Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 31 býður þér á kynningarkvöld á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Ferðamálaskrifstofa ríkisstjórnar Ísraels Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 18.00 Komið og skemmtið ykkur með okkur á þessu sérstaka kvöldi, þar sem við munum fara í stutta skoðunarferð um landið. Aðgangur ókeypis LEIKFÉLAG Mosfellssveitar gerir það ekki endasleppt við börnin í sinni sveit. Samkvæmt leikskrá er það stefna félagsins að sýna hið minnsta eitt barnaleikrit á hverju starfsári. Þetta er auðvitað til fyrir- myndar, sérstaklega ef litið er til þess að öflugt námskeiðahald fyrir börn hefur verið fastur liður í starfseminni um nokkurt skeið, og leikstjóri Fríðu og dýrsins, Bjarney Lúðvíksdóttir, verið þar framarlega í flokki. Sagan um stúlkuna Fríðu og prins- inn sem hnepptur var í álög fyrir hroka sinn en frelsast þegar hann hefur tekið út tilætlaðan tilfinninga- þroska hefur farið nokkuð krókóttan veg að leiksviðinu að þessu sinni. Víð- fræg teiknimyndarútfærsla Disney- fabrikkunnar hefur verið tekin og færð upp á svið. Nú hefur undirrit- aður ekki séð teiknimyndina og því ekki dómbær um hvort miklu eða litlu hefur verið hnikað til við þessa síð- ustu aðlögun. Hvort heldur sem er verður að segjast að handrit það sem liggur sýningunni til grundvallar er nokkuð gallað verk. Sögunni vindur hægt fram, sumir atburðir illa undirbyggð- ir og óþarflega miklum tíma er eytt í hliðaratburði á kostnað meginefnis- ins. Þannig eru til að mynda manna- siðakennsla dýrsins og samdráttur þess og Fríðu afgreidd í fljótheitum, en miklu púðri og tíma eytt í vind- belginn Gaston, vonbiðil Fríðu, og uppátæki hans. Eins virðist tíma- rammi sögunnar skolast illa til undir lokin og ruglar áhorfendur í ríminu, að minnsta kosti undirritaðan. Það mæðir því mikið á leikhópnum og leikstjóranum að skemmta áhorf- endum með þennan rýra efnivið. Bjarney hefur lagt upp með nokkuð ýkjulegan leikstíl, sem nýtist sumum leikaranna ágætlega til að skapa kát- legar persónur. Einna lengst komast Pétur Ragnar Pétursson og Bragi Dór Hafþórsson sem Gaston og vika- piltur hans. Þá ná Halldór Halldórs- son og Vaka Ágústsdóttir góðum tök- um á göldruðum innanstokksmunum á heimili dýrsins. Í heild hefði sýn- ingin þó grætt á skýrari heildarsvip, bæði hvað varðar leikstíl og umgjörð. Tónlistin er afar vel af hendi leyst, bæði undirleikur og söngur, sem var öruggur og fallegur. Mest mæðir að sjálfsögðu á titil- persónunum. Guðbjörg Pálsdóttir hefur mikinn sviðsþokka og er sann- færandi Fríða, auk þess sem hún fer fremst í flokki söngkrafta. Hjalti Stefán Kristjánsson er dýrið og fer mikinn í flottu gervi. Hann líður þó persóna mest fyrir leikgerðina, og eins fékk hann litla hjálp frá mótleik- urum sínum í að skapa ógn og skelf- ingu. Það virðist raunar líka hlaupið í og úr með það í handritinu, hvort allir hræðast hann eður ei. Hápunkturinn, þegar álögunum er létt á síðustu stundu, var síðan afar vel útfærður, bæði hugmyndalega hjá Bjarneyju og leiklega af þeim Hjalta og Guð- björgu. Fríða og dýrið hjá Leikfélagi Mos- fellssveitar er viðamikið og flókið við- fangsefni sem líður fyrir gallað hand- rit. Þó má hafa skemmtun af, sakir kraftmikils leiks og fallegs söngs. Gamalt ævintýr á nýlegum belg LEIKLIST Leikfélag Mosfellssveitar Byggt á teiknimynd Disney. Leikstjóri: Bjarney Lúðvíksdóttir. Tónlistarstjóri: Birgir Örn Tryggvason. Bæjarleikhúsinu í Mosfellssveit 2. mars 2002. FRÍÐA OG DÝRIÐ Þorgeir Tryggvason ÞEIR eru ófáir, nemendur Mynd- lista- og handíðaskólans sáluga, sem horfið hafa út af