Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 31 býður þér á kynningarkvöld á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Ferðamálaskrifstofa ríkisstjórnar Ísraels Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 18.00 Komið og skemmtið ykkur með okkur á þessu sérstaka kvöldi, þar sem við munum fara í stutta skoðunarferð um landið. Aðgangur ókeypis LEIKFÉLAG Mosfellssveitar gerir það ekki endasleppt við börnin í sinni sveit. Samkvæmt leikskrá er það stefna félagsins að sýna hið minnsta eitt barnaleikrit á hverju starfsári. Þetta er auðvitað til fyrir- myndar, sérstaklega ef litið er til þess að öflugt námskeiðahald fyrir börn hefur verið fastur liður í starfseminni um nokkurt skeið, og leikstjóri Fríðu og dýrsins, Bjarney Lúðvíksdóttir, verið þar framarlega í flokki. Sagan um stúlkuna Fríðu og prins- inn sem hnepptur var í álög fyrir hroka sinn en frelsast þegar hann hefur tekið út tilætlaðan tilfinninga- þroska hefur farið nokkuð krókóttan veg að leiksviðinu að þessu sinni. Víð- fræg teiknimyndarútfærsla Disney- fabrikkunnar hefur verið tekin og færð upp á svið. Nú hefur undirrit- aður ekki séð teiknimyndina og því ekki dómbær um hvort miklu eða litlu hefur verið hnikað til við þessa síð- ustu aðlögun. Hvort heldur sem er verður að segjast að handrit það sem liggur sýningunni til grundvallar er nokkuð gallað verk. Sögunni vindur hægt fram, sumir atburðir illa undirbyggð- ir og óþarflega miklum tíma er eytt í hliðaratburði á kostnað meginefnis- ins. Þannig eru til að mynda manna- siðakennsla dýrsins og samdráttur þess og Fríðu afgreidd í fljótheitum, en miklu púðri og tíma eytt í vind- belginn Gaston, vonbiðil Fríðu, og uppátæki hans. Eins virðist tíma- rammi sögunnar skolast illa til undir lokin og ruglar áhorfendur í ríminu, að minnsta kosti undirritaðan. Það mæðir því mikið á leikhópnum og leikstjóranum að skemmta áhorf- endum með þennan rýra efnivið. Bjarney hefur lagt upp með nokkuð ýkjulegan leikstíl, sem nýtist sumum leikaranna ágætlega til að skapa kát- legar persónur. Einna lengst komast Pétur Ragnar Pétursson og Bragi Dór Hafþórsson sem Gaston og vika- piltur hans. Þá ná Halldór Halldórs- son og Vaka Ágústsdóttir góðum tök- um á göldruðum innanstokksmunum á heimili dýrsins. Í heild hefði sýn- ingin þó grætt á skýrari heildarsvip, bæði hvað varðar leikstíl og umgjörð. Tónlistin er afar vel af hendi leyst, bæði undirleikur og söngur, sem var öruggur og fallegur. Mest mæðir að sjálfsögðu á titil- persónunum. Guðbjörg Pálsdóttir hefur mikinn sviðsþokka og er sann- færandi Fríða, auk þess sem hún fer fremst í flokki söngkrafta. Hjalti Stefán Kristjánsson er dýrið og fer mikinn í flottu gervi. Hann líður þó persóna mest fyrir leikgerðina, og eins fékk hann litla hjálp frá mótleik- urum sínum í að skapa ógn og skelf- ingu. Það virðist raunar líka hlaupið í og úr með það í handritinu, hvort allir hræðast hann eður ei. Hápunkturinn, þegar álögunum er létt á síðustu stundu, var síðan afar vel útfærður, bæði hugmyndalega hjá Bjarneyju og leiklega af þeim Hjalta og Guð- björgu. Fríða og dýrið hjá Leikfélagi Mos- fellssveitar er viðamikið og flókið við- fangsefni sem líður fyrir gallað hand- rit. Þó má hafa skemmtun af, sakir kraftmikils leiks og fallegs söngs. Gamalt ævintýr á nýlegum belg LEIKLIST Leikfélag Mosfellssveitar Byggt á teiknimynd Disney. Leikstjóri: Bjarney Lúðvíksdóttir. Tónlistarstjóri: Birgir Örn Tryggvason. Bæjarleikhúsinu í Mosfellssveit 2. mars 2002. FRÍÐA OG DÝRIÐ Þorgeir Tryggvason ÞEIR eru ófáir, nemendur Mynd- lista- og handíðaskólans sáluga, sem horfið hafa út af landakortinu, ef svo má að orði komast, brauðstritið og lífsbaráttan hafa tekið sinn toll. Margir snúið sér að kennslu, sem iðu- lega var líka menntunargrunnur þeirra, þótt ekki væri jafnaðarlega ætlunin að helga sig uppeldisstörfum. Oftar en ekki var prófið einungis ör- yggisventill ef annað brygðist og þannig er jafnvel Guðmundur Erró útskrifaður frá teiknikennaradeild í MHÍ! Svo annað mál að aðrir, sem ekki höfðu hinn minnsta áhuga á kennarafaginu, urðu að hlaupa í það án áunninna réttinda og dagaði uppi, meður því að orkan dugði ekki til frekari athafna, mynd- og hand- mennt er kröfuhart fag til miðlunar ef vel á að vera. Þórey Eyþórsdóttir, sem útskrif- aðist úr vefnaðarkennaradeild MHÍ 1965 og handavinnukennaradeild Kennaraskóla Íslands 1969, hefur þá sérstöðu að hafa jafnt heima og er- lendis menntað sig í spreng sem handavinnu- og textílkennari. Mun leit að skólaðri kennara í þessum fög- um, að viðbættri kennslufræði og sál- fræðiráðgjöf. Þessa viðbótarmenntun sótti hún til Bergen og skilst mér að Norðmenn hafi svo aðallega notið víð- tækrar þekkingar hennar. Ekki veit ég hvenær Þórey fluttist heim til Íslands, en það mun meira en áratugur síðan ég sá hana innanbúð- ar í listhúsinu AllraHanda í Grófar- gili, og á líkum tíma mun hún hafa verið farin að sinna skapandi verk- efnum sem hafa undið upp á sig. Á tímabilinu hefur hún sett upp nokkr- ar sýningar, helst norðan heiða, einn- ig í Noregi þar sem hún starfaði um hríð, svo og í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn, en þar í borg bætti hún í ár við sig einni menntunargráðunni til við- bótar í uppeldisfræðum. Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur er hins vegar hin fyrsta á höfuðborgar- svæðinu og er vel staðið að ytri frá- gangi hennar, nema upplýsingar í skrá hefðu að ósekju mátt vera aðeins skilvirkari og öll ártöl vantar á mynd- verkin. Er einkum bagalegt fyrir þá sök að gesturinn á fyrir vikið erfitt með að átta sig á þróunarferlinu, einkum vegna þess hve margra grasa kennir í útfærslu þeirra. Þór- ey hneigist nefnilega bæði til sígildra vinnubragða og nær hreinnar hugmyndafræði, sem er nýr áfangi í listsköpun hennar, svo og samruna þess- ara póla, jafnvel í formi fönd- urs og kits (kitsch). Þegar best lætur nær Þór- ey athyglisverðum árangri og má hér einkum nefna verkin Sumargangan (23), sem unnið er í blandaðri tækni og ber bæði í sér þroskað litaskyn og tilfinningu fyrir hryni, Ísland rís úr sæ (8), sem er hreinn myndvefnaður sem ber í sér afar samræmt litaspil og loks Hvers vegna ekki (6), blönduð tækni, harðangurssaumur, prjón og hekl, sem er á hug- myndafræðilegu nótunum. Styrkur sýningarinnar er víð- tæk þekking á handverkinu og fjölbreytni í vinnubrögð- um, helstur fingurbrjótur upphengingin, sem er full- brotin og samhengislaus. Þá er hrjúft og kalt sýningarrým- ið ekki heppilegasti staðurinn fyrir myndverk af þessu tagi, en sumt hefði þó líkast til notið sín vel í gömlu húsakynnum Nýlistasafnsins. Þá ber að nefna, að Þórey hefur hengt upp mikinn fjölda vatns- og olíulita í húsakynnum kaffigallerísins svonefnda við Hafnarstræti (Horn- inu). Framtakið staðfestir helst að farsælast sé fyrir listakonuna að halda sig innan ramma vef- og textíla þar sem menntunargrundvöllur hennar liggur. Frá þræði til heildar MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Opið alla daga á afgreiðslutíma Ráðhúss- ins. Til 10. mars. Aðgangur ókeypis. VEFIR/TEXTÍLAR ÞÓREY EYÞÓRSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson Hvers vegna ekki, harðangurssaumur, prjón, hekl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.