Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MARGT bendir til þess að Héraðsdómur
Reykjavíkur hafi kveðið upp úrskurð um
húsleit Samkeppnisstofnunar hjá olíufélög-
unum í desember á síðasta ári á röngum for-
sendum, að sögn Benedikts Jóhannessonar,
formanns stjórnar Skeljungs hf. Hann sagði
á aðalfundi félagsins í gær að í ljós hafi
komið, með því að lesa úrskurð héraðsdóms,
að Samkeppnisstofnun hafi í veigamiklum
atriðum mistúlkað málefni olíufélagnna. Þá
sagði hann að Verslunarráð Íslands hafi
vakið athygli viðskiptaráðhera á meintum
lögbrotum sem fólust í framkvæmd Sam-
keppnisstofnunar við húsleitina en ráðherra
hafi vísað málinu frá og bent mönnum á
dómstólaleiðina. Því verði sú leið farin.
Innrás ríkisins í einkalíf
manna er hafin
Stór hluti af ræðu Benedikts á aðalfundi
Skeljungs í gær, undir dagskrárliðnum
skýrsla stjórnar fyrir árið 2001, fór í að
ræða húsleit Samkeppnisstofnunar hjá olíu-
félögunum. Ástæðu þess sagði hann meðal
annars vera þá að það sé öllu viðskiptalífinu
nauðsynlegt að axarsköft af því tagi, sem
hann sagði að Samkeppnisstofnun hafi gert í
tengslum við húsleitina hjá olíufélögunum,
verði ekki hluti af venjubundnu starfi stofn-
unarinnar.
Benedikt sagði að ábyrgð dómara, sem
samþykkir heimildir til húsleitar, sé mikil,
þótt hann hljóti að gera slíkt í góðri trú um
að gögn sem fram eru lögð séu ekki villandi
og að heimildum verði ekki misbeitt. Nú sé
stofnun ríkisins farin að ráðast inn í fyr-
irtæki. „Ætlum við að bíða þangað til ríkið
fer að ráðast inn á heimilin í skjóli einhliða
dómsúrskurðar,“ spurði Benedikt. Hann
sagði að innrás ríkisins í einkalíf manna
væri þegar hafin þar sem Samkeppnisstofn-
un hafi afritað tölvupóst, persónulegan jafnt
sem þann sem viðkom vinnunni í framhaldi
af húsleitinni hjá olíufélögunum í desember.
Þingnefnd sagt rangt til
Benedikt hélt því fram í ræðu sinni að
mjög margt í vinnubrögðum Samkeppnis-
stofnunar í tengslum við húsleit stofnunar-
innar hjá olíufélögunum kalli á svör. Í því
sambandi nefndi hann meðal annars að í
greinargerðum um málið frá Verslunarráði
og Samtökum atvinnulífsins, sem hafi farið
hörðum orðum um aðfarir Samkeppnisstofn-
unar, komi fram að þingnefnd hafi verið
sagt rangt til um ákvæði í samkeppnislögum
erlendis. Hann spurði hver bæri ábyrgð á
því.
Hann sagði að mörgum spurningum um
aðferðir Samkeppnisstofnunar væri ósvarað.
Svo margt virðist vera að vinnuaðferðum
stofnunarinnar að það kunni að kalla á sjálf-
stæða rannsókn á henni. Þá væri mjög al-
varlegt að stofnun sem hefur jafnmikil völd
og Samkeppnisstofnun skuli ekki heyra und-
ir stjórn sem beri ábyrgð á gerðum hennar
og geti tekið í taumana þegar stofnunin mis-
stígur sig.
Um efnisatriði húsleitarinnar sagðist
Benedikt verða fáorður. Rétt væri þó að
upplýsa að stjórn Skeljungs hafi verið það
mæta vel ljóst að félögin reki saman bens-
ínstöðvar á nokkrum stöðum á landinu. Yfir
því sé engin leynd og þær stöðvar kirfilega
merktar. Jafnframt sé stjórninni vel ljóst að
félögin eigi nokkur fyrirtæki sameiginlega
og hafi gert lengi, m.a. Úthafsolíu hf., sem
hefur selt olíu á miðunum. „Þetta kemur
jafnframt fram í ársskýrslum félaganna fyr-
ir þá sem lesa kunna,“ sagði Benedikt.
Þá sagði hann að Skeljungur hafi árum
saman gagnrýnt það fyrirkomulag og reynt
að fá því hnekkt, að starfsmenn olíufélag-
anna komi saman ásamt forstjóra Sam-
keppnisstofnunar á fundum í Flutningsjöfn-
unarsjóði og ræði verð.
Mesta markaðshlutdeild
annað árið í röð
Í umfjöllun um olíumarkaðinn á Íslandi
sagði Benedikt að 5% samdráttur hafi orðið
í heildarsölu á bensíni og olíuvörum á árinu
2001. Í byrjun maí hafi keppinautar Skelj-
ungs hækkað verð á eldsneyti vegna geng-
isbreytinga en félagið hafi ákveðið að bíða
átekta. Í kjölfarið hafi brostið á verðstríð.
