vegna slíkra sjúkdóma. Við vitum að enn er þeim mis- munað í launum fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og karlar gegna. Skortur á þjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, getur bitnað einna verst á konum. Og við vitum að þær fá síður frama innan at- vinnulífsins en karlar þrátt fyrir sambærilega hæfni. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum beitt skipulögðum vinnu- brögðum til að breyta þessum mynstrum. Sem næststærsti at- vinnurekandi landsins, næstur á eftir ríkinu, telur Reykjavíkurborg sig bera mikla ábyrgð og búa yfir tækifærum til áhrifa á íslenskum vinnumarkaði. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana eru mik- ilvæg tæki í þessari baráttu. Þær taka ekki aðeins mið af jafnrétt- isstefnu borgarinnar, heldur einnig af stefnu hennar í launamálum og starfsmannamálum, svo sem varð- andi símenntun og starfsþróun svo fátt eitt sé nefnt. Og reynsla Reykjavíkurborgar hefur sýnt að framsækin stefna og skipuleg vinnubrögð skila margþættum ár- angri. Í tilefni dagsins hvet ég at- vinnulífið allt til að meta framlag íslenskra kvenna að verðleikum og herða sóknina að fullu jafnrétti kynjanna. Íslenskar konur hafa svo sannarlega unnið fyrir því! Konur skapa verðmæti Hildur Jónsdóttir Atvinnuþátttaka Á Íslandi eru 80,2% kvenna í vinnu, segir Hildur Jónsdóttir, en 53,1% í ESB. Höfundur er jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. ÞAÐ hefur verið einkar athyglisvert fyrir utanbæjarmenn að fylgjast með skoð- anakönnunum um fylgi flokka í Reykja- vík að undanförnu. Greinilegt er, að mikill meirihluti Reykvík- inga er einstaklega ánægður með að greiða miklu hærri gjöld til borgarsjóðs í formi útsvara, fast- eignagjalda, vatns- skatts, holræsagjalda, og svo mætti lengi telja, en íbúar ná- grannabæjarfélaganna þurfa að greiða. Þetta eru mikil tíð- indi. Opinberar tölur sýna nefni- lega að skattgreiðendur í Reykja- vík greiðaoftast tugum þúsunda króna, jafnvel hundrað þúsundum, meira í gjöld til borgarsjóðs en t.d. skattgreiðendur í Seltjarnarnes- kaupstað. Nú kynni einhver að segja að Reykjavíkurborg veitti betri þjón- ustu en Seltjarnarnesbær. Bull og vitleysa. Á flestum sviðum þjónustu stendur Seltjarnarneskaupstaður jafnfætis eða framar. Langt er síð- an allir skólar urðu einsetnir, bið- listar eftir leikskólaplássum eru nær engir, hitaveitugjöld eru lægri, holræsagjald er ekki lagt á íbúana, og þannig mætti lengi telja. Þá þjónustu sem Seltjarnarness fær frá Reykjavík, greiða Seltirningar sama verði og Reykvíkingar. – Hvað veldur þá þessum mikla mun? Svarið er einfalt. Í nær fjóra áratugi hafa sjálfstæðismenn haft meirihluta á Seltjarnarnesi. Öll þessi ár hafa þeir haft það sem sitt fyrsta boðorð, að setja einstakling- inn í öndvegi. Að láta þá sem tekn- anna afla hafa sem mest í eigin vasa á kostnað bæjarsjóðs. Með öðrum orðum, það er lágskattastefn- an sem fyrst og fremst hefur veitt sjálfstæðismönnum áratuga meirihluta í Seltjarnarneskaup- stað. Meirihluti Reykvík- inga virðist kæra sig kollóttan um öll stefnumál. Hann virð- ist með á ánægju borga miklu hærri op- inber gjöld en ná- grannar þeirra í bæj- arfélögunum næst höfuðborginni. Aðeins eitt virðist komast að, drottningin sjálf – Ingibjörg Sól- rún! – En – er meirihluti Reykvík- inga svo skyni skroppinn að sjá ekki að Ingibjörg Sólrún mun ekki dvelja lengi hér eftir í stóli borgarstjóra? Össur Skarphéðins- son hefur séð um það. Maðurinn sem kallar þá menn sem unnið hafa að því að lækka heimilisútgjöld Reykvíkinga, þá Bónusfeðga, – menn „með gangstereðli“ „hrein- ræktaða drullusokka“ sem hagi sér einsog „suður-amerískir gangster- ar“ og bætir svo við: „You aint’ seen nothing yet.“ Og Össur var ekki að skrifa trún- aðarbréf eins og hann hélt sjálfur fram, samanber orð hans „Þjóðin á rétt á að vita það.“ – Er ekki líf- fræðingurinn Össur sami Össur og formaður Samfylkingarinnar? Finnst nokkur sá Reykvíkingur sem telur að manni, sem temur sér slíkt orðbragð um þá feðga, sem al- þýða borgarinnar á hvað mest að þakka lækkandi matvöruverð, sé stætt lengi hér eftir í stóli for- manns flokks sem kennir sig við al- þýðu manna? Maðurinn er búinn að skrifa Ingibjörgu Sólrúnu úr stóli borgarstjóra inn í landsmálin til bjargar Samfylkingunni, og það fyrr en flesta grunar. Og eftir Ingi- björgu, hver þá? Stefán Jón? Al- freð Þorsteinsson? Ef meirihluti Reykvíkinga er ánægður með afspyrnu lélega fjár- málastjórn, oftar en ekki slælega þjónustu, en þó fyrst og fremst margfalt hærri skattar en íbúar ná- grannabæjanna þurfa að greiða, þá sannar það einnig og staðfestir, að þeir sem stýra fjármálum þjóðar- innar, ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar, hefur skapað þá hagsæld, að meirihluti Reykvíkinga telur sig ekkert muna um það greiða tug- þúsundir, já jafnvel hundrað þús- und krónur meira í borgarsjóð en grannarnir í nágrannabæjunum. Og kjörorðið sýnist vera: Ingi- björgu Sólrúnu og hærri skatta! Sannarlega ánægjulegt hve meiri- hluti Reykvíkinga virðist vel fjáður! Heill hærri sköttum! Magnús Erlendsson Gjöld Opinberar tölur sýna, segir Magnús Erlends- son, að skattgreiðendur í Reykjavík greiða oft- ast tugum þúsunda hærri gjöld til borg- arsjóðs en íbúar á Sel- tjarnarnesi. Höfundur er fv. forseti bæjar- stjórnar Seltjarnarneskaupstaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.