Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 29
Í BÓKINNI Vinjettur, sem út kom
fyrir síðustu jól, tekst Ármann
Reynisson á við form sem verið
hefur lítt þekkt í íslenskum bók-
menntaheimi fram til þessa. Form-
ið sem á ensku er kennt við „vign-
ettes“ mætti staðsetja mitt á milli
örsagna og prósaljóða, og hefur
Ármann gefið því íslenska heitið
vinjettur. Í bókinni er að finna 43
vinjettur og er önnur hver frásögn
framsett í enskri þýðingu Martins
Regal, dósents í enskum bók-
menntum. Höfundur bókarinnar
segir framsetninguna hugsaða sem
nokkurs konar fléttu frumtexta og
þýðinga, sem kallist á við mynd-
ræna þýðingu hugtaksins „vig-
nette“, sem vísar til blaða og vafn-
inga vínviðarins. „Þannig fléttast í
bókinni saman tvö tungumál, um
leið og líta má á vinjettuformið
sem nokkurs konar fléttu mynd-
rænna frásagna, sem tengjast inn-
byrðis á óbeinan hátt,“ segir Ár-
mann Reynisson.
Vinjettur eru fyrsta verkið sem
höfundurinn sendir frá sér og seg-
ir hann bókina vera afrakstur
reglulegra dagbókar- og bréfa-
skrifta, sem hafi smám saman
þróast yfir í vinjettuformið. „Ég
byrjaði fyrst að fást við einhvers
konar skrif fyrir hálfum öðrum
áratug, eftir að ég gerði mér
grein fyrir því að ég var að glata
hæfileikanum á að orða hugsanir
mínar á blað. Ég var þá með mik-
inn fyrirtækjarekstur og voru öll
skrif unnin fyrir mig. Þegar ég
áttaði mig á þessu, skipaði ég
sjálfum mér að setjast niður á
hverjum degi og skrifa dagbók.
Ég var lengi að ná tökum á skrif-
unum, en ég byrjaði rólega, og
æfði mig á öllu frá veðurfarslýs-
ingum, til umsagna um t.d. leikrit
eða myndlistarsýningu sem ég
hafði séð. Ég hélt dagbók í fjöl-
mörg ár og færði mig síðan yfir í
bréfaskriftir. Eftir að útgefandi og
hönnuður í New York að nafni Ro-
bert Hickey, sem ég á í tölvupósts-
amskiptum við, hvatti
mig fyrir tæpum
tveimur árum til að
reyna fyrir mér við
skáldskap, tók ég
fyrstu skefin í átt að
þessari bók sem nú er
komin út. Hann líkti
bréfaskrifum mínum
við vinjettur, mér til
óvæntrar ánægju. En
satt að segja var
notkunin á því form-
inu ómeðvituð, og ein-
hvern veginn hafði
það sem ég vildi
koma frá mér brotist
út á þennan hátt, “
segir Ármann.
Hluti af
heildarmyndinni
Í vinjettum sínum kemur höf-
undur víða við, en sjálfur segir
hann að flokka megi efnið gróf-
lega í ástarsögur, ferðasögur, nú-
tímadæmisögur, vinjettur sóttar í
persónulega reynslu og skoðanir á
ýmsum málefnum. „Það sem
greinir vinjettuna frá t.d. örsögu
eða prósaverki er að hún er skrif-
uð abstrakt, sem höfundurinn
heldur utan um á sinn eigin hátt.
Þannig leitast ég við að miðla
ákveðnum hugarheimi, með því að
gefa aðeins upp hluta af heild-
armyndinni. Í sumum vinjettunum
hafa mínar eigin upplifanir orðið
kveikja að frásögn og í öðrum tjái
ég álit mitt á ýmsu sem er að ger-
ast í samtímanum. En vinjettu-
formið er jafnframt þess eðlis að
rauður þráður tengir þær allar
saman, þótt á ólíkan hátt sé.“
Sem fyrr segir hefur Martin
Regal þýtt allar 43 vinjetturnar og
er ensku og íslensku útgáfunum
raðað niður í mismunandi röð.
Þannig mun sá sem les sig í gegn-
um bókina ýmist kynnast vinjett-
unum fyrst á íslensku eða ensku.
„Mér fannst áhugavert að spila
með þessum hætti á tengsl frum-
texta og þýðingar, en
að mínu mati er þýð-
ingin listaverk út af
fyrir sig. Martin Reg-
al er ákaflega fær
þýðandi og er það
mikil viðurkenning
fyrir mig að hann
skyldi hafa áhuga á
að þýða vinjetturnar.
En nálgun hans er
sjálfstæð, og leggur
hann megináherslu á
að koma hugsuninni í
verkunum yfir á ann-
að tungumál,“ segir
Ármann.
Ármann hyggst
halda áfram á rithöf-
undabrautinni og seg-
ir jákvæð viðbrögð fjölmargra að-
ila ekki síst hafa hvatt sig áfram.
„Það kostar heilmikið átak að
stíga fram sem nýr höfundur, og
leist mér satt að segja ekkert á
blikuna fyrst eftir að bókin kom út
um miðjan nóvember. Hún hvarf
gjörsamlega inn í jólabókaflóðið
og skaut ekki upp aftur fyrr en
eftir áramót. Það var hins vegar
ekki fyrr en í janúar að hjólin
tóku að snúast, bæði hvað við-
brögð lesenda og sölu varðar. Ég
held því ótrauður áfram, og er
rúmlega hálfnaður með vinjettu-
safn númer tvö. Ég hef fundið
mikla lífsfyllingu í skrifunum,
enda er ég með árunum farinn að
líta svo margt í lífinu allt öðrum
augum en áður fyrr. Ég legg því
talsvert mikið á mig til að geta
samræmt skrifin störfum mínum á
viðskiptasviðinu og gert skáld-
skapinn að hluta af tilveru minni.
Í raun er nú svo komið að ef ég
skrifa ekki a.m.k. eina vinjettu á
viku, þá er ég eiginlega ómögu-
legur maður. Mig langar til að
skrifa eittþúsund og eina vinjettu,
en lífið og tilveran verða líklega
að ráða því hvað mér tekst að
skrifa margar. Þær kalla a.m.k. á
mig í hundraða tali.“
Vinjetta á viku
Ármann Reynisson,
höfundur bókarinn-
ar Vinjettur.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 29
GJÖRNINGALISTIN er og
verður mikilvægur tjáningarmáti
myndlistarmanna, sem sannast á
því að formið er í fullu fjöri, bæði
hjá yngri listamönnum sem þeim
eldri. Gjörningurinn sem myndlist-
ar- og sviðsverk í rauntíma hefur þá
sérstöðu að þurfa ekki að snúast
um það að segja sögu eða að fylgja
einhverjum fyrirfram gefnum
reglum varðandi tíma, umfang eða
efnistök og býður því upp á óvenju-
mikið frelsi til tjáningar.
Athyglisverður hópgjörningur
var einmitt framinn í fjölnotahúsi
Hafnarhússins, Listasafns Reykja-
víkur á dögunum í tengslum við
Vetrarhátíðina Ljós í myrkri. Höf-
undar verksins voru þær Gunnhild-
ur Hauksdóttir og Ingibjörg
Magnadóttir en báðar hafa þær lát-
ið nokkuð að sér kveða á myndlist-
arvettvangi þrátt fyrir stuttan
starfsaldur, framið gjörninga og
unnið önnur myndlistarverk.
Gjörningurinn, sem ekki var aug-
lýstur undir nafni, hófst með því að
inn á sviðið kom hópur af fólki
hversdagslega klæddu sem byrjaði
að stafla sér í hrúgu á gólfinu í öðr-
um enda salarins. Hrúgan sú arna
lá svo nokkurn veginn hreyfingar-
laus allan gjörninginn fyrir utan lít-
ilsháttar tilfærslur einstakra aðila.
Í kjölfar hópsins komu inn á svið
tónlistarmenn í grímubúningi vopn-
aðir plötuspilurum og tölvum og
fóru að leika tónlist, sumir myndu
kalla það óhljóðatónlist. Á tjald var
varpað myndbandi af húfuklæddum
einstaklingi sem sneri á hvolf og
horfði á áhorfendur með angur-
værri angist í svipnum líkt og hon-
um væri haldið sem gísl ofan í kjall-
ara.
Þá fóru að tínast inn á sviðið
mannverur, flestar með andlitið
hulið, annaðhvort með grímur eða
hárkollur en allar berar að neðan,
karlar og konur. Stuttu eftir að
þessar verur fóru að tínast inn og
heyrst höfðu forsöguleg óhljóð,
greinilega úr rymjandi manns-
barka, kom inn á sviðið karlvera
með appelsínugula hárkollu, allsber
að neðan, og gekk um eins og upp-
vakningur með hendur hangandi
með síðum og rumdi í sífellu. Hann
og aðrir þátttakendur gengu um
sviðið þónokkra stund, allir að því
er virtist í sama annarlega ástand-
inu, þannig að minnti á uppvakn-
inga í hrollvekju, og var sjónarspil-
ið allt bæði skemmtilegt og hress-
andi.
Eftir að þetta hafði gengið á í
nokkurn tíma spratt fram á sjón-
arsviðið manneskja úr áhorfenda-
hópnum og tók nokkur létt dans-
spor en á þann hátt að ómögulegt
var að segja hvort hún var hluti af
prógramminu eða tók þetta upp hjá
sjálfri sér.
Uppákomunni lauk svo með því
að fólkið tíndist út og eftir varð
mannahrúgan á gólfinu, en þá var
einn úr hópnum farinn að káfast ut-
an í nálægum vegg. Þó að nokkuð
augljóst væri að leik væri þarna að
ljúka vissu áhorfendur ekki alveg
hvort rétt væri að klappa eða hvort
ef til vill væri von á frekari hreyf-
ingum á sviðinu, enda sýndi hrúgan
á gólfinu ekki á sér neitt fararsnið.
Það var ekki fyrr en einhver áhorf-
andinn tók af skarið og klappaði að
salurinn fylgdi með og hrúgan fór
að leysast upp og fólkið að tínast út
í rólegheitunum. Þetta var góður
endir á skemmtilegum gjörningi
sem mætti alveg flytja aftur og
jafnvel lengur en þarna var gert.
Í gjörningnum mátti greina áhrif
frá listamönnum eins og Arnout
Mik, sem notað hefur fólk eins og
hluti í innsetningum sínum, og jafn-
framt vottaði fyrir tengingum við
leikhúslist með notkun á grímum
og sófa á miðju sviði. Verkið var vel
útfært og vakti greinilega kátínu í
áhorfendahópnum.
Hrúga af fólki
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur – Hafn-
arhús
Að kvöldi 2. mars 2002
GJÖRNINGUR
GUNNHILDUR HAUKSDÓTTIR OG INGI-
BJÖRG MAGNADÓTTIR
Þóroddur Bjarnason
HÁSKÓLAKÓRINN
og kammerkórinn
Vox academica taka
höndum saman og
flytja Carmina
Burana eftir Carl
Orff á tvennum tón-
leikum í Seltjarnar-
neskirkju. Fyrri
tónleikarnir eru á
morgun kl. 17 og
þeir seinni á sunnu-
dagskvöld kl. 20. Stjórnandi beggja
kóranna er Hákon Leifsson. Auk
kóranna taka þátt í flutningnum
þrír einsöngvarar: Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Þorgeir Andrésson og
Ólafur Kjartan Sigurðarson;
stúlknakór úr Vesturbæjar- og
Melaskóla, tveir píanóleikarar og
sex slagverksleikarar.
„Þýska tónskáldið Carl Orff
(1895-1982) samdi Carmina
Burana, eða „Söngva frá Bæjara-
landi“ árið 1937, en textann sótti
Orff í safn alþýðukvæða frá því
snemma á 13. öld. Handritið fannst
árið 1803 í klaustri í Bæjaralandi,
en kvæðin eru þó langt frá því að
hafa á sér helgan blæ; þau eru
þvert á móti sérlega veraldlegur
kveðskapur þar sem gáska vorsins,
gleði ástarinnar og glaumi drykkj-
unnar er lýst í lifandi og frjóum
kveðskap á latínu og þýsku mið-
aldanna. Tónlist Orffs er jafn sí-
kvik og frjó og texti kvæðanna;
hún er kraftmikil, snörp og
spennuþrungin, full af óvæntum
uppákomum í síbreytilegum hrynj-
anda og hraða,“ segir Unnur Sig-
marsdóttir formaður Háskólakórs-
ins.
Miðaverð er 1.800 krónur.
Carmina Burana í
Seltjarnarneskirkju
Ólafur Kjartan
Sigurðarson ´
Þorgeir
Andrésson
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111