Markaðurinn hafi hins vegar leitað jafn-
vægis eftir nokkra daga.
Hann sagði að heildarsala Skeljungs á ol-
íuvörum hafi aukist um tæplega 1% á árinu
2001 frá fyrra ári. Aukningin skýrist fyrst
og fremst af meiri sölu á svartolíu. Mark-
aðshlutdeild félagsins á íslenska olíumark-
aðnum hafi aukist úr liðlega 37% árið 2000 í
tæplega 40% á síðasta ári. Skeljungur hafi
verið með mesta markaðshlutdeild olíufélag-
anna í seldu eldsneytismagni annað árið í
röð.
Benedikt sagði um horfur á olíumarkaði
að vísbendingar væru um að samdráttur í
flugsamgöngum verði ekki eins mikill og
spáð hafi verið fljótlega eftir árásirnar á
Bandaríkin 11. september í fyrra. Þá sé lík-
legt að olíuverð verði í jafnvægi á næstu
mánuðum.
Gunnar Scheving
aftur í stjórn
Gunnar Scheving Thorsteinsson, fyrrver-
andi stjórnarmaður í Skeljungi, sem fór úr
stjórninni á síðasta aðalfundi félagsins, var
aftur kosinn í stjórnina á fundinum í gær.
Hallgrímur Gunnarsson vék úr stjórninni en
hann var kjörinn í hana í stað Gunnars á
síðasta aðalfundi. Aðrir stjórnarmenn voru
endurkjörnir, en þeir eru auk Benedikts og
Gunnars þeir Hörður Sigurgestsson, Har-
aldur Sturlaugsson og Gunnar Þór Ólafsson.
Skeljungur ætlar að láta reyna á lögmæti húsleitar Samkeppnisstofnunar fyrir dómstólum
Úrskurður hér-
aðsdóms á röng-
um forsendum
Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar
Skeljungs hf., fór hörðum orðum um hús-
leit Samkeppnisstofnunar hjá olíufélögun-
um í desember síðastliðnum á aðalfundi fé-
lagsins í gær.
Innheimtuþjónusta AM Kredit
Býður fjármögnun
vanskilakrafna
Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgun-
blaðsins í gær var umfjöllun um
þær breytingar sem hafa verið að
eiga sér stað á allra síðustu árum á
því hvernig stofnanir, fyrirtæki og
aðrir standa að innheimtumálum.
Breytingarnar fela það í sér að sér-
hæfð innheimtufyrirtæki hafa tekið
við verkefnum innheimtudeilda fjár-
málafyrirtækja og sjá um allt inn-
heimtuferlið, frá útsendingu
greiðsluseðla til löginnheimtu. Í
umfjölluninni kom fram að eftir því
sem næst verði komist séu nú hér á
landi fimm sérhæfð innheimtuþjón-
ustufyrirtæki, sem skilgreind eru á
þann hátt, og sem ekki sinna öðrum
verkefnum. AM Kredit ehf. vantaði
í þessa umfjöllun þannig að fyrir-
tækin eru a.m.k. sex. AM Kredit
var stofnað á árinu 2001, eins og
fjögur hinna fimm fyrirtækjanna
sem starfrækt eru á þessu sviði, og
eru í eigu lögmannsstofunnar AM
Praxis sem á rætur að rekja til árs-
ins 1941.
Jónas Jónatansson, fram-
kvæmdastjóri AM Kredit, segir að
fyrirtækið annist allt innheimtuferl-
ið frá útsendingu greiðsluseðla til
vanskilainnheimtu og löginnheimtu.
Lögð sé mikil áhersla á að nýta
upplýsingatæknina til að veita við-
skiptavinum sem besta og hag-
kvæmasta þjónustu.
Að sögn Jónasar býður AM
Kredit viðskiptavinum sínum einnig
upp á þá nýjung að fjármagna van-
skilakröfur. Kröfuhafar eiga kost á
því að fá tiltekinn hluta krafna, sem
eru í innheimtumeðferð hjá AM
Kredit, greiddan út strax að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum og
þurfa ekki að bíða eftir að innheimt-
an beri árangur.
Hann segir að með samstarfi við
greiðsluþjónustufyrirtækið Midt
Factoring á Íslandi, sem er dótt-
urfyrirtæki Midt Factoring í Dan-
mörku, standi viðskiptavinum AM
Kredit til boða mun víðtækari þjón-
usta en ella. Megi þar nefna fjár-
mögnun viðskiptakrafna, mat á fjár-
hagslegum styrk og greiðslugetu
innlendra og erlendra greiðenda,
greiðslu- og gengistryggingar, um-
sýslu viðskiptamannabókhalds og
betri og öruggari þjónustu við inn-
heimtu milli landa.
Jónas segir að hjá AM Kredit
starfi nú 15 manns og að fyrirtækið
hafi vaxið hratt á því rúma ári sem
það hefur verið starfrækt.