landakortinu, ef svo má að orði komast, brauðstritið og lífsbaráttan hafa tekið sinn toll. Margir snúið sér að kennslu, sem iðu- lega var líka menntunargrunnur þeirra, þótt ekki væri jafnaðarlega ætlunin að helga sig uppeldisstörfum. Oftar en ekki var prófið einungis ör- yggisventill ef annað brygðist og þannig er jafnvel Guðmundur Erró útskrifaður frá teiknikennaradeild í MHÍ! Svo annað mál að aðrir, sem ekki höfðu hinn minnsta áhuga á kennarafaginu, urðu að hlaupa í það án áunninna réttinda og dagaði uppi, meður því að orkan dugði ekki til frekari athafna, mynd- og hand- mennt er kröfuhart fag til miðlunar ef vel á að vera. Þórey Eyþórsdóttir, sem útskrif- aðist úr vefnaðarkennaradeild MHÍ 1965 og handavinnukennaradeild Kennaraskóla Íslands 1969, hefur þá sérstöðu að hafa jafnt heima og er- lendis menntað sig í spreng sem handavinnu- og textílkennari. Mun leit að skólaðri kennara í þessum fög- um, að viðbættri kennslufræði og sál- fræðiráðgjöf. Þessa viðbótarmenntun sótti hún til Bergen og skilst mér að Norðmenn hafi svo aðallega notið víð- tækrar þekkingar hennar. Ekki veit ég hvenær Þórey fluttist heim til Íslands, en það mun meira en áratugur síðan ég sá hana innanbúð- ar í listhúsinu AllraHanda í Grófar- gili, og á líkum tíma mun hún hafa verið farin að sinna skapandi verk- efnum sem hafa undið upp á sig. Á tímabilinu hefur hún sett upp nokkr- ar sýningar, helst norðan heiða, einn- ig í Noregi þar sem hún starfaði um hríð, svo og í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn, en þar í borg bætti hún í ár við sig einni menntunargráðunni til við- bótar í uppeldisfræðum. Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur er hins vegar hin fyrsta á höfuðborgar- svæðinu og er vel staðið að ytri frá- gangi hennar, nema upplýsingar í skrá hefðu að ósekju mátt vera aðeins skilvirkari og öll ártöl vantar á mynd- verkin. Er einkum bagalegt fyrir þá sök að gesturinn á fyrir vikið erfitt með að átta sig á þróunarferlinu, einkum vegna þess hve margra grasa kennir í útfærslu þeirra. Þór- ey hneigist nefnilega bæði til sígildra vinnubragða og nær hreinnar hugmyndafræði, sem er nýr áfangi í listsköpun hennar, svo og samruna þess- ara póla, jafnvel í formi fönd- urs og kits (kitsch). Þegar best lætur nær Þór- ey athyglisverðum árangri og má hér einkum nefna verkin Sumargangan (23), sem unnið er í blandaðri tækni og ber bæði í sér þroskað litaskyn og tilfinningu fyrir hryni, Ísland rís úr sæ (8), sem er hreinn myndvefnaður sem ber í sér afar samræmt litaspil og loks Hvers vegna ekki (6), blönduð tækni, harðangurssaumur, prjón og hekl, sem er á hug- myndafræðilegu nótunum. Styrkur sýningarinnar er víð- tæk þekking á handverkinu og fjölbreytni í vinnubrögð- um, helstur fingurbrjótur upphengingin, sem er full- brotin og samhengislaus. Þá er hrjúft og kalt sýningarrým- ið ekki heppilegasti staðurinn fyrir myndverk af þessu tagi, en sumt hefði þó líkast til notið sín vel í gömlu húsakynnum Nýlistasafnsins. Þá ber að nefna, að Þórey hefur hengt upp mikinn fjölda vatns- og olíulita í húsakynnum kaffigallerísins svonefnda við Hafnarstræti (Horn- inu). Framtakið staðfestir helst að farsælast sé fyrir listakonuna að halda sig innan ramma vef- og textíla þar sem menntunargrundvöllur hennar liggur. Frá þræði til heildar MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Opið alla daga á afgreiðslutíma Ráðhúss- ins. Til 10. mars. Aðgangur ókeypis. VEFIR/TEXTÍLAR ÞÓREY EYÞÓRSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson Hvers vegna ekki, harðangurssaumur, prjón, hekl